Morgunblaðið - 28.06.1980, Side 33

Morgunblaðið - 28.06.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JUNI 1980 33 Erlingur Jónsson, Keflavík: Veður öll válynd Embætti forseta má teljast tví- þætt, snertir jafnt mál utan lands sem innan. Kjósendum ber því að gera sér þess ljósa grein hvor þessara þátta vegur þyngra á metum til velferðar hinni íslensku þjóð. Innanlands skipta hér tvö mál mestu, þ.e. afskipti forseta við myndun ríkisstjórnar og valda hans til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér til hafa forsetar ekki neytt slíks réttar, þótt sumum þyki sem stundum hafi verið til þess ærin ástæða. Varðandi myndun ríkis- stjórnar, þá tei ég að hlutur forseta reynist stórum minni en margir hyggja. Stjórnmálaflokkar mynda einfaldlega ekki ríkisstjórn fyrir tilmæli forseta eða til að þóknast honum heldur eingöngu er þeir sjá sér hag í slíku. Hversu kjávís og kjassmáll sem forseti kynni að vera, tel ég hæpið að hann fengi „lunkað" taumlata flokksforingja til stjórnarmynd- unar. Þessari skoðun til staðfestu blasir við skýrt dæmi frá síðustu stjórnarmyndun. Mikils metinn forseti með nær tólf ára þjálfun á Bessastöðum lagði sig allan fram og sparaði sig hvergi, setti upp allar tiltækar uppstillingar milli flokka, en ekkert bifaðist, uns Gunnar Thoroddsen fékk mynd- aða ríkisstjórn — að kalla má án tilverknaðar forseta. Hér reyndist hlutverk forseta nánast formið eitt, þrátt fyrir þrotlaust amstur um langt skeið. Að vísu hefði forseti getað skipað utanþings- stjórn sem eðli sínu samkvæmt hlyti þá að hafa staðið stutt, enda bráðabirgðaráðstöfun. Starf forseta varðandi önnur ríki tel ég miklu mikilvægari. Þar kemur hann fram sem fulltrúi Islands á erlendri grund eða tekur á móti útlendum gestum heima fyrir — oftast mönnum er mikið kveður að á einhverju sviði eða þeir skipa jafnvel æðsta sess í heimalandi sínu (valdamiklir stjórnmálamenn og þjóðarleiðtog- ar). Varðar þá miklu að forseti komi vel fyrir andspænis erlend- um stórmennum. Skiptir þá stundum eigi litlu að hann sé vel mæltur á erlendar tungur og hafi jafnframt sem besta þekkingu á alþjóðamálum, sögu heimsins og menningu yfirleitt. Dugar þá lítt brjóstvitið eitt þótt gott sé. Hér gildir hins vegar sem víðtækust menntun áunnin með námi og reynslu. Kemur þá að góðu haldi að hafa kynnst siðum og háttum sem flestra þjóða og þá ekki síst hinna stærstu og voldugustu. Ef forseti orkar vel á erlenda valda- menn með framkomu sinni reyn- ast þeir fúsari en ella að greiða fyrir málum íslands, er stundum geta varðað okkur miklu en skipta viðkomandi stórveldi ef til vill sáralitlu. Með tilliti til ofanritaðs skal nú reynt að meta hæfni Péturs Throsteinssonar til embættis for- seta borið saman við aðra fram- bjóðendur. A) Innanríkismál. Hér tel ég að Pétur hafi nokkra yfirburði vegna þess að hann starfaði um sjö ára skeið sem ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neyti Islands. En það ráðuneyti hefur langmest tengsl allra stjórnardeilda við embætti for- seta. Hann hefur því meiri þekk- ingu á þessu embætti en aðrir frambjóðendur, er eigi hafa notið slíkrar aðstöðu. B) Utanríkismál. Hér tel ég að Pétur hafi ekki aðeins „nokkra yfirburði" gagn- vart öðrum frambjóðendum held- ur ótvíræða óvéfengjanlega yfir- burði. 1) Menntun. Hann er þeirra menntaðastur, hefur háskólapróf í viðskiptafræði og lögfræði. Þessa menntun má telja einkar mikil- væga varðandi embætti forseta. Hin mikla kunnátta hans á þess- um sviðum hefur reynst honum ærið drjúg á erlendum vettvangi, við störf hans að erfiðum samn- ingum fyrir íslands hönd. Auk þessara háskólaprófa hefur hann aflað sér miklu meiri þekkingar en aðrir frambjóðendur á tungum erlendra ríkja jafnt með sjálfs- námi sem dvöl á staðnum. Hann er ágætlega mæltur á frönsku, þýsku, ensku og rússnesku, (auk norðurlandamála). Síðastnefnda tungu talar hann reiprennandi (eftir tíu ára dvöl í Rússlandi) og hefur t.d. þýtt á íslensku verk eftir Chekhov, mesta smásagnahöfund veraldar. Þá grunar mig að Pétur búi yfir nokkurri kunnáttu í spönsku og ítölsku þótt lítið vilji hann úr því gera. Hygg ég að enginn annar frambjóðandi hafi stundað sjálfsnám af slíkri kost- gæfni. Lumi sumir þeirra að þessu leyti á einhverjum leyndum kost- um, er eigi var áður á loft haldið, bið ég þá forláts. Pétur hefur lítt slegið um sig með sinni miklu málakunnáttu. Má hér til gamans geta þess að þá er forsetaefni birtust í sjónvarpi fyrir skemmstu, miðlaði einn þeirra hlustendum þeim fróðleik að hann þýddi stundum frönsk og ítölsk verslunarbréf á íslensku. Pétur talaði síðar en minntist þó hvergi á sína málakunnáttu — af engu minni hæversku. Hér verður mönnum hugsað til orða Halldórs Laxness um Pétur. „Hann er of mikill höfðingi til að berast á„. 2) Störf. Hér gefst ekkert rúm til að rekja starfsferil Péturs til hlítar. Hann réðst til starfa í utanríkisráðuneyti Islands 1944. Starfaði í Moskvu um tíu ára skeið, fyrst sem sendifulltrúi (einnig formaður samninganefnd- ar um viðskipti) og síðar sem sendiherra. Þá sendiherra í Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Samtímis var hann sendiherra í mörgum lönd- um, svo sem um alla Suður Ameríku og hjá alþjóðastofnun- um. Ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneyti 1969—76 og jafnframt ritari utanríkisnefndar Alþingis. Síðan 1976 hefur hann verið sendi- herra í átta löndum með aðsetur í Reykjavík, svo sem Kína, Japan og Indlandi. Heimsækir hann þessi lönd alla jafnan tvisvar á ári. Af ofangreindu má ljóst vera að Pétur ber mjög af öðrum fram- bjóðendum til forsetaembættis varðandi 1) menntun (skóla, sjálfsnám og reynslu). 2) Unnin störf skyld embætti forseta. 3) Þekkingu á umheiminum (en svo má heita að hann hafi ferðast um gjörvalla veröld og dvalist í fjöl- mörgum þjóðlöndum). Á löngum starfsferli sínum hefur Pétur kynnst fyrirmönnum fjölda þjóða og stofnað til vináttu við marga þeirra. Um mannkosti Péturs efast enginn er þekkir hann. Oddný kona Péturs er viðskiptafræðingur að mennt með staðgóða kunnáttu á erlendum tungum, enda hefur hún með þekkingu sinni og fram- komu orðið manni sínum ómetan- leg stoð á ferðum hans hin síðari ár um átta lönd sem fyrr segir og hvarvetna orðið landi sínu til sóma. Vafurlogar hins kalda stríðs brenna nú helsti heitt um lönd Afgana og Persa, færast óðfluga í nánd við mestu olíusvæði heims. Enginn veit hvenær bál þetta kynni að berast vítt um alla veröld. Væri íslandi þá gott að eiga þann foringja í stafni, er stýra kynni þjóðarskútu vorri í hamförum slíks hildarleiks. Eng- inn er líklegri til þess en Pétur Thorsteinsson með sinni víðtæku þekkingu og reynslu á sviði heims- mála. Fyrsti forseti íslands, Sveinn Björnsson, hóf störf við slíkar aðstæður á tímum síðari heims- styrjaldar. Sú hugsun hvarflaði þá ekki að nokkrum manni að velja annan en hann til þess embættis vegna þekkingar hans á sviði heimsmála, — einmitt þar sem Pétur Thorsteinsson er yfirburða- kostum búinn. Vonandi er þjóð vor ekki svo heillum horfin, að hún hafni Pétri Thorsteinssyni. Sunnlendingar styðja Albert Guðmundsson Undirritaðir stuðningsmenn Alberts Guö- mundssonar á Suðurlandi heita á Sunnlendinga að fylkja sér um Albert og Brynhildi til heilla fyrir íslenzku þjóðina. Siguröur Siguröarson Skammbeinstöðum, Aðalbjörn Kjartansson Hvolsvelli, Eyvindur Ágústsson Skíöbakka, Tómas Jónsson Skaröshlíö, Helga Hjaltadóttir Hellu, Hilmar Jónsson Hellu, Jón Þóröarson Eyvindarmúla, Þorsteinn Þórðarson Sléttubóli, Diörik Sigurösson Kanastöðum, Eggert Haukdal Bergþórshvoli, Sigurbjartur Guöjónsson Hávaröarkoti, Svala Óskarsdóttir Hrútafelli, Höröur Valdimarsson Akurhóli, Jónas Helgason Hellu, Sigríöur Magnúsdóttir Dddsparti, Gunnar Jónsson Nesi, Sigurjón Sveinbjörnsson Mió-Mörk, Ingólfur Jónsson Hellu, Guöjóna Friöriksdótfir Eyrarlandi, Eggert Óskarsson Hvolsvelli, Siguröur Óskarsson Hellu, Halldóra Magnúsdóttir Hávaróarkoti, Tómas Kristinsson Grímsstööum, Guöjón Sigurjónsson Ketilstöðum, Stefán Kjartansson Hvolsvelli, Hermann Sigurjónsson Raftholti, Magnús Eyjólfsson Hrútafelli, Baldur Ólafsson Fit, Sveinbjörn Gíslason Mlö-Mörk, Eysteinn Elnarsson Brú, Páll Hafliöason Búö, Guöni Guönason Kirkjulækjarkoti, Rósa Aöalsteinsdóttir Stóru-Mörk, Helga Dagbjartsdóttir Stóru-Mörk, Erla Óskarsdóttir Búö II, Oddný Benónýsdóttir Eyvindarmúla, Guöjón Guönason Háarima, Ársæll Markússon Hákoti, Hjalti Gunnarsson írafossi, Sigurbjörg Gústafsdóttir irafossi, Selfoss: Þóröur Sigurósson mjólkurbílstjóri, Valdimar Bragason prentari, Ingvi R. Sigurósson trésmiöur, Björn Gíslason rakarameistari, Róbert Benediktsson húsasmiöur, Sighvatur Eiríksson tæknifræöingur, Brynleifur H. Steingrímsson læknir, Þóra Grétarsdóttir bankastarfsmaöur, Benedikt Jóhannsson blikksmiöur, Guömundur Sigurösson trésmiöur, Kristján Jónsson mjólkurbílstjóri, Eggert Jóhannsson byggingarfulltrúi, Hulda Guöbjörnsdóttir hjúkrunarfræöingur, Auöur Thoroddsen afgreiðslustúlka, Áslaug Helgadóttir bankastarfsmaöur, Sigurbjörg Gísladóttir húsmóöir, Gísli Á. Jónsson trésmiöur, Páll B. Símonarson vélamaöur, Bryndís Tryggvadóttir sjúkraliöi, Árni Brynjólfsson húsvöröur, Geir Jónsson mjólkurfræöingur, Kristín Árnadóttir húsmóöir, Jóhann Þórisson, Magnús Matthíasson sölumaöur, Þorbjörg Þorvaröardóttir húsmóöir, Guömundur Árnason verkstjóri, Hólmfríöur Kjartansdóttir húsmóöir, Hallfríður Baldursdóttir húsmóöir, Hjalti Sigurösson rafvirki, Þórmundur Bergsson nemi, Þorsteinn Þorsteinsson, rafvirki, Aöalheiöur Jónasdóttir húsmóöir, Gunnar Gunnarsson prentari, Gústav Sigjónsson framkvæmdastjóri, Siguröur Guömundsson framkvæmdastjóri, Þorlákur Björnsson fyrrv, bóndi, Einar Jónsson knattsp.maöur, Gísli Steindórsson bílstjóri, Perla María Jónsdóttir húsmóöir, Dagbjartur Pálsson, Valdimar Karlsson vélstjóri, Haraldur Gestsson, Jóhannes Erlendsson, Auöbjörg Einarsdóttir húsmóöir, Þorsteinn Sigurösson trésmi'öameistari, Guörún Valdimarsdóttir húsmóöir, Guölaug Hjaltadóttir afgreiöslumær, Sr. Siguröur Pálsson vígslubiskup, Stefanía Gissurardóttir frú, Siguröur E. Ásbjörnsson kaupmaöur, Hafdís J. Kristjánsdóttir bankastarfsmaöur, Ásgeir Guönason rafvirki, Guömundur Axelsson póstmaöur, Jóna Sigurlásdóttir húsmóðir, Sigrún Jónsdóttir húsmóöir, Þorkell Hólm Gunnarsson bifvélavirki, Arndís Jónsdóttir frú, Sr. Siguröur Siguröarson sóknarprestur. Oddur Einarsson málari, Slgurbjörg Hermundsdóttir húsmóöir, Snorri Ólafsson rafvirki, Friörik Sæmundsson múrarameistari, Hafsteinn Sörensen mjólkurfræöingur, Sveinn Á. Sigurösson verkamaöur, Ingólfur Báröarson kjötiön.maður, Hafsteinn Steindórsson fangavöröur, Steinar Stetánsson trésmíöanemi, Hlín Daníelsdóttir kennari, Valgeröur Gísladóttir húsmóöir, Heiöar Engilbertsson mælingamaður, EmiKa Gránz hárskeranemi, Arnold Pétursson verslunarmaöur, Kristjana Guömundsdóttir húsfrú, Sigurjón Skúlason húsasmíöanemi, Ásgrímur Kristófersson vélamaöur, Hilmar Hoffritz trésmiöur, Þór Sigurösson trésmiöur, Hveragerði: Magnea Jóhannsdóttir húsfrú, Magnús Ágústson læknir, Siguröur Ingimarsson garðyrkjumaöur, Guðjón H. Björnsson garðyrkjumaöur, Ingólfur Pálsson rafvirki, Siguröur Pálsson sveitarstjóri, Óiafur Steinsson garöyrkjumaöur. Unnur Þóröardóttir húsfrú, Stefán Magnússon forstjóri, Pétur Þóröarson bifr.stjóri, Alda Andrésdóttir bankastjóri, Árni Ásbjarnarson forstjóri, Ólafur Þorláksson bóndi, Helga Eysteinsdóttir húsfrú, Margrét Karlsdóttir kaupmaður, Indriöi Kristinsson kaupmaöur, Aage Michelsen bifrm., Helgi Þorsteins múrari, Þorsteinn Matthíasson fyrrv. skólastjóri, Ingimar Sigurðsson garðyrkjumaður, Emilía Friðriksdóttir húsfrú, Jónas Björnsson rafvirki, Bjarni Snæbjörnsson garöyrkjumaöur, Pálína Kjartansdóttir matráöskona, Benný Sigurðardóttir húsfrú, Hans Gústafsson garöyrkjumaöur, Sigrún Sigfúsdóttir húsfrú, Sigurlaug Guömundsdóttir húsfrú, Sæmundur Guömundsson bóndi, Guörún Þorláksdóttir húsfrú, Elín Þórarinsdóttir húsfrú, Björgvin Pálsson. Stokkseyri: Jón Ármann Sigurjónsson netageröarmaöur, Steingrímur Jónsson oddviti, Sigurjón Jónsson húsasmiöur, Guömundur Einarsson netageröarmeistari, Elfar Guöni Þóröarson listmálari, Ásgrímur Pálsson framkvæmdastjóri, Pálmar Þ. Eyjólfsson organisti, Hinrik Ingi Árnason trésmíöanemi, Steindór Guömundsson flokksstjóri, Magnús Ingi Gíslason varöstjóri, Kolbeinn Guömannssoa húsgagnasmiöur, Dagný Hróbjartsdóttir húsfrú, Anný Jónasdóttir skrifstofumaöur, Eyjólfur Óskar Eyjólfsson varöstjóri, Eyrarbakki: Magnús Öfjörö Markússon, Þóröur Eiríksson sjómaöur, Hafþór Gestsson verkstjóri, Jón Eiríksson verkamaöur, Loftur Kristinsson vélvirkjameistari, Erla Sigurjónsdóttir verzlunarmaöur, Guöbjörg Eiríksdóttir húsfrú, Magnús Sigurðsson læknir, Sigurjón Bjarnason flokksstjóri, Kjartan Guöjónsson oddviti, Rúnar Eiríksson varaform. Verkalýösfél. Báran, Bjarnfinnur Sverrisson verkamaöur, Þorlákshöfn: Karl Karlsson útgeröarmaöur, Snorri Sveinsson sjómaöur, Guöm. Bjarnason bifvélavirki, Fraklinn Benidiktsson kaupmaöur, Siguröur Bjarnason skipstjóri, Guömunur Óskarsson sjómaöur, Guölaug Sveinsdóttir verkstjóri, Sverrir Sigurjónsson trésmiöur, Sigalda: Sverrir Steindórsson rafvirki, Örn Sævar Björnsson rennismiöur, Guöm. Pétur Arnoldsson rafvirki, Ásgeir Þór Eiríkdsson nemi, Björn Sverrisson rafvirki, Þóröur Guömundsson verkfræöingur, Guömundur Þ. Hafsteinsson málari, Sigurður Guömundsson mötuneyti, Heiðmundur Klemensson verkamaöur, Stefán H. Arnþórsson vélvirki, Halldór G. Kristjánsson flokksstjóri, Jón Ingileifsson Svínavatni Grimsnesi, Brynjólfur Sævar Kragh Grímsnesi, Ingólfur Árnason.Mosfelli Grímsnesi, Guömundur Pálmar Kragh Grímsnesi, Síra Ingólfur Ástmarsson Mosfelli Grímsnesi, Rósa Björnsdóttir Mosfelli Grfmsnesi, Þóra Magnússon Grímsnesi, Örn Ingólfsson Grímsnesi, Ellen Nína Sveinsdóttir Grímsnesi, Sigmundur Sigurösson Syöra Langholti Hrun., Einar Hallgrímsson Garöi Hrun., Emil Gunnlaugsson Laugarlandi Hrun., Áslaug Árnadóttir Smárahlíö Hrun., Guömundur Sigurðsson Áslandi Hrun., Leó Jóhannsson bóndi Ljónsstööum Sandv.hr., Guöbjörg Tyrfingsdóttir Ljónsstööum Sandv.hr., Lýöur Guömundsson hreppstj. Litlu-Sandvík Sandv.hr. Jóhann Sveinbjörnsson Snorrastööum Laugardal, Siguröur Sigurösson Hrísholti Laugarvatni, Halldór Benjamínsson húsasm. Laugarvatni, Guömundur Ingólfsson löu III, Bisk., Fríöur Pálsdóttir Laugageröi Bisk., Páll Halldórsson Hjaröarbóli. Ölf., Halldór Guömundsson sláturhússtj. Hjaröarbóli, Ölf., Ölafur Jónsson framkvst. Lækjartúni, Ölf., Hjalti Þóröarson bóndi Bjarnastööum Ölf„ Guörún Guöfinnsdóttir verzlm. Stóru-Sandvík, Sandv.hr . Ari Páll Tómasson trésm. Stóru-Sandvík, Sandv.hr., Einar Einarsson bóndi, Elvar Ágústsson Villingaholti Vill., Stefán Pálsson Ásólfsstööum Gnúpverjahreppi, Viktor Björnsson vélstjóri, Búrfelli, Eyþór Brynjólfsson dýpkunarstjóri Búrfelli, Sigmundur Sigurjónsson kjötiönm. Gnúpverjahreppi, Óli Sigurösson dýpkunarstjóri Búrfelli,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.