Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.06.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 Árni C. Th. Arnarson: Goðsögnin um valdalausan forseta Fræðimenn og forsetavald Á fimmtudaginn birtist grein í Morgunblaðinu undir heitinu „Stjórnarskrá og þingræði" og var greinarhöfundur Arnór Hanni- balsson, sem kennir m.a. stjórn- speki við Háskóla Islands. Greinin er um margt athyglisverð, enda er Arnór meðal ritfærustu manna, þó ekki sé ég sammála honum í einu og öllu. Arnór tekur undir þá skoðun flestra, að forsetinn sé nánast valdalaus, en ætlun mín er að leiða líkur að því að vald hans sé meira en flesta órar fyrir. Og Arnór tekur saman niður- stöður sínar í fjórum efnisliðum í lok greinarinnar. Tvær síðustu eru þessar. 3. Forseti hefur engin pólitísk völd og er aðeins æðsti embætt- ismaður þjóðarinnar. 4. Það er hugsanlegt og mögulegt að forseti fari að túlka hin úreltu ákvæði stjórnarskrár- innar bókstaflega en þá bryti hann gegn þingræðisreglunni. En nú vill þannig til að ályktan- ir Arnórs standast ekki. Sú stað- hæfing að forsetinn hafi engin pólitísk völd stenzt ekki ef stjórn- arskráin er athuguð af gaumgæfni og hugleitt hvernig forsetinn gæti nýtt vald sitt, þegar rétt tækifæri gæfust, en að þessu mun ég víkja nánar síðar. Og það á ekki heldur við rök að styðjast, að þótt forset- inn færi að túlka hin „úreltu" ákvæði stjórnarskrárinnar bók- staflega að þá bryti það í bága við þingræðisregluna. í fyrsta lagi eru ákvæðin ekki úrelt þó að þeim hafi ekki verið breytt hingað til. Þau eru enn í fullu gildi eins og menn munu komast að raun um, ef forsetinn tekur að nota vald sitt. I öðru lagi gæti forsetinn beitt valdi sínu í ýmsum tilfellum án þess að þingræðisreglan væri í nokkru brotin. — Eg tel nauðsynlegt að al- menningur geri sér grein fyrir því hversu víðtæk áhrif forseti ís- lands getur haft á stjórn þjóðmála nýti hann vald sitt til fulls. Og ef menn á borð við Arnór Hanni- balsson geta fallið í þá gryfju að álíta forsetann valdalausan þá taldi ég því brýnna að gera mönnum grein fyrir hvert vald forsetinn raunverulega hefur. I þessari fyrri grein mun ég því fjalla um hvernig forsetinn gæti notað vald sitt og þau áhrif sem hann gæti hugsanlega öðlast í skjóli þess. í síðari greininni mun ég fjalla um það hvernig hann, að mínum dómi ætti að nota það eins og þjóðmálunum er háttað í dag. Allt vald er með þjódinni en ekki með þinginu Hafi það verið ætlun stjórn- arskrárnefndar og þingsins sem stóðu að stjórnarskránni 1944 að gera þingið að æðstu valdastofnun landsins þannig að bæði forseti og ríkisstjórn ætti að lúta vilja þess, þá hefur þeim til allrar hamingju mistekist það ætlunarverk. Eg segi til allrar hamingju því að þótt ég geti fallist á að valdið eigi að vera með þjóðinni ( en með því er ekkert sagt um hversu víðtækt það skuli vera) þá vil ég engan veginn að það sé með þinginu. Heillavæn- legra tel ég að stjórnskipunin lúti hugmyndinni um þrískiptingu ríkisvaldsins þannig að enginn einn stjórnkerfisaðili verði of valdamikill. Stjórnarskrá íslands ber mik- inn keim af hugmyndum um þrískiptingu ríkisvaldsins hver svo sem ætlunin hefur verið hjá þeim, sem sömdu og samþykktu hana. En þessi þrískipting hefur ekki notið sín sem skildi, þar sem forsetinn hefur ekki beitt til fulls því valdi sem hann hefur. Það hefði hann þó gjarnan mátt gera og það fyrir löngu. Lögfræði eða stjórnmálafræði? Margir þeirra sem lesa þessar línur hafa eflaust einig lesið stjórnarskrána af gaumgæfni og telja sig því hafa allgóða hugmynd um hvert valdsvið forsetans er. En slíkur lestur veitir ekki heil- steypta mynd af valdi forsetans nema menn íhugi hvernig hægt er að beita því á úrslitastundum. Þannig þurfa menn að beita fyrir sig hugsun i anda stjórnmála- fræði fremur en lögfræði, vilji þeir komast nærri um valdamörk forsetans. Dæmi um þetta er þingrofið, sem Ólafur Jóhannesson stóð að ’74. Ólafur hélt því fram, að sem forsætisráðherra hefði hann rétt til að rjúfa þing þótt meirihluti þingsins væri því mótfallinn. En þetta er rangt. Það er forseti, sem lætur ráðherra framkvæma vald sitt en ekki öfugt. Kristján Eld- járn hefði því getað neitað að skrifa undir þingrofsheimildina. En í þessu tilfelli brást forsetinn og óvinsæl ríkisstjórn sat áfram í óþökk þings og þjóðar. Forsetinn getur því verið pólitískt ábyrgur, þótt stjórnarskráin kveði á um að hann sé ekki lagalega ábyrgur fyrir stjórnarathöfnum. Eg geri ráð fyrir að fæstir hafi gert sér grein fyrir að hann gat neitað að skrifa undir þingrofs- heimildina. Þetta má ef til vill rekja til þeirrar fáránlegu bábilju, sem einhvern veginn hefur tekist að berja inn í hausinn á fólki, að forsetinn megi ekki vera pólitísk- ur. Að vísu segir í stjórnar- skránni, að forsetinn megi ekki vera þingmaður meðan hann situr í forsetaembætti, en hann bæði mætti og ætti að vera pólitískur. Fortíð forsetavaldsins er engin heimild um framtíð þess Til þess að sjá hversu víðtækt vald forsetinn hefur, þurfa menn að gera sér grein fyrir því hversu afdrifarík áhrif það getur haft að beita því í vissum tilfellum. í vissum tilfellum getur nefnilega máttarvald hans orðið talsvert meira en yfirborðskennd rann- sókn á hefðarvaldi samkvæmt stjórnarskránni gefur til kynna. Menn verða einnig að gera sér grein fyrir því, að sú staðreynd að forsetinn hefur ekki beitt valdi sínu hingað til, segir ekkert um það hversu vel honum mun takast að beita því í framtíðinni. Flestir virðast álíta, að þar sem forsetinn hefur ekki beitt valdi sínu sé hann valdalaus, en sú skoðun á ekki við rök a styðjast. Valdaferill fyrri forseta er engin mælikvarði á völd þeirra, sem á eftir koma. Lagasynjunarvald og dómur þjóðarinnar Forsetinn hefur ekki sjálfur neitunarvald gagnvart lagasetn- •ingu þingsins, en hann getur veitt þjóðinni þetta vald, með því að skjóta lögum, sem þingið hefur samþykkt undir þjóðaratkvæði. Þetta getur hann gert einfaldlega með því að neita að skrifa undir lög. í fljótu bragði mætti halda að hér væri ekki um mikið vald að ræða, en þegar menn fara að íhuga hversu sólgnir alþingis- menn væru í að leggja lög sín undir dóm þjóðarinar, sjá menn glöggt hvaða áhrif forsetinn gæti haft á lagasetningar. Við þetta bætist að forsetinn getur sjálfur lagt fram frumvörp á alþingi. Hann gæti því í vissum tilfellum sett þingmeirihlutanum þau skilyrði að frumvarp sem forsetinn legði fram yrði að öðlast samþýkki ef þingið vildi ekki að hann legði óvinsæla lagasetningu undir dóm þjóðarinnar. Tökum dæmi: Setjum sem svo að Kristján Eldjárn hefði verið mikill áhugamaður um hvala- vernd (sem hann eflaust er). Hann hefði- þá á síðasta vetri getað lagt fram frumvarp á alþingi um hvalveiðibann. En til þess að tryggja að frumvarpið öðlaðist samþykki, hefði hann sett þinginu afarkosti. Skilyrði fyrir því að hann legði ekki útsvarshækkun- ina sem þingmeirihlutinn vildi ákaft berja í gegn, fyrir dóm þjóðarinnar væri það að þingið samþykkti að banna hvalveiði. Og hvað hefði þingmeirihlutinn getað gert? Ólíklegt er að útsvars- hækkunin hefði hlotið samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem almenningur skemmtir sér lítt við að auka álögur á sjálfum sér (þó alþingismönnum þyki hin mesta dægrastytting að leggja álögur á almenning). Þingið hefði því orðið að samþykkja bannið eða bakka með útsvarshækkunina, með öll- um þeim afleiðingum, sem það hefði haft fyrir sveitarfélögin. Ég held að lesandinn geti sjálfur metið hvaða niðurstaða hefði fengist. Fjárlög og forsetavald En það er einnig hugsanlegt, að forsetanum hefði einfaldlega verið illa við skattahækkanir, og þar er sennilega lítill ágreiningur milli hans og almennings. Hann hefði þá getað heimtað lægri skattstiga af þinginu, en skotið fjárlögunum undir dóm þjóðarinnar að öðrum kosti. Þurfa menn að spyrja hver dómur þjóðarinnar hefði orðið? Þingið hefði lækkað skattstigann fremur en að hefja fjárlagagerð- ina á nýjan leik, þegar dómur þjóðarinnar lægi fyrir. Ég þarf varla að tiltaka fleiri dæmi. Klækjagáfur lesandans ættu að gera honum kleift að gera sér i hugarlund hvernig forsetinn gæti notað vald sitt. ímyndaðu þér bara lesandi góður, að þú sért orðinn forseti með öllu því valdi, sem því fylgir og nú viljirðu fá þingið til að kjósa eins og þú vilt. Þú leikur gamlan leik sem flestir munu án efa hafa leikið ein- hverntíma. Hann er kallaður „klórið þið mér á bakinu ég skal klóra ykkur á bakinu". Þessi leikur hefur verið leikinn í Banda- ríkjunum um allangt skeið með góðum árangri. En þegar þú tekur að þreytast á honum, geturðu byrjað á öðrum. Sá er kallaður „Þið (þ.e. þingið) gerið eins og ég vil, annars tala ég bara við þjóðina". Það er augljóst að þing- menn sem komast á þing vegna misvægis atkvæða þora ekki að leggja lög sín undir þjóðarat- kvæði, þar sem misvægið er ekki fyrir hendi. Niðurfelling saksóknar Náðaruppgjöf og niðurfelling saka Samkvæmt 29. grein stjórn- arskrárinnar getur forseti ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla ef ríkar ástæður eru til. Niðurfelling saksóknar má því aðeins ákveða að ríkar ástæður l'KRj* til en enginn leiðbeining er annars um það hvorki í stjórn- arskránni né athugasemdum við stjórnarskrárfrumvarpið hverjar ástæður koma hér til álita. Mat á slíku er því í raun algjörlega í höndum forseta og dómsmálaráð- herra. Líka sögu er að segja af náðun og sakaruppgjöf. í fljótu bragði mundi ef til vill virðast, sem talsvert þyrfti til að forsetanum leyfðist að misbeyta þessu valdi með hjálp dómsmála- ráðherra. En vel getur hugsast að ekki þyrfti annað af þeirra hálfu en mismiðaða hugsjónastefnu, ásamt eilitlum skorti á virðingu fyrir lögum og rétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.