Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 39

Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 39 búar hafa tekið sér til fyrirmynd- ar, og því er Selfoss í dag talandi tákn um það, hvað hægt er að gera í garðprýði ef vilji er fyrir hendi. í húsinu Svalbarði, eða Banka- vegi 3, eins og það heitir nú, flutti með ungu hjónunum góðleikinn og glaðværðin, sem Einar hafði alist upp við í Hlíð og einnig fluttist þangað með ungu konunni frú Laufeyju, ferskur en gamall menningarblær frá Akureyri. Ég, sem þessar línur rita átti þess kost að koma á heimili tengdaforeldra Einars á Akureyri og sá þá og kynntist fáguðu og elskulegu heimili, sem frú Laufey kom frá á Akureyri. Það var fljótt mikill gestagang- ur á heimili ungu hjónanna. Einar þekkti marga og bauð óspart langferðamönnum og gömlum sveitungum heim í mat og kaffi, og aldrei kvartaði Laufey, þó að óvæntan gest bæri að garði og tók jafnan elskulega á móti háum sem lágum, hvernig sem á stóð. Ég veit, að þetta myndu margir vilja þakka nú, þegar Einar er að kveðja okkur um sinn, og ég geri það því hér fyrir allra okkar hönd. Þeim Einari og Laufeyju varð fjögurra barna auðið, en eitt þeirra, drengur, dó nokkurra mán- aða gamall. Þau sem komust upp eru: Gestur, ljósmyndari í Reykja- vík, ókvæntur, Ágústa, húsfreyja og kennari, gift Guðjóni Styrkárs- syni hrl. í Reykjavík. Þau eiga þrjú börn. Einar Páll, vélstjóri, Reykjavík, ókvæntur, á eitt barn. 011 eru börnin og barnabörnin mikilhæf eða mannvænleg, og hafa þau veitt Einari og Laufeyju ómetanlegan stuðning og um- hyggju nú síðustu árin í veikind- um þeirra. Á því 36 ára tímabili, sem Einar var bankastjóri Landsbankans hér á Selfossi, óx bankinn frá því að vera smá peningastofnun þar sem 4 menn gátu annast þetta starf og til þess að fleiri tugi manna þurfti til að koma verkunum af, þrátt fyrir margháttaða tækniaðstoð. Það þurfti því fljótlega að hefjast handa um að reisa nýtt bankahús og árið 1953 flutti bankinn í vegleg húsakynni, þar sem hann er enn til húsa. Jafnframt því fluttu þau Einar og Laufey í nýja bankahús- ið, en til þess var ætlast að bankastjórinn byggi í bankahús- inu. Með þessu varð allmikil breyting á lífi og starfi Einars Pálssonar. Hann var áður en af var vitað kominn með stóra stofn- un á hendurnar og nú hófst ný garðrækt við önnur skilyrði en þegar byrjað var á Svalbarði í upphafi búskapsins. Ég hef gert að umtalsefni hve Einar var hneigður fyrir hvers- konar garðrækt. Hann átti sér þó fjölmörg önnur áhugasvið, sem vert er að minnast, þannig hafði hann mikinn áhuga á allri náttúrufræði, bæði jarðfræði og grasafræði og einnig hafði hann gaman af stjörnufræði og þekkti t.d. mörg stjörnumerki. Þá var Einar ættfróður og hafði gaman af að grafast fyrir um ættir manna sem hann þekkti til og rekja skyldleika manna á milli. Þá var Einar skákmaður góður og keppnisbridge stundaði hann ár- um saman og félagi í Rotaryfélagi Selfoss var hann frá stofnun klúbbsins, og þar sem annarsstað- ar var hann góður félagi og því saknað þegar hann hvarf héðan. Eitt var það í fari Einars, sem ég hef ekki nefnt, en er mér mjög minnisstætt, en það er hvað barngóður hann var. Hvar sem hann fór, hændust börn að honum, og get ég borið um það, að hvergi sóttu börnin mín meira eftir að koma, í uppvexti þeirra, en til Einars og Laufeyjar, en hún er einnig einstaklega barngóð. Nú að leiðarlokum eru margir, sem eiga Einari margt að þakka. Ekki ætla ég mér að fara að telja þá upp, en ég vil þakka honum fyrir hönd okkar frændfólksins á Hæli fyrir einstaka ræktarsemi og vináttu alla ævi. Þá vil ég alveg sérstaklega þakka fyrir hönd minnar fjölskyldu fyrir óteljandi ánægjustundir, sem við höfum átt saman og fyrir alla þá hjálpsemi og vináttu, sem við höfum mætt á einn eða annan hátt hjá þeim Einari og Laufeyju og börnum þeirra. Á þessari kveðjustund verður okkur sérstaklega hugsað til Lauf- eyjar, konu hans, sem hefur misst svo mikið og enginn fær það bætt. Við hugsum einnig til barna hans og barnabarna, og sendum þeim öllum innilegar samúðar- kveðjur.' En það er huggun harmi gegn, að Einar Pálsson var hamingju- samur í lífi sínu og lifði og starfaði sem heiðursmaður alla sína ævi. Hjalti Gestsson í dag verður lagður til hinstu hvíldar á Selfossi Einar Pálsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, fyrr- um útibússtjóri Landsbanka ís- lands á Selfossi. Lést hann þann 19. júní á sjúkrahúsi í Reykjavík, en þar í borg bjó hann seinustu árin. Ég bið nú blaðið fyrir þessi kveðjuorð til kærs frænda míns og vinar um leið og ég votta fjöl- skyldu hans dýpstu samúð. Einar Pálsson fæddist að Hlíð í Gnúpverjahreppi 6. júní 1903, son- ur Páls hreppstjóra Lýðssonar í Hlíð og konu hans Ragnhildar Einarsdóttur frá Hæli. Ættir Ein- ars eru alkunnar um Suðurland, og koma þar helst saman Vík- ingslækjarætt í karllegg og Laxár- dals og Auðsholtsættir í kvenlegg. Páll í Hlíð var sonur Lýðs hrepp- stjóra Guðmundssonar í Hlíð, er var sagður bæði stjarnfróður og stærðfræðingur mikill og jafn- framt sögufróður, en það hafði hann erft frá föður sínum og afa, Guðmundi Þorsteinssyni hrepp- stjóra í Hlíð og Þorsteini Hall- dórssyni, fræðimanni í Skarfa- nesi. Afi Þorsteins var Bjarni Halldórsson hreppstjóri á Vík- ingslæk, sem sú fjölmenna ætt er komin frá. Kona Lýðs í Hlíð, en amma Einars, var Aldís Pálsdóttir bónda á Brúnastöðum í Flóa Jónssonar bónda þar Pálsonar í Úthlíð Snorrasonar. Var Aldís sögð bú- forkur hinn mesti, og hafði þá stundum orð fyrir bónda sínum, þótt hann væri einnig talinn vel að manni í veraldarvafstrinu. Ragnhildur Einarsdóttir, móðir Einars, var systir hinna mikil- hæfu bræðra, Gests bónda á Hæli og Eiríks bankaútibússtjóra á Selfossi og alþingismanns Árnes- inga. Einar faðir hennar var Gestsson bónda á Hæli Gíslasonar þar Gamalíelssonar, en kona Ein- ars var Steinunn Vigfúsdóttir sýslumanns Thorarenssen á Borð- eyri, en Ragnheiður kona Vigfúsar var Pálsdóttir amtmanns Mel- steðs. Hér verða ekki frekar raktar ættir Einars Pálssonar. Sagt er, að menn „sverji sig til ættar" og þeim „kippi í kynið", en mestur er þó hver og einn af sjálfum sér. Því var þannig varið með Einar, að margir bestu eiginleikar beggja ættstofna komu fram í honum. Snemma bar á ágætum námsgáf- um hans og mun Gestur frændi hans á Hæli eindregið hafa hvatt hann til náms. Til þess voru ekki efnin, að úr langskólanámi yrði, en haustið 1918 settist Einar í Flensborgarskóla og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1920. Þessi Hafnarfjarðarár dvaldist hann, meðan skólatími var, á heimili Jóns ísleifssonar verkfræðings. Mun Gestur á Hæli hafa átt sinn þátt í því að koma honum fyrir hjá Jóni, en þeir höfðu átt gott samstarf að fossamálum í Árnes- þingi. Einar sagði svo frá sjálfur, að á þessum árum hefði hann ekki hugsað sér annað en vera kyrr í sveitinni sinni og gerast þar bóndi. Flensborgarnám hans varð þó til þess, að hann gerðist kennari í Gnúpverjahreppi vetur- inn 1920—1921. En heima mun hann hafa unnið öll sumur fram til þessa. Á þessum árum var árferði illt í landbúnaði, verðfall á afurðum og lélegur heyskapur nokkur ár í röð. Hvarf því Einar til annarra starfa: þann 18. nóv- ember 1921 hóf hann störf við útibú Landsbanka íslands á Sel- fossi, þar sem hann starfaði óslitið næstu fimmtíu árin til 1. desem- ber 1971. Svo langt starf við sömu stofn- un og á sama vinnustað verður að teljast óvenjulegt. Landsbankaúti- búið var í mótun, er Einar kom þangað, og hann lagði drjúgan skerf fram til þess að efla þessa mikilvægu stofnun sunnlenskra bænda. Því bændabanki var útibú- ið fyrst í stað, þótt það tæki síðar ríkan þátt í að skapa þá fjöl- breytni í atvinnulífinu sem nú hefur orðið austanfjalls. Einar var bankaritari til ársins 1935 er hann gerðist banakaútibússtjóri og þeirri stöðu gegndi hann til loka starfsaldurs síns. Aðrir mér hæfari dæma um hið mikla uppbyggingarstarf Einars Pálssonar í bankamálum Sunn- lendinga. Ég leyfi mér aðeins að dvelja við þann þátt bankastarfs- ins, sem honum virtist kærastur: fyrirgreiðslu við bændur héraðs- ins. Sveitamaður var hann alla ævi, hélt mikla tryggð við æsku- heimili sitt í Hlíð og var þar mörgum stundum á sumrin. Við komu sína að Selfossi gekk hann fljótt í Búnaðarfélag Sandvíkur- hrepps og þar man ég hann á aðalfundum þeim, sem haldnir voru á mínu heimili. Lagði hann þar gott til mála og reyndar var hann óþreytandi að tala um bú- skap við okkur frændur sína, hvenær sem færi gafst. En ekki einasta við okkur átti hann tal, heldur mun fjöldi sunnlenskra bænda hafa sótt ráð til Einars um hin ólíkustu vandamál. Hann var þannig gerður að allt ráðabrugg var honum fjarri skapi. Ráðgjöf hans gekk ekki út á valdatafl né aukið veraldargengi fyrir sjálfan hann. Því síður að hann klekkti á einum til að upphefja annan. Ráð Einars fólust öll í því að styðja aðra til góðra verka — vinna sunnlenskum sveitum gagn. Flest þeirra verka, er hann stuðlaði að, standa nú enn í góðu gildi; þar mætti helst nefna hinar miklu byggingar Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi. Er smíði þeirra hófst var allt á huldu með fjármagn, og reyndar vissu fáir í hvert stórvirki var ráðist. En Einar tók byggingu búsins upp á arma sína og studdi hana eins og bankinn mögulega gat á þeim tíma, er ekkert annað fjármagn fékkst. Launin voru þau, að ekki tapaðist króna á þessum viðskiptumf og eftir 15 ár var byggingin að fullu greidd. Sunn- lenskir bændur hafa kunnað að meta þessa framsýni Einars, og hans hefur einatt verið minnst á hátíðis- og merkisdögum Mjólkur- bús Flóamanna. Fyrir störf sín að bankamálum var Einar sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Einar Pálsson var gæfumaður í einkalífi. Alþingishátíðarárið batst hann heitum við Laufey Kristjönu, f. 31. maí 1902, Carls- dóttur Lilliendahl kaupmantis á Akureyri og konu hans Ágústu Jónasdóttur af Skútustaðaætt. Gengu þau í hjónaband þann 25. apríl 1931 og reistu sér húsið Svalbarð á Selfossi. Þeim varð fjögurra barna auðið, en misstu næstyngsta barnið, Pál, rúmlega þriggja mánaða gamlan vorið 1937. Upp komust: Gestur, f. 16. mars 1933, ljósmyndari í Reykja- vík, Ágústa, stúdent og kennari, f. 11. sept. 1935, kona Guðjóns Styrkárssonar lögfræðings í Reykjavík. Eiga þau þrjú börn, eitt þeirra við háskólanám, hin við menntaskólanám í Reykjavík. Yngstur þeirra systkina er Einar Páll f. 26. okt. 1939 vélstjóri að mennt, verkstjóri hjá Stálvík í Garðabæ. Hann á eina dóttur með Ingibjörgu kennara Ragnarsdótt- Rannveig Norðdahl - Minningarorð Fædd 12. september 1895. Dáin 9. júní 1980. Gengin er góð kona, hún Veiga frænka. Rannveig Norðdahl var fædd árið 1895, þann 12. septem- ber að Hólmi sem nú tilheyrir Reykjavík, en var áður í Seltjarn- arneshreppi. Faðir hennar var Eggert Guðmundsson Norðdahl frá Elliðakoti, en móðir hennar Valgerður Guðmundsdóttir frá Miðdal. Hún var næstelst af 6 systkinum. Ólst hún upp á Hólmi og varð snemma að fara að vinna fyrir sér eins og þá tíðkaðist, en aðalstarf hennar var símvarsla svo sem á Borðeyri, Djúpuvík, Selfossi, Hveragerði, en lengst af á Þingvöllum. Urðu þá á vegi hennar okkar færustu listmálarar, svo sem Kjarval, Ásgrímur Jóns- son og fleiri. Rannveig var vel greind kona og með afbrigðum minnug, enda gat hún margt sagt frá veru sinni á Þingvöllum og öðrum stöðum og kynnum sínum af listamönnum þeim, er af elju og þörf gistu hraun og gjár, hvernig sem veðurguðirnir ærsluðust. Það var líka fróðlegt að ganga með henni á Þingvöllum, því hún þekkti þar hverja þúfu og kenni- leiti. Rannveig var listfeng að eðlis- fari og hafði ung numið teikningu hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera og seinna meðferð olíulita í skóla hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem, ekki spillti návistin við þessa færu menn löngun hennar til lista, því hún þráði að geta dregið með pensli, svo lengi sem heilsan entist. Hún giftist þann 17. apríl 1952,. Arthur Kellog Brown, sem var af bandarísku þjóðerni. Hann gerðist seinna ís- lenskur ríkisborgari. Reyndist hann henni mjög góður maður, áttu þau saman margar góðar og glaðar stundir. Ferðuðust þau mikið saman erlendis, þau ár sem þau fengu notið samvistum, en hann andaðist 14. júlí 1969. Hann gat veitt henni margt fagurra muna, naut hún þess þar sem hún dáði allt það sem fagurt var, hvort heldur það var úti í náttúrunni eða af öðrum toga spunnið. Sem ung kona var Rannveig ekki hraust, þurfti hún að dveljast' á Vífilsstöðum þó nokkurn tíma, en ur lengi skólastjóra á Akranesi Jóhannessonar. Glaðværð mikil fylgdi alltaf heimili þeirra Laufeyjar og Einars á Selfossi. Þar var alltaf gaman að koma og reyndar eru margar af bestu æskuminningum mínum bundnar heimilunum tveimur við Bankaveginn á Selfossi, Árnesi og Svalbarði og frændfólki mínu þar. Ég man ekki svo langt aftur, að Einar ræddi ekki við mig eins og fullorðna fólkið um alla heima og geima. Hann var fjölfróður, bæði af bóklestri og viðkynningu við héraðsbúa. Einna best minnist ég aðdáunar hans á íslensku máli. Var þar um mikla sjálfsögun að ræða, sem hann vildi að aðrir temdu sér einnig. Samstarfsmað- ur hans til margra ára og næsti nágranni, Björn Sigurbjarnarson í Fagurgerði, var einnig sama sinn- is. Þeir mynduðu þarna í bankan- um eins konar óformlega sunn- lenska orðabókarnefnd, og var Einar mjög áfram um það að halda við öllum sunnlenskum orð- tökum og heitum, sem honum fannst fara halloka á síðum blaða og öldum ljósvakans. Ég tel, að með vinarlegum umvöndunum hafi hann verið einn besti ís- lenskukennari minn, og vænna hefur mér vart fundist um nokkur hrósyrði en þau, sem ég fékk á seinasta fundi okkar. Var það ekki síst vegna þess að ég vissi að þar fór vandaður gagnrýnandi hönd- um um efnið. Einar Pálsson var mikill garð- yrkjumaður. Blóma- og trjárækt stundaði hann af lífi og sál í garðinum við Svalbarð, og garður- inn við Landsbankahúsið ber hon- um einnig fagurt vitni. Hann var einn af stofnendum Skógræktarfé- lags Árnesinga árið 1940 og gjald- keri þess í rúmlega aldarfjórðung. Skógræktarmálum Árnesinga lagði hann því lið á sinn drengi- lega hátt; hann lagði þar á ráðin eins og honum var títt, og vel heppnuð kaup félagsins á jörðinni Snæfoksstöðum voru ekki síst gerð að hans undirlagi. Síðustu ár ævi sinnar bjó Einar frændi minn í Reykjavík. Áttu þau hjónin þar mikið athvarf í skjóli barna sinna, en bjuggu þó sér. Þessi ár skrapp hann oft austur hingað til frændfólksins. Hann hafði þar sömu taugar til ættar- slóðanna og Eiríkur frændi hans frá Hæli sem kvað: Held ég enn í Austurveg æsku minnar gestur ... Það var á sólskinsbjörtum sumardögum, sem þau Einar og Laufey renndu oft fyrirvaralaust í hlaðið og stráðu kringum sig þeim sólargeislum, sem þau gáfu sjálf. Aftur er komið sumar og sólskins- bjart um Suðurland, þegar þetta er ritað. Þannig er gott að héraðið okkar heilsi einum besta syni sínum, er hann kemur nú aftur heim til fullnaðardvalar. Páll Lýðsson. alltaf var hún lífsglöð og þráði samneyti við annað fólk. Minnis- stæð er hún mér strax sem barni. Hún var sérlega gjafmild, það var alltaf tilhlökkunarefni okkar frændsystkinanna þegar hennar var von í heimsókn, alltaf færandi hendi. Þar held ég að enginn hafi orðið útundan. Sú gjafmildi entist henni alla tíð. Við frænka mín áttum margt sameiginlegt, þó aldursmunur væri mikill, enda áttum við í seinni tíð margar stundir saman, bæði meðan maður hennar var á lífi og eftir það. Hún saknaði hans sárt, var það mikill missir fyrir hana. Frænka var vel lesin og víða heima. Hún hafði gaman af að tefla og tala, var hún miðpunktur hvar sem hún var. Allir gátu talað við hana um næstum hvað sem var. Nú þegar hún er öll, vil ég minnast hennar með þökk. Hún gaf mér oft góð ráð, þó ég færi ekki alltaf eftir þeim. Hún bugaðist aldrei þó að erfið væri hennar síðasta ganga hér á jörðinni, henni sé þökk. Við sem yngri erum, mættum margt af henni læra. Mér er minnisstæð- ur draumur minnar, kæru frænku, kannski við eigum endurfundi á einhverri stjörnunni. Kolbrún Norðdahl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.