Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980
41
fclk í
fréttum
+ Hinn heimskunni golfmeistari Jack Nicklaus, vann hreint
íþróttaafrek á dögunum vestur í Bandaríkjunum, er hann vann
þar enn einu sinni „opna ameríska golfmótid— Á þessu
golfmóti hafði þessi mikli íþróttakappi, sem nú er 41 árs, sýnt
allt í senn mikla leikni og hörkumikid keppnisskap. — Honum
tókst að fara hringina fjóra i keppninni á 272 höggum, og
bætt eigið met! Það gamla var 275 högg. — Arangurinn 272 högg
var það sem heitir á golfleikara-máli „átta undir pari~. Þeir, sem
kepptu á móti Nicklaus í þessu opna móti höfðu ekki verið nein
lömb að leika sér við allt víðkunnir golfleikarar. Þeir höfðu
ekkert að gera i hendurnar á þessum frækna íþróttmanni. Nafn
Nicklaus mun lengi i minnum haft i golfíþróttinni ekki aðeins í
hópi golfleikara vestur í Ameríku heldur um heim allan. — Á
myndinni, heldur Nicklaus á verðlaunagripnum úr mótinu,
glaðbeittur á svip, — svo sem vera ber. Einstakur iþróttaárangur
fertugs manns, lá að baki. Og þess má að lokum geta að fyrir
nokkrum árum sýndi hann golfleik hér á landi, — reyndar við
erfið skilyrði — veðrið var ekki upp á það bezta.
+ Þó liðin séu ár og dagar
frá því að Nóbelsfriðarverð-
launahafinn — og fyrrum
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Henry Kissinger,
sé horfinn af vettvangi
heimsstjórnarmálanna, er
ætíð fylgst náið með því sem
hann tekur sér fyrir hendur
— og einkum á sviði al- ,
þjóðamála. — Það er ekki
langt síðan að þessi mynd
var tekin af Kissinger er
hann kom til V-Berlínar. —
Þar varð hann auðvitað að
tala við blaðamenn. — Það
sagðist hann harma þar, að
sér virtist alvarlegt mál,
sambandsleysi og skortur á
samstarfi forustumanna
Vesturlandaþjóða gagnvart
Sovétríkjunum. Væri glöggt
dæmi þar um fyrirhuguð
heimsókn kanzlara V-
Þýzkalands, Helmuth
Schmidt til fundar við
Leonid Breznev forseta nú
um mánaðamótin. — Þá
heimsókn gagnrýndi Kiss-
inger óbeint á þessum
hlaðamannafundi í Berlín.
Miður sín af feimni
+ Þessi fréttamynd frá AP-fréttastofunni er tekin á hjúskaparskrifstofunni i fylkinu Yunan í
suðvestur Kína. — Hjónaefnin virtust, þrátt fyrir allt mjög miður sín af einskærri feimni. Hjónaefnin
eru af kynflokki Mosuo-manna.
YMUS H.F.
Superfire
Arininn
Fyrir
hús
og
sumarbústaði.
Auðveldur
i
uppsetningu.
P. O. BOX 330 - 202 KÓPAVOGI - ICELAND
Heimasímar: 43442 og 28721
29.JÚNÍ
Pétur J. Thorsteinsson
Aðalskrifstofa stuöningsfólks Péturs J. Thor-
steinssonar í Reykjavík er á Vesturgötu 17,
símar:
28170 — 28518
★ Utankjörstaðaskrifstofa símar 28171 — 29873.
★ Allar upplýsingar um forsetakosningarnar.
★ Skráning sjálfboðaliða.
★ Tekið á móti framlögum í kosningasjóð.
Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson.
Hverfaskrifstofur
stuðningsmanna
Péturs J. Thorsteinssonar
Nes- og Melahverfi Vesturgötu 3.
Vestur- og Miðbæjarhverfi Símar 28630 - 29872.
Austurbæjar- og Opið 17.00-22.00
Norðurmýrahverfi
Hlíða- og Holtahverfi
Laugarneshverfi
Langholtshverfi
Háaleitishverfi
Bústaða-, Smáíbúða- og
Fossvogshverfi.
Árbæjar- og Seláshverfi
Grensásveg 11.
Símar 36944-37378-37379
Opið 17.00-22.00
Sími 77000.
Skóga- og Seljahverfi Fremristekkur 1.
Bakka- og Stekkjahverfi Opið 17.00-22.00.
Fella- og Hólahverfi
Stuðningsfólk Péturs.
KlldlilUKN Ub
SKRIFSTOFUR:
10100
JltoflgmtMiifrifr