Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 46

Morgunblaðið - 28.06.1980, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1980 Ljósm. Mbl. hrÍKtján Á þessari mynd má sjá þá hlaupara sem báru íþróttahátíðareldinn um götur Reykjavíkur koma inn á LauKardalsvöllinn. Fremstur fer Gunnar Páll Jóakims- son og næstur honum er Ágúst Ásjjeirsson. Gunnar Páll tendraði hátíðareldinn og á vellinum en hann mun loga þar til sumaríþróttahátíðinni verðu slitið. 3 landa keppnin hefst á mánudag Á BLAÐA’IANNAFUNDI sem KSÍ hélt á Akureyri íyrir skömmu var gerð Krein fyrir þrigKja landa keppni i knatt- spyrnu sem haldin verður á norðurlandi um næstu mánaða- mót. Keppa þar lið íslands. Fær- eyja og Grænlands, og verða þetta fyrstu landsleikir Græn- lendinga. Þriggja manna nefnd skipuð þeim Rafni II jaltalí n. Helga Danieissyni og Helga Þorvalds- syni hefur undirbúið þessa keppni mjög vel og itarleg dagskrá hefur verið samin. Fyrsti leikurinn verður á Akur- eyri mánudaginn 30/6 og leika þá ísland og Færeyjar. Næsti leikur verður Ieikur Grænlands og Færeyja á Sauðárkróki mið- vikudaginn 2/7 og þriðji og síðasti leikurinn verður leikur íslands og Grænlands á Húsavík föstudaginn 4/7, Keppt verður um hikar til eignar í keppninni og er hann gefinn af Fjórðungs- samhandi Norðurlands. í ferð sinni hingað mun landslið Grænlands leika gestaleik við 3. deildarlið Magna á Grenivík, sunnudaginn 6/7. Grænlendingar hafa nýlega stofnað knattspyrnu- samband og leggja þeir mjög mikla áherslu á þessa leiki. Þeir eru nú staddir í Bergen í Noregi þar sem þeir spila æfingaleiki við Brann. Grænlendingar ætla að lýsa báðum leikjum sínum í keppninni til Grænlands og hefur fyrrverandi útvarpsstjóri Græn- lands verið hér á landi að undir- búa lýsinguna. Áætlaður kostnað- ur við lýsingarnar er 30—40 þús- und krónur danskar. Lítið er vitað um Grænlenska liðið, en þó er vitað að þeir hafa mjög ungu liði á að skipa. Hvað viðvíkur íslenska liðinu þá kom það fram á fundinum að notað verður sterkasta liðið sem völ verður á. Möguleiki er á því að einhverjir af atvinnumönnunum verði hér á landi í sumarfríi og verða þeir þá mjög sennilega notaðir. Einnig er möguleiki á því að ungir leikmenn fái að spreyta sig. Það kom fram á fundinum að nauðsynlegt er að fá u.þ.b. 3500— 4000 áhorfendur á þessa leiki samtals svo KSÍ fari ekki með tapi frá þessu fyrirtæki. KSÍ borgar alit uppihald fyrir liðin en þau greiða flugferðir sínar sjálf. Það léttir undir bagga hjá KSI að ýmis fyrirtæki og aðrir aðilar bjóða liðunum í matar og kaffiboð á meðan þau dvelja hér. Þessir landsleikir eru fyrstu A-landsleikirnir sem fara fram utan Reykjavíkur og var þeirri spurningu varpað fram á fundin- um hvort það væri stefna KSÍ að færa leiki oftar út á land. Helgi Daníelsson sagði að því miður væri það ekki hægt vegna mikils kostnaðar. Hann sagði ennfremur að venjulega væri nauðsynlegt að fá ca. 10.000 áhorfendur á hvern landsleik til að hann bæri sig. Ástæðuna fyrir því að þessir leikir væru á Norðurlandi sagði Helgi vera þá að vitað hefði verið að Norðlendingar hefðu haft mikinn áhuga á því að fá landsleiki norður og einnig að KSI búist við því að fleiri áhorfendur komi á leikina ef þeir verða fyrir norðan en ef þeir yrðu í Reykjavík. Helgi sagði það von forráðmanna KSÍ að Norðlendingar myndu hafa áhuga á leikjunum og fjölmenna á þá. —sor Fjölskylduhátíð á Laugardalsvellinum Lokahátíð Íþróttahátíðarinnar mun hefjast á Laugardalsvellinum kl. 19.30 á sunnudag. Mun hátíð þessi verða mjög fjölbreytt og stefnt að því að þarna verði um fjölskylduhátíð að ræða. Á hátíð- inni verða sýningaratriði sem aldrei áður hafa verið á dagskrá á Laugardalsvellinum. Hátíðin hefst með því að Hornaflokkur Kópavogs leikur undir stjórn Björns Guðjónssonar. Síðan fer fram sýning hestaíþróttamanna, og munu þar koma fram flestir bestu gæðingar landsins og bestu knapar. Þá mun fram fara keppni og sýning vélhjólamanna og er þetta í fyrsta sinn sem þeir spreyta sig á Laugardalsvellinum. Einn þátturinn í lokahátíðinni verður svo knattspyrnukappleik- ur, þar sem gamanið mun væntan- lega sitja í fyrirrúmi, en þátttak- endur í leik þessum verða m.a. nokkrir af þekktustu leikurum landsins. I liði leikaranna verða m.a. Bessi Bjarnason, Guðmundur Pálsson, Gísli Halldórsson, Gísli Alfreðsson, Gísli Rúnar, Randver Þorláksson og Þórhallur Sigurðs- son. Á lokahátíðinni kemur einnig fram hin vinsæla hljómsveit Brimkló, ásamt söngvara sínum, Éjörgvin Halldórssyni og Pálmi Gunnarsson, söngvari mun einnig skemmta, svo og karlakórinn Fóstbræður. Má geta þess að nokkrir kórfélagar í Fóstbræðrum munu taka lagið með hljómsveit- inni Brimkló. Kynnir á lokahátíðinni verður Hermann Gunnarsson, fréttamað- ur. Að lokinni athöfninni og skemmtuninni á Laugardalsvell- inum verður svo dansleikur í Laugardalshöllinni, þar sem hljómsveitin Brimkló og Björgvin Halldorsson skemmta. Stendur dansleikurinn til kl. 02.00, en þá verður flugeldasýning. Væntanlega munu margir þeirra er leggja leið sína á dans- leikinn fá áhuga á að fylgjast með talningu í forsetakjörinu, en fyrstu tölur úr því kjöri munu væntanlega berast fljótlega eftir að kjörfundi lýkur. Fyrirtækið Heimilistæki h.f. mun leggja til sjónvarpstæki í Laugardalshöll- inni, þannig að samkomugestir hafa tækifæri til þess að fylgjast með kosningasjónvarpinu, milli þess sem þeir dansa og skemmta sér. • Viö setningu sumaríþróttahátíðar ÍSÍ. Siðasti kyndilberin Gunnar Páll Jóakims- son býr sig undir að tendra hátíðareldinn á leikvanginum. hjósm. Kristján. Vítaverð vinnubrögó Það fer varla framhjá neinum að nú stendur yfir íþróttahátið ISÍ og er það vel. Eins og fram hefur komið hjá iþróttaleiðtogum er tilgangurinn sá að efla íþrótt- ir í landinu bæði fyrir íþrótta- menn og almenning. En misjafn sauður er í mörgu fé. Það er keppt í knattspyrnu og eru liðin frá landshlutunum. og er þá komið að ástæðu þessa bréfs. Undirritaðir eru mjög óánægðir með hvernig staðið var að vali úrvals fyrir Suður- og Vesturland í 4. flokki. Forsaga raálsins er sú að ÍBK var beðið um að sjá um valið, en þeir sáu sér ekki fært að gera það vegna tímaskorts og utanferðar liðs þeirra og er þar drengilega fram komið. Þá var leitað til FH og ÍK og þar fengust betri svör, já, já. Síðan settust þessi tvö félög niður og völdu 6 leikmenn frá FH og 6 frá ÍK og síðan frá Stjörnunni og Haukum það sem á vantaði í 16 manna hóp, en höfðu ekkert sam- band eða samráð við þjálfara annarra liða á svæðinu. En hver er styrkleiki þessara liða miðað við UBK, ÍA og ÍBK? Öll félögin þrjú leika í A-riðli, íslandsmóts 4. flokks en bæði FH og ÍK leika í B-riðli, auk þess hafa UBK, IK, IBK og FH leikið saman í afmæl- ismóti UBK í maí sl. og fylgja hér úrslit úr leikjum þessarra félaga innbyrðis: ÍBK-FH 4:0, ÍBK-ÍK 7:0, UBK-ÍK 4:2, UBK-ÍBK 3:1, UBK—FH 3:1.Auk þess hafa ÍA, ÍBK og UBK staðið sig með sóma í A-riðli og er UBK efst þar með 10 stig eftir 5 leiki. Það er skoðun félaganna ÍA, ÍBK og UBK að hér sé um vítaverð vinnubrögð að ræða og ætti mótsstjórn íþrótta- hátíðar að víta þessi vinnubrögð. En svo er annað sem gæta þarf að og hefur einnig sín áhrif varðandi framangreint val og varðar framtíð íslenskrar knattspyrnu. ísland velur árlega og sendir til keppni, jafnvel á erlendri grund, lið í þessum ald- ursflokki. Sá sem velur slíkt lið fyrir næsta ár hefði átt að hafa möguleika til að sjá og fylgjast með þeim bestu í keppni innbyrð- is, en eins og ljóst má vera af framansögðu er þess ekki kostur. Þetta atriði lítum við mjög alvar- legum augum og teljum að hér sé um svo alvarlegt mál að ræða að KSÍ hljóti að sjá sig knúið til að hafa hér af nokkur afskipti. Að lokum er rétt að geta þess að mun fleiri félög en að framan greinir eru á þessum landshluta og hefðu þau sjálfsagt getað átt sína full- trúa í úrvalsliði fyrir Suður- og Vesturland. Það er von okkar að það sem að framan er sagt eigi ekki eftir að endurtaka sig, því með slíkum vinnubrögðum, getum við aldrei vænst þess að knattspyrnan á íslandi geti orðið það góð að sómi verði af fyrir land og þjóð. Virðingafyllst, Unglingaknattspyrnuráð ÍA Viðar Einarsson Unglinganefnd UBK Kristján G. Þorvaldz

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.