Morgunblaðið - 22.07.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JULI1980
3
Litlu
munaði
að illa
færi
l.jósmynd Mhl. AS.
Geir Hallgrímsson:
Vinnum saman að þeim málum
sem viö getum sameinast um
- og sköpum andrúmsloft sátta í Sjálfstæðisflokknum
LITLU munaði að illa færi
þegar tvær fólksbifreiðar rák-
ust saman á þjóðveginum í
Hvalfirði, rétt við brúna yfir
Fossá á tíunda tímanum á
sunnudagskvöld. Þarna voru á
ferð bifreiðar af Cortinu og
Volvogerð. Volvobifreiðin
skall á brúarhandriðinu og var
það vel því að öðrum kosti
hefði hún hugsanlega fallið
niður í árfarveginn, en það er
4—5 metra fall. í bílnum voru
8 manns, þar af 7 börn. Engin
slys urðu í þessum árekstri en
miklar skemmdir á bílunum
eins og sjá má.
VIÐ Sjálfstæðismenn skulum
vinna saman að þeim málum,
sem við getum sameinast um,
sagði Geir Hallgrímsson í ræðu
í Varðarferð í fyrradag. Með því
móti vinnum við að því að skapa
það andrúmsloft í Sjálfstæðis-
flokknum, sem gerir okkur
kleift að taka höndum saman á
ný, þegar núverandi ríkisstjórn
hefur farið frá völdum. Sam-
staða okkar þegar þar að kemur,
er forsenda þess að við getum
aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins
á ný. Sú samstaða verður ekki
til á einni nóttu. Þess vegna
verðum við að búa í haginn fyrir
framtíðina, sagði Geir Hall-
grímsson ennfremur.
Geir Hallgrímsson sagði, að
margir flokksmenn hefðu spurt
sig í framhaldi af ræðu þeirri er
hann flutti í Bolungarvík á
dögunum hvað hann ætti við,
þegar hann talaði um að skapa
skilyrði til sátta í Sjálfstæðis-
flokknum og fylgisaukningar.
Hann svaraði þeirri spurningu
með ofangreindum orðum og
bætti við, að Sjálfstæðismenn
mundu ekki ná samkomulagi um
að styðja núverandi ríkisstjórn
— ekki vegna þess hvernig hún
hefði orðið til fyrst og fremst —
heldur vegna hins, að stefna
hennar og störf gengju þvert á
grundvallarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins og þjóðarheill. Þess
vegna hljótum við að halda uppi
málefnalegri og sanngjarnri
stjórnarandstöðu, sagði Geir
Hallgrímsson.
Sjá ræðu í Varðarferð á bls. 16.
Erum mjög óhressir með
sleif arlag samningamála
- segir Hallgrímur Pétursson, formaður Hlífar í Hafnarfirði
„SAMÞYKKT okkar frá því í
vor, sem í var krafa um, að
samningagerð yrði lokið fyrir 20.
júní 8.1., ella yrði gripið til
harðra aðgerða. var fyrst og
fremst sett fram til þess að
þrýsta á Verkamannasambandið
og Landsamband iðnverkafólks.
að ganga harðar fram og knýja
fram samninga tii handa þeim
iægst launuðu," sagði Hallgrim-
ur Pétursson, formaður Verka-
mannafélagsins Hlifar i Hafnar-
firði, í samtali við Mbl.
„Því er ekki að neita, að við
erum mjög óhressir með það
sleifarlag, sem verið hefur í samn-
ingamálunum að undanförnu. Þeir
lægst launuðu tapa stöðugt meira
eftir því sem lengra líður. Tíminn
er þeirra óvinur í þessu máli,“
sagði Hallgrímur ennfremur.
Hallgrímur sagði og aðspurður,
að þeir hjá Hlíf væru ekki með
neinar aðgerðir á prjónunum til
að knýja á um samninga, hins
vegar væru takmörk fyrir því
hversu láglaunafólk gæti beðið
lengi eftir bótum í núverandi
óðaverðbólgu.
Karl Steinar Guðnason:
Illa í stakk búnir
til að taka á okkur
gnumkaupshækkanir
- segir Valur Arnþórsson,
kaupfélagsstjóri KEA
Staða okkar umbjóð-
enda með því versta
— hugsanlegt að við séum að sigla út i svartnættið
„ÞAÐ eru allir orðnir hundleiðir
á þessu samningadundi, eins og
við köllum það" sagði Karl Stein-
ar Guðnason varaformaður
Verkamannasambands íslands
um stöðuna i samningamálunum.
„Það er hugsanlegt, að Vinnu-
málasambandið sé að opna þarna
einhverja leið og mér finnst
nöturlegt hvernig Vinnu-
veitendasambandið bregst við.
En enr. þá hefur ekkert komið
fram, sem gefur tilefni til bjart-
sýni."
— Hvað hefur Vinnumálasam-
bandið gefið til kynna?
„Hugmyndir þess eru, að ríkis-
valdið komi inn í dæmið og leið-
rétting fáist í taxtamálunum, eftir
ákveðinn aðlögunartíma, en lítið
hefur verið rætt um grunnkaupið.
— En við erum ekki í aðstöðu til að
bíða endalaust eftir lagfæringum.
Það verður að takast á við vandann
strax á næstu dögum.
— Er staða ykkar umbjóðenda
orðin slæm að þínu mati?
„Það er staðreynd, að kjara-
skerðingin eykst sífellt og staða
okkar umbjóðenda er hvað verst,
því þeir hafa lægstu launin. Staðan
er með því versía nú, miðað við
langan tíma.
— Hversu langan tíma telur þú
að þetta geti tekið?
„Það verður fundur hjá okkur á
morgun og hugsanlegt að línur
skýrist og vonandi skýrast þær í
þessari viku. En það er alveg eins
hugsanlegt, að við séum að sigla út
í svartnættið.
— Hvaða áhrif telur þú að
klofningurinn hafi?
„Við vitum það ekki enn, en það
kemur einnig í ljós fljótlega.
Vinnumálasambandið hefur aðeins
„MÉR finnst fáránleg þessi yfir-
lýsing Vinnuveitendasambands-
ins, þar sem vinnuveitendasam-
tökin eru ekki saman, þá hljótum
við að verða að ræða við báða
aðilana og það að hlaupa upp á
nef sér eins og einhver prima-
donna, þó talað sé við hinn aðil-
ann finnst mér fáránlegt" sagði
Björn Þórhallsson formaður
Landssambands isl. verzlunar-
manna og fulltrúi i miðstjórn
A.S.I., er Mbl. ræddi við hann um
yfir að ráða einum fimmta hluta
vinnuveitenda, þannig að Vinnu-
veitendasambandið verður einnig
að vera inni í dæminu."
Karl Steinar sagði í lokin, að
hann teldi að ríkisvaldið gæti
liðkað til í samningaviðræðunum,
bæði með því að þrýsta á vinnu-
veitendur — þá væru skattamálin
einnig liður í því dæmi.
stöðuna i samningamálunum.
Þá sagði Björn: „Samningar eru
alvarlegt mál og það er skylda
beggja aðila að reyna hvað þeir
geta til þess að ná samningum og
ég get ekki séð hvernig þetta á að
stuðla að því. — Og það er enginn
annar aðili löggiltur til þess að
hann einn eigi að ráða öllum
samningum.
Björn sagðist ekki geta sagt um
það að svo stöddu hvaða horfur
„ÞAÐ má i raun segja, að þjóðar-
búið i heild sinni sé illa i stakk
búið til að taka á sig nokkrar
hækkanir og við erum engin
undantekning þar á,“ sagði Val-
ur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Eyfirðinga. i samtali
við Mbl. er hann var inntur eftir
því hvernig kaupfélögin væru í
stakk búin til að taka á sig
grunnkaupshækkanir i kjölfar
komandi samninga.
„Verkefnið er hins vegar að
leggja raunhæft mat á stöðu mála,
sérstaklega með tilliti til væntan-
legra kjarasamninga, þar sem það
liggur fyrir, að mikill munur er á
kjörum þeirra sem búa við lægstu
launataxtana nakta, þ.e. þeir hafa
engar aukagreiðslur t.d. í formi
bónus og aftur þeirra sem vinna í
bónusvinnu.
Spurningin er því, hvort hægt sé
að skapa svigrúm til þess að
leiðrétta eitthvað kjör þessa lág-
væru á að samningar næðust. „En
eitt er víst, samningar nást ekki, ef
menn talast ekki einu sinni við, og
menn verða að ræða af fúlustu
alvöru um efni málsins.
Aðspurður sagðist Björn ekki
geta sagt um hversu langan tíma
samningaviðræðurnar tækju. „Það
er erfitt að spá í það. Þetta hefur
áhrif hvað á annað, þ.e.a.s. samn-
ingar opinberra starfsmanna og
þessir."
launafólks og ég er þeirrar skoð-
unar, eða ekki verði komizt hjá
því, að koma eitthvað til móts við
verkalýðshreyfinguna í formi
grunnkaupshækkana, spurningin
er aftur sú hversu miklar skuli
hækkanirnar verða, hvort þær
verða 5% eða eitthvað annað. Ég
felli engan dóm um það, sagði
Valur ennfremur.
Fóðrun á holu
14 hefst í dag
— VIÐ erum byrjaðir á holu 14 og
vonumst til að geta hafið fyrstu
fóðrun á morgun, en verkið hefur
gengið nokkurn veginn samkvæmt
áætlun, sagði Einar Tjörvi Elíasson
hjá Kröfluvirkjun í samtali við Mbl.
í gær.
— Verið er að mæla holu 13, hún
er vel heit og hægt ætti að vera að
tengja útblástursbúnað hennar eftir
nokkra daga. Við höfum ekki leyfi
nema fyrir tveimur holum, en við
vonumst til að fá leyfi fyrir þeirri
þriðju, sagði Einar Tjörvi einnig, en
virkjunin framleiðir nú kringum 4
megavött.
Nafn mannsins
sem lézt
UNGI maðurinn, sem lézt s.l. föstu-
dagskvöld af völdum höfuðmeiðsla
sem hann hlaut er steinn kom inn
um framrúðu bifreiðar hans á
Vesturlandsvegi mánudaginn 14.
júlí s.l. hét Magnús Jóhannesson.
Magnús heitinn var fæddur 27. marz
1957 og var því 23ja ára er hann lézt.
Magnús var frá Hvammstanga en
átti heimili að Maríubakka 20,
Reykjavík. Hann lætur eftir sig
unnustu.
Björn Þórhallsson:
„Yfirlýsing Vinnuveitenda-
sambandsins fáránleg'*