Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
7
Merkileg
ræöa
Mikil gleði ríkir á síð-
ustu forsíðu Sunnudags-
blaðs Þjóðvíljans. sem
kemur út á laugardögum.
Hin fölskvalausa gleði
blaðsins stafar af raaðu
þeirri, sem Einar Ág-
ústsson, sendiherra í
Kaupmannahöfn, flutti á
kvennaráðstefnunni þar í
borg sl. föstudag. Ræða
þessí var að meginefni
lesin upp í fréttatíma
hljóövarpsins á fimmtu-
dagskvöldið, daginn áöur
en hún var flutt á ráö-
stefnunni, enda kemur
fram hjá Vilborgu Harðar-
dóttur fréttastjóra Þjóð-
viljans og fulltrúa íslands
á kvennaráðstefnunni á
forsíðu Þjóðviljans sl.
laugardag, að raaðan sé
„afrakstur langrar vinnu
íslensku sendinefndar-
innar og byggir einkum á
svörum ýmissa aðila viö
spurningum nefndarinn-
ar um árangur í jafnrétt-
isbaráttunni (sic) svo og
á viöbrögöum við upp-
kasti af framkvæmda-
áætlun SÞ fyrir næstu
fimm árin“. Þá sagöi Vil-
borg einnig „að ræðan
hefði í raun vakið meiri
athyglí fyrir þaö að hún
var flutt af karlmanni".
Þjóðviljinn fer þessum
orðum um Kaupmanna-
hafnarræöuna: „Ræöa ís-
lensku sendinefndarinn-
ar á kvennaráöstefnunni í
Kaupmannahöfn, sem
flutt var í gær, vakti
gífurlega athygli. Hlaut
ræðan mikið hrós eink-
um fyrir að gagnrýni á
ástand í jafnréttismálum
var ekki síður beint að
Íslandí en öðrum löndum
og bent var á að varhuga-
vert væri að þrýsta
þróunarríkjunum inn í
munstur iðnríkjanna því
vfða væri þar pottur brot-
inn í jafnréttismálum.
Síðast en ekki síst vakti
það aödáun að í íslensku
ræöunni var drepið á
nokkur atriði sem eru e.k.
„bannorð" á ráðstefnunni
s.s. versnandi stöðu
kvenna f múhameðstrú-
arlöndum og umskurð á
afrfkönskum stúlkum".
Rétt er að láta þess
getið, að þessi frétt frá
fréttastjóra Þjóðviljans
og fulltrúa f íslensku
nefndinni f Kaupmanna-
höfn og þar með höfundi
hinnar merkilegu ræðu,
ber fyrirsögnina: „Ræða
íslands á kvennaráð-
stefnunni — Djörf og ólík
öðrum.“
íþróttir og
stjórnmál
Alþýöublaðið ræöir við
Gísla Halldórsson, for-
mann íslensku ólympíu-
nefndarinnar á laugar-
daginn. Eftir að Gísli hef-
ur komist að þeirri niður-
stöðu, að afstaða Morg-
unblaösins til Ólympíu-
leikanna í Moskvu sé
„eínfaldlega" stuðningur
blaðsins við Carter
Bandaríkjaforseta og
„ekkert annað“, spyr Al-
þýöublaöiö: „Hvað finnst
þér að almennt megi
segja um íþróttir og póli-
tík. Finnst þér að það sé
hægt að aðgreina íþróttir
og pólitík7“
Og Gísli Halldórsson
svarar m.a. með því að
segja: „Það er voðalega
erfitt, það er mjög erfitt,
og sérstaklega eru ein-
ræðisríkin alltaf að
blanda þessu saman. Aft-
ur á móti höfum við reynt
það og viljað í hinum
frjálsa heimi, að aðskilja
þetta tvennt...“ Síðan er
Gfsli spurður, hvort hon-
um finnist engin mörk
fyrir því, hvað unnt sé að
ganga langt f því að
aðskilja íþróttir og stjórn-
mál og þá hvort íslend-
ingar séu t.d. tilbúnir til
aö taka upp íþróttasam-
skipti við ríki eins og t.d.
Suöur-Afríku.
Ekki stendur á svarinu
hjá Gísla. „Jú, f þessu
sambandi drögum við
ákveðin mörk. Við höfum
ekki talið viöeigandi aö
eiga samskipti við Suö-
ur-Afríku, á sviði íþrótta-
mála, á meðan ríkjandi
stjórnarstefna er í gildi
þar suðurfrá." Undir lok
samtalsins segir formað-
ur íslensku ólympíu-
nefndarinnar: „Auðvitað
hörmum við allir innrás-
ina í Afganistan og finnst
að slíkt eigi ekki að eiga
sér stað í heiminum, en
heimurinn er bara ekki
betri en þetta, því mið-
ur.“
Hvað er þaö annað en
pólitík, að segja um her-
nám Afganistan „heimur-
inn er bara ekki betri en
þetta" og láta síöan eins
og ekkert hafi í skorist
gagnvart Sovétríkjunum
en neita að hafa sam-
band við Suður-Afríku
vegna „ríkjandi stjórn-
arstefnu“? Er heimurinn
þá orðinn eitthvað öðru
vfsi?
Fáeinir Lada Sport til afgreiðslu fljótlega á sérstaklega
hagstæðu verði. Kynnið ykkur greiðsluskilmála.
4 hjóla drif
Fjórsídrif
4. cyl. 86 ha.
Hátt og lágt drif.
16“ felgur.
Þriggja dyra.
Lituö framrúöa.
Hituö afturrúöa
Hliöarlistar.
Vindskeiö.
Verð aðeins ca. kr.
6.100
þús.
jazzBaLLeCCökóLi Búnu
líkQm/fcckl
J.S.B.
Ljósa-
stofa
J.S.B.
Bolholt 6,
4ða hæö
★ sólarbekkir ★ sturtur
★ saurta ★ setustofa
Morgun- dag- og kvöldtímar.
7 daga kúrar
eöa stakir tímar.
Upplýsingar og innritun í síma
36645
nuoa ng>iecp©Tiogzzor
N
0
CT
CT
0
7V
Rimini
ein af þeim allra bestu!
24. júli - Örfá sæti laus
28. júli - „auka-auka“ ferð - örfá sæti laus
4. ágúst - uppselt, biðlisti
14. ágúst - uppselt, biölisti
18. ágúst - „auka-auka“ ferð - uppselt, biðlisti
25. ágúst - örfá sæti laus
4. september - uppselt, biðlisti
15. september - uppselt
PORTOROZ
Friösæl og falleg sölarströnd
24. júlí - Örtá sæti laus
4. ágúst - uppselt, biðlisti
14. ágúst - uppselt, biðlistí
25. ágúst - örfá sæti laus
4. september - uppselt, biölisti
15. september - uppselt.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899