Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
31
Sements-
verksmiðjan
hyggurá
kolanotkun
Sementsverksmiðjur ríkisins
hafa fest kaup á takjuni sem
Kera kleift að breytt verði úr
svartoliunotkun í kolanotkun við
sementsframleiðslu, en að sögn
Guðmundar Guðmundssonar
framkvæmdastjóra er nú verið að
undirhúa að slík breytint? verði
gerð. Búist er við að hún komi til
framkvæmda eftir ár ef af henni
verður.
Guðmundur Guðmundsson
sagði að nú væri „verið að leita
eftir kaupum á kolum og er við
það miðað að þau komi fyrst til
landsins eftir ár. Kvað Guðmund-
ur enn eftir að byggja yfir tæki og
fá ýmislegt til að af framkvæmd-
inni gæti orðið, en hér er um að
ræða 500—600 milljón króna fjár-
festingu. Er talið að breytingin
geti borgað sig á 2—3 árum. Gert
er ráð fyrir að kolin verði flutt að
Grundartanga og þeim ekið þaðan
tii verksmiðjunnar. Tækin, sem
keypt hafa verið nú þegar eru frá
Svíþjóð og verða senn flutt til
landsins og eru nú í hönnun ýmis
fleiri tæki sem þarf til breytingar-
innar. Eftir að breytingin hefur
verið gerð verður samt áfram
hægt að notast við olíu ef nauðsyn
krefur.
Atriði úr óskarsverðlaunamyndinni „Flug kondórsins frá Gossamer“. sem fjallar um tilraunir manna til að fljúga fyrir eigin afli. Leikstjóri
myndarinnar, Ben Shedd, verður gestur Amerísku kvikmyndavikunnar og er „Flug kondórsins ...“ fyrsta myndin sem sýnd verður á henni.
Amerískar Óskarsverðlauna-
myndir á kvikmyndahátíð
AMERÍSK kvikmyndavika hefst í Regnboganum um næstu helgi.
nánar tiltekið laugardaginn 26. júli. Það er íslensk—Ameriska
félagið sem stendur að kvikmyndavikunni, i samvinnu við Sigurjón
Sighvatsson, en Sigurjón stundar nám i kvikmyndagerð i Los Angeles
og hefur hann að mestu séð um útvegun myndanna sem sýndar verða
,og undirbúning vikunnar, ásamt Páli Baldvinssyni.
Á dagskrá hátíðarinnar eru
þrettán nýlegar heimildamyndir
sumar í fullri lengd, aðrar styttri,
og kennir þar ýmissa grasa, enda
er mikil gróska í gerð heimilda-
mynda í Bandaríkjunum um þess-
ar mundir og höfuðtilgangur há-
tíðarinnar, að sögn aðstandenda
hennar, að veita innsýn í aðrar
greinar amerískrar kvikmynda-
gerðar en þær sem almenningur
hefur hingað til átt kost á að virða
fyrir sér í kvikmyndahúsum hér-
lendis, þ.e. leiknar stórmyndir,
framleiddar af stóru kvikmynda-
fyrirtækjunum í Bandaríkjunum.
Búið er að ganga frá dagskrá
fyrir fyrstu daga hátíðarinnar, en
hún mun verða birt síðar í heild
sinr.i.
Gestir amerísku kvikmyndahá-
tíðarinnar eru tveir bandarískir
leikstjórar, sem báðir eiga verð-
launamyndir á hátíðinni. Eru það
Ben Shedd, leikstjóri myndarinn-
ar „The flight of the Gossamer
Condor“, en sú mynd hlaut
Óskarsverðlaun sem besta
heimildamyndin árið 1978 og
Witchell Block, sem hlaut Emmy-
verðlaunin fyrir „No lies“ árið
1974. Shedd er eigandi eins
stærsta kvikmyndadreifingar-
fyrirtækis Los Angeles og hefur
hann verið aðstandendum hátíð-
arinnar mjög innan handar við
útvegun mynda. Báðar myndirnar
verða sýndar fyrsta dag hátíðar-
innar, laugardaginn 26. júlí, en
auk þeirra verður sýnd myndin
„Poto and Cabengo" eftir J.P.
Gorin, fyrrum samstarfsmann
Godards. Fjallar hún um Kenne-
dy-tvíburana, sem frægar urðu
fyrir að tjá sig á máli sem enginn
skildi utan þær sjálfar og þykir
myndin athyglisverð fyrir margra
hluta sakir, m.a. efnismeðferð
leikstjórans. En hann tekur ekki
aðeins á tilfellinu sem slíku, held-
ur færir það út í víðara samhengi.
Þá verður sýnd Óskarsverðlaun-
amyndin „Harlan County USA“,
sem hlaut Óskarsverðlaunin árið
1977, gerð af Barböru Kopple og er
þar tekið fyrir líf og barátta
námuverkamanna. Þess má geta
að efni þessarar myndar er sótt í
sömu atburði og umhverfi og
„Norma Rae“ Oskarsverðlauna-
myndin í Bandaríkjunum frá því í
fyrra, sem Nýja bíó mun bráðlega
hefja sýningar á. Þá verður sýnd
tónlistarmyndin „The last of the
Blue Devils" og ætti hún að vera
hvalreki á fjörur jazzunnenda, því
iSnrgiWfN-
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
í umsögnum segir að þessi mynd
sé ein besta heimildamynd um
jazz sem gerð hafi verið og í henni
koma m.a. fram Count Basie, Jay
McShann, Joe Turner og Jesse
Price.
Sunnudaginn 27. júlí verða svo
eingöngu sýndar tónlistarmyndir:
„The Wizard of Waukesha", sem
fjallar um litríkan feril tónlist-
armannsins Les Paul og „Hertog-
inn á túr“, eða „On the Road with
Duke“, auk „Bláu djöflanna".
Mánudagurinn 28. júlí verður
síðan helgaður þjóðfélagslegum
vandamálum. Þá verða sýndar,
auk „Harlan héraðsins" myndirn-
ar „The Wobblies" eða „Orðagems-
ar“, eins og hún er kölluð hér, sem
fjallar um baráttu félaga í IWW,
verkalýðssamtaka sem störfuðu á
Vesturströnd Bandaríkjanna á
tveim fyrstu áratugum aldarinn-
ar, og „America lost and found",
unnin úr myndefni frá áratugun-
um milli kreppunnar í Ameríku
um 1930 og fram að upphafi seinni
heimsstyrjaldarinnar.
Á þriðjudeginum þ. 29. júlí mun
svo gefa að líta rithöfundinn
Norman Mailer kljást við kven-
réttindakonur, m.a. Germaine
Greer, á fundi sem mikla athygli
vakti á sínum tíma og var kvik-
myndaður. Heitir myndin á ís-
lensku „Slagurinn í bæjarhúsinu“.
Þá verður sýnd myndin „Low, Low
in Los Angeles" eða Langt niðri í
Los Angeles, aúk annarra mynda,
sem greint hefur verið frá að
framan. Eins og áður segir, verður
dagskrá hátíðarinnar birt í heild
innan skamms, en hátíðinni lýkur
1. ágúst.
Leiðrétting
í FRÉTT í Morgunblaðinu á
sunnudaginn um fund í Röst á
Hellissandi um áfengismál slædd-
ust villur, sem nauðsynlegt er að
leiðrétta. í fyrsta lagi var mis-
hermt að AA samtökin hafi staðið
að fundinum, sérstök undirbún-
ingsnefnd skipulagði fundinn. í
öðru lagi mun heimilið á Hellis-
sandi taka á móti sjúklingum frá
Vífilstöðum og Sogni. Loks er þess
að geta, að stjórnendur heimilis-
ins hafa ekki verið ráðnir.
AUGLÝSING A ST OFA
MYNDAMÓTA
Aóalstræti 6 simi 25810
MEÐ VIÐSÝN
UM VERÖLD ALLA
MIÐ-EVRÓPUFERÐ 31. JÚLÍ
RiiEÚ ÍSRAELSFERÐ 16. ÁGÚST
GRIKKLANDSFERÐ 19. AgÚst
MEXICOFERÐ 20. ágúst
GRIKKLAND - EGYPTALAND
23. ÁGÚST
FERÐASKRIFSTOFA
AUSTURSTRÆTI 3 SÍMI 27090