Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1980 11 skiptist í þrennt, — leikjasal, samkomusal og hópálmu. I leikjasal eru ýmis leiktæki og aðstaða til leikja. í samkomusal eru haldnir dansleikir, fundir og skemmtisamkomur. Þar verður einnig rekin veitingasala. Hóp- álman er 3 herbergi, þar af eitt með fullkominni fundaraðstöðu. Þar er aðstaða fyrir hverskonar tómstundavinnu. Félög í hverfinu geta fengið inni í Þróttheimum fyrir starf- semi sína. Opið hús er á þriðju- dagskvöldum og diskótek á fimmtudagskvöldum. Forstöðu- maður er Skúli J. Björnsson. Reiðskólinn í Saltvík Æskulýðsráð starfrækir reiðskóla í Saltvík fyrir 8—14 ára börn í samvinnu við Hesta- mannafélagið Fák. Starfar skól- inn mánuðina júní, júlí og ágúst. Stendur hvert námskeið í 2 vikur og eru 60 þátttakendur í hverju námskeiði. Börnin eru allan dag- inn í Saltvík, — farið er frá Reykjavík á morgnana og komið aftur síðdegis. Ekki getur allur hópurinn stundað hestamennsku í einu og eru börnin við tóm- stundastörf og útivist á staðnum nokkurn hluta tímans. Á laugar- dögum í júlimánuði er starfrækt hestaleiga í Saltvík og er þá hægt að fá leigða hesta og fara í stuttar reiðferðir. Forstöðumað- ur reiðskólans í Saltvík er Krist- ín Arnardóttir. Fríkirkjuvegur 11 Lokaútsala allt á að seljast Að Fríkirkjuvegi 11, þar sem Æskulýðsráð Reykjavíkur er til húsa, er aðstaða til fundarhalda og námskeiða fyrir æskulýðsfé- lög og samtök. Leikbrúðuland hefur aðstöðu í kjallara hússins á veturna en í sumar er Ferða: leikhúsið með sýningar þar. í ráði er að efla starfsemina á Fríkirkjuvegi 11, t.d. koma þar upp upplýsingamiðstöð sem ungt fólk gæti leitað til með vanda- mál sín og fengið leiðbeiningar. Að sögn forráðamanna Æsku- lýðsráðs er mikil þörf fyrir slíka stofnun. Nýbreytni í starfsemi Æsku- lýðsráðs eru kynnisferðir sem það stendur fyrir í samvinnu við Samband sunnlenskra kvenna. Dvelja þátttakendur þrjá daga á sveitaheimili á Suðurlandi og er dvölin ókeypis en þátttakendur skuldbinda sig til að veita jafn- öldrum úr sveitinni fyrirgreiðslu í Reykjavík. bó. Fatnaður og vefnaðarvara á stórlækkuðu verði Dömu og herrabuxur frá kr. 8.900- Barnabuxur frá kr. 4.900.- Sumarjakkar á dömur, herra og börn frá kr. 6.900,- Efni: Flauel, denim, poplín, flannel, fóöur o.fl., o.fl. Komið snemma og náið því besta. Verksmiðjusala Skipholti 7. Á útivistarsvæðinu við Bústaðakirkju fara krakkarnir i alls konar leiki. Þar var mikið um að vera þegar okkur bar að og létu krakkarnir það ekki á sig fá, þótt kalt vsri i veðri. Frá Saltvik. Þessi hnáta var önnum kafin við að taka ofan reiðverin og gaf sér ekki tima til að skrafa við blaðamann. Jk1# %á þ l t* t M Max sportfatnaður fyrir minnsta fólkið Léttir sportgallar og anorakar fyrir börn á aldrinum 2ja til 12 ára. Margir litir. gr v> / .. V t I I / ■■■ ■■■ ■■ ■■ ■■ f/EST 1 HELSTU / / WSPORTVOSUVERZLUMUM J ItflJlV uu■ ■ mKmmm wL ármúla 5 — símar 86020 og 82833

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.