Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
15
Þeir tóku ekki virkan þátt í
þremur fyrstu leikunum og
komu fyrst fram á leikunum
1908 í London. Þeir náðu tak-
mörkuðum árangri bæði í Lon-
don og Stokkhólmi 1912. Eftir
byltinguna sleit Sovétstjórnin
öllu sambandi við ólympíu-
hreyfinguna og hundsaði leikana
og öll önnur alþjóðleg íþrótta-
mót fram að síðari heimsstyrj-
öldinni.
Ólympíunefnd Sovétríkjanna
var stofnuð vorið 1951 og hlaut
opinbera viðurkenningu Alþjóða
ólympíunefndarinnar sama ár.
Sovétríkin komu fyrst fram á
Ólympíuleikum í Helsinki 1951,
þegar Rússar kepptu i öllum
greinum nema einni og unnu
næstum því eins mörg verðlaun
og Bandaríkjamenn.
Verðlaunaðir
Eftir velgengni Sovétríkjanna
á Ólympíuleikunum 1956 og 1972
var mikill fjöldi sovézkra
íþróttamanna, þjálfara og
íþróttafrömuða sæmdur helztu
heiðursmerkjum landsins, þar á
meðal Lenínorðunni. Flokks-
átt að upphefja vissar þjóðir
með árangri sem næst, í stað
þess að skilningur ríki á því, að
grundvallarmarkmið Ólympíu-
leikanna sé, að allir taki þátt í
vinsamlegri keppni.
Beiðni Rússa um að halda
sumarleikana 1976 var synjað,
en í kjölfar þeirrar beiðni ákvað
Alþjóða ólympíunefndin 1974, að
sumarleikarnir 1980 skyldu fara
fram í Moskvu. Undirbúningur
hefur síðan farið fram í höfuð-
borg Sovétríkjanna og að því
hefur verið unnið, að þeir heppn-
ist vel og að gera þá að meiri-
háttar áróðursviðburði, sem
auglýsi sovézkan kommúnisma.
Pólitískt
verkfæri
Sovétríkin hafa notað íþróttir
fyrir pólitískt verkfæri á tvenn-
an annan hátt — til þess að
tengja önnur kommúnistalönd
Sovétríkjunum nánari böndum
og til að hafa áhrif á löndin í
þriðja heiminum. I Austur-
Evrópu voru íþróttir skipulagðar
eftir sovézkri fyrirmynd og sov-
Uppdráttur af leiksvæði
Olympíuleikanna og verndar-
dýrið Misha.
blaðið „Pravda" sagði um árang-
ur Rússa 1971: „Hinir miklu
sigrar Sovétríkjanna og bræðra-
ríkja þeirra sýna áþreifanlega,
að sósíalismi færir mönnum
beztu tækifærin til að ná líkam-
legri og andlegri fullkomnun."
Mánaðarrit sovézku íþrótta-
nefndarinnar sagði 1973, að
„vaxandi áhrif sósíalista-íþrótta
í íþróttahreyfingu heimsins væri
bezta og skiljanlegasta leiðin til
að skýra fyrir fólki hvarvetna í
heiminum þá kosti, sem kerfi
sósialismans hefði fram yfir
kapítalismann".
Slíkar þjóðernislegar og hug-
sjónafræðilegar staðhæfingar
ganga í berhögg við ákvæði
stofnskrár ólympíuhreyfingar-
innar um pólitíska beitingu
íþrótta. Þar segir, að olympíu-
nefndin telji það hættulegt
ólympíuhugsjóninni, að fyrir
hendi séu vissar tilhneigingar
sem stefni fyrst og fremst í þá
ézkir þjálfarar og leiðbeinendur
voru útvegaðir. Frá því laust
eftir 1960 hafa Rússar lagt mikla
áherzlu á að útvega Afríku- og
Asíuríkjum íþróttaþjálfara, nýj-
an íþróttabúnað og æfingaað-
stöðu í Sovétríkjunum. Tvíhliða
íþróttasamningar hafa verið
gerðir við nokkur Afríkuríki og
þeir hafa leitt til keppnisferða
og íþróttasýninga sovézkra
íþróttamanna, og haldnar hafa
verið „íþróttavikur", sem hafa
borið sterkan pólitískan keim.
Meðal landa, sem hafa gert
iþróttasamvinnusamninga við
Sovétríkin, eru Nígería (1970),
Súdan (1970), Alsír (1972), írak
(1972), Sýrland (1972) og Líban-
on (1973). í íþróttamálum hafa
Rússar reynt með tilvísun til
endurtekinna sigra sinna á al-
þjóðlegum íþróttamótum að
sýna þróunarlöndunum kosti
„sósíalisma", og þessar tilraunir
hafa eflt svipaðar tilraunir
þeirra í efnahagsmálum og á
fleiri sviðum.
VERÐLÆKKUN!
Höfum náð fram verðlækkun
Fiat 127 Sport
Fiat Ritmo
á ’80
árgerðum
«/
Fiat 131
Fiat 132
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar.
Ifiat-umbodidI
/ Smiðjuvegi 4 - Simi 77200/