Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1980
Ingi R. Helgason:
Að missa
glæpinn
Ég verð að leita á náðir þolin-
mæði lesenda Morgunblaðsins
með fáein orð vegna skrifa Davíðs
Oddssonar síðastliðinn sunnudag.
Nokkrar athugasemdir nægja.
1. Allt, sem ég sagði um borg-
arráðsfundinn 1. júlí sl., þegar
mér var neitað um að mæta þar til
að skýra málefni Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, stendur óhaggað,
þótt Davíð Oddsson reyni að
véfengja það.
2. Davíð Oddsson birtir myndir
af Sigurjóni Péturssyni og Björg-
vin Guðmundssyni með grein
sinni. Undir myndunum er furðu-
legur texti: Hvar var Ingi R. þegar
þessir tveir sýndu menningarvið-
leitni sína 20. janúar 1977? Það er
ekki fyrr en 12. sept. 1978, (eftir að
íhaldið missti meirihluta sinn í
borgarstjórn Reykjavíkur) að ég
er skipaður af borgarráði til að
vera í stjórn Sinfóníuhljómsveit-
arinnar. Þennan örlagadag, 20.
janúar 1977, var Ólafur B. Thors
fulltrúi Reykjavíkur í stjórn
hljómsveitarinnar. Hafi Björgvin
Guðmundsson þennan dag lagt til
í borgarstjórninni, að niður yrði
fellt fjárframlag'Reykjavíkur til
hljómsveitarinnar og hafi Sigur-
jón Pétursson stutt þá tillögu, er
það enn ein sönnun þess, sem ég
rakti skilmerkilega í grein minni í
Morgunblaðinu, að afstaðan til
Sinfóníuhljómsveitarinnar fer
ekki eftir flokkspólitík. Það verður
að reyna á þessa tvo herramenn í
haust og raunar alla borgar-
fulltrúa, hvaða hlut þeir ætla
Reykjavík að Sinfóníuhljómsveit-
inni við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unar 1981 og við næstu tilraun á
Alþingi til að renna lagastoðum
undir þau verkefni, sem Sinfóníu-
hljómsveitinni eru ætluð í ís-
lensku tónlistarlífi.
3. I grein sinni gefur Davíð
Oddsson erindi mínu um 2,6 millj.
kr. ferðastyrk til hljómsveitarinn-
ar eftirfarandi umsögn: „Ekki
þarf að deila um ágæti þess
málefnis.“ Þegar þessi umsögn er
borin saman við uppákomuna á
borgarráðsfundinum 8. júlí sl., er
ljóst að Davíð hefur áttað sig á
hlutunum.
En Davíð Oddsson er stjórn-
málamaður og lítt gefinn fyrir að
éta ofan í sig. Þess vegna segir
hann, að hið ágæta erindi eigi
heima við gerð fjárhagsáætlunar
um áramótin vegna ársins 1981 og
bætir við af mikilli rausn: „Ekki
mun vefjast fyrir borgarstjórn að
afgreiða svo hógværa beiðni þá.“
Það er nú gott og blesað út af fyrir
sig, en þetta er alröng uppsetning
málavaxta, og einmitt hér liggur
þungamiðja þessa litla máls, sem
hefur þó svo stóra skírskotun.
Þátttókutiikynning hljómsveit-
arinnar i listahátíðunum gat
ekki beðið til áramóta. Það var
einmitt þetta, sem ég vildi skýra
Ingi R. Heigason.
út fyrir borgarráði 1. júlí sl. Það
var einmitt þetta, sem ég skrifaði
í bréfinu, sem lá fyrir borgarráði
8. júlí sl. Mjög góðan fyrirvara og
langan aðdraganda þarf við undir-
búning listahátiða og þeirra, sem
hér um ræðir. Davíð átti að skilja
þetta öðrum borgarráðsmönnum
fremur sakir reynslu sinnar við
skipulagningu listahátíðar í
Reykjavík, en hann hefur eflaust
ekki lesið bréfið. Hinir rekstrarað-
ilarnir voru búnir að taka jákvætt
undir málið og ég þurfti að fá
vilyrði í borgarráði, svo hægt væri
að tilkynna þátttöku, þótt slíkt
kæmi svo að sjálfsögðu inn á
fjárhagsáætlun 1981.
4. En nú hafa skipast veður í
lofti. Hugurinn leitar til Jóns
Hreggviðssonar, þegar menn
missa glæpinn. Það þarf ekkert að
„vefjast" fyrir Davíð Oddssyni,
eða borgarfulltrúum við gerð fjár-
hagsáætlunar 1981 að afgreiða
beiðni mína um þessar 2,6 millj.
kr. Við Davíð þurfum ekki að
skrifast á lengur um þetta mál í
Morgunblaðinu.
Hinir erlendu aðilar, sem ekki
gátu beðið lengur eftir svari, hafa
nú ákveðið að stórhækka sínar
greiðslur, svo að séð er fyrfh öllum
kostnaði, auk þess sem von er á
styrk úr menningarmálasjóði
Norðurlandaráðs. Getur því stjórn
hljómsveitarinnar nú staðfest
þátttöku.
Framkvæmdastjóri hljómsveit-
arinnar, Sigurður Björnsson
óperusöngvari, hefur haft veg og
vanda af öllum undirbúningi
þátttökunnar með starfsfólki
hljómsveitarinnar. Sigurður hefur
unnið að því að afla hagstæðra
kjara um flutning á starfsfólki og
hljóðfærum með flugvélum og
hann hefur staðið í samningum
við forráðamenn listahátíðanna
um þátttöku þeirra í kostnaðinum.
Hin hógværa beiðni mín til
borgarráðs um 2,6 millj. kr. var
byggð á þyí, að listahátíð í Wies-
baden bauð í upphafi að greiða
helming alls kostnaðarins. Nú
hefur listahátiðin í Wiesbaden að
beiðni Sigurðar hækkað kostnað-
argreiðslur sínar stórlega og til-
kynnt okkur það.
Af framangreindum ástæðum
er því ekki lengur þörf fyrir
sérstök fjárframlög rekstursaðila
Sinfóníuhljómsveitarinnar í því
skyni að hún geti tekið þátt í
hinum fyrirhuguðu listahátíðum í
Austuríki og Þýzkalandi. Ég hef
þegar í bréfi til borgarráðs í dag
skýrt ráðinu frá þessu.
Nú óskum við þess öll, að
hljómsveitinni takist undirbún-
ingurinn vel og hún standi sig með
sóma ytra í maí 1981.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 21. júlí 1980.
Ingi R. Helgason.
Brúðubíllinn hefur að undanförnu ekið milli leikvalla Reykjavíkurborgar og skemmt yngstu borgurunum.
Sigríður Ilannesdóttir og Ilelga Steffensen fylgja bilnum og sjá um brúðurnar. Myndin er tekin á leikvelli
við Ljósheima. Ljósm. Kristinn.
Samningar við flugmenn:
í flugmálum er þegn-
skapur allra nauðsyn
EFTIRFARANDI barst Mbl. frá
kynningardeild Flugleiða: í
tveim fréttatilkynningum um
samninga við flugmannafélögin
tvö að undanförnu hefur verið
gerð nokkur grein fyrir sjónar-
miðum Flugleiða. Daglega berast
félaginu fyrirspurnir um þetta
mál og er þá eðlilegt að staðan sé
skýrð á hlutlægan hátt.
Viðurkennt er að samgöngur í
lofti skipta okkur Islendinga
höfuðmáli, fyrst og fremst vegna
okkar eigin ferðamöguleika og
einnig vegna hinna mörgu sem
byggja afkomu sína á móttöku og
fyrirgreiðslu við erlenda ferða-
menn.
I fréttabréfum Flugleiða hefur
verið gerð grein fyrir þeim mis-
muni áhafnakostnaðar sem er
milli Flugleiða annars vegar og
hins vegar aðal keppinautanna á
Norður Atlantshafsleiðinni, Cap-
itol og Transamerica. Svo og milli
Flugleiða og dótturfélagsins Air
Bahama. í svari formanns FÍA
eru þessar staðreyndir ekki hrakt-
ar heldur er þar staðfest ýmislegt
af því sem fram kom í fréttabréf-
um Flugleiða. T.d. að hámarksor-
lof flugmanna á árinu séu 43
virkir dagar meðan Air Bahama
menn hafa að hámarki 24 virka
daga. I fréttabréfum Flugleiða var
einnig tekið fram að nokkur hluti
hins mikla mismunar sem er á
nýtingu flugliðs hjá Flugleiðum og
samkeppnisfélögum væri til kom-
inn vegna annarrar uppbyggingar
flugleiðanna. Megin vandinn lægi
hins vegar í samningum félagsins
við flugliðið og þá fyrst og fremst
við tvö félög flugmanna.
í fréttabréfum Flugleiða 9. og
11. júlí var mismunur nýtingar
rakinn og gerð grein fyrir því
sjónarmiði félagsins að í þeim
samningum sem nú starda yfir við
flugmannafélögin væri bráðnauð-
synlegt að ná fram ákvæðum um
betri nýtingu flugliðsins. Nýtingu
til jafns við samkeppnisfélögin
Capitol og Transamerica.
Það er mikill misskilningur sem
fram kemur í svari stjórnar Fé-
lags Loftleiðaflugmanna að þarna
sé um leigufélög að ræða. Capitol
flýgur m.a. í beinni samkeppni við
Flugleiðir áætlunarflug milli New
York og Brussels, sem eins og allir
vita er aöeins steinsnar frá Lux-
embourg. Engum ætti að vera
ljósara en einmitt flugmönnum að
þarna er um hina harðvítugustu
samkeppni að ræða enda bjóða
Capitol nú lægri fargjöld en Flug-
leiðir á Atlantshafsleiðinni. Svip-
aða sögu er að segja um félagið
Transamerica. Það félag flýgur
áætlunarflug milli Bandaríkjanna
og Amsterdam í beinni samkeppni
við Flugleiðir. Auglýsingaherferð-
ir þessa fjársterka félags hafa nú
þegar reynst þungar í skauti.
Svör FÍ A og FLF
Við lestur greina formanns Fé-
lags íslenskra Atvinnuflugmanna
og stjórnar Félaga Loftleiðaflug-
manna vekur það furðu hve heitt
mönnum virðist í hamsi. Það er
einkar athyglisvert að forráða-
menn þessara félaga skuli ekki
geta rætt málin hlutlægt og án
þess að taka upp persónulegt
hnútukast þegar gerð er á hlut-
lægan hátt og áreitnislaust, grein
fyrir stöðu mála í þeim samning-
um sem varða þjóðina svo miklu.
Alkunna er að íslenskir flugmenn
eru yfirleitt góðir fagmenn og að
Flugleiðir sjá flugliðum sínum
MEWYBRKTI:
BMISSELS >239"
FMNKFURT 249”
LOSAMGElfS 149
Það sem stjórn FLF vill ekki
taka gildan samanburð á nýt-
ingartíma flugliðs hjá Flugleiðum
og Capitol og Transamerica skal
hér upplýst um mismuninn á
kostnaði flugliðsins hjá Flugleið-
um annars vegar og hjá dótturfé-
laginu Air Bahama hins vegar.
Ahafnakostnaður DC-8 áhafna
á flugstund hjá Flugleiðum og Air
Bahama á árinu 1979.
Flugleiðir Air Bahama Mismunur
1. Laun $ 275.18 $ 178.06 54.5%
2. Dagpen.. hótelkostn. o.fl. $ 69.23 $ 54.87 26.2%
3. Launatengdur kostnaður $ 53.79 $20.20 166.3%
4. Launaskattur $ 9.63 $ 5.07 89.9%
5. Annað $ 2.28 $ 1.81 41.6%
6. Samtals á flugstund $ 410.11 $ 259.81 57.9%
fyrir mikilli þjálfun sem gerir þá
hæfa í starfi. Þessa hæfni flug-
manna hefur blaðafulltrúi Flug-
leiða og þar áður Loftleiða og
Flugfélags íslands látið á þrykk út
ganga í áratugi. Þegar forystu-
sveitír flugmannafélaganna hins
vegar grípa til stórskaðlegra að-
gerða, og er þá skemmst að
minnast verkfallsboðana nú í júlí-
mánuði, verður ekki hjá því kom-
ist að vara við og upplýsa hversu
hættulegar slíkar aðgerðir eru.
Þótt ekki komi til verkfalla hefir
verkfallsboðunin ein og sér, skað-
leg áhrif á farþegaflutninga og
sölu farmiða með flugvélum fé-
lagsins. Fyrir því er hér algjörlega
vísað á bug þeirri staðhæfingu
formanns FIA og stjórnar FLF að
með upplýsingum um stöðu samn-
inga sé verið að níða niður flug-
menn og annað fluglið. Við það lið
allt, sem og aðra hópa starfs-
manna vill félagið að sjálfsögðu
hafa gott samstarf. í fréttatil-
kynningum Flugleiða hefur á mál-
efnalegan hátt verið skýrt frá
staðreyndum. Svo mun einnig
verða hér eftir.
Góður fólagrsandi
nauðsynleRur
í svargreinum flugmanna er
þess getið að þeir vilji góða
samvinnu við félag sitt og vinnu-
veitanda. Þessu ber að fagna því
oft er þörf en nú er nauðsyn að
flugmenn standi ásamt öðru
starfsfólki Flugleiða vörð um fé-
lag sitt.
Það framtak og um leið félags-
andi, sem gerði íslenskt flug að
stórri og gjaldeyrisskapandi at-
vinnugrein ásamt því að tryggja
landsmönnum góðar samgöngur
innanlands og milli landi, þarf á
ný að ríkja í röðum þeirra sem að
flugmálum vinna. Þeir erfiðleikar
sem nú blasa hvarvetna við í
flugheiminum ættu að verða öll-
um hlutaðeigandi hvatning til
sameiginlegra átaka, en ekki
sundurlyndis. En til þess að sigur
vinnist á yfirstandandi örðugleik-
um verða allir viðkomandi að sýna
góða samvinnu og þegnskap í
hvívetna.
Frá Kynningardeild Flugleiða
Reykjavíkurflugvelli.