Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 Eggert H. Kjartansson: Hvalveiðar Spánverja Amsterdam, 8. júlt. Frá því við mennirnir tókum okkur herraveldi hér á jörðinni hefur margt vistkerfið beðið óbæt- anlegt tjón. Örust hefur sú þróun verið 20. öldina. Þetta stafar af því að engin tegund, hvorki í plöntu- eða dýraríkinu stenst sterk utan- aðkomandi áhrif til lengdar. Auk- in tækni t.d. við veiðar, hefur kallað á mun öflugri líffræði- rannsóknir á hvorutveggja, veiði- þoli og stofnstærð. Sú staðreynd er okkur Islendingum ljósari en mörgum öðrum þjóðum enda stendur þjóðarauður á fiskifæti. Við höfum staðið saman hvert það skipti sem landhelgin hefur verið færð út og sitjum nú einir að vænni sneið sjávarkökunnar, en það sem við gerum innan land- helginnar og hvaða stefnur við tökum í veiðunum er ekki okkar einkamál, frekar en hvað aðrar þjóðir gera innan þeirra svæða sem þeim hefur verið falið að taka ábyrgð á. Engin skýrsla um stærð né f jölda Eg fór nú um daginn í boði Green Peace samtakanna á skipi þeirra Rainbow-Warrior til Spán- ar til að kynna mér af eigin raun hvað hæft væri í þeim sögum sem ganga af hvalveiðum þeirra og hvers vegna þessar sögur hafa fengið byr. Ástæða þess að Green Peace samtökin buðu mér að sigla var að ég kem frá einu af þeim löndum sem enn stunda hvalveið- ar og stendur alla jafna fast við hlið þeirra þjóða sem greiða at- kvæði í Alþjóða-hvalveiðiráðinu gegn því að hvalveiðum verði hætt þann tíma sem það tekur að komast að niðurstöðu um fjölda og veiðiþol þeirra hvalstofna sem enn eru á lífi. Eiganda spænsku hvalstöðvanna, Juan Massó, fórust svo orð fyrir stuttu: „Hvalveiðim- enn mínir drepa hvern einasta hnúðbak (humpleback) og bláhval sem þeir sjá vegna þess hversu hættuleg dýr þetta eru!“ Hnúð- bakur, sem er alfriðaður, og ekki eftir nema fáein dýr á lífi nýtur því álíka mikillar virðingar hjá þessum mæta manni og spænsk fiskveiðilög. Frá því að hvalveiðar hófust hefur hann ekki haldið eina einustu skýrslu um magn, stærð, fjölda eða tegund veiddra hvala. Þess er þó ætlast til skv. spænsk- um lögum. En það er ekki sama í því landi baðstrandanna hvort menn eru séra Jón eða Jón. Hvalstöðv- arnar „lokuð svæði44 Jafnvel þó svo augljóst er að hann brýtur þarna lög, þá getur hann fengið til liðs við sig her og lögreglu þegar hann telur sig þurfa aðstoð þeirra, svo sem sýndi sig nú í júní. Dauður lagabókstaf- ur Juan Massó og fjölskylda rek tvær hvalveiðistöðvar á N-Spáni, aðra í Cancas og hina i u.þ.b. 5 km fjarlægð frá Corcubion/Zee. Stöðvarnar eru báðar staðsettar á einkasvæðum, sem eru girt af með gaddavír og engum heimill þar aðgangur án leyfis Juan sjálfs. Frá þessum stöðvum hafa til skamms tíma verið gerð út 5 skip, en tvö þau elstu urðu fyrir dular- fullum sprengingum nú í endaðan maí þar sem þau voru í höfninni í Vigo. Juan Massó, sem á stærsta vopna- og hergagnasafn í einka- eigu á Spáni, kennir Green Peace samtökunum um sprengingarnar en Green Peace segjast hvergi hafa komið nálægt. Afleiðingar þessara sprenginga eru þó aug- ljósar. Allir, sem láta sér í hug koma að mótmæla þeirri hulu, sem er yfir hvalveiðum Juans, eru umsvifalaust hnepptir í betrunar- húsavist til misjafnlega langs tíma. Til dæmis þá átti að fara fram mótmælaganga 11. júní síð- astliðinn í La-Coruna, en allir, sem létu sjá sig á fyrirhuguðu upphafssvæði voru hirtir um leið og þeir komu. Þess sakar ekki að geta að spænsk lög, sem sett voru á eftir andláti Frankó, heimila friðsamleg mótmæli, en eins og vinir mínir á N-Spáni sögðu, að hver sem héldi að það væri annað en dauðir lagastafir færi villur vegar. Innan hvalstöðvar Ég ákvað nú um daginn að ganga inn á annað þessara hval- stöðvarsvæða til þess að líta með eigin augum, hvað þar fer fram og á aðbúnað þeirra fjölskyldna, sem eru notaðar sem ein helsta ástæða fyrir því að ekki er hægt að draga úr veiðunum því þá blasi ekki annað en atvinnuleysi við þeim. Ég gekk inn á svæðið með því að ganga fjöruna þegar sjávarstaða var hagstæð. Það vakti athygli mína að í hvalstöðinni varunnið á fullu og það var laugardagur, auk þess sem mikið bar á Japönum þar. Auðvitað var fátt að sjá í sambandi við hvalskurð í þessari hvalstöð sem við getum ekki séð í hvalstöðinni heima. Þegar fólkið kom auga á mig var jafnan að það fór inn í húsin svo mér hætti að standa á sama. Ég var mjög feginn, þegar ég rakst á hlið og hraðaði mer út um það. Mátti heldur ekki seinna vera því á eftir mér kom maður, sem auk þess að vera vel vopnaður, hafði einhvern þann ljótasta orðaforða, sem ég hef heyrt. Ég stoppaði og beið komu hans, því það var auðséð að hann vildi hafa tal af mér. Sam- ræðurnar tóku ekki langan tíma því ég gat sýnt fram á að ég hafði ekki farið fram hjá neinu skilti sem á stóð „Prívate". Mér var síðan gert ágætlega skiljanlegt að ef ég kæmi mér ekki út af svæðinu í snatri þá væri framtíð mín nokkuð óljós á Spáni! Ég þáði vitanlega þetta góða boð. Útlertdingar stórhættulegir! Eftir að hafa gengið um Cancas drjúga stund og velt fyrir mér nokkrum af þeim spurningum sem vöknuðu í þessari heimsókn minni í hvalstöðina ákvað ég að fá mef kaffi á bar og athuga hvort ekki væri einhver þar sem hægt væri Það á að vera sameiginlegt markmið lýðræðisríkja að vinna saman að raun- verulegum friði, velmegun og réttlæti anna, er, hversu augljóslega þau brjóta ýmsar alþjóðasam- þykktir. Má þar nefna Hels- inki samkomulagið, ýmsa meiri háttar afvopnunarsamn- inga og samninga um bann við efnahernaði. Þessa samninga hafa Sovétríkin alla þverbrot- ið, og nýjassta dæmið um það síðasttalda er efnahernaður Sovétmanna í Afganistan. Á dögunum ræddi blaÖamaður Morgunblaðsins við hr. Sven Kraemer, sem er meðal helstu ráðgjafa Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum í varnar- og utanríkismálum. Kraemer er mjög skeleggur mál- svari einbeittari afstöðu gagnvart Sovétríkjunum. Sven Kraemer hefur starfað með 4 forsetum Bandaríkjanna og vinnur nú með öldungadeildar- þingmönnum Repúblikanaflokksins. Einn af þeim mönnum, sem hann vinnur náið með, er Ronald Reagan, forsetaefni repúblikana í forsetakosningun- um í nóvember. Morgunblaðið fór þess á leit við Kraemer, að hann segði álit sitt á nokkrum atriðum á sviði utanríkismála og varð hann fúslega við þeirri bón Hvaða þættir ógna einkum heimsfriðnum? Að mínu mati eru ýmsir þættir, sem valda því, að heimsfriðnum er nú meiri hætta búin en oft áður. Við verðum að horfast í augu við ýmsa miður ánægjulega at- burði, sem átt hafa sér stað upp á síðkastið, og valda ógnun við heimsfriðinn. Þar á ég sérstaklega við ófriðsam- lega hegðun Sovétríkjanna og leppríkja þeirra sem við verð- um vitni að æ ofan í æ. Ég get talið upp nokkra þætti, sem frá mínum bæjar- dyrum séð valda mestri ógnun við heimsfriðinn. 1) Hervæðing Sovétmanna, sem alltaf færist í aukana, hvort sem er á sviði hefðbund- innar vopnaframleiðslu eða kjarnórkuvopna, er mjög til þess fallin að raska núverandi valdajafnvægi í heiminum. 2) Það ógnar heimsfriðnum, að Sovétríkin hafa kverkatak í stjórnmálum á Vesturlöndum og í löndum í þriðja heimin- um, sem leiðir af þessum áður óþekkta hernaðarmætti. 3) Flestir skilja ógnunina við heimsfriðinn sem fólgin er í beinum hernaðaríhlutunum eða hótunum um slíkar að- gerðir af hálfu Sovétríkjanna eða leppríkja þeirra. Við höf- um dæmi um þetta í yfir 20 ríkjum í heiminum, þar með taldir eru 100.000 hermenn í Afganistan og 50.000 kúbansk- ir hermenn í 14 ríkjum í Afríku. Auk þess höfum við dæmi um ýmis hernaðarumsvif þessara afla í Karabíska haf- inu, á Indlandshafi og í Austur-Asíu. 4) Þá grefur það undan heimsfriðnum, þegar Sovét- menn og sum leppríki þeirra styðja beint eða óbeint ýmsa hryðjuverkastarfsemi og hryðjuverkasamtök víðs vegar um heim. 5) við höfum horft upp á það, hvernig Sovétmenn og leppríki þeirra nota eða mis- nota vestræna tækniþekkingu til þess að auka hernaðarlegt bolmagn sitt í stað bess að bæta frekar búskaparhætti sína, sem eru frumstæðir. 6) Það sem veldur miklu um afstöðu mína til Sovétríkj- Þetta framferði er sérstak- lega hættulegt, þar sem Sov- étríkin hafa á undanförnum árum formlega skuldbundið sig til að efla „friðsamlega sambúð“ eða „detente“. Á sama tíma hafa Bandaríkin og önnur vesturveldi stigið mörg mikilvæg skref í áttina til afvopnunar og friðsamlegrar sambúðar, jafnt í vesturheimi og í þriðja heiminum. Texti: Friðrik Friðriksson Sven Kraemer er sérfræðingur á sviði varnar- og utanríkismála, og hann er náinn samstarfsmaður Ronalds Reagan forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.