Morgunblaðið - 22.07.1980, Síða 18
\ g MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JULÍ1980
íslandsmótid í svifflugi á Hellu:
Leifur
Magnússon
meistari
f jórða sinni
Leifur MaRnússon varö íslandsmeistari í svifflugi á
íslandsmótinu sem Flugmálafélag íslands hélt á Hellu-
fluKvelli. og lauk á sunnudagskvöld eftir níu daga törn.
Leifur varð fjórða sinni íslandsmeistari. en hann hefur
unnið mótið þrisvar í röð. Leifur er vel að sigrinum
kominn. því ekki var útlitið sérlega gott hjá honum
þegar næstsíðasti keppnisdagurinn rann út. En hann
sýndi af sér hörku síðustu tvo dagana, vann bæði
„verkefnin“, eins og það heitir á svifflugumáli. og setti
lslandsmet í leiðinni, flaug lengsta þríhyrningsflug sem
flogið hefur verið hérlendis í svifflugu.
Þeir voru frekar brúnaþunKÍr
svifflugumennirnir er Morgun-
blaðsmenn litu til þeirra á föstu-
dag, því þá hafði viðrað illa til
svifflugs og aðeins einn keppnis-
dagur orðinn gildur. Mótið hófst
laugardaginn 12. júlí. Þegar svif-
flugmenn, aðstoðarmenn þeirra og
fjölskyldur komu til Hellu á föstu-
dag leit vel út með veður á
laugardag, en þegar til kom varð
ekkert úr flugi vegna slæmra
skilyrða. Sunnudagurinn gekk svo
í garð með rigningu og ekkert varð
úr flugi þann daginn.
Fyrsti gildi keppnisdagurinn
náðist hins vegar á mánudag, 14.
júlí, en þá var lögð sú þraut fyrir
svifflugmennina að fljúga frá
Hellu að Búrfellsvirkjun og til
baka, samtals 89,1 km vegalengd.
Aðeins tveimur keppendum tókst
þó að komast alla leið, þeim
Sigurði Benediktssyni og Garðari
Gíslasyni, og setti Sigurður nýtt
íslandsmet í markflugi þar sem
hann kom örlitlu á undan Garðari
í mark. Þriðji keppandinn, Krist-
ján Sveinbjörnsson, var neyddur
til að lenda flugu sinni er hann
átti ófarna 10 km að Hellu á
bakaleiðinni, en aðrir komust
styttra.
Þá tók við fjögurra daga tímabil
með óhagstæðu veðri sem hamlaði
flugi. Rigndi mikið þessa dagana.
Þó var reynt að fljúga sl. fimmtu-
dag og voru þá iögð fyrir ýmis
verkefni er flugmennirnir gátu
valið úr. Garðar Gíslason komst
þá frá Hellu að Múlakoti í Fljóts-
hlíð og til baka, en dagurinn var
ógildur þar sem 20 af hundraði
flugvélanna verða að ná gildu
flugi þ.e. komast ákveðna lág-
marksvegalengd í það sinn, til að
dagurinn teljist gildur.
Þennan dag vildi það slys til að
Sigurður Benediktsson var neydd-
ur til að lenda flugu sinni skammt
innan við Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð og skemmdist flugvélin í
lendingunni. Sigurður varð að
lenda á full stuttu túni og til að
lenda ekki í skurði eða á moldar-
barði varð hann að „sveifla" flug-
unni („groundloop") er hún snerti
á túninu. Mældist lendingarbrunið
aðeins 25 metrar.
Það var lán í óláni fyrir Sigurð
sem þá var næstefstur í keppn-
inni, að á föstudag rigndi eins og
hellt væri úr fötu og var þá
framkvæmd viðgerð á flugu hans.
Það er mikil samheldni meðal
svifflugmanna, „allir lögðust á eitt
og ekki tók langan tíma að gera
við, en potturinn og pannan í öllu
saman var þó Gunnar Arthúrsson
flugstjóri hjá Flugleiðum, en á
mótinu flaug hann einni dráttar-
flugvélinni," sagði Björn Björns-
son aðstoðarmaður eins keppand-
ans, Þorgeirs Arnasonar for-
manns Svifflugfélags Islands.
Sigurður var tilbúinn í keppnina
á ný á laugardag, en honum gekk
illa, náði ekki stigi og hafnaði í
sjötta sæti í keppninni.
Á laugardag komust aðeins
Leifur Magnússon og Baldur
Jónsson allan þríhyrninginn, þ.e.
frá Hellu að Búrfellsstíflu, þaðan í
Miðdal og loks að Hellu samtals
139 km vegalengd. Margir komust
vel áleiðis og kræktu séf í stig
fyrir vikið. Baldur var rúmri
mínútu fljótari með þríhyrninginn
en Leifur, en fékk færri stig þar
sem hinn rennilegi farkostur
hans, Speed Astir sviffluga, hefur
meira rennigildi, og því minni
forgjöf. Það var tilkomumikil sjón
að sjá Baldur koma á flugu sinni
yfir markið á rúmlega 250 kíló-
metra hraða og hvinurinn sem
myndaðist á þessum mikla hraða
minnti helzt á þotuhvin.
Á lokadeginum fengu flugmenn-
irnir það verkefni að fljúga frá
Hellu að Hruna í Þjórsárdal og
þaðan að Búrfelli í Grímsnesi og
loks til baka á Hellu, samtals 106
km vegalengd. Fjórir komust alla
leið, Leifur Magnússon, Garðar
Gíslason, Kristján Sveinbjörnsson
og Páll Gröndal, en frammistaða
Páls á mótinu er athyglisverð, þar
sem hann var á flugu er hefur
mikið lakara rennigildi en þær
Leifur Magnússon með sigur-
launin.
beztu. Mótinu lauk svo á sunnu-
dagskvöldið er Ásbjörn Magnús-
son formaður Flugmálafélags ís-
lands afhenti verðlaun um kl. 21
en síðustu flugurnar komu í mark
um kl. 19.
Það var fróðlegt að fylgjast með
mótinu á Hellu. Mótið er eins
konar fjölskylduhátíð, því þar var
hafst við í 10 daga og dvöldu
flugmennirnir, aðstoðarmenn
þeirra og fjölskyldur í hjólhýsum
og tjöldum, sem slegið var upp í
borg á einni flugbrautinni og
þegar keppendur voru á lofti mátti
heyra þá tilkynna aðstoðar-
mönnum sínum staðsetningu sína
í radíóinu, en fjarskiptin fóru öll
fram á dulmáli, sem hvert lið
hafði komið sér upp. Var þar
ýmist um tölustafi eða bókstafi að
ræða og gert í þeim tilgangi að
andstæðingarnir geti ekki gert sér
grein fyrir framvindu mála.
Þá var Guðmundur Hafsteins-
son veðurfræðingur á mótsstað
allan tímann. Guðmundur hefur
sérhæft sig í svifflugveðurfræði og
fór hann með viðeigandi mælitæki
í flugtúr á hverjum degi. Að því
búnu reit hann niðurstöður mæl-
inganna á flókin línurit og í
framhaldi af því spáði hann svo
Flug
fyrir flugmennina um veðurfar,
heppilegustu flughæðir með tilliti
til uppstreymis o.s.frv. Rómuðu
svifflugmenn þátt Guðmundar og
sagði t.d. Baldur Jónsson er hann
hafði lokið þríhyrningsfluginu á
laugardag, að spá Guðmundar
hefði alveg staðist.
íslandsmótið í svifflugi hefur nú
um nokkurra ára skeið farið fram
á Hellu. Á næsta ári er í bígerð að
mótið fari fram á Flúðum í
Hrunamannahreppi, en flugvall-
argerð þar er langt á veg komin,
og skilyrði til svifflugs eru þar
betri vegna fjarlægðar frá sjó.
Mótinu var slitið, eins og áður
segir, á sunnudagskvöld af forseta
Flugmálafélags íslands, Ásbirni
Magnússyni. Við það tækifæri
þakkaði hann mótsstjóra, prófess-
or Þorbirni Sigurgeirssyni og
mótsstjórnarmönnum, Helga Kol-
beinssyni, Herði Hjálmarssyni,
Nirði Snæhólm og Sigurði K.
Ólafssyni fyrir ágæta framkvæmd
mótsins. Flugmenn dráttarflug-
vélanna þriggja, sem í upphafi
hvers verkefnis drógu svifflugurn-
Ljósm. Björn Björnsson.
Ásbjörn Magnússon formaður
Flugmálafélags íslands afhend-
ir verðlaun i mótslok, en ásamt
Ásbirni eru keppendur (f.h.):
Þórmundur Sigurbjarnason,
Þorgeir L. Árnason, Sigurður
Benediktsson, Leifur Magnússon,
Kristján Sveinbjörnsson, Snæ-
björn Sigurbjarni Þórmunds-
son, Páll Gröndal, Garðar Gísla-
son, Magnús Jónsson, Baldur
Jónsson, Þorbjörn Sigurgeirs-
son mótsstjóri, og bak við
Ásbjörn sér i Njörð Snæhólm,
sem átti sæti i mótsstjórn.
ar á loft, voru þeir Árni Guð-
mundsson í Múlakoti, Gunnar
Arthursson flugstjóri og Sig-
mundur Andrésson. Til mótsins
voru skráðir 12 keppendur, en
stigafjöldi fyrstu sex keppenda
varð sem hér segir:
1. Leifur Magnússn 2552 stig
(sviffluga Ka-65), 2. Garðar Gísla-
son 2292 stig (sviffluga LS3-1'7), 3.
Kristján Sveinbjörnsson 2175 stig
(sviffluga Vasama), 4. Páll Grön-
dal 1987 stig (sviffluga K-8B), 5.
Baldur Jónsson 1648 stig (svif-
fluga Speed Astir IIB), 6. Sigurður
Benediktsson 927 stig (sviffluga
HP-16). — ágás.
Garðar Gislason (th.) og Sigurður Benediktsson. Sigurður fékk
blómvönd fyrir íslandsmet i markflugi og Garðar heldur á
verðlaunum fyrir annað sætið i keppninni.