Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1980
19
Guðjón Petersen:
Hugleiðing um hlutverk
Leifs Jónssonar við hópslys
Laugardaginn 19. júlí sl. birtist
í Morgunblaðinu grein eftir Leif
Jónsson lækni, sem hann kallar
„Hugleiðing um hlutverk Al-
mannavarna við hópslys". Fjallar
greinin í engu um hlutverk Al-
mannavarna, heldur er hún frá
upphafi til enda svívirðilegt
rógskrif um undirritaðan persónu-
lega, og fleira fólk, og hef ég aldrei
séð neitt því líkt á prenti fyrr eða
síðar um nokkurn mann. Greinin
er skrifuð í stjórnlausri bræði og
fer langt út fyrir allt siðgæði í
blaðagagnrýni, sem er góð, sé hún
málefnaleg.
En Leifur minn, ég fyrirgef þér
bræði þína og stóryrði í minn
garð, þar sem þér er ekki sjálfrátt.
Hinsvegar læt ég ekki ósannindi
þín og rangsnúning standa ósvar-
að fyrir alþjóð, né heldur leyfi ég
þér að sletta óþverra á samstarfs-
fólk mitt, sem þú berð sökum um
glæpsamlegt athæfi.
Ekki stíla ég svar mitt á Borg-
arspítalann, þótt þú skýlir þér bak
við nafn Slysadeildarinnar. Ég á
nefnilega ekkert sökótt við það
úrvalslið sem þar starfar og hefur
lagt merka hönd á skipulag al-
mannavarna um árabil, löngu
áður en þú komst til skjalanna, og
vinnur að þeim störfum enn, sem
ég þakka. Það er nefnilega mikið
af heiðursmönnum á Borgarspít-
alanum. "Svar mitt er til þín frá
mér, en ekki frá Almannavörnum
ríkisins.
Ég er tilneyddur eins og áður
sagði að svara þér þótt siðferðis-
legur flötur skrifa þinna sé svo
lágur, að þú hefur ósvarað dæmt
þig fyrir alþjóð. Ég er búinn að
berjast fyrir og starfa að neyðará-
ætlunum fyrir ísland nú í níu ár.
Mikla gagnrýni hef ég hlotið í
fjölmiðlum og víðar, sem ég er
þakklátur fyrir, þar sem hún
hefur oftast verið málefnaleg og
hafa allir þeir sem gagnrýnt hafa
verk mín, verið heiðursmenn, sem
standa jafnréttir á eftir, enda
vandir að virðingu sinni. Aldrei
fyrr hefur mér verið borið á brýn
að vinna gegn hagsmunum óg
öryggi fórnarlamba áfalla og
slysa, enda hélt ég, að það sem
eftir okkur liggur, sannaði annað.
Þú segir í niðurlagi greinar þinnar
að vinsamlegar ábendingar þínar
hafi ekki náð tilætluðum árangri
og að skipulag Almannavarna sé
lítils virði, sé undir yfirborðið
skyggnst. Hvort sem þú trúir því
eða ekki, Leifur minn, þá hefur
skipulag Almannavarna á íslandi
verið kynnt víða erlendis, að
tilstuðlan alþjóðastofnana svo
sem Sameinuðu þjóðanna vegna
ágætis síns. Hefur Neyðarvarna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
ítrekað reynt að fá starfsmenn frá
Almannavörnum ríkisins til að
skipuleggja neyðarvarnir í öðrum
löndum og er nú nýbúið að sam-
þykkja af íslenskum stjórnvöldum
að lána einn sérfræðing frá Al-
mannavörnum í þessu fagi, til
skipulagsstarfa í Suður-Kyrra-
hafi. Meðan það álit ríkir hjá
alþjóðlegum sérfræðistofnunum á
skipulagi Almannavarna á ís-
landi, neita ég að gleypa allar
tillögur þínar hráar.
Tilefni að skrifum þínum eru
flugslysin á Mosfellsheiði í des-
ember sl., stóræfing Almanna-
varna á Keflavíkurflugvelli í maí
sl. og nauðlendir F-27 flugvélar
Flugleiða á Keflavíkurflugvelli í
júní sl. Út frá tveimur fyrri
atburðanna eru það viðtöl fjöl-
miðla við mig (ekki viðtöl mín við
þá, þar sem ég hleyp aldrei í
fjölmiðla af fyrra bragði) um
skipulag sjúkraþjónustunnar í
hópslysum, sem þú vitnar í. Hvað
varðar síðasta atburðinn, þá kem-
ur þú með svo svívirðilega ásökun
á hendur starfsfólki Almanna-
varna, að svarað verður sérstak-
lega í greinarlok.
Þú berð mér á brýn að beina
spjótum mínum á aðra, en hlífa
Almannavörnum í gagnrýni
minni. Öll gagnrýni mín á erfið-
ieikana í að ná tökum á dreif-
ingarvandamálum í hópslysatil-
vikum, er gagnrýni á eigið skipu-
lag, þar sem um er að ræða
skipulag almannavarna. Eins og
allir vita sem að almannavörnum
starfa eru Almannavarnir mjög
sjálfsgagnrýnin stofnun og hefur
ávallt verið boðað til fundar með
öllum aðilum áætlananna í lok
hvers viðburðar, þar sem menn
hafa verið sérstaklega beðnir að
gagnrýna og koma með ábend-
ingar. Sast þú fyrir stuttu einn
slíkan fund hjá Almannavörnum,
um þau málefni sem þú gerir að
umræðuefni í greininni (mættir
reyndar hálftíma of seint). En þú
sleppir alveg að geta í grein þinni
ákveðinni tillögu minni á þeim
fundi, að þetta vandamál verði
leyst af læknum, og að landlæknir
skipi sérstakan vinnuhóp til úr-
lausnar á því, sem hann er nú að
gera.
Áður en lengra er haldið vil ég
gera þér grein fyrir grundvallar-
staðreynd í því máli sem þú gerir
að umtalsefni.
Skipulag Almannavarna um
meðferð hópslysa er þróað og gert
á löngu árabili í samvinnu við
yfirlækna frá öllum þremur aðal-
sjúkrahúsunum í Reykjavík auk
borgarlæknis og landlæknis, sem
hefur verið formaður skipulags-
nefndarinnar. Hefur þessi skipu-
lagshópur læknanna verið skipað-
ur slíkum heiðursmönnum að þeir
hafa örugglega talið sig hafa
fundið réttustu aðferðirnar þ.e.,
að læknar greini og veiti frum-
meðferð, ákvarði sendingu
slasaðra eftir áverkum, en Al-
mannavarnir grípi inn í, til jöfn-
unar álags á sjúkrahúsin, við
sendingu slasaðra, þar sem sér-
hæfing spítalanna skiptir ekki
máli. Þetta fyrirkomulag er í
öllum 55 neyðaráætlunum lands-
ins, en sjúkrahús eru mun víðar á
Islandi en í Fossvogi. Stjórnstöð
Almannavarna ríkisins hefur
aldrei og mun ekki taka á sig neitt
læknisfræðilegt mat á sendingu
slasaðs fólks. Það sem þú skilur
ekki í mínum málflutningi er, að
stjórnstöðin grípur inn í um leið
og fara á að hrúga slösuðu fólki á
einn spítala til að biða þar að-
gerða, meðan aðrir spítalar standa
fullmannaðir með úrvalsliði og
tæki, og þeir slösuðu geta fengið
tafarlausa meðferð þar. Þú tekur
dæmi af því ef inngrip Almanna-
varna myndu valda því, að maður
með heilaáverka færi ekki í sér-
fræðideild Borgarspítala. Al-
mannavarnir myndu aldrei hafa
áhrif á slíkt. Hinsvegar myndu
hvorki þær, né læknar samþykkja,
að senda 100 brunasjúklinga á
Landspítalann einan, þótt hann sé
sérfræðispítali í brunasárum.
Slíkt er utan allrar skynsemi.
Guðjón Pctersen
Svona einfalt er nú þetta Leifur
minn. Við viljum að slasað fólk
komist sem fyrst í meðferð, en sé
ekki staflað á ganga eins sjúkra-
húss. Mundu að enginn spítali
hefur bolmagn til að ráða við
vanda hópslysa einn, og að hinn
daglegi straumur slasaðs fólks í
borginni stöðvast ekki til Slysa-
deildarinnar þegar hópslys verða.
Hann bætist ofaná.
En víkjum nú að einstökum
hlutum greinar þinnar. (Aurnum
sem þú atar mig persónulega ætla
ég ekki að svara, því ég ber fulla
virðingu fyrir þér og skoðunum
þínum, þótt ég sé þeim ekki
sammála i öllu, en sumu).
Þú ferð mörgum orðum um
flugslysið á Mosfellsheiði og segir
þar réttilega að ég (les Almanna-
varnir) hafi gripið inn í með
dreifingu þeirra slösuðu. í fram-
haldi af því talar þú svo um álit
mitt á ójafnri dreifingu slasaðra,
sem dreift er af greiningarlækn-
um, og að ég taki ekki tillit til
sérhæfni spítalanna, sem sé lækn-
isfræðilegt mat að dreifa eftir. Þú
fjallar síðan um hugtakið hópslys,
stærðar- og tímamörk, sem ég er
þér sammála um, og lýkur svo
þessum þætti með umfjöllun um
ágæti Slysadeildar Borgarspítal-
ans í daglegri slysaþjónustu, sem
ég dreg ekki í efa.
En segjum nú söguna til enda.
Af hverju gripu Almannavarnir
inn í? Áverkalýsingar á þeim
slösuðu bárust ekki til byggða
nema að takmörkuðu leyti og þær
sem bárust höfðuðu ekki til sér-
hæfni spítalanna. Haft var sam-
ráð við alla spitalana um dreifing-
una og voru þeir sammála um að
grípa til hennar. Það var rétt mat
tekið af mörgum aðilum, út frá
velferð þeirra slösuðu, til að þeir
kæmust beint og milliliðalaust í
meðferð í skurðstofum spítalanna,
sem allir voru þá tilbúnir að taka
á móti.
Alla þá gagnrýni sem ég hef
fengið fyrir að gera ráðstafanir til
að flýta fyrir meðferð slasaðra í
þessu tilviki hef ég ekki getað
skilið, en kannski voru þeir betur
settir bíðandi á göngum. Þú reynir
eitthvað að klína á mig að ég
flokki slysin eftir áhuga fjölmiðla
og láti mig engu umferðarslys
varða. Það er annar aðili sem
hefur með þau að gera og varnir
gegn þeim, en hópslys á vegum eru
einnig innan áætlana Almanna-
varna hafirðu kynnt þér þær.
Af hverju minnist þú engu orði
á jákvæða þætti. Þú minnist engu
orði á tafarlaus viðbrögð Al-
mannavarna í að samtengja alla
spítalana með þráðlausu fjar-
skiptakerfi og opna viðvörunarrás
í stjórnstöð sína strax í kjölfar
slyssins, vegna þess að þar var
veikur hlekkur. Þú minnist engu
orði á að með þessu kerfi komist
þið og aðrir læknar annarra spít-
ala í langþráð fjarskiptasamband
beint við stórslysstað á öllu
SV-landi, og í framtíðinni á hvaða
stað sem er á landi, ef stjórnvöld
geta séð af einum litlum 10 millj.
krónum í verkið. (Þau gátu það
ekki í ár). Blint er hatur þitt.
En sem lokaorð varðandi flug-
slysið á Mosfellsheiði ætla ég að
segja þér þetta: Það er ein megin
hugsjón á bak við allar áætlanir
Almannavarna og hún er þessi:
Slasist sá fjöldi manna á sama
tíma, að venjulegri afkastagetu
öryggisþjónustu sé ofboðið, skal
koma öllum þeim slösuðu til um-
önnunar lækna á sem stystum
tíma fyrir hvern einstakan slasað-
an. Við brýnustu lífsbjörgun er
engin stofnun né hópur manna
öðrum fremri. Þar eiga allir að
standa jafnir og vinna með sam-
stilltu keðjuverkandi átaki. Það
eru enn uppi nátttröll á íslandi
sem telja að björgun mannslífa sé
einkamál einstakra manna og
hópa. Þessu erum við sem betur
fer að breyta. Mannslíf og vernd-
un þeirra er málefni allra og sé
mörgum ógnað skal marga virkja
til að tryggja öryggi þeirra. Fyrir
því mun barist, hvað sem þú segir
Leifur. Ég mun aldrei nokkurn
tíma samþykkja, að hagsmuna-
streita stofnana eða hópa fái að
koma niður á þjónustunni við þá
slösuðu.
Skrifum þínum um fjöimiðla-
upplýsingar mínar um dreifingu
slasaðra í stóræfingum Almanna-
varna nenni ég ekki að svara. Þú
segir mig þar hagræða tölum um
dreifingu. Lögreglan í Reykjavík
getur staðfest allar þær tölur og
leitaðu þangað haldirðu mig segja
ósatt.
En víkjum nú að einni svívirði-
legustu ásökun sem sést hefur á
prenti. Það er ásökun á starfsfólk
Almannavarna (ég var erlendis
þegar sá atburður varð) við nauð-
lendingu F-27 flugvélar Flugleiða.
Berð þú starfsfólk Almannavarna
þeim glæpsamlegu sökum, að það
hafi boðað fréttamenn og ljós-
myndara til að fylgjast með nauð-
lendingunni, en ekki aðvarað
slysadeild Borgarspítalans.
Hér lætur þú þér fara um munn
ásökun sem enginn heiðarlegur
maður getur verið þekktur fyrir.
Sannleikurinn er þessi:
Almannavarnir ríkisins til-
kynntu ekki væntanlega nauðlend-
ingu neinni fréttastofu, áður né
eftir að nauðlendingin átti sér
stað. Geta fréttastofur allra fjöl-
miðlanna staðfest það.
Almannavarnir ríkisins fengu
enga tilkynningu um væntanlega
nauðlendingu fyrr en 43 mín. áður
en hún átti sér stað og hófu strax
að boða út samkvæmt áætlun, og
staðfest var hvar vélin átti að
lenda.
Almannavarnir ríkisins kölluðu
strax í öll sjúkrahúsin í Reykjavík
í nýja fjarskiptakerfinu, sem áður
greinir og bað þau um að vera í
viðbragðsstöðu. Það útkall til spít-
alanna heyrðist á Landspítala og
Landakotsspítala auk þess sem
varðmenn almannavarnastjórna
við allan Faxaflóa heyrðu kallið og
geta staðfest það. Það var aðeins
einn aðili sem ekki svaraði og það
var Borgarspítalinn. Var þá
hringt þangað til að tilkynna
honum viðbragðsstöðu vegna
nauðlendingarinnar og var sam-
band gefið við slysadeild, sem tók
við boðunum. Fyrsta staðfesting
um erfiðleika flugvélarinnar barst
Almannavörnum ríkisins kl. 19.20,
kl. 19.30 var stjórnstöðin sett í
gang (Þetta var utan vinnutíma)
og kl. 19.45 fæst endanlega stað-
fest að flugvélin muni lenda á
- Keflavíkurflugvelli og að óskað sé
viðbúnaðar Almannavarna og var
boðun strax framkvæmd sam-
kvæmt áætlun. Vélin lenti 20.03.
Almannavarnir bera enga ábyrgð
á ef slysadeildin kom ekki boðun-
um til þín persónulega.
Enn vitna ég í niðurlag greinar
þinnar um að ég hafi ekki tekið
tillit til vinsamlegra ábendinga
þinna, né tillagna Borgarspítalans
um meðferð hópslysa, og segir að
Almannavarnaskipulagið standi
hvergi undir merki. Því er einu til
að svara að spítalarnir í landinu
eru mun fleiri en Borgarspítalinn
og liggja margar tillögur um
úrlausn fyrir. Verða þær trúlega
allar teknar til greina við störf
vinnuhóps landlæknis. Einnig eru
fleiri starfandi læknar en þú í
landinu, sem hafa líka skoðun á
þessum málum, og tekið er tillit
til.
Að lokum Leifur minn. Ef ég
skyldi nú verða fyrir einum
sjúkrabílnum þegar ég ligg fyrir
þeim, eins og þú berð á mig, viltu
þá ekki vera svo vænn að taka vel
á móti mér á Slysadeildinni.
Bestu kveðjur til þíns úrvals
samstarfsfólks á slysadeild, sem
hefur unnið mikið starf við erfið
skilyrði, fyrir góða þjónustu
mánudaginn 14. júlí, þegar ég
meiddist á auga. Með því að fara á
slysadeildina en ekki Landakot
braut ég víst sérfræðiregluna
okkar, en vissi að samstarfsfólk
þitt myndi gera mér vel.
Reykjavík, 21. júlí, 1980.
Guðjón Petersen.