Morgunblaðið - 22.07.1980, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Úr glerhúsi
Alþýðublaðsins
Alþýðublaðið er einkennilegt blað. I raun er það
ríkisrekið. Yrði skrúfað fyrir fjárstreymi til þess úr
ríkissjóði, Ræfi það strax upp andann. Hitt er þó enn
einkennilegra, að aðstandendur blaðsins gefa það út í þeim
eina tilganjri að koma boðskap sínum á framfæri við
þjóðina í gegnum ríkisfjölmiðil. Alþýðublaðið kemur sem
sé út á kostnað skattgreiðenda, svo að forystugreinar þess
séu lesnar í hljóðvarpinu. Skattféð virðist þó ekki nægja til
þess, að unnt sé að halda blaðinu úti alla daga vikunnar.
En kratar eru alþekktir fyrir að kunna á kerfið og á
laugardögum hefur fjórblöðungur þeirra að geyma tvær
forystugreinar. Önnur skal lesin í útvarpið á laugardegi en
hin á sunnudegi. Blað hins kerfisflokksins, Þjóðviljinn,
hefur að þessu leyti nýlega farið inn á sömu braut og
Alþýðublaðið. Frumleiki kommúnista kemur fram í því, að
þeir gefa nú út sunnudagsblað sitt á laugardögum.
Með þessar forsendur fyrir útgáfu Alþýðublaðsins í huga
og þá staðreynd, að flokkurinn, sem að blaðinu stendur,
fylgir þeirri stjórnmálastefnu, að ríkishítin eigi að
ráðstafa aflafé einstaklinganna, er furðulegt að sjá blaðið
býsnast yfir því dag eftir dag, að ríkisafskipti séu af hinu
illa. Þá hefur Alþýðublaðið og lagt sig í framkróka um að
gera Alþýðubandalagið tortryggilegt fyrir trú þess á sömu
grundvallarsjónarmið og ráða hjá Alþýðuflokknum, sem
sé, að fyrst skuli ríkið fá sitt og jafnvel meira en það, en
síðan geti einstaklingarnir og fyrirtæki þeirra tínt upp
molana.
Vegna þessa tvískinnungs er Alþýðublaðið stefnulaust
rekald og Alþýðuflokkurinn hávaðasamur bramboltsflokk-
ur. Alþýðublaðið tekur dýfur og kollhnísa frá degi til dags
og Alþýðuflokkurinn fer í heljarstökkum frá hægri til
vinstri. A liðnum vetri var mikil áhersla á það lögð í
forystugreinum Alþýðublaðsins að skrifa sig og ^lþýðu-
flokkinn frá samstarfi við kommúnistana í Alþýðubanda-
laginu. En eins og menn muna var það samstarf komma og
krata, sem gerði Olafi Jóhannessyni kleift að mynda stjórn
sína haustið 1978. í sjálfu sér er skiljanlegt eftir
hrakfallasögu þeirrar stjórnar, að kratar vilji skerpa skilin
milli sín og kommúnista. Og því má ekki gleyma, að í
stjórnmálastarfi sósíaldemókrata hefur alltaf falist þakk-
arverð andstaða við kommúnista. Hins vegar er það alls
ekki þakkarvert, þegar Alþýðublaðið reynir að villa á sér
heimildir með því að saka andstæðing Alþýðuflokksins um
að vera „forhertan ríkisafskiptaflokk".
Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur á líf sitt og
málgagns síns undir ríkinu komið nema Alþýðuflokkurinn.
Það hefur verið sérstakt kappsmál forystumanna flokksins
að koma málum þannig fyrir, að áhyggjur þeirra af
fjármálum flokksblaðsins yrðu færðar yfir á ríkissjóð. Og
með því að gera Alþýðublaðið ekki að öðru en umgjörð utan
um boðskapinn fyrir ríkisútvarpið, þykjast flokksbrodd-
arnir hafa himin höndum tekið. Og það er svo sem í
samræmi við annað, þegar menn í slíkri aðstöðu þykjast
vera færari um það en flestir aðrir að halda þannig á
stjórn mála, að hagstæð skilyrði verði sköpuð fyrir
atvinnurekstur á vegum einkaaðila.
Ekki er nýtt, að grjótkast sé stundað úr glerhúsi á
vettvangi íslenskra stjórnmála. En í gegnum tíðina hafa
menn verið misjafnlega ósvífnir við þá iðju, og víst er, að
hún hefur aldrei gefist vel til lengdar. Til dæmis komst
Alþýðuflokkurinn aðeins um stuttan tíma upp með það að
hafa baráttuna gegn siðleysi sem sitt aðalmál, og þiggja
um leið fé til starfsemi sinnar frá útlöndum.
Grjótkastið úr glerhúsi Alþýðublaðsins varir vafalaust
enn um nokkra hríð. Hitt væri fróðlegt að athuga, hvort
blaðið sé jafnvel ekki háðara fjárstreymi úr ríkissjóði en
sjálft Lögbirtingablaðið, sem dómsmálaráðuneytið gefur
út. Og væri mikíu nær fyrir ríkisútvarpið að lesa upp úr
Lögbirtingablaðinu en forystugreinum Alþýðublaðsins.
Biskup íslands hr. Sijíurbjörn Einarsson ok Friðjón Wröarson dóms- ojj kirkjumálaráöherra ræðast
viö fyrir utan Skálholtskirkju.
Svipmyndir frá
Skálholtshátíð
ALLMARGT manna sótti Skál-
holtshátið, sem haldin var sl.
sunnudag. Meðal gesta voru
forsetahjónin frú Halldóra og
dr. Kristján Eldjárn, Friðjón
Þóröarson dómsmálaráðherra
o.fl. Þá var staddur i Skálholti
hópur ferðamanna, m.a. frá
danska lýðháskólanum i Snog-
höj, sem dvelst hér á námskeiði
um þessar mundir.
Skálholtshátíð hófst að venju
með guðsþjónustu og prédikaði
dr. theol. Jakob Jónsson. Biskup
íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson
og sr. Guðmundur Óli Ólafsson
sóknarprestur þjónuðu fyrir alt-
ari, Skáiholtskórinn söng undir
stjórn Glúms Gylfasonar við
orgelleik Friðriks Donaldssonar.
Þá léku Jón Sigurðsson og Lárus
Sveinsson á trompet.
Að lokinni messu gátu gestir
þegið kaffi í húsakynnum skól-
ans, aðrir kusu að ganga um
staðinn, virða fyrir sér kirkjuna
og huga að sögulegum fornminj-
um. Blíðuveður var í Skálholti,
heitt og sólskin annað veifið,
enda urðu bændur margir að
hverfa til bústarfa að messu
lokinni.
Síðdegis var síðan samkoma í
kirkjunni. Hófst hún með einsöng
Agústu Ágústsdóttur við undir-
leik Hauks Guðlaugssonar, dr.
Gylfi Þ. Gíslason flutti ræðu og
Friðrik Donaldsson lék nokkur
orgelverk. Þá endaði sr. Heimir
Steinsson rektor samkomunni
með ritningarlestri og bæn.
Meðal ferðalanga í Skálholti
voru sem fyrr segir danskir
lýðháskólamenn. Er það hópur á
vegum Snoghöj lýðháskólans,
sem kom til tveggja vikna ís-
landsferðar og greindu farar-
stjórar þeirra, Erland Kildegaard
og Ole Risak, Mbl. frá förinni:
— Við erum hér á eins konar
námskeiði til að kynnast náttúru
Islands og menningu og eins og
segir í námskeiðslýsingunni. sem
við sendum út til kynningar, að
reyna að skilja hvernig 230 þús-
und manns fara að því að búa á
lítt frjósamri eldfjallaeyju, 2,5
sinnum stærri en Danmörk og
hvernig þjóðin hefur spjarað sig
efnahagslega og menningarlega í
einangrun Norður Atlantsjiafs-
ins, sögðu þeir félagar. Hóparinn
telur alls 34 og komust færri að
en vildu. Sr. Heimir Steinsson
hefur skipulagt ferðina í sam-
vinnu við fulltrúa Snoghöj, en þar
hafa nokkrir íslendingar verið
við nám, einn veturinn 9 alls.
— Áður en við komum hingað
vorum við á viku námskeiði í
Snoghöj þar sem þátttakendur
fengu tækifæri til að setja sig inn
i íslenzk málefni, haldnir voru
fyrirlestrar, starfað í hópum og
sýndar kvikmyndir. Þannig hrist-
ist hópurinn saman, við kynnt-
umst hvert öðru og bjuggum
okkur undir ferðina. Dagarnir
hér munu síðán verða notaðir til
ferðalags um landið, við höfum
skoðað söfn, munum heimsækja
vinnustaði og hlýða á fyrirlestra
um íslenzkar nútímabókmenntir
og stjórnmál.
Ástæðu þess að Island varð
fyrir valinu sögðu þeir vera að
landið væri eitt Norðurlandanna,
sem þeir töldu sjálfsagt að kynn-
ast og vera í sem mestu sambandi
við, margir íslendingar hefðu
stundað nám í Snoghöj og væru
þeir sumir í sambandi við skól-
ann æ síðan.
—Við höfum þegar upplifað
margt skemmtilegt og fróðlegt,
þótt aðeins séu liðnir tveir dagar
af dvölinni, en við búumst við enn
meiru, sögðu Danirnir, sem sögðu
veðrið hafa aðeins sýnt góðu
hliðina ennþá, en þeir sögðu alla
hafa regnfötin meðferðis.
Danskir lýðháskólamenn frá vinstri: Lis og Ole Risak. Ruth og
Erland Kildegaard.
Dr. Gylfi Þ. Gislason flutti ræðu á samkomu á Skálholtshátiðinni.