Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
Loftur skoraði tvð gegn Fylki
HAUKAR eyifja að nýju von um
sæti í 1. deild eftir sigur jjegn
Fylki í Laugardal á laugardag.
2—1. Haukar eru nú aðeins
tveimur stigum á eftir Þór frá
Akureyri eftir ósÍKur Akureyr-
arliðsins. Allt getur því gerst í 2.
deild og greinilegt að Haukar
ætla að leggja allt i sölurnar til
að endurheimta sæti sitt i 1.
deild.
Framan af viðureign Hauka og
Fylkis í Laugardal leit ekki út
fyrir, að Haukar færu með sigur
af hólmi. Fylkir skoraði þegar á
fyrstu sekúndum leiksins, — áður
en nokkur leikmaður Hauka hafði
náð að koma við knöttinn lá hann
í netmöskvunum að baki Guð-
mundar Hreiðarssonar. Kristinn
Guðmundsson skoraði eftir lag-
lega sóknarlotu strákanna úr Ár-
bænum. Og eftir 17. mínútu leik
hefði staðan allt eins getað verið
orðin 4—0. Hilmar Sighvatsson
komst einn í gegn eftir misheppn-
að útspark markvarða Hauka en
skaut í hliðarnetið. Á 15. mínútu
komst Hilmar aftur inn fyrir en
skaut nú framhjá úr ákjósanlegu
færi. Og á 17. mínútu skallaði
Hilmar knöttinn yfir frá mark-
teig. Á 29. mínútu skoraði marka-
kóngur Hauka, Loftur Eyjólfsson.
Lék laglega á varnarmann í teign-
um og skoraði með góðu skoti,
1-1.
Staðan í leikhléi var 1—1. Á 20.
mínútu síðari hálfleiks meiddist
Guðmundur Hreiðarsson, mark-
vörður Hauka, svo fara varð með
hann á slysavarðstofu, hann fékk
spark í hnakkann. Þrátt fyrir
þetta létu Haukar ekki deigan
síga, Ólafur Jóhannesson átti gott
skot, sem Ögmundur Kristinsson,
markvörður Fylkis, sló yfir. Á 32.
mínútu náðu Haukar svo forystu.
Elías Hafsteinsson hugðist gefa
til Ögmundar, en í stað þess að
gefa varð gott skot, sem Ögmund-
ur náði með naumindum að verja.
Knötturinn hrökk fyrir fætur
Lofts Eyjólfssonar og hann skor-
aði örugglega af stuttu færi, 1—2.
Fylki tókst ekki að jafna. Fylkir
var næst því þegar Örn Bjarnason
varamarkvörður varði hörkuskot
Kristins Guðmundssonar úr teign-
um.
Haukar fóru því með bæði
stigin til Hafnarfjarðar. Þeir
Ólafur Jóhannesson og Björn
Svavarsson, ásamt Lofti Eyjólfs-
syni, voru beztu menn Hauka. Hjá
Fylki var Hilmar Sighvatsson
atkvæðamestur en fór illa með
upplögð tækifæri. Þá var Ög-
mundur Kristinsson öruggur í
markinu. Leikinn dæmdi Vil-
hjálmur Þór.
H. Halls.
• Á þessu heimskorti má sjá hvaða þjóðir taka þátt í leikunum i Moskvu og hvaða þjóðir ekki. Þær sem eru
merktar með svörtu taka þátt, en hinar ekki, þær eru um 60 og þar á meðal allar bestu íþróttaþjóðir heims.
176 verðlaunamenn
f jarverandi frá 01
Ef hliðsjón er tekin af siðustu
ólympiuleikum sem haldnir
voru. þeirra sem voru í Montreal,
kemur í ljós, að dreifing verð-
launa nú verður gerólik því sem
þar var.
Meðal þeirra þjóða sem þar
kcpptu, sitja þjóðir heima sem að
hrepptu yfir 25% af öllum verð-
launum. Eru þar fremst i flokki
Bandaríkin sem hrepptu 94 verð-
launapeninga, Vestur-Þýskaland
sem fékk 39 gripi og Japan sem
fékk 25 verðlaunapeninga. Af
gullverðlaununum sem útbýtt
var i Montreal, fengu þjóðir
þessar og nokkrar aðrar, 53
stýkki af 198.
í sundinu kveður hvað rammast
að þessu. Þar unnu heimasetu-
þjóðirnar til 49 verðlaunagripa. I
karlagreinunum vann austur-
• Blökkumaðurinn Edwin Moses
heimsmethafi i 400 metra grinda-
hlaupi var einn af fjölmörgum
íþróttamönnum sem keppir ekki
á Ól-leikunum.
blokkin ekki eina einustu grein. Af
tölum þessum má glöggt sjá
hversu mikil áhrif það hefur í
raun og veru að þjóðir eins og
Bandaríkin og Vestur-Þýskaland
hafa kosið að sitja heima. Þetta
undirstrikar, að í mörgum, mjög
mörgum tilvikum, eru það ekki
bestu menn í hverri grein sem
verðlaunin munu hljóta.
Stórsigur
Rússa
SOVÉTMENN reyndust sterkir
eins og vænta mátti, er körfu-
knattleikurinn hófst á Olympiu-
leikunum. Karlalið Rússa hvíldi
mesta risann, Vladimir Tkasch-
enko, en vann samt yfirburðasig-
ur á indverska landsliðinu,
121-65.
Kvennalið Rússa, sem hefur
ekki tapað leik i rúm 20 ár,
sigraði Júgóslava 97—62. I
kvennaflokki léku einnig Búlg-
aría og Ítalía og sigraði fyrr-
nefnda liðið 102—65. Þá sigraði
Ungverjaland Ítalíu 76—66.
Rússar sterkir
s Vilmundurkennir
s fr jálsar á Ólafsfirði
Vilmundur Vilhjálmsson
frjálsíþróttamaðurinn ágæti úr
KR heldur á morgun, miðviku-
dag. til ólafsfjarðar þar sem
hann mun dveljast í tvær vikur
og efla frjálsiþróttaáhuga þar i
bæ. Vilmundur mun kenna þar á
námskeiði fyrir unglinga. og
sagði Vilmundur i samtali við
Mbl. að hann vonaðist til að allir
þeir á ólafsfirði er áhuga hefðu á
hlaupum, stökkum og köstum
leggðu leið sina á völlinn meðan
hann væri nyrðra.
Forráðamenn á Ólafsfirði hafa
nú fullan hug á að reyna að vekja
upp frjálsíþróttaáhuga á staðnum.
í kjölfar hins ágæta árangurs sem
hlauparinn Guðmundur Sigurðs-
son hefur náð, en hann er frá
Ólafsfirði og keppir undir merkj-
um UMSE. Guðmundur hóf frjáls-
íþróttakeppni að einhverju ráði nú
í sumar, og hefur þegar náð
athyglisverðum árangri, varð t.d.
íslandsmeistari í 1500 metra
hlaupi á nýafslöðnu íslandsmeist-
aramóti. — ágás.
Sovétmenn sigruðu Venezuela
örugglega með fjórum mörkum
gegn engu í fyrsta leiknum í
riðlakeppninni í knattspyrnu á
Olympíuleikunum í Moskvu. Rúss-
arnir höfðu mikla yfirburði í
leiknum, en þeir Andreyev, Cher-
enkov, Gavrilov og Oganesyan
skoruðu mörkin.
Nokkru síðar skildu Austur-
Þjóðverjar og Spánverjar jafnir,
1—1- Dieter Khun skoraði fyrst
fyrir Þjóðverja, en Marcos Alonso
jafnaði fyrir Spánverja.
ÞEGAR íþróttaiðkendur verða fyrir slysum. tognunum o.þ.h., er
mikilvægt að þeir hijóti rétta læknis- og sjúkrameðferð í tæka tið. Páll
B. Helgason, orku- og endurhæfingalæknir og Halldór Matthíasson
sjúkraþjálfari veita siika þjónustu að Miklubraut 50 og er hún
tilkomin að nokkru i samstarfi við Í.S.Í. Nýlega lagði Í.S.Í.
endurhæfingastofnunni til nýtt og fullkomið hljóðbylgjutæki og er
myndin frá afhendingu þess.
Staðan í 2. deild
Andrés Kristiánsson var á
skotskónum er IBÍ vann góðan
sigur á Þrótti frá Neskaupstað
um helgina. er iiðin áttust við í 2.
deild á ísafjarðarvelli. Skoraði
Andrés tvívegis á fyrsta háiftíma
leiksins og lagði þar með grunn-
inn að góðum sigri ÍBÍ.
Heimaliðið hafði yfirleitt góð
tök á leiknum, einkum í fyrri
hálfleik, Þróttarar voru heldur
meira inni í myndinni í þeim
siðari þó ekki tækist þeim að
skora mörk. ísfirðingar bættu
hins vegar við sig og undir lokin
skoraði Haraldur Leifsson þriðja
markið. ísfirðingar eiga enn dá-
litla möguleika á því að hlanda
sér í toppbaráttuna, en staðan í 2.
deild er nú þessi:
KA 10 8 1 1 34-7 17
Þór 10 7 1 2 20-9 15
Haukar 10 532 21-19 13
ísafjörður 9 432 21-17 11
Fylkir 10 4 1 5 17—11 9
Völsungur 9 324 11—15 8
Þróttur 9 3 24 13-18 8
Selfoss 9 2 2 5 15-23 6
Ármann 10 1 4 5 15—27 6
Austri 10 037 13-36 3
Úrslit í 3.
Úrslit í nokkrum leikjum i 3.
deild sem fram fóru um helgina. í
Fy-riðli sigraði Dagsbrún lið Efl-
ingar 6—1, mörkin skoruðu Sóf-
anias 3, Björgvin 2, Hafþór 1,
mark Eflingar skoraði Þórarinn.
Reynir sigraði USAH með 5
mörkum gegn 1. Mörkin fyrir
Reyni skoruðu Björn 2, Jens 1,
deild
Garðar 1, Felix 1, fyrir USAH
skoraði Hafþór 1.1 D-riðli sigraði
Leiftur Magna 0—3, Hringur
skoraði tvö fyrir Leiftur og
Sigurður eitt.
KS írá Siglufirði sigraði svo
Árroðann 3—0, mörk KS skor-
uðu Sigurjón 1, Björn S 1 og
Hafberg skoraði sjálfsmark.
Skotviss Ungverji
Karoly Varga frá Ungverja-
landi sigraði í fyrstu grein skot-
fiminnar á Olympíuleikunum í
Moskvu á sunnudaginn. Keppti
Varga í minnstu gerð riffli og
hiaut hann 599 stig.
Árangur Varga er jafn gild-
andi heimsmeti. Austur-Þjóðverj-
inn Helfried Helfort fékk sama
stigafjölda, cn Ungverjanum var
dæmdur sigurinn aí tæknilcgum
ástæðum. Varga þakkaði sigri
sínum. að hann slasaðist á „gikk-
handlcgg“ sínum i knattspyrnu á
laugardaginn. „Það varð til þess
að ég þrýsti ekki eins fast á
gikkinn“ sagði kappinn.
Watson smeygöi ser
í vinningssætið
TOM WATSON kom sterkastur
manna út úr tveimur síðustu
umferðunum á opna breska
meistaramótinu í golfi, en það
mót er jafnan talið eitt hið
sterkasta sem fram fer ár hvert.
Að þessu sinni fór það fram á
Muirfield i Skotiandi. Eins og
skýrt var frá í Mbl. á laugardag-
inn, hafði Lee Trevino forystuna
þegar tveimur umferðum var
lokið. Watson var mjög yfir-
vegaður á lokasprettinum og
sigraði á 271 höggi, en það er 13
höggum undir pari valiarins.
Þetta er í fyrsta skiptið síðan
1977, að Watson sigrar á meiri
háttar móti. „Þetta er r.otaleg vin
eftir mörg ár í eyðimörkinni,“
sagði Watson eftir að úrslitin
voru ljós. Trevino hafði forystu
lengst af, en sagði, „ég er ekkert
svekktur, það er ekki hægt að
vera það þegar maður er i öðru
sæti á eftir besta kylfingi heims.“
Þrátt fyrir að Watson hafi ekki
unnið mót í þrjú ár, hefur hann
jafnan verið í fremstu röð og er
einn tekjuhæsti kylfingur stétt-
arinnar.
Trevino varð sem sé að láta sér
lynda annað sætið. Hann lék
umferðirnar fjórar á samtals 275
höggum. Ben Crenshwa varð
þriðji á 277 höggum og þeir Carl
Mason og Jack Nicklaus voru
jafnir í fjórða til fimmta sæti með
280 högg.
Aukaþing
S.K.Í.
Aukaþing S.K.Í. á föstudag á
Hótel Loftleiðum kl. 20.30 kjör-
inn verður nýr formaður og ný
stjórn á fundinum.