Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980 25 Ltyamyndir Kristinn. V. ólaíur Björnsson hefur sloppið úr gæslu og skotið að marki. nötturinn skoppar að marki ÍBV og ólafur fylgir fast á eftir. Og rk Ólafs í 1. deild. til þessa an sigur á Val FH: Valur Vals, lék nær og renndi knettinum fram hjá úthlaupandi markverð- inum. Helgi Ragnarsson átti þrumuskot rétt yfir Valsmarkið, aðeins mínútu síðar. Valsmenn reyndu nú að hrista af sér slenið og Volker Hofferberg setti inn á þá Magnús Bergs og Jón Einarsson fyrir Hermann Gunnarsson og Guðmund Þor- björnsson. Hresstust Valsmenn dálítið, þó ekki nógu mikið. Á 57. og 58. mínútu gerðu þeir þó harða hríð að marki FH. Friðrik mark- vörður varði fyrst meistaralega þrumuskot Sævars Jónssonar úr aukaspyrnu, en síðan fóru föst skot Matthíasar og Alberts naumlega fram hjá. Sókn Vals þyngdist er líða tók að leikslokum. Færi gáfust þó fá eða engin þar til að Dýri Guðmundsson skoraði 9 eina mark Vals 5 mínútum fyrir leikslok, skallaði þá laglega í netið eftir hornspyrnu Jóns Einarsson- ar. Var darraðardans í teig FH síðustu mínúturnar, en Vals- mönnum tókst ekki að jafna. Sigur FH var sigur sterkrar liðsheildar frekar en sigur nokk- urra afburðamanna. Friðrik var góður í markinu og þeir Valþór, Viðar og félagar voru grimmir í vörninni. Ásgeir Elíasson sýndi gamla góða takta, einkum í síðari hálfleik, Magnús Teitsson var mjög góður og þeir Helgi Ragn- arsson, Pálmi Jónsson og Valur Valsson áttu allir mjög góða spretti. Það var færra um fína drætti hjá Val. Sævar stóð fyrir sínu, einnig Dýri og Magni. En flestir eða allir léku undir getu. í stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild, Kapla- krikavöllur. FH — Valur 2—1 (1-0). Mörk FH: Pálmi Jónsson (36), Magnús Teitsson (52). Mark Vals: Dýri Guðmundsson (85). Gul spjöld: Ásgeir Elíasson og Viðar Halldórsson FH. Áhorfendur: 520. — KK Ljósm. kristinn. • FH-ingar fagna innilega öðru marki sínu sem Magnús Teitsson skoraði. Einkennileg er staðsetning knattarins. Leikur KR og Þróttar var sannkallað núll Það var lítil reisn yfir leik KR og Þróttar i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu um helgina. Lofað var með mikilli háreysti knatt- spyrnu i efsta gæðaflokki og siðan fallhlifarstökksýningu i hálfleik. Var hvort tveggja svik- ið. Það var aldrei leikin góð knattspyrna í leiknum og ein- hverra hluta vegna, sennilega vegna skipulagsgalla, varð ekk- ert úr fallhlifarstökkinu. Skildu einhverjir hafa komið gagngert til þess að sjá fallhlifarstökkið? Lokatölur þessa leiks segja flest sem segja þarf um leikinn. ekkert mark var skorað. Er þetta aðcins annar leikurinn sem þannig fer á yfirstandandi Islandsmóti. Bæði liðin fengu þó tækifæri til þess að skora. Einkum voru það KR-ingar sem færin fengu, enda voru þeir snöggtum skárri aðilinn á vellinum. Þeir hæfðu t.d. tvíveg- is marksúlurnar. Sverrir Her- bertsson reyndi glæsilega hjól- hestaspyrnu í síðari hálfleik og KR: n n Þróttur w ■ W spyrnti þá í þverslá og fimm mínútum fyrir leikslok skallaði Börkur Ingvarsson knöttinn í slána á nýjan leik. Fleiri færi fengu KR-ingar, t.d. hitti Sverrir ekki knöttinn í opnu færi á 20. mínútu leiksins og á 25. mínútu varði Jón Þorbjörnsson glæsilegt hörkuskot Sæbjörns Guðmunds- sonar. Þróttarar fengu aðeins tvö um- talsverð færi í leiknum. Það fyrra fékk Halldór Arason strax á 5. mínútu. Stóð þá Halldór einn á markteig KR, en skaut beint í markvörðinn, sem kominn var úr jafnvægi. Og 2 mínútum fyrir leikslok mátti engu muna að Þróttur stæli báðum stigunum. Páll Ólafsson brunaði þá inn í vítateig KR og skaut þrumuskoti í stöng og út. Greip Páil um höfuðið í örvæntingu sinni og lái honum það enginn. Sæbjörn var góður á köflum hjá KR og Sigurður Pétursson kom einnig vel frá leiknum, hafði mikla yfirferð og tók mikinn þátt í sóknarleiknum. Jón Þorbjörnsson var öruggur í marki Þróttar og bakvörðurinn Ottó Hreinsson var sterkur, en yfir höfuð var flatn- eskjan í liðinu sem yfirborð Dan- merkur. I stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild, KR—Þróttur 0—0 Gul spjöld: Sverrir Herbertsson Áhorfendur: 580 — gg isiandsmðUl 1. delld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.