Morgunblaðið - 22.07.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 1980
33
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Frúarkápur til sölu
Saumaö eflir máli. Frönsk ullar-
efni í kápur og dragtir. Skipti um
fóöur í kápum.
Kápusaumastofan Díana, Miö-
túni 78, sími 18481.
Bólstrun, klæðningar
Klæöum eldri húsg., ákl. eöa
leöur. Framl. hvíldarstóla og
Chesterfieldsett.
Bólstr. Laugarnesvegi 52. Sími
32023.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Ung hjón með
1 barn óska eftir
ibúö á leigu. Fyrirframgreiösla
möguleg. Uppl. í síma 99-3117
eftir kl. 19.
Húsnæói óskast
Fjölbrautaskólakennari (27 ára)
óskar eftir 2ja—3ja herb. ibúö á
leigu sem fyrst. Uppl. í síma
36042 eftir kl. 17.
Ung kona
erlendur diplomat, óskar að taka
á leigu 1—2 herb. íbúö, meö
húsgögnum, frá og meö 1.
september Uppl. í síma 17621/
22.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
_ ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11796 og 19533.
Helgarferöir
25.-27. júlí:
1. Eiríksjökull — Strútur.
2. Þórsmörk.
3. Landmannalaugar — Eldgjá.
4. Hveravellir — Þjófadalir.
5. Álftavatn á Fjallabaksleiö
syöri. Rólegur staöur, fagurt
umhverfl.
Upplýsingar á skrifstofunni, Öldu-
götu 3.
Ferðafélag íslands.
Ferðir um Verzl-
unarmannahelgina;
1. ág. — 4. ág.:
1. Strandir — Ingólfsfjöröur.
Gist í húsi.
2. Lakagígar — Gist í tjöldum.
3. Þórsmörk — Fimmvöröuháls.
Gist í húsl.
4. Landamannalaugar — Eldgjá.
Gist í húsi.
5. Skaftafell — Öræfajökull. Gist
í tjöldum.
6. Álftavatn — Hrafntinnusker
— Hvanngil. Gist í húsi.
7. Veiðfvötn — Jökulheimar.
Gist í húsi.
8. Nýidalur — Arnarfell — Von-
arskarö. Gist í húsi.
9. Hveravellir — Kerlingafjöll —
Hvítárnes.
10. Snæfellsnes — Breiöafjarö-
areyjar.
11. Þórsmörk — laugardag 2.
ágúst, kl. 13.
Athugiö aó panta farmiöa tíman-
lega á skrifstofunni, Öldugötu 3.
/pjfa\ FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
Miðvikudag 23. júlí:
1. kl. 8 Þórsmörk
2. kl. 20 Úlfarsfell (kvöldferð).
Fíladelfía
Herferöin frá tjaldsamkomunum
heldur áfram í Fíladelfíu, Hátúni
2 kl. 20.30. Gestir tala. Betel-
sextettlnn frá Vestmannaeyjum
syngur.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SIMAR 11798 og 19533.
Sumarleyfisferðir
í ágúst:
1. 1.—10. ágúst (9 dagar): Lóns-
öræfi.
2. 6.—17. ágúst (12 dagar)
Askja — Kverkfjöll — Snæfell.
(12 dagar)
3. 6,—10. ágúst: Strandir —
Hólmavík — Ingólfsfjöröur —
Ófeigsfjöröur.
4. 8. —15. ágúst: Borgarfjöröur-
eystri (8 dagar).
5. 8.—17. ágúst: Landmanna-
laugar — Þórsmörk (10 dagar).
6. 15,—20. ágúst: Álftavatn —
Hrafntinnusker — Þórsmörk (6
dagar).
Pantið miöa tímanlega. Allar
upplýsingar á skrifstofunni,
Öldugötu 3.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
26 — 32 manna rúta
óskast til kaups.
Uppl. í símum 98-1100 og 98-1105.
ísfélag Vestmannaeyja h.f.,
Vestmannaeyjum.
íbúð óskast
Til leigu óskast 4ra—5 herb. íbúð eða
raðhús. Árs fyrirframgreiösla er boðin, ásamt
góðri umgengni og reglusemi.
Vinsamlegast hringið í síma 45244.
Skinnskermar
Nýkomnir skinnskermar í loft ásamt alls
konar loft-, borö- og veggljósum. Komið,
skoðið og kaupið meðan úrvalið er nóg.
Lampar og gler hf.,
Suðurgötu 3, sími
21830.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Málfundafélagið
Sleipnir Akureyri
heldur fund á skrifstofu Sjálfstæöisflokksins,
Kaupvangsstræti 4, fimmtudaginn 24. júlí kl.
20.30. Halldór Blöndal alþingismaöur talar
um samningahorfurnar og meðferö ríkis-
stjórnarinnar á kjaramálum.
Stjórnin
Óhagstætt ár í ábyrgðartryggingum bifreiða:
Aðalfundur Hagtryggingar hf.
Hjörtur Torfason hrl.
Formaður félagsins, dr. Ragnar
Rúrí Fannberg, framkvæmdastjóri sýningarinnar og Sig-
urður Halldórsson, fulltrúi borgarverkfræðings. Sigurður
sér um sýninguna fyrir hönd borgarinnar.
Tilraunalist að
Korpúlfsstöðum
Á AÐALFUNDI IlajítryKKÍnKar hf.. sem haldinn var 12.
júlí sl. kom fram að hcildartckjur fclatfsins árið 1979
voru 569.2 millj. kr. ok þar af hofðu iðgjaldatokjur
aukist um 172.2 millj. kr. cða 19.1%
Tap af rekstri nam 6.7 millj. kr. þcgar tckið hafði
vcrið tillit til skatta ok afskrifta.
Fundarstjóri var kjörinn Árni Ingimarsson flutti skýrslu félags-
Guðjónsson hrl. og fundarritari stjórnar fyrir liöið starfsár, en
NÝLISTASAFNIÐ gengst
fyrir umfangsmikilli list-
kynningu að Korpúlfsstöðum
dagana 24. júli til 15. ágúst. Á
sýningunni verða um 200 verk
eftir 44 listamenn, þar af 12
íslendinga. Um er að ræða
samstarf listamanna frá öllum
Norðurlöndunum sem vinna
að tilraunum i myndlist undir
nafninu „Experimental envir-
onment“.
Það er hópnum sameiginlegt
að vinna verk sín í tengslum við
náttúruna. Sýningin á Korp-
úlfsstöðum verður þannig mjög
umfangsmikil, sum lista-
verkanna mörghundruð metra
á lengd, og sýnt verður á landi,
úti á sjó og í loftinu. Verða
merktar gangbrautir um Korp-
úlfsstaðaland og sett upp spjöld
sem vísa á hin ýmsu listaverk.
Héðan fer sýningin til hinna
Norðurlandanna og verður hún
næst sett upp í Sveaborg í
Finnlandi.
Aðstandendur „Experiment-
al enviroment" héldu ráðstefnu
í Kaupmannahöfn á síðasta ári
og var þá ákveðið að gefa út bók
til kynningar á þessari listgrein
og setja upp veglega sýningu.
Var almennt samkomulag um
að sýningin yrði fyrst á íslandi
því hér væri landslagið ósnortið
og myndaði þannig æskilegan
bakgrunn við listaverkin.
Bókin, Experimental envir-
onment 1980, hefur verið gefin
út í 500 eintökum og er 280
síður. Þrjátíu og fjórir lista-
menn hafa lagt til efni í bókina
á eigin tungumáli ásamt enskri
þýðingu. Formála fyrir bókina
skrifaði prófessor Aagaard
Andersen og þar er að finna
grein eftir Grethe Grathwol,
listfræðing.
Starfshópur „Experimental
environment“ hér á landi er
skipaður Rúrí Fannberg, Hen-
rik Prubsbeck, Jörgen Humle
og Lisbeth Hedager, sem
mynda framkvæmdastjórn;
Ólafi Lárussyni, blaðafulltrúa
og Níel Hafstein, formanni
Nýlistasafns.
I tengslum við listasýning-
una að Korpúlfsstöðum verða
fyrirlestrar, kvikmyndasýn-
ingar, gjörningur (performanc-
es) og ráðstefnur.
framkvæmdastjóri, Valdimar J.
Magnússon, skýrði reikninga fé-
lagsins og fjárhagsstöðu.
Aðalfundur samþykkti tillögu
stjórnar um greiðslu 7.5% arðs á
innborgað hlutafé og jöfnunar-
hlutabréf miðað við síðustu ára-
mót úr arðjöfnunarsjóði félagsins
fyrir árið 1979 og verður greiðsla
póstsend hluthöfum.
í fréttabréfi Hagtryggingar hf.
segir m.a. að í skýrslu formanns
sem lögð var fram á fundinum,
hafi komið fram að árið 1979 hafi
verið félaginu óhagstætt, sér-
staklega í ábyrgðartryggingum
bifreiða, en tjón hefðu verið
ákvörðuð á grundvelli spár um
35% verðlagsþróun á ársgrund-
velli sbr. svokölluð „Ólafslög", en
þrátt fyrir lagasetningu um efna-
hagsmál hefði verðlag hækkað
um 55% á ársgrundvelli. Fram-
kvæmdastjóri gerði grein fyrir
rekstrarhorfum á þessu ári með
tilliti til breytinga, sem orðið
hefðu á ábyrgðartryggingum bif-
reiða. Sagði hann m.a. að augljóst
væri að iðgjöid ábyrgðartrygg-
inga væru óraunhæf með tilliti til
verðlagsþróunar það sem af væri
þessu ári og væri fyrirséð að
stefna ríkisstjórnarinnar í verð-
lagsmálum væri ekki í samhengi
við raunveruleikann. Því væri
fyrirsjáanlegt tap á rekstri
ábyrgðartrygging á þessu ári. Að
lokum sagði framkvæmdastjóri
að verðákvarðanir vátryggingafé-
laga væru í höndum ríkisstjórn-
arinnar, á grundvelli verðstöðv-
unarlaga frá 1970. Sagði hann að
reynslan sýndi að verðstöðv-
unarlögin sem hagstjórnartæki
hefðu fyrir löngu gengið sér til
húðar.
Á fundinum var endurkjörið í
aðalstjórn, en hana skipa:
Dr. Ragnar Ingimarsson, for-
maður, Árinbjörn Kolbeinsson,
varaformaður, Sveinn Torfi
Sveinsson, ritari. Jón Hákon
Magnússon og Þorvaldur
Tryggvason nieðstjórnendur. Auk
þess var Haukur Pétursson, verk-
fræðingur kjörinn sem sérstakur
fulltrúi neytenda, samkvæmt til-
nefningu Félags íslenzkra bif-
reiðaeigenda. Varastjórn skipa
eftirtaldir menn: Geir U. Fenger,
verzlunarstjóri, Sveinbjörg Guð-
mundsdóttir, húsfrú og Valdiniar
J. Magnússon, framkvænida-
stjóri. Endurskoðendur voru
kjörnir Hilmar Norðfjörð og
Adolf E. J. Peterson. Til vara
Garðar Sigurðsson.
Hluthafar Hagtryggingar eru
969 talsins og hlutafé 90 millj.
króna. Brunabótamat fasteigna
félagsins er 426.5 milij. kr. Eigið
fé félagsins er 405.3 milljónir og
tryggingasjóðir 446.9 milljónir.
Félagið hefur með höndum flest
allar tegundir trygginga.