Morgunblaðið - 22.07.1980, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
Elio Amorim var ekki á prógramminu, sem
verzlunarfulltrúi Portúgala í Osló og frum-
kvöðull að för minni til Portúgals Joao de
Sousa Machado, hafði útbúið. Það var
tilviljun að leiðir okkar Elios lágu saman.
Eitt kvöldið í Oporto var ég að leggja drög að því að
taka stefnu á hótelið mitt, eftir að hafa snætt
dægilegan kvöldverð með kollegum mínum við helztu
blöðin í Oporto. Við höfðum borðað á stað, sem heitir
Limosine og klukkan var farin að halla í háttatíma. Þá
svipti sér á staðinn hávaxinn hvíthærður og skeggjaður
öldungur og varð mér starsýnt á hann. Það var Elio
Amorim. í Oporto þekkja hann allir. Hann rekur
textilfyrirtæki og hann hefur sérstaka púrtvínsverk-
smiðju, sem merkir honum göfugt vín. En umfram allt:
hann safnar Rolls Royce-um og á þá sex og svo einn
Bentley.
Manuel Dias, starfsbróðir minn hjá „0 Primeiro de
Janeiro" sagði mér nokkur deili á manninum og býðst
til að reyna að fáleyfi hans til að ég fái að sjá bílana
hans. Elio tekur því ljúfmannlega, en hann er afar
upptekinn maður, það verður að bíða í nokkra daga og
helzt ekki fyrr en síðla kvölds, hann hefur í mörg horn
að líta, segir hann.
Á þjóðhátíðardaginn kemur Manuel og sækir mig um
það bil sem venjulegt fólk hugsar sér að ganga til náða.
Manuel segir á leiðinni þangað sem Elio geymir gripi
sína, að það kunni svo að fara að Elio komi ekki sjálfur.
Hann gæti hafa gleymt þessu, ef hann hefði til dæmis
hitt einhverja mjög sæta píu. Og auk þess er hann nú
kominn á áttræðisaldurinn.
En við erum ekki nema rétt komin á staðinn, þegar
hann er einnig kominn á vettvang.
Þetta eru glansandi farkostir og allir eru þeir í
ökufæri ástandi og Elio segist stöðugt vera að taka þátt
í röllum. Viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í þessum
röllum. bikarar, lúðrar, eldgömul dekk og hvaðeina upp
um alla veggi. í þessum mánuði fer hann til Ítalíu að
taka þátt í kappakstri þar, samtals hefur hann tekið
þátt í 300 keppnum. Hann keyrir alltaf sjálfur en hefur
með sér aðstoðarmann, eins og vera ber.
Elzti bílinn er Silfurvofan frá 1914. Og Elío þykir
einna vænst um hann. Einn þessara bíla átti Farouk
sem var eitt sinn kóngur í Egyptalandi. Þegar fór að
halla undan fæti hjá Farouk, varð hann að selja; Elio
keypti gripinn, flutti hann til Portúgals og lét færa
hann til sinnar upprunalegu gjörðar.
— Ég byrjaði hægt, blessuð vertu, segir hann
hægverskiega og býður upp á púrtvín og sætar kökur. —
En ég hef alltaf verið veikur fyrir Rolls Roycum. Þegar
ég var ungur maður og allt var utan seilingar, sem
eitthvað kostaði, hugsaði ég með mér, að kæmist ég í
efni, skyldi ég láta eftir mér að uppfylla þær óskir
mínar að eignast Rolls Royce. Svo hefur þetta hlaðið
svona utan á sig smátt og smátt. Ég hef haldið uppi
spurnum hér og hvar um gamla og merkilega bíla og get
ekki neitað því, að mér er sérstök nautn að eiga þá og
keyra þá. Stundum bregð ég mér í ökuferð á einhverjum
þeirra, til Lissabon, stundum yfir til Spánar. En
yfirleitt geymi ég þá hér, nema þegar ég þarf að taka
þátt í keppni.
Hann er í röndóttum fötum, angar af kölnarvatni,
hann hefur kvikar hreyfingar og ung augu. Hann segist
ekki hleypa hverjum sem er þarna inn til að skoða,
honum er annt um bílana sína, enda hefur hann mann í
fullu starfi við að pússa þá og fylgjast með þeim.
Hann baðar út öllum öngum, þegar ég spyr hann hvað
hann haldi að þessir bílar séu mikils virði í peningum.
Það eru einhverjar tölur, sem hann vill ekki nefna og
veit kannski ekki. En nefna mætti Silfurvofuna. Hann
keypti hann í Englandi og hafði þrefað um málið lengi.
Hann keypti á sem svaraði 8 milljónir. Nú mun bíllinn
metinn á um 50 milljónir íslenzkar, ef ekki meira.
Þegar Anna Bretaprinsessa og maður hennar komu í
heimsókn til Portúgals fyrir fáeinum árum, þótti
enginn bíll þar í landi við hæfi hávelborinheitanna,
nema einn af Rolls Roycum Elios. Hann dróst á að
(
Sextugur:
Pálmi Eyjólfsson
! sýslufulltriu Hvolsvelli
I Á þessum heiðursdegi míns
i gamla góða vinar og félaga vil ég
| minnast hans nokkrum orðum.
Pálmi er fæddur í Reykjavík 22.
júlí 1920. Foreldrar hans voru
Eyjólfur Gíslason innheimtumað-
ur, og kona hans Guðríður Magn-
úsdóttir. Bæði voru þau af traust-
um bændaættum, Eyjólfur úr
Árnesþingi en Guðríður Borgar-
firði syðra. Fyrstu ár sín ólst
Pálmi upp í foreldrahúsum í hópi
margra systkina. En skjótt brá sól
sumri er móðir þeirra féll frá
langt um aldur fram. 7 ára gamall
eignaðist Pálmi sitt annað heimili
að Neðra Dal undir Eyjafjöllum
hjá ágætu fólki og bjó þar við
bezta atlæti. Hefur Pálmi jafnan
rómað þá umönnun, sem hann
naut á viðkvæmu æviskeiði. Vann
hann að sjálfsögðu að öllum
venjulegum sveitastörfum, svo
sem aldri hæfði. í orði og verki
hefur hann sýnt fósturfólki sínu
tryggð og þakklátan hug.
Um 17 ára aldur hóf Pálmi nám
í Laugarvatnsskóla og lauk þaðan
prófi tveim árum síðar. Eigi þarf
getum að því að leiða, að námið og
vistin þar við holl uppeldisáhrif
viðurkenndra skólamanna hafi
orðið honum drjúgt veganesti á
langri braut margvíslegra og
vandasamra starfa.
Um tíma stundaði Plmi sjó-
mennsku og jók sú vinna honum
afl og áræði til átaka. Síðar fékkst
hann við verzlunarstörf hjá Kaup-
félagi Hallgeirseyjar (nú Kf.
Rangæinga), sem þá nokkrum
árum fyrr hafði skipt um aðsetur
og flutzt upp að Stórólfshvoli (nú
Hvolsvöllur). Mun það starf hafa
átt talsvert vel við hann og líklega
hefði hann orðið nokkuð slyngur
og vinsæll í þeirri grein en atvikin
sveigðu leið hans til annarrar
áttar.
Á árinu 1946 hafði sýslumaður
Rangæinga fengið leyfi til þess að
ráða fastan aðstoðarrnann við
embættið. Svo giftusamlega tókst
til, að einmitt Pálmi réðist til
starfans og honum gegnir hann
enn í dag. Hélzt samstarf okkar
síðan brotalaust í full 30 ár eða
þar til ég lét af embætti í árslok
1977.
Verður lítils eins getið frá
samstarfi okkar annars en örfárra
atriða, sem mér koma í hug um
leið og greinarkorn þetta er hrip-
að. Má með nokkrum sanni segja,
að starfssaga Pálma sem sýslu-
fulltrúa tengist að vissu leyti
nokkrum þáttum héraðssögu
Rangæinga á nefndu tímabili
þróttmikilla athafna sýslubúa og
framfara á flestum sviðum. Eins
þáttar skal hér minnzt. Á upp-
hafsárum byggðar í Hvolsvelli tók
Pálmi sér þar bólfestu, varð einn
landnámsmanna þar ef svo má
segja. Allar götur síðan hefur
hann átt ásamt öðrum sinn þátt,
beint og óbeint, í vexti og viðgangi
þorpsins. T.d. hafði hann mörg
fyrstu árin á hendi framkvæmdir
um úthlutun lóða og greiddi fyrir
hinum nýkomnu fyrstu sporin.
Pálmi var í flokki þeirra, sem
hvöttu unga og aldna, sem annars
hugðu á brottför úr héraði ein-
hverra orsaka vegna, að hasla sér
fremur völl í nýbyggðinni í Hvols-
velli. Þeir frumherjarnir sáu
glöggt, að í byggðarkjarna innan
héraðs væri fólgin framtíðar þjón-
ustumiðstöð til hagsbóta og nauð-
synlegrar fyrirgreiðslu, bændum
og búaliði. Hefur þetta vissulega
reynzt rétt ályktað svo sem dæmin
sanna. Svo vel hefur til tekizt, að
Hvolsvöllur er í dag gróskumikill
umsvifastaður, Rangæingum til
sóma og nytsemdar á marga lund.
Snemma náði Pálmi fullum tök-
um á flestum málum, sem til
afgreiðslu komu á sýsluskrifstof-
unni að undanskildum dómsmál-
um, sem hann kynnti sér þó
nokkuð. Meðan við vorum aðeins
tveir einir í starfi kom æði oft í
hans hlut að sinna margvíslegustu
erindum sýslubúa er sneru að
embættinu. Fór honum slíkt vel úr
hendi og jafnan fengust málalok,
sem efni stóðu til. Auk þessa var
ósjaldan leitað til Pálma um
persónuleg vandamál, reyndist
hann þar bæði hjálpfús og ráð-
hollur.
Málefni sýslunnar voru þá og
sjálfsagt enn fyrirferðarmikill
málaflokkur. Þar að vann hann af
elju og árvekni. Oddvitum sýsl-
unnar og hreppstjórum var hann
innan handar um leiðbeiningar og
nauðsynlega fyrirgreiðslu, þegar
viðkvæm eða meiri háttar mál í
stjórnsýslu var um að ræða og
kröfðust úrlausnar. Að því er við
kom ríkinu, m.a. innheimtu opin-
berra gjalda og málefnum á veg-
um ýmissa stofnana þess, gætti
Pálmi ýtrustu samvizkusemi í
hvívetna.
í rauninni var það fátt eitt, sem
einhver veigur var í og horfði til
framkvæmda eða einhverskonar
aðgerða, að eigi kæmi til kasta
sýsluskrifstofunnar í einhverri
mynd.
Lengi fram eftir árum þurfti
Plmi að taka á móti klögumálum,
sem bárust auðvitað af og til, ekki
ætíð af merku efni svo séð yrði, en
þeim mun mikilsverðara að áliti
þeirra, sem deildu. Kom snemma í
ljós hve laginn sáttamaður Pálmi
er. Þeir, sem áður deildu hart, fóru
af fundi hans hinir glöðustu í
bragði svo sem ekkert hefði í
skorizt. Við slík málalok varð
kostnaður enginn en hefði álitleg-
ur orðið ef lengra hefði ágreining-
ur haldið.
Þar sem Pálmi var hittu menn
fyrir einstakan mannkostamann,
velviljaðan og viðræðuléttan,
glaðbeittan og gamansaman, ef
því var að skipta. Hjá því fór ekki
að hann nyti velvildar sýslubúa og
vinsælda, sem oft var mikils virði,
þegar mál erfið viðfangs voru til
meðferðar.