Morgunblaðið - 22.07.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
39
Morgunblaðið hefur fengið leyfi íslenzku andófs-
nefndarinnar og Almenna bókafélagsins til þess að
birta nokkra kafla úr bók þeirri, sem gefin var út 4. júlí
sl„ um frelsisjbaráttu andófsmannanna í Ráðstjórnar-
ríkjunum. í þessa bók rita þeir Andrei Sakharof,
Alexander Solsénitsyn og Vladimír Búkofskí, og eru
kaflarnir, sem birtir eru í dag, eftir þá Solsénitsyn og
Búkofskí, þeir eru um efni, sem hlýtur að þykja mjög
forvitnilegt á Vesturlöndum, baráttu verkamanna í
Ráðstjórnarríkjunum fyrir þeim mannréttindum, sem
talin eru sjálfsögð á Vesturlöndum. íslenzka andófs-
nefndin skoraði á íslenzku verkalýðshreyfinguna á
blaðamannafundi þeim sem haldinn var í tilefni
útkomu bókarinnar, að styðja þessa verkalýðsbaráttu.
Alexander
Solsénitsyn:
Kjör verkamanna
í Ráöstjórnar-
ríkjunum
„Öreigar allra landa, samein-
ist!“ Hver hefur ekki heyrt þessi
vígorð, sem hafa hljómað um
heiminn í 125 ár? Þau má finna í
hverjum og einum áróðursbækl-
ingi ráðstjórnarinnar og í hverju
og einu tölublaði Pravda. En
leiðtogar rússnesku byltingarinn-
ar hafa aldrei notað þessi orð í
einlægni og í réttri merkingu.
Okkur hættir til að gleyma frum-
lyginni, sem er ekki að finna í
laufi trésins, heldur rót þess, því
að hverri lyginni af annarri hefur
skotið upp í marga, marga ára-
tugi. Það er næstum því ekki unnt
að muna og trúa ... Ég endur-
prentaði til dæmis fyrir skömmu
bækling frá 1918. í honum var
nákvæm lýsing á fundi allra
fulltrúa verkamannanna í Péturs-
garði (Petrograd), en sú borg er
nefnd „vagga byltingarinnar" í
landi okkar. Ég endurtek, að þetta
var í marz 1918, einungis fjórum
mánuðum eftir októberbylting-
una, en allir fulltrúarnir deildu þó
á sameignarsinnana, sem höfðu
blekkt þá með öllum sínum loforð-
um. Og sameignarsinnarnir höfðu
ekki einungis flúið frá Pétursgarði
til Msokvu og látið íbúum borgar-
innar eftir að glíma við kuldann
og skortinn, heldur einnig skipað
hermönnum sínum að skjóta á
verkamannahópana, sem höfðu
safnazt saman fyrir framan verk-
smiðjuhúsin og krafizt kosninga
óháðra verkamannaráða. Ég
minni enn á, að þetta var í marz
1918. Og fáir sem engir muna nú
aðra og svipaða viðburði: þegar
verkföllin í Pétursgarði voru barin
niður 1921, þegar verkamenn í
Kolpino voru skotnir 1918 ...
í upphafi byltingarinnar voru
allir leiðtogar hennar — allir
mennirnir í miðstjórn Sameignar-
flokksins — útlægir menntamenn,
sem komu til að bylta, þegar átök
hófust í Rússaveldi. En einn bylt-
ingarmaðurinn var þó raunveru-
legur verkamaður, dugnaðarmað-
urinn Alexander Sljapníkof. Hver
þekkir nú þetta nafn? Og þó var
það hann, sem var hinn raunveru-
legi fulltrúi verkalýðsins innan
Sameignarflokksins. Sljapníkof
hafði á árunum fyrir byltinguna
stjórnað öllum Sameignarflokkn-
um í Rússaveldi — en ekki Lenín,
sem þá var útlægur. Og hann var
foringi andófsmannahópsins, sem
sakaði 1921 leiðtoga Sameignar-
flokksins um að svíkja verka-
mennina, berja niður og kúga
öreigana og að úrkynjast í skrif-
finna. Sljapníkof hætti að sjást
opinberlega. Hann var síðar fang-
elsaður, og með því að hann hélt
fast við sitt, var hann skotinn í
fangelsinu. Nafn hans er senni-
lega óþekkt í þessum sal. En ég
minni ykkur á það, að Sljapníkof
var fyrir byltinguna leitogi Sam-
eignarflokks Rússaveldis, en ekki
Lenín.
Verkalýðsstéttin hefur aldrei
haft mátt til þess að berjast fyrir
kröfum sínum eftir þetta, og
munurinn á henni og verkalýðs-
stétt Vesturlanda er sá að, að hún
fær einungis skammtað úr hnefa.
Hún getur ekki varið einföldustu
og hversdagslegustu hagsmuni
sína, og sérhvert smáverkfall til
launahækkunar eða bætts aðbún-
aðar er talið til gagnbyltingar. Og
með því að ráðstjórnarskipulagið
er harðlokað, hafið þið sennilega
ekki heyrt um verkföllin í fata-
verksmiðjunum í ívanovo 1930 eða
um átökin í Murom og Alexan-
drovo 1961 eða um verkamanna-
uppreisnina miklu í Novot-
serkassk 1962 — en það var á
valdatíma Krústjofs eftir „þíð-
una,“ sem svo er nefnd. Ég segi
sögu þeirrar uppreisnar í 3. bindi
Gúlageyjaklasans. Ég segi frá því,
þegar verkamenn fóru í friðsam-
lega mótmælagöngu til skrifstofu
Sameignarflokksins í Novot-
serkassk, héldu á myndum af
Lenín og báðu um bættan aðbún-
að. Á þá var skotið með vélbyssum
og þeim dreift með skriðdrekum.
Fjöiskyldur hinna föllnu og særðu
fengu jafnvel ekki að nálgast þá.
Þeir voru allir fjarlægðir leyni-
lega af valdsmönnunum.
Ég þarf ekki að segja þeim, sem
eru hér, að í landi okkar hefur
ekki verið til neitt eftir bylting-
una, sem heitið geti „frjálst verka-
lýðsfélag". Leiðtogar brezku
verkalýðssamtakanna hafa leikið
þann smánarlega leik að heim-
sækja svonefnd verkalýðssamtök í
Ráðstjórnarríkjunum og boðið
þeim til sín. En bandarísku verka-
lýðssamtökin hafa aldrei látið
blekkjast. Þau hafa aldrei leyft
sér að loka augunum fyrir veru-
leikanum, aldrei rugiazt á frelsi og
ánauð. Ég þakka ykkur í dag fyrir
það í nafni allra kúgaðra manna i
landi okkar! Bandarísku verka-
lýðssamtökin birtu 1947 landabréf
af Ráðstjórnarríkjunum, þar sem
nauðungarvinnubúðir okkar voru
merktar inn, á sama tíma og
„upplýstir" spámenn og spekingar
KKOwf ■ lifpVIOT VTTW
SAKHAROF BUKOFSXl OG
SOLSÉMTKYN
Alexander Solsénitsyn
þakkar bandarisku verka-
lýðssamtökunum tyrir það,
að þau hati aldrei látið
biekkjast at fagurgaia
Kremiverja.
á Vesturlöndum — sem höfðu
gleymt gildi frelsisins — sóru, að
engar nauðungarvinnubúðir væru
í Ráðstjórnarríkjunum. Ég þakka
bandarísku verkalýðssamtökunum
fyrir það í nafni allra þeirra, sem
voru þá fangar í þeim.
Vladimír Búkofskí:
Verkalýðssamtökin
Á síðustu árum hefur orðið til
ný hreyfing í landi okkar: Verka-
menn reyna að skipuieggja frjáls
verkalýðsfélög. í landinu starfa að
vísu opinber verkalýðsfélög, en
þessi ríkisreknu verkalýðsfélög
bera það aldrei við að verja
réttindi verkamannanna, eins og
baráttumennirnir fyrir frjálsum
verkalýðsfélögum benda á. Megin-
markmið þeirra er að hvetja til
aukinna afkasta og halda vinnu-
aga. Þau eru umfram hluti ríkis-
og flokkskerfisins. Það kann að
þykja kaldhæðnislegt, að í ríki,
sem kennt er við verkalýðinn, búa
verkamenn við verstu kjörin. Þeir
hafa minni rétt en aðrir. Þeir
verða að fá leyfi til þess að skipta
um starf. Þeir mega ekki skipta
oftar en tvisvar á ári um starf,
ella eru þeir sendir í fangelsi. Þeir
mega ekki feila niður störf, og
verkföll eru talin glæpsamleg og
refsað fyrir þau með allt að
þriggja ára fangelsi. Atvinnuleysi
er til í landinu, en ríkið skráir
enga atvinnulausa, og menn eru
taldir ónytjungar, ef þeir útvega
sér ekki starf innan mánaðar.
Engar atvinnuleysisbætur eru
heldur greiddar. Því er það, að
verkamenn halda, þegar þeir
heyra um öll verkföllin í vestri, að
verkamennirnir séu að deyja úr
hungri, því að menn grípa ekki til
verkfalla í Ráðstjórnarríkjunum
nema allt annað sé þrotið. Verk-
íslenzka andótsnefndin,
sem gefur út þessa bók, var
stofnuð i tilefni handtöku
Andreis Sakharofs í janúar
sl.
föll koma reyndar fyrir í landi
okkar, til dæmis þegar ekkert fæði
er að fá í verzlunum eða eitthvað
annað alvarlegt gerist. Til dæmis
gerðist það 1962, þegar matvæla-
verðið tvöfaldaðist og launin voru
helminguð, að verkamenn í mörg-
um verksmiðjum í suðurhluta
Ráðstjórnarríkjanna felldu niður
vinnu. Ég skal segja ykkur, hvað
gerðist í litlum bæ í suðurhluta
Rússlands, Nóvótserkassk. Verka-
mennirnir felldu niður vinnu og
ákváðu að bera fram mótmæli sín
við yfirmenn flokksins á staðnum.
Þeir gengu að húsi flokksins með
konur sínar og börn í einni
friðsamlegri fylkingu. Tekið var á
móti þeim með skothríð úr vél-
byssum, og fjöldi þeirra féll.
Seinna voru fjórir verkamann-
anna dregnir fyrir rétt, sakaðir
um að spilla friðnum og dæmdir
til dauða.
Með því að verkamenn eru verst
settir ailra, hafa þeir verið lengur
að skipuleggja baráttu sina en
aðrir. Þeir eru að hefja hana'
síðustu árin. Þeir reyndu 1977 í
fyrsta skipti að stofna óháð verka-
lýðsfélög til að verja réttindi
félagsmanna. Fjórir tugir manna
söfnuðust saman í Moskvu og
lýstu yfir stofnun félags. Þetta var
ekki verkalýðsfélag í strangasta
skilningi, því að í hópnum voru
menn úr öllum starfsgreinum og
landshlutum í Ráðstjórnarríkjun-
um. Flestir þeirra höfðu verið
beittir ranglæti og reynt að rétta
hlut sinn í mörg ár, en ekki tekizt.
Þeir höfðu kynnzt í biðherbergj-
um, á göngum dómshúsa, í skrif-
stofu ákærandans eða á öðrum
opinberum stöðum, skipzt á sögum
um bitra reynslu hvers annars og
skilið, að þeir fengju ekki rétt
sinn, fyrr en þeir stigju fram á
opinberan vettvang. Því var það,
að þeir söfnuðust saman fyrir
tveimur árum í íbúð eins þeirra í
Moskvu og héldu fund með útlend-
um blaðamönnum, fengu þeim
Vladimír Búkofski segir.
að það geti orðið mjög
hættulegt fyrir valdsmenn-
ina í Kreml, að verkamenn
séu að skipuleggja bar-
áttu fyrir rétti sínum.
Hann segir, að verkamenn
búi við verstu kjörin í þessu
riki, sem kenni sig þó við
verkalýðinn.
skjöl og sögðu þeim frá vanda
sínum og lýstu yfir stofnun verka-
lýðsfélags. Þetta spurðist, og 200
verkamenn gengu fljótlega í lið
með þeim. Valdsmennirnir skildu
þegar, að þetta væri hættulegt, og
11 þeirra voru fangelsaðir og
sendir á vitfirringahæli, en aðrir í
útlegð eða settir í tímabundið
varðhald. Sumir þeirra eru enn
vistaðir á vitfirringahælum. For-
ingi þeirra, Hlébanof, er enn á
vitfirringahæli í Dnépropetrofsk.
En þetta hélt ekki aftur af verka-
mönnum, og innan fárra mánaða
höfðu nýir hópar orðið til, sem
náðu sambandi við útlenda
fréttamenn, héldu blaðamanna-
fundi og söfnuðu upplýsingum.
Ég held, að þetta sé ein
merkasta breytingin, sem hefur
orðið, og hún getur orðið hættu-
legust fyrir stjórnarherrana. Meg-
inástæðan til þess, að verkamenn-
irnir hafa ekki náð meiri árangri
en raun ber vitni, er sú, að
verkalýðsfélög með frjálsum þjóð-
um hafa ekki liðsinnt þeim. Éinu
verkalýðssamtökin, sem hafa lið-
sinnt þeim og að minnsta kosti
lýst því yfir opinberlega, eru
bandarísku verkalýðssamtökin
A.F.L. — C.I.O. Önnur verkalýðs-
samtök hafa annaðhvort þagað
eða sagt það, sem er verra en
þögnin. Við höfum til dæmis reynt
að fá félag kolanámumanna í
Bretlandi, sem er mjög voldugt, til
að liðsinna Hlébanof, sem er
kolanámumaður. Þetta brezka
verkalýðsfélag spurðist fyrir um
málið hjá valdsmönnum í Ráð-
stjórnarríkjunum og fengu það
svar, að Hlébanof hefði orðið fyrir
slysi í námu, fengið höfuðhögg og
væri siðan ekki með öllum mjalla,
enda nýlega sýnt „óheilbrigðan
áhuga á verkalýðsstarfi“. Brezka
félagið lét sér þetta vel iíka, þótt
undarlegt megi virðast, og sagði
frá því opinberlega. Að sjálfsögðu
telja verkamenn okkar sig varn-
arlausa, ef þessi er afstaðan.
VERKALÝÐSBARÁTTANí
RÁÐST JÓRNARRÍK JUNUNI
Kaflar úr nýútkominni bók um frelsisbaráttu andófsmannanna