Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
vl»
MOBödKf--
IíAFPíNO
Q))
(0
Jæja dronKur minn, þá er bezt að fara é fætur.
C3
Blessaður vertu ekki að þessu
Nói — drifðu þÍK heldur um
borð.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Spilið í da« kom fyrir í sveita-
keppni. Á báðum borðum urðu
sajfnir ok fyrsta útspil þær somu.
En spilið vannst bara á öðru
borðinu ok á skemmtileKa lukku-
leKan hátt.
Austur Kaf.
Norður
S. 6
H. KD973
T. AD6
L. 9643
Vestur
S. D74
H.10864
T. G105
L. G82
Austur
S. Á
H. G52
T. K98732
L. KD10
COSPER
Þú ert strax miklu skárri svona!
Um umferðarslys
Kæri Velvakandi.
Nú á að fara að gera brú yfir
Elliðaár við Árbæjarstífluna, sem
er okkur Árbæingum mikið fagn-
aðarefni. Mannvirki þetta verður
mikið og glæsilegt og verður
afkomendum okkar vitnisburður
um stórhug þeirra sem nú lifa. Að
vísu myndu tveir til þrír strætis-
vagnar sennilega gera sama gagn,
en sú lausn á samgönguvanda
milli Breiðholts og Árbæjar væri
fráleit. Gallinn er sá að aðalum-
ferðaræðar í grenndinni anna ekki
auknu álagi og verður því að grípa
til þess ráðs að veita umferðar-
þunganum upp Rofabæ til þess að
afstýra fullkomnu öngþveiti á
Bæjarhálsi. Nú má búast við að
umferðin verði mest á morgnana
milli klukkan 7—8.30, eða á þeim
tíma sem börnin eru á leið í
skólann. Þetta verður að teljast
enn eitt hagræðið af brúnni, þar
sem umferðarslys hafa ekki orðið í
Árbænum frá því að hann byggð-
ist fyrir 13 árum. Þar er því um að
ræða vannýttan umferðarslysa-
kvóta, og verður að teljast viturleg
ráðstöfun að dreifa slysahættu
réttlátlega og hlífa engum. Að
lokum kærar þakkir til borgaryf-
irvalda fyrir frumkvæðið.
HB
• Útimarkað á
laugardögum
Það var alveg sérstakt and-
rúmsloft í bænum s.l. föstudag.
Það var ekki eingöngu sólin sem
átti hlut að máli, heldur einnig
allt sem var að gerast í bænum.
Væri ekki möguleiki á því að hafa
útimarkað í miðbænum á laugar-
dögum, þegar allir eiga frí í
vinnunni. Þá gætu verzlunar-
menn, sem vildu koma með vörur
sínar á torgið, og fólk, rölt í
bæinn, keypt, skoðað og rabbað.
Það væri ekki svo vitlaust að
Suður
S. KG1098532
H. Á
T. 4
L. Á75
Allir voru utan hættu og austur
opnaði á 1 tígli. Suður stökk þá í 4
spaða og varð það lokasögnin.
Útspil tígulgosi.
Við annað borðið tók spilarinn á
tígulás og spilaði trompi. Hann
vonaðist til, að austur ætti ásinn,
eðlilega, og að trompin skiptust
2—2. En svo reyndist ekki vera og
spilið tapaðist því innkomu van-
taði á blindan til að láta smálauf-
in tvö í hjartahjón.
En við hitt borðið kom sagnhafi
strax auga á þessa hættu. Og þó
varasamt væri reyndi hann brellu
og lét sex frá blindum í tígulgos-
ann. Austur kallaði með háu
smáspili og í svefni spilaði vestur
aftur tígli. Þá var tími til kominn
að taka á ásinn og af eigin hendi
lét sagnhafi í hann hjartaásinn.
Þungur slagur það. En eftir þetta
var auðvelt að láta smáspilin í
laufi í hjartakóng og drottningu
og spila þá ioks trompi. Þannig
var enginn slagur gefinn á lauf og
spilið unnið.
Auðvitað gat vestur hnekkt spil-
inu með því að skipta í lauf eftir
fyrsta slaginn. En greyið vissi um
tígulkónginn hjá makker sínum.
Og að auki er afskaplega auðvelt
að vera vitur eftir að skaðinn er
skeður.
Akureyri undir
smásjánni
(Ljósm. II.IIjc.)
Náttúrugripasafnið á Akur-
eyri vinnur nú að könnun á
náttúrufari í lögsagnarumdæmi
Akureyrar. í því felst m.a. könn-
un á landslagi, jarðsöguminjum,
gróðri og dýralífi (fuglalífi) á
þessu svæði. Gamlar búsetu-
minjar (rústir o.fl.) eru einnig
athugaðar og skráðar og reynt
að staðfæra örnefni sem til eru.
Ennfremur er hugað að núver-
andi landnýtingu, jarðraski ým-
iss konar og almennri umgengni.
Landslag á Akureyri er ótrú-
lega fjölbreytt og þar með einnig
gróður og dýralíf. Til dæmis
finnast þar flest jarðsöguleg
fyrirbæri (jarðmyndanir) og
flestar bergtegundir landsins
koma þar fyrir. Fuglalíf er
framúrskarandi auðugt og gróð-
urinn víða mjög ríkulegur, eink-
um í Glerárgili, og fjöldi jurta-
tegunda furðu mikill. Það er
vandi að byggja upp borg í slíku
umhverfi, og mikið í húfi ef illa
tekst til. Því er ekki að neita, að
töluverðar skemmdir hafa verið
unnar á náttúrufari Akureyrar-
lands á síðustu áratugum. Nægir
þar að minna á Glerárgilið og
næsta umhverfi þess, en gilið
hefur um áratuga skeið verið
notað sem allsherjar-ruslakista
og hver einast malarhóll í
grennd jæss hefur nú verið
jafnaður við jörðu.
Ýmsar af þessum breytingum
hefði trúlega mátt forðast ef
næg vitneskja hefði verið fyrir
hendi og skipulagið samræmt
hinum ýmsu þáttum náttúru og
mannlífs. Það er megintilgangur
núverandi könnunar að koma í
veg fyrir „slys“ af þessu tagi og
skapa grundvöll fyrir fjölþætta
og skynsamlega nýtingu lands-
ins í framtíðinni, með því m.a.,
að skrásetja náttúruminjar og
söguminjar sem nauðsynlegt er
að vernda fyrir öllu raski og
aðrar sem þarf að hafa auga
með, benda á svæði sem henta til
útivistar fyrir almenning, til
tómstundabúskapar o.s.frv. og
vísa á hentugar gönguleiðir um
nágrenni bæjarins.
I tengslum við könnunina hef-
Úr Glerárgili.
ur verið tekið allmikið af ljós-
myndum og er ætlunin að efna
til sýningar á þeim seinna í
sumar eða í haust. Einnig er
fyrirhugað að koma á stuttum
ferðum til skoðunar á umhverfi'
bæjarins og verða þær væntan-
lega um helgar í ágústmánuði.
Það er sannast mála, að flestir
Akureyringar eru furðu lítið
kunnugir næsta umhverfi bæj-
arins og leita oft langt yfir
skammt þegar þeir vilja komast
út í náttúruna. Af þessari van-
þekkingu leiðir svo afskiptaleysi,
eins og dæmin sanna, því enginn
kann að meta það að verðleikum,
sem hann þekkir ekki. (Undan-
tekning frá þessu er útivistar-
svæðið í Kjarna, sem hefur verið
kynnt allvel á síðustu árum).
Aðalfundur SUNN verður
haldinn á Akureyri, dagana
23.-24. ágúst, og verður hann
sérstaklega tileinkaður um-
hverfismálum bæjarins. Þá er
fyrirhugað að halda fund um
sjávarmengun í innanverðum
Eyjafirði í september í haust, en
rannsóknir þar að lútandi hafa
verið í gangi síðan árið 1971.
(Fréttatilkynning frá
Náttúrugripasafninu.