Morgunblaðið - 22.07.1980, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
45
/•*..
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL. 10— 11
, FRÁ MÁNUDEGI
hljómsveitir kæmu og spiluðu á
meðan og ljóðahöfundar kæmu
t.d. og læsu úr bókum sínum.
Þetta yrði áreiðanlega vinsælt hjá
mörgum, þ.e.a.s. svo fremi sem
sólin skini.
R.G.
• Útigrillið til
fyrirmyndar
M.í. skrifar. Mig langar að
koma á framfæri þakklæti mínu
til þeirra sem sjá um Valhöll á
Þingvöllum þetta sumarið. Ég fór
þangað um síðustu helgi og
snæddi í garðinum. Þar er búið að
koma upp útigrilli og aðstaða og
umhverfið alveg til fyrirmyndar.
Þetta er hægt að kalla spor í rétta
átt. Það eina sem hægt væri
kannski að fetta fingur út í, er
hvað þjónarnir eru allt of fáir.
Öðru langar mig að vekja at-
hygli á, en það er vegurinn yfir
Lyngdalsheiðina. Hann er illur
ýfirferðar, og skrítið að svona
fjölfarin leið skuli ekki betur
lagfærð.
• Tívolí minnkar
kynslóðabilið
Kæri Velvakandi.
Er ekki hægt að fá að hafa
Tívolíið sem kemur á heimilissýn-
inguna í ágúst áfram? Ég er alveg
viss um að þetta myndi minnka
kynslóðabilið, því bæði ungir og
aldnir hefðu gaman af þessu. Ég
var tíður gestur í Tívolíinu á
meðan það var í Vatnsmýrinni, og
ég held að allir hafi harmað þegar
það hætti. Þetta þyrfti ekkert að
vera svo dýrt fyrirtæki, en myndi
skemmta öllum aldurshópum.
Gömul kona
Þessir hringdu . . .
• 111 nauðsyn að
eitthvað sé gert
• Nýja vikt í Sund-
höll Reykja víkur
Kona hringdi. Hún sagðist
vera búin að stunda Sundhöll
Reykjavíkur í mörg ár og viktin,
sem væri í kvennadeildinni, hefði
verið í ólagi í háa herrans tíð. Það
væru margar konur sem væru í
megrun og vildu vikta sig þegar
þær færu í sund, en viktin væri
alltaf biluð. Hún vildi beina þeim
fyrirspurnum til forráðamanna
Sundlaugarinnar hvort ekki væri
möguleiki á að fá nýja vikt.
• Næturflugið til
Kaupmanna-
hafnar
Inga hringdi. Okkur hjónin
langar að fara til Kaupmanna-
hafnar í ágúst. Hvernig stendur á
því að Flugleiðir bæta ekki við
ferðum til Kaupmannahafnar, þar
sem löngu er uppselt í allar
næturflugferðir, og að sögn allt
upp í hundrað manns á biðlista
sumsstaðar. Flugleiðir eru alltaf
að kvarta yfir peningaleysi, en
þegar fólk vill fara eitthvert þá
hafa þeir engar ferðir.
Hannes hringdi. Hann vildi
taka undir það sem stóð í Velvak-
anda sl. laugardag um gangstétt-
ina í Bankastrætinu. Það væru
orðin æði mörg skiptin sem hann
hefði hrasað og dottið þarna. Það
væri orðin ill nauðsyn að eitthvað
yrði gert í þessu. Að endingu vildi
hann ráðleggja þeim sem hafa
með þetta að gera, að leggja leið
sína upp Bankastrætið vinstra
megin og athuga málið.
SKÁK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á kvennaskákmóti í Sovétríkj-
unum í ár kom þessi staða upp í
viðureign Melisannidi, sem hafði
hvítt og átti leik, og Tavasievu.
26. Bh6+! - Kxh6, 27. Df8+ -
Kh5, 28. Bf3+ og svartur gafst
upp, því að hann getur ekki
forðast mát á annan hátt en að
bera drottningu sína fyrir skák-
ina.
HÖGNI HREKKVÍSI
4- T © 1960
McNaught Synd , Inc.
E& PKKi )<DMINN TtMi TIL AE> 6HtÍA
* HS/ AA..Í1”
Hjá Höganás hafa kröfur um
gæði alltaf verið settar á oddinn.
Úrvalið er fyrir þig ...
Hvort sem er á gólf eöa veggi, úti eöa inni þá finnur þú
Höganás flísar viö þitt hæfi. Höfum einnig Höganás
flísalím, fúgusement og áhöld.
Skoðið úrvaliö í sýningarsal verslunar okkar.
Nýtt sýningarkerfi. Myndasýning á staðnum.
= HÉÐINN =
SELJAVEG 2. REYKJAVlK.
Nýtt frá
RS—
400
Ef þig vantar skýrari hljóm í bílinn, þá er RS—400
hátalararnir lausnin.
Þaö er hægt aö smella þeim föstum hvar sem er
og eru meö innbyggðum styrkstilli.
Nú getur þú hlustað á fréttirnar án þess að æra
alla afturí.
Gert fyrir: 20 wött (max)
Tíönissvið: 450—20.000 rið
Verð: 8.700 stykkið
Sendum um allt land
ísetning á staðnum