Morgunblaðið - 22.07.1980, Síða 48
Síminn
á afgreiöslunni er
83033
2flor0imWaÍ>il>
’ dHawt
NYR MATSEÐILL
FRÖNSK NAUTASTEIK
Opið alla daga frá kl. 11-24
f-y
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ1980
Ungur maður stór-
slasaðist þegar
sviffluga hrapaði
ÞAÐ slys varrt við Sandskeið
fyrir ofan Reykjavík klukkan
rúmlega hálfellefu í xærkvoldi að
sviffluga hrapaði til jarðar ok
hrotlenti. Einn maður var í svif-
flugunni, 21 árs Kamall og stór-
slasaðist hann. hryxxbrotnaði.
Vann 6
skákir
/ .. v
i roð
MARGEIR Pétursson hefur
staðið si({ fáda-ma vel á alþjóða
skákmótinu í New York. Hefur
Marifeir unnið sex síðustu
skákirnar ok skotizt upp í 2.
sætið. f siðustu umferðinni tefl-
ir hann við cfsta mann mótsins,
Handaríkjamanninn Watson
oj? ef Marjreir vinnur þá skák
verður hann siirurvejfari móts-
ins.
Margeir byrjaði mjög illa í
mótinu, hlaut aðeins einn og
hálfan vinning í fyrstu fjórum
umferðunum. En þá snérist
gæfuhjólið honum í hag og hann
hefur nú unnið sex skákir í röð
og er með sjö og hálfan vinning
eftir 10 umferðir.
í mótinu taka þátt 60 skák-
menn, þar af þrír stórmeistarar
og fjórir alþjóðlegir meistarar.
Jóhann Hjartarson byrjaði vel í
mótinu en hefur tapað tveimur
skákum í röð og er með sex
vinninga. Arni Arnason hefur
þrjá vinninga.
skarst mikið á andliti auk þess
sem óttast var að um meiri
meiðsli væri að ræða en þau voru
ekki fullkönnuð, þegar Mbl.
hafði siðast fregnir um klukkan
hálfeitt.
Að sögn sjónarvotta hrapaði
vélin úr mikilli hæð. Er hún kom
til jarðar stakkst hún í hæð
nokkur hundruð metrum norðan
við Vésturlandsveg á móts við
Bláfjallaveg. Flugvél kom boðum
til flugturnsins í Reykjavík, sem
gerði lögreglu og sjúkraliði aðvart.
Sjúkrabíll var þegar sendur á
slysstaðinn og skömmu síðar ann-
ar sjúkrabíll með lækni. Var hinn
slasaði fluttur á slysadeild Borg-
arspítalans til aðgerðar. Hann
mun vera vanur svifflugmaður.
Svifflugan er stórskemmd ef ekki
ónýt.
FRÁ SLYSSTAÐ — Myndin var tekin á slysstaðnum við Sandskeið um miðnættið. Svifflugan er
stórskemmd eins og sjá má. Ljósm. Mbl. Emilía.
Spá Þjóðhagsstofnunar gerir ekki ráð fyrir efnahagsaðgerðum:
Kaupmáttur kauptaxta mun
minnka um 5—6% á þessu ári
Stefnir í 40 milljarða halla á viðskiptajöfnuði á árinu 1980
„SAMKVÆMT útreikningum
okkar mun kaupmáttur kaup-
taxta rýrna um 5—6% á árinu
1980 og er þá ekki gert ráð fyrir
neinum grunnkaupshækkunum
og gert er ráð fyrir óbreyttu
vísitölukerfi. Kaupmáttur ráð-
stöfunartekna mun rýrna um
3—5%,“ sagði Bolli Bollason,
Stálu skartgripum
fyrir um 50 millj.
UM helgina var hrotizt inn í
skartgripaverzlun Jóhannesar
Norðfjörð að Laugavegi 5,
Reykjavík og þaðan stolið geysi-
miklu af úrum. skartgripum og
öðrum verðmætum. Ekki er húið
að reikna út söluverðmæti þess
sem stolið var, en talið er að það
sé ekki undir 50 milljónum króna
að því er lögreglan hefur tjáð
hlaðinu. Er þetta því eitt stærsta
þjófnaðarmál seinni ára hérlend-
is.
Lögreglunni var tilkynnt um
þjófnaðinn í gærmorgun. Starfs-
fólk verzlunarinnar yfirgaf hana
eftir lokun á föstudagskvöld og
kom ekki í verzlunina aftur fyrr
en í gærmorgun. Tók það þá eftir
því að þjófar höfðu látið þar
greipar sópa um helgina. Rann-
sókn þessa máls er á frumstigi.
hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofn-
un, er Morgunblaðið hafði sam-
band við hann i gær, en á
næstunni mun koma út spá Þjóð-
hagsstofnunar um þróun efna-
hagsmála.
„Búist er við 40 milljarða halla á
viðskiptajöfnuði, en það mun vera
um 3% af þjóðarframleiðslu. Þarna
er um að ræða talsvert meiri halla
en á síðasta ári. Við þessar spár er
ekki gert ráð fyrir neinum aðgerð-
um af ríkisstjórnarinnar hálfu það
sem eftir er ársins.
Það kom fram hjá Bolla að halli á
viðskiptajöfnuðinum mun einkum
stafa af halla á þjónustujöfnuði, en
aðal hækkanir þar eru stórauknar
vaxtagreiðslur vegna erlendra
skulda og ennfremur vega útgjöld
vegna samgangna verulega þungt,
s.s. rekstur Flugleiða. Gert er ráð
fyrir sama olíuverði og gildir í dag.
Þjóðarframleiðslan mun aukast
um 1% á þessu ári, en vegna
versnandi viðskiptakjara munu
þjóðartekjur rýrna um 0,5—1%.
Þjóðartekjur á mann munu minnka
um 1,5—2% vegna fólksfjölgunar,
en þjóðarframleiðsla á mann mun
standa í stað. Við spá um þjóðar-
framleiðslu er reiknað með þeim
breytingum sem verða á framleiðslu
sjávarafurða og söluerfiðleikum.
Versnandi viðskiptakjör munu ann-
ars vegar stafa af verulegri hækkun
á innflutningsverði, sem stafar af
gengisbreytingum á alþjóðagjald-
eyrismörkuðum og hækkandi verð-
lagi í viðskiptalöndum okkar og hins
vegar hefur verð á frystiafurðum á
Bandaríkjamarkaði lækkað að
meðaltali frá því í fyrra. í þessari
spá er ekki gert ráð fyrir meiri
lækkun það sem eftir er ársins.
Reiknað er með svipaðri gengis-
stefnu og verið hefur.
Vísitala framfærslukostnaðar
verður að meðaltali 58% hærri en
hún var á síðasta ári, að því er
Þjóðhagsstofnun spáir. A tímabil-
inu maí—ágúst er reiknað með að
vísitala framfærslukostnaðar hækki
um 10—11%, en ágúst—nóv. er gert
ráð fyrir að hún hækki um 11 — 13%.
Við spá um verðlagsmál er tekið mið
af niðurtalningamörkum ríkis-
stjórnarinnar.
Gróf ránstilraun mistókst:
Veitti manninuin högg
og ætlaði að stela
tösku með milljónum
BÍRÆFIN ránstilraun var gcrð í
Reykjavik i gær. Ungur maður
réihit að starfsmanni Oliufélagsins
Ein stórvirkjun og stóriðjufyrirtæki
í smíðum á hverju 3—5 ára tímabili
- sagði Geir Hallgrímsson í Varðarferð
„LÁGMARK er að eitt fyrirtæki í orkufrekum iðnaði og ein
stórvirkjun séu í framkvæmd á hverju 3—5 ára timabili til
aldamóta. Við eigum að ganga til samstarfs við erlenda aðila og
nýta fjármagn þeirra með opnum huga og mati hverju sinni og
stefna að því að íslendingar eignist fyrirtækin síðan smám
saman“, sagði Geir Hallgrimsson í ræðu í sumarferð Varðar í
fyrradag.
í ræðu sinni sagði formaður
Sjálfstæðisflokksins ennfremur,
að 10—15 starfsár færustu
manna okkar þyrfti til að gera
eins tæmandi úttekt og frekast
væri unnt á möguleikum okkar í
orkufrekum iðnaði. Hann hvatti
til þess, að slíkri úttekt yrði
lokið innan tveggja ára. Hún
mundi ef til vill kosta nokkur
hundruð milljónir króna en
mundi fást vel endurgreidd við
fyrstu framkvæmd.
í ræðu sinni í Varðarferðinni
benti Geir Hallgrímsson á, að nú
væri enginn undirbúningur í
gangi undir framkvæmdir í
orkufrekum iðnaði. Stöðnun og
aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
liggur eins og mara, þar sem
ryðja ætti vaxtarbroddi almenns
iðnaðar og stóriðju braut, sagði
Geir Hallgrímsson. Hann vakti
ennfremur athygli á því, að
stefna ríkisstjórnarinnar virtist
vera sú, að koma bæði Lands-
virkjun og Hitaveitu Reykjavík-
ur í greiðsluþrot, enda væru þau
vanmegnug að takast á við
nauðsynlegar framkvæmdir.
Geir Hallgrímsson minnti á, að
bæði Alþýðubandalag og Fram-
sóknarflokkur hefðu greitt at-
kvæði gegn álsamningnum. Ef
stefna þeirra flokka hefði ráðið
fyrir 15 árum hefði leið smá-
virkjana verið farin og lands-
menn mundu búa við mun hærra
rafmagnsverð og færri og
fábreyttari atvinnutækifæri.
Sjá ræðu Geirs Hallgrimssonar
í Varðarferð á bls. 16.
Skeljungs hf, barði hann í höfuðið
með skrúflykli og reyndi að hrifsa
af honum tösku með miklum fjár-
munum. nærri 20 milljónum sam-
kva'mt þeim upplýsingum sem Mbl.
fékk í gær. Það tókst ekki og gat
maðurinn snúið árásarmanninn af
sér og flúði hann eins og fætur
toguðu. Er hans nú ákaft leitað af
lögreglunni.
Maður sá sem fyrir árásinni varð
hefur þann starfa hjá Skeljungi að
aka milli bensínstöðva fyrirtækisins
og safna saman þeim peningum sem
inn koma. Er hann var staddur við
bensínstöðina í Árbæjarhverfi á
þriðja tímanum síðdegis í gær kom
til hans ungur maður og bað um far
niður í bæ. Var það auðsótt mál.
Þegar bifreiðin var stödd við
Afurðasölu Sambandsins á Kirkju-
sandi tók ungi maðurinn upp skrúf-
lykil og veitti bifreiðarstjóranum
þungt högg í höfuðið. Honum tókst
að snúa árásarmanninn af sér og
koma í veg fyrir að hann næði
peningatöskunni.
Þegar árásarmaðurinn var flúinn
kom fólk að til hjálpar. Boðum var
komið til lögreglunnar og barst
útkallið klukkan 14,46. Sjúkralið var
einnig kallað á staöinn og flutti það
manninn á slysadeildina.
r