Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 15 Amnesty International: Fangar júlímánaðar Alþjóðasamtökin Amnesty In- ternational hafa valið eftirtalda fanga júlímánaðar 1980: Dominique Diata og August- in Irigo eru gabonskir herfor- ingjar á þrítugsaldri. Þeir voru handteknir í marz 1978, sakaðir um undirróðursstarfsemi og um að hafa stefnt öryggi lands síns, Gabon, í hættu. Þeir hafa ekki enn verið leiddir fyrir rétt. Dominique Diata hlaut her- mennskuþjálfun sina í Saint Cyr herskólanum i Frakklandi. Strax eftir heimkomuna þaðan til Gabon hafði hann uppi skoðanir sem stjórnvöldum þar voru lítt að skapi og hlaut hann áminn- ingu fyrir. Ástæðan fyrir hand- tökunni var gagnrýni hans í garð stjórnvalda Gabons, sett fram í einkabréfi til vinar hans. Enn- fremur var hann sakaður um að hafa kommúnískar bókmenntir í fórum sínum. Augustin Irigo var handtekinn ásamt fleiri herfor- ingjum stuttu síðar, en öllum nema honum og Diata hefur síðan verið sleppt. Irigo var foringi í flotanum, einnig þjálf- aður í Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum Amnesty Interna- tional fer heilsu beggja mjög hnignandi, Diata er haldinn nýrnasjúkdómi og Irigo hrjáir þunglyndi. Vinsamlegast skrifið og biðjið um að þeir verði þegar látnir lausir úr fangelsi. Þeir, sem geta skrifað frönsku, eru beðnir að gera svo. Skrifa ber til: Son Excellence Monsieur Bongo, President de la Republique, La Presidence, Libreville, Gabon. Baliene Khamdaranikorn er fyrrverandi yfirmaður flugmála i Laos, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann var handtekinn í nóvember 1975, og hefur siðan verið í haldi, án þess að koma fyrir rétt, í afskekktum endur- hæfingarbúðum í norðaustur- hluta Laos, einn af mörgum opinberum embættismönnum, sem þangað voru sendir eftir að Pathet Lao-fylkingin tók sæti í samsteypustjórn landsins. Sam- kvæmt upplýsingum Amnesty International er aðbúnaður í búðum þessum ekki upp á marga fiska. Er mönnum haldið þar stíft að erfiðisvinnu við rýran kost og er skortur bæði á matvælum og lyfjum. Yfirvöld í Laos hafa engar ástæður gefið fyrir því að halda Khamdaranik- orn eða öðrum, sem líkt er ástatt um, í fangelsi, en samkvæmt upplýsingum Amnesty Interna- tional mun fangelsun þeirra eingöngu byggjast á störfum að stjórnmálum fyrr á árum og því hvaða stöðum þeir gegndu í tíð fyrri stjórnvalda. Baliene Khamdaranikorn var virkur fé- lagi i 300 manna stjórnmála- samtökum, Neo Thang Noum, sem stofnuð voru 1971 af mið- línumönnum í stjórnmálum, að- allega ungum menntamönnum og opinberum starfsmönnum. Vinsamlega farið fram á að honum verði þegar í stað sleppt úr fangelsi. Skrifa ber til: Excellency Kay- sone PHomvihane, Prime Min- ister, Vlentiane, People's Demo- cratic Republic of Laos. Dr. Nikola Novakovic er 67 ára lyfjafræðingur í Júgóslavíu, fyrrum félagi í króatíska bænda- flokknum. Hann var dæmdur 1 ágúst 1977 fyrir „fjandsamlegan áróður" og „samskipti við fjandsamleg samtök erlendis“ — í 12 ára fangelsi. Hann situr nú i Foca-fangelsinu, illa haldinn af hjartasjúkdómi og gigt. Áður en Novakovic kom fyrir rétt á sínum tíma hafði hann verið í einangrun í fjóra mánuði. Hann var sakaður um að hafa átt þátt í mótun stefnuskrár flokks sins allt frá 1962, þegar hann ferðað- ist um ýmis lönd Vestur-Evrópu. Hann neitaði sakargiftum með öllu, viðurkenndi, að hann hefði rætt við fyrrum samherja sína í Evrópulöndum um stjórnmála- leg, félagsleg og menningarleg mál, en þeir hefðu ekki sett saman neinar áætlanir fjand- samlegar þáverandi stjórnvöld- um. Varðandi sakargiftina um fjandsamlegan áróður lagði hann áherzlu á, að stjórnarskrá Júgóslavíu gerði ráð fyrir tján- ingarfrelsi, þar á meðal opinber- um tjáskiptum um sjónarmið er fælu í sér gagnrýni á stjórn- mála- og efnahagskerfi landsins. Vinsamlega skrifið og biðjið um að Dr. Nikola Novakovic verði þegar látinn laus úr fang- elsi. Skrifa ber til: President of the Stae Presidency of the SFRJ, His Excellency Cvijetin Mijato- vic, Bul. Lenjina 2 Belgrade, Yugosiavia. Þess skal að lokum getið, að einn af föngum janúarmánaðar, D.A. Santosa frá Indónesiu, var látinn iaus 12. april sl. (Frá Amnesty International) í sól og sumaryt bjóóum vió SÓISKINSVERÐ Á NÝJUM BÍIUM Eigum óráöstafaö fáeinum Chrysler LeBaron 2ja og 4ra dr. ’79, super deluxe, á ótrúlega lágu afsláttarverði. Þetta eru lúxusbílar í algjörum sérflokki meö öllum hugsanlegum aukabúnaöl, auk þess V8 vél, sem er með tölvustýringu á blöndungi, sjálfskiptingu, aflhemlum, veltistýri og sjálfvirkum hraöastilli, svo dæmi séu nefnd. Nú færö þú þér einn meö öllu á sólskinsveröi, sem er ca. 11,5 millj., miðaö viö gengi 28.8.80. Ný sending af hinum vinsæla franska fjölskyldubíl, Talbot Simca Horizon 1980, er kominn til landsins á sérstaklega umsömdu sumarveröi, sem á aö mæta stööugi gengissigi stjórnvalda. Þetta er fimm manna framhjóladrifinn fjölskyldubíll meö fimmtu hurðina aö aftan. Verö frá kr. 7.150 þús. miöaö viö gengi 25.8.80. CHRYSLER —1 > innnnn Síil. JdIÍ \\± iULnJLl Suðurlandsbraut 10. Símar 83330 - 83454 UMBOÐSMENN: Bílasala Hinriks, Akranesi, Sniðill h.f., Óseyri 8, Akureyri, Óskar Jónsson, Neskaupstað, og Friðrik Óskarsson, Vestmannaeyjum. Talbot Simca 1100 ’80 litli þrautgóöi fjölskyldubíllinn, er nú til á ótrúlega góöu sumarveröi, sem m.a. Japaninn ræöur tæplega viö. Simca 1100 er 4 dr. framhjóladrifinn fjölskyldubíll, sem eyöir 7,71. pr. 100 km. Öryggispönnur eru undir vél, benzíngeymi og gírkassa, auk þess er 221 cm. undir lægsta punkt. Aldeilis stórkostlegur bftl, ætlaöur íslenzkum staöháttum. Verö miðaö viö gengi 15.7.80: 1100 LE kr. 5.535.817 og GLS kr. 6.128.518. Dodge Omni ’80 er einnig til afgreiöslu nú, bæöi 2ja og 4ra dr. Þetta er minnsti lúxusbíllinn sem fæst frá Bandaríkjunum. Omni er 5 manna bíll m. 4 cyl. vél, sjálfskiptingu og öörum deluxe búnaöi. Omni er einhver eftirsóttasti litli lúxusbftlinn sem völ er á, enda er Omni lúxuslausn í orkukreppu. Verö frá ca. 9,5 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.