Morgunblaðið - 31.07.1980, Page 24

Morgunblaðið - 31.07.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1980 Granada skipað að geta heimildar Londun. 30. júli. AP. LÁVARÐADEILDIN broska. sem er æðsti áfrýjunarréttur í Bret- landi, skipaAi i dan Granada-sjón- varpsstóðinni að Keta heimildar- mannsins, sem lekið hefði trúnað- arskjolum til sjónvarpsstöðvarinn- ar. Skjölin snerta upinbera rann- Klukkurnar klingdu til heiðurs keisara Stukkhólmi. 30. júli. AP. ÞÓ AÐ flestir þjóðfélaKs- þeunar hafi haldið sík fjarri þegar Reza Pahlevi fyrrv. Iranskeisari, var lagður til hinstu hvildar í Kairó, var þó kirkjuklukkum i Riddar- holmskirkju i Stokkhólmi hrinKt til heiðurs honum i Kær. Keisarinn fyrrv. var gerður að riddara sænsku Seraphim- orðunnar þegar hann var í heimsókn í Svíþjóð árið 1960. í heilan klukkutíma var klukk- unum hringt í virðingarskyni við hinn látna keisara. sókn á hinu rikisrekna British Steel Corp., sem átt hefur i miklum fjárhagserfiðleikum. Litið er á þessa ákvörðun sem alvarlegt áfall fyrir alla rannsóknar- blaðamennsku á Bretlandseyjum, og hafa sumir stjórnmálamenn, blaðamenn og baráttumenn fyrir auknum lýðréttindum mótmælt henni mjög ákaflega. í yfirlýsingu Granada-sjónvarpsstöðvarinnar segir, að „dómurinn geti haft mjög alvarlegar afleiðingar og hindrað upplýsingastreymi til fjölmiðlanna". Lávarðarnir fimm, sem skipa dómstól deildarinnar, gáfu Gran- ada-sjónvarpsstöðinni sjö daga frest til að nefna heimildarmann sinn innan British Steel Corp., en for- ráðamenn stöðvarinnar gerðu sig þó ekki líklega til að verða við því og sögðust hafa í huga að áfrýja til Mannréttindadómstólsins í Strass- burg. Þó að Bretar hafi undirritað Evrópsku mannréttindaskrána, er dregið í efa, að mannréttindadóm- stóllinn geti hnekkt úrskurði æðsta dómstigs í Bretlandi. Ef framleið- endur sjónvarpsþáttarins gefa ekki upp nafnið á heimildarmanni sínum, munu þeir verða fangelsaðir fyrir að hafa sýnt réttinum lítilsvirðingu. Upphaf málsins var í febrúar sl., þegar Granada-sjónvarpsstöðin birti hálftíma þátt um British Steel Corp., sem kallaður var „Stálpappír- arnir". Á þeim tíma lá öll starfsemi fyrirtækisins niðri vegna verkfalla. Fyrirtækið, sem hefur verið haldið gangandi með ríkisstyrk, kenndi alla erfiðleikana verkföllum og lítilli framleiðni starfsmannanna. í skjöl- unum kemur hins vegar fram, að vandræði fyrirtækisins má ekki síð- ur kenna léiegri frammistöðu þeirra sem stjórna fyrirtækinu. í gær tilkynnti fyrirtækið, að það hefði tapað 545 milljónum punda á síðasta ári. Billy spyr um flugvélar Líbýu Frá önnu Bjarnadóttur, frétta- ritara Mbl. í Washington. DAGBLAÐIÐ Washington Post greinir frá því i dag, að Billy Carter hafi sagt starfsmönnum dómsmáiaráðuneytisins i janúar, þegar ráðuneytið hafði samskipti hans við rikisstjórn Libýu til rannsóknar, að hann hafi spurt Philip J. Wixe, starfsmann Hvita hússins, um 8 fiugvélar af C-130 gerð, sem Libýustjórn keypti og greiddi fyrir i byrjun áttunda áratugsins, en hafa aldrei fengið. Bandarikjastjórn hefur neitað að láta vélarnar af hendi vegna hryðjuverkastarfsemi Líbýu- stjórnar. Vélarnar eru ein ástæða ills samkomulags Líbýustjórnar og Bandaríkjanna. Samskipti Billy Carters við Líbýustjórn eru nú til rannsóknar hjá undirnefnd dómsmálanefndar í öldungadeild bandaríska þingsins. Fyrirspurn hans um vélarnar gæti bent til tilrauna til að hafa áhrif á stefnu bandarisku stjórnarinnar. Billy hefur áður neitað, að hann hafi nokkru sinni reynt það á nokkurn hátt. Veður Akureyri 18 akýjaó Amtterdam 22 akýjaö Aþena 35 heióakfrt Berlín 23 akýjaó BrUaael 24 akýjaö Chicago 29 akýjaó Feneyjar 23 heióakírt Frankfurt 28 akýjaó Faarayjar 16 léttakýjaó Ganf 24 akýjað Helainki 27 heióakirt Jarúaalem 28 heiðakírt Jóhanneaarborg 15 haiðakírt Kaupmannahöfn 25 haiðakírt Laa Palmaa 23 akýjaó Liaaabon 25 akýjaó London 22 akýjað Loa Angelea 38 akýjaó Madrid 26 haióakirt Mallorca 28 léttakýjaó Miami 33 akýjað Moakva 25 heióakfrt Naw York 25 akýjað Oaló 26 haióakírt Parfa 27 heióskfrt Raykjavfk 20 miatur Rio da Janeiro 33 skýjað Rómaborg 28 haióskirt Stokkhólmur 23 haióakírt Tel Aviv 29 haiðskírt HARSKURÐUR Þó að Ronald Reagan standi i ströngu þessa dagana, gefur hann sér tima til að láta skera hár sitt og snyrta neglurnar. Þegar myndin var tekin. átti Reagan stund aflögu milli funda með George Bush, varaforsetaefni sínu, og funda með ráðgjöfum þeirra beggja. Úrhelli í V-Ukraínu Muhkvu. 30. júlf. AP. 1 FRÉTTUM Tass-fréttastofunnar rússnesku segir, að Úkraína, sem er eitt helsta landbúnaðarhéraðið í Sovétrikjunum. hafi orðið illa úti vegna mikilla rigninga og að gripa hafi orðið til ýmissa neyð- arráðstafana. Miklar rigningar sem urðu í Vestur-Úkraníu ollu því, að vatns- borðið í ám og fljótum hækkaði mjög, gaspípur og raforkulínur skemmdust, skriður féllu á vegi og miklar skemmdir urðu á öðrum mannvirkjum. Gífurlegar skemmd- ir hafa orðið á akurlendi. í tilkynningu bandarískra stjórnvalda í gær sagði, að í Vestur-Úkraínu, Vestur-Hvíta- Rússlandi og Norður-Moldavíu hefði rignt 4—5 sinnum meira en í venjulegu árferði og að rigningarn- ar mundu hafa mikil áhrif á kornuppskeruna á þessu ári. Loftárásir gerðar á bæi í Máritaníu Rabat. 30. júli. AP. LOFTÁRÁSIR flughers Marokkó á skæruliðastöðv- ar Polisario hafa leitt til ásakana Máritaníu um að ráðizt hafi verið á tvo bæi í landinu samkvæmt áreiðan- legum heimildum í Rabat i dag. Carter vill flýta rann- sókn á málum Carters Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Washington, önnu Bjarnadóttur. JIMMY Carter. Bandarikjafor- seti, sagði á þriðjudagseftirmið- dag, að hann væri reiðubúinn að svara spurningum undir- nefndar dómsmálanefndar öld- ungadeildar bandaríska þings- ins varðandi samskipti Billy Carters, bróður hans, og ríkis- stjórnar Libýu. Hann sagði ekki, hvort hann mundi sitja fyrir svörum nefndarinnar i þinginu eða i einrúmi eða svara þeim skriflega. Aðeins tveir Bandarikjaforsetar, þeir Ger- ald Ford og Abraham Lincoln. hafa setið fyrir svörum í þing- inu og gert hreint fyrir sínum dyrum. Undirnefndin var stofn- uð i siðustu viku. Hún á að rannsaka samskipti Billy Cart- ers og Líbýustjórnar og hugs- anleg áhrif, sem þau kunna að hafa haft á ákvarðanir Banda- rikjastjórnar. Undirnefndin hefur farið fram á að öll gögn og upplýsingar, sem eru fyrir hendi í Hvíta húsinu og í nokkrum ráðuneytum, varð- andi tilraunir Líbýustjórnar til að hafa áhrif á stefnu Banda- ríkjastjórnar, samskipti Billy Carters og Líbýustjórnar, rann- sókn dómsmálaráðuneytisins á samskiptunum og samband Hvíta hússins og dómsmálaráðu- neytisins varðandi þetta mál. Hvíta húsið hefur lofað að þess- ar upplýsingar verði allar til- búnar í byrjun næstu viku. Carter mun þá væntanlega svara spurningum fréttamanna og vill helzt svara spurningum nefnd- arinnar þá, eða eins fljótt og mögulegt er. Tengsl Billys við Líbýu hafa valdið miklu fjaðrafoki. Fréttir af þeim og nýjustu skoðana- kannanir, sem sýna, að 77% þjóðarinnar er óánægð með frammistöðu Carters í forseta- stóli, leiddu á mánudag til stofn- unar nefndar í þingflokki demó- krata í fulltrúadeild þingsins, sem beitir sér fyrir frelsi full- trúa á landsþingi flokksins, sem hefst eftir 12 daga í New York, til að greiða þeim er helzt vilja atkvæði við forsetaútnefningu flokksins. Reglur landsþingsins kveða nú á um, að fulltrúarnir verði að greiða þeim sem þeir voru kjörnir fyrir á þingið at- kvæði sitt við fyrstu atkvæða- greiðslu. Carter vill ekki breyta reglum þingsins, en hann hefur yfir- gnæfandi fjölda fulltrúa á þing- inu á bak við sig. Hann vill flýta rannsókninni á málum Billys, svo að landsþinginu verði ljóst, að hann hefur ekkert að fela í því sambandi, og hann hefur ekki brotið eitt helzta kosninga- loforð sitt frá kosningabarátt- unni 1976 um hreinskilna og heiðarlega ríkisstjórn. Þingmennirnir, sem eru hlynntir reglubreytingunni, eru flestir ungir og áhrifalitlir í þingflokknum. Þeir eiga sjálfir margir hverjir á hættu að tapa eigin þingsætum, ef flokkurinn býður fram óvinsælan mann til forseta. Nokkrir áhrifamenn í flokknum, eins og Hugh Carey, ríkisstjóri New York, og Ella Grasso, ríkisstjóri Connecticut, eru sammála þeim. Grasso styð- ur Carter og telur hann öruggan um útnefninguna. Hún telur klókara fyrir hann, að hljóta hana með stuðningi „frjálsra fulltrúa“, en þeirra, sem hægt er að segja um, að hafi verið píndir til að greiða honum atkvæði. Eldward Kennedy og stuðn- ingsmenn hans hafa lengi barizt fyrir reglubreytingu á lands- þinginu. Það er eina von Kenn- edys til að hljóta útnefninguna. En lítil hrifning er af honum í hópi þeirra, sem nú beita sér fyrir reglubreytingunni. Þeir vilja þriðja mann. Walter Mon- dale, varaforseti, og Edmund Muskie, utanríkisráðherra, hafa báðir verið nefndir, en báðir hafa ítrekað stuðning sinn við Carter á undanförnum dögum. Henry Jackson, öldungadeildar- þingmaður frá Washington, og Morris Udall, fulltrúadeildar- þingmaður frá Arizona, hafa einnig verið nefndir. Litlar líkur þykja á, að til reglubreytinga komi á lands- þinginu, eða að þær myndu kosta Carter útnefninguna. Áhrifa- menn í flokknum eru hikandi við að beita sér fyrir þeim, enda spurning hversu miklu þeir fengju áorkað. Miklar breyt- ingar hafa verið gerðar á reglum flokksins síðan 1968, þegar ákvarðanir voru enn teknar fyrir luktum dyrum. Nú sitja mun færri áhrifamenn þingið en áð- ur, og margir áætia ekki einu sinni að mæta í New York sem áheyrnarfulltrúar. Fulltrúarnir eru kjörnir á flokksþingum eða í forkosningum og eru flestir gall- harðir stuðningsmenn sinna manna — Carters eða Kennedys. Menn Carters eru í meirihluta og vilja sinn mann kjörinn. Máritaníumenn halda því fram að marokkóskar flugvélar hafi gert eldflaugaárás á stöðvar þeirra í Nouadhibou og Laguera, tveimur samliggjandi bæjum rétt sunnan við landamæri ríkjanna. Marokkóstjórn mótmælti því 23. júní að skæruliðar Polisario, sem hafa barizt gegn Marokkó- mönnum síðan 1975 og krafizt sjálfstæðis Vestur-Sahara, fengju að hafa stöðvar í Máritaníu. Mar- okkóstjórn sagði að árásir á bæinn Guelta Zemmour væru gerðar frá þessum stöðvum. Máritanía samdi sérfrið við Polisario í fyrra og hörfaði með herlið sitt frá sínum hluta Sahara, sem Marokkómenn innlimuðu síð- an. Laguera ætti að vera í Marokkó samkvæmt gömlu landamærun- um, en Máritaníumenn ákváðu að halda bænum þar til endanleg lausn fyndist á Sahara-málinu. Laguera er rétt hjá Nouadhibou, aðalútskipunarhöfn Máritaníu, og marokkósk yfirráð hefðu getað valdið átökum við Polisario og þau hefðu getað truflað útflutning á járngrýti. Sihanouk biður gísl- um vægðar Peking, 30. júli. AP. í FRÉTTUM frá Peking segir, að Norodom Sihanouk, fyrrum þjóð- höfðingi í Kamhódiu. hafi tjáð leiðtoga irönsku byltingarinnar. Khomeini, að dauði keisarans væri refsing Allah og að auðsýna ætti bandarisku gíslunum mis- kunn og leysa þá úr haldi. I skeytinu til Khomeinis sagði Sihanouk, að keisarinn hefði þjáðst mikið, bæði andlega og líkamlega, og að dauði hans væri réttlát refsing hins almáttuga Allah. Ef Bandaríkjamönnunum yrði sleppt aflaði það trúnni og Khomeini mikillar virðingar í augum alheimsins og sögunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.