Morgunblaðið - 13.08.1980, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
Raufarhöfn:
Sex ára drengur
saumaður 18
spor eftir hundsbit
ÞAÐ SLYS Kerðist á Raufarhöfn
sl. föstudagskvöld, aö stór hund-
ur beit sex ára Kamlan dreng.
Hundurinn giefsaði í drenginn
þannÍK að af hlutust svöðusár á
hálsi ok eyra. Kallað var i lækni
frá Þórshöfn ok tók hann á
fimmta klukkutíma að Kera að
sárunum. en alls þurfti að sauma
18 spor til að ná sárunum saman.
Hundurinn var bundinn í bandi
í ógirtum húsgarði og voru eigend-
ur hans ekki heima. Drengurinn,
sem sjálfur á hund og átti leið
fram hjá, gekk til hundsins til að
klappa honum. Skipti engum tog-
um, að hundurinn rauk á hann og
glefsaði með áðurgreindum afleið-
ingum. Er þetta í þriðja skipti sem
hundur þessi er staðinn að því að
glefsa til fólks. Á sunnudaginn var
hundurinn fluttur til Húsavíkur
og aflífaður þar að kröfu lögregl-
unnar, og án þess að eigendur
hans mæltu því í mót. Drengurinn
var á batavegi í gærkvöldi, að sögn
fréttaritara Mbl. á Raufarhöfn.
Annar hundur á Raufarhöfn
vakti mikla athygli sl. mánudag,
en sem betur fer af öðrum ástæð-
um. Minkahundurinn Stubbur
vann á fjórða tímanum um eftir-
miðdaginn það afrek að leggja að
velli mink einn stóran heima við
hús sveitastjórans á staðnum og
naut hann við starfann aðstoðar
eiganda síns Stefáns Magnússon-
ar.
Grímur Grímsson
segir af sér embætti
Ásprestakall því auglýst laust til umsóknar
BISKUPSSTOFA tilkynnti í
gær, að séra Grímur Grimsson
sóknarprestur i Ásprestakalli
hafi sagt embætti sinu lausu
frá og með 1. nóv. n.k. Presta-
kallið er þvi auglýst iaust til
umsóknar og er umsóknar-
frestur til 11. sept. í stuttu
viðtali við Mbl. i tilefni þessa
sagði séra Grímur. að hann
hefði tekið ákvörðun um að
hætta störfum á góðum aldri og
einnig vildi hann gefa sér
yngri mönnum tækifæri tii að
þjóna kirkjunni.
Séra Grímur hefur þjónað í
Ásprestakalli frá því prestakallið
var stofnað, eða frá 1. jan. 1964.
Hann er 68 ára að aldri og starfaði
í 17 ár hjá Tollstjóraskrifstofunni
áður en hann gerðist prestur,
þannig að starfsár hans hjá hinu
opinbera eru orðin æði mörg. Séra
Grímur sagði byggingu kirkju
vera efst á baugi í Ásprestakalli,
en byggingin er nú fokheld.
Ljósm. Mbl. Emilfa.
Er Morgunblaðsmenn voru á ferð á Raufarhöfn fyrir skömmu hittu
þeir eiganda Stubbs, Stefán Magnússon, að máli, og á myndinni hér að
ofan heilsast þeir félagar með virktum. Stubbur er gæfur og
mannelskur og þykir áreiðanlega sárt að vita af gjörðum kynbróður
sins, enda vann hann það afrek i gær að leggja að velli mink við hús
sveitarstjórans.
Korchnoi á grænni grein
Engin þreytumerki voru sjá-
anleg á taflmennsku þeirra
Korchnois og Polugajevskys er
þeir tefldu elleftu einvígisskák
sina i Buenos Aires i fyrra-
kvöld. Korrhnoi, sem hafði
hvitt, var greinilega i vigahug
þar eð sigur hefði gert út um
einvigið. Eftir 10. skákina var
staðan á þann veg að Korchnoi
hafði eins vinnings forskot,
hafði hlotið fimm og hálfan
vinning, en Polugajevsky fjór-
an og hálfan. Alls verða tefldar
tólf skákir, nema staðan verði
jöfn, en þá verður framlengt.
Korchnoi náði aðeins rýmra
tafli eftir byrjunina i elleftu
skákinni og blés siðan til sókn-
ar í miðtafli. Þrátt fyrir að
Polugajevsky ætti litinn tima
aflögu tók hann hraustlega á
móti og staðan varð bæði flókin
og tvísýn. Rétt áður en skákin
fór i bið skýrðust línurnar
nokkuð. Er skákin fór i bið
hafði Korchnoi ennþá alla þrjá
menn sina, drottningu, hrók og
riddara i árásarstöðum, en
hafði aftur á móti veikt kóngs-
stöðu sina auk þess sem Poluga-
jevsky hafði fripeð á miðboró-
inu sem gæti orðið ógnandi.
Ellefta skákin tefldist þannig:
Hvitt: Viktor Korchnoi
Svart: Lev Polugajevsky
Enski leikurinn
1. c4 - efi, 2. Rc3 - c5, 3. Rf3
- Rf6, 4. g3 - b6, 5. Bg2 -
Bb7, 6. 0-0 — Be7, (Nú er komin
upp grundvallarstaðan í afbrigði
því í enska leiknum, sem engil-
saxar nefna Hedgehog afbrigðið,
en útleggst á íslensku, „brodd-
galtarafbrigðið".) 7. d4 — cxd4,
8. Dxd4 - d6, 9. b3 - 04), 10.
Bb2-a6. ll.Hfdl - Rdb7.12.
Dd2 (Korchnoi er þekktur fyrir
að fara sínar eigin leiðir í
byrjunum og í þessari stöðu
hikar hann ekki við að breyta út
af hinum viðurkenndu leiðum,
12. e4 - Dc7,13. De3 eða 12. De3
— Dc7,13. Rd4) Dc7,13. Rd4 -
Bxg2, 14. Kxg2 - Db7+, 15. f3
— Re5 (15 ... d5? jafnaði ekki
taflið vegna 16. cxd5 — Rxd5,17.
Rf5) 16. e4 - Hfc8, 17. De2 -
Bc6, 18. Rxc6 — Hxc6, 19. Hd2
— Hb8, 20. Rdl (Hvítur kærir
sig ekki um að véikja sig með 20.
a4, en velur aðra leið til þess að
gera aðalhugmynd svarts í þessu
afbrigði, b6 — b5 skaðlausa) b5,
21. Re3 - Re8. 22. Iladl - Bg5
(Þessi leikur virðist í fljótu
bragði vera tímatap, því Korch-
noi vinnur leikinn f3 — f4, en á
móti kemur að e4 peðið verður
að veikleika og það hefur
Polugajevsky í hyggju að nýta
sér) 23. Í4 - Bd8, 24. Df3 -
Ba5, 25. He2 - Bb6, 26. Bd4 -
Bxd4, 27. Hxd4 - Hc5, 28.
Hed2 - Hbc8, 29. g4!? (Korch-
noi blæs til sóknar á kóngsvæng
og hyggst sprengja upp svörtu
kóngsstöðuna með framrás peða
sinna. Undir þessa ákvörðun
hefur það einnig vafalaust ýtt að
Polugajevsky var orðinn naumur
á tíma) De7, 30. g5 — f6!
(Svartur gat ekki beðið átekta
eftir því að hvítur bætti stöðu
sína enn frekar á kóngsvæng)
31. gxf6?! (31. h4 var óneitan-
lega mun eðlilegri leikur, því nú
losnar um svörtu stöðuna) Dxf6,
32. Dg3 — Df7 (Svartur undir-
býr að svara 33. f5 með Rf6) 33.
e5 — bxc4 (Eftir 33 ... dxe5, 34.
fxe5 liggja bæði 35. Hd7 og 35.
Hf2 í loftinu) 34. exd6 (Nú væri
Skák
eítir MARGEIR
PÉTURSSON
hægt að svara 34. bxc4 með dxe5,
35. Fxe5 — Dc7, 36. Rg4 — Hxc4,
37. Hxc4 — Db7+ og síðan 38. ...
Hxc4 með tvísýnni stöðu) c3, 35.
Hc2 - Hd8, 36. Rc4 - Hd5, 37.
Hxd5 - exd5, 38. Re5 - Df5,
39. Hxc3 - Rxd6, 40. Hc7 -
Re8.
í þessari stöðu fór skákin í bið.
Þegar kapparnir hófu taflið að
nýju í gær var biðleikur Kor-
chnois ljós. Hann lék 41. He7 og
bauð um leið jafntefli. Poluga-
evsky hugsaði sig um í tvær
mínútur og þáði síðan jafnteflið.
Aðeins ein skák er eftir í
einvíginu. Hún verður tefld í dag
og nægir Korchnoi jafntefli til
sigurs í einvíginu.
Akureyri:
Falsarinn
játar
allt sem
hann man
Akureyri, 12. áxÚRt.
Akureyrarlögreglan hefur i
dag yfirheyrt ávísanafalsar-
ann, sem handtekinn var i
gærkvöld, og förunauta hans
þrjá, tvo karía og eina konu.
Maðurinn hefur játað greið-
lega allar sakir, að svo miklu
leyti sem hann man hvað gerzt
hefur. Hann kveðst hafa stolið
ávísanaheftinu úr íbúð í
Reykjavík aðfaranótt sunnu-
dagsins, en morguninn eftir
hitti hann þremenningana og
bauð þeim með sér norður í
land.
Hann keypti flugfarseðla
handa þeim öllum og greiddi
fyrir þá með falsaðri ávísun að
upphæð 120 þúsund krónur, en
fékk mismuninn greiddan í
peningum. Þegar til Akureyrar
kom, tóku ferðalangarnir
leigubíl austur í Mývatnssveit
og svo annan til Akureyrar
aftur á mánudag og var báðum
bílstjórunum greitt með ávís-
unum. Þessar þrjár ávísanir
hljóðuðu á um samtals 300
þúsund krónur.
Þar að auki var keypt áfengi
í Hótel Reynihlíð og á Akur-
eyri, matur og fleira. Alls voru
gefnar út tuttugu ávísanir úr
heftinu stolna. Maðurinn veit
ekki hve heildarandvirði þeirra
er mikið, en talið er að það sé
ekki undir hálfri milljón. Að-
eins fáar þessara tuttugu ávís-
ana hafa komið fram, flestar
voru gefnar út í Mývatnssveit,
en ekki er kunnugt um upphæð
nema sumra þeirra. — Sv.P.
Framsalsbeiðni
til athugunar
ÍSLENSK yfirvöld hafa farið
fram á það við sænsk lög-
regluyfirvöld, að framseldur
verði hingað til lands Frank-
lin Steiner, sem nú mun vera í
haldi hjá lögreglunni í Sví-
þjóð vegna fíkniefnabrota.
Franklín á óafplánaðan dóm
hér á landi að sögn Jóns Thors
í dómsmálaráðuneytinu. Kvað
hann einnig geta komið til
greina að Franklín afplánaði
hinn íslenska dóm fyrir brot á
fíkniefnalöggjöfinni í Svíþjóð.
Hefðu Svíar það mál nú til
athugunar, en Franklín er
bandarískur ríkisborgari þótt
hann hafi alist upp hér á landi.
Þýfi fundið
RANNSÓKN þjófnaðarmál-
anna, sem RLR hefur unnið
að upp á síðkastið, miðar vel
áfram, samkvæmt upplýsing-
um Hailvarðar Einvarðsson-
ar.
Hallvarður sagði að veru-
legur hluti þýfis úr tveimur
húsum við Tjarnargötu væri
kominn í leitirnar. Unnið er að
rannsókn á þjófnuðum úr öðr-
um húsum. Þrír menn sitja í
gæzluvarðhaldi vegna rann-
sóknar þessara mála.
Vinnuslys
VINNUSLYS varð í Glerborg í
Hafnarfirði á sjötta tímanum í
fyrradag. Tveir menn voru að
færa til stóra glerrúðu þegar
hún brotnaði skyndilega.
Hrundi glerið á mennina með
þeim afleiðingum að þeir skár-
ust mikið á höndum. Voru þeir
fluttir á slysadeild Borgarspít-
alans til aðgerðar.