Morgunblaðið - 13.08.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
19
Greinargerð Oryggismálanefndar birt:
Aðeins ein heimild fyrir skrifum út-
lendinga um kjamorkuvopn á Islandi
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
sendi í gær frá sér greinargerð
öryggismálanefndar vegna um-
ræðu og skrifa um kjarnorku-
vopn á íslandi. í greinargerðinni.
sem dagsett er 16. júli eru raktar
þær athuganir og gögn er komið
hafa fram í sambandi við könnun
og umfjöllun öryggismálanefnd-
ar vegna umræðu og skrifa um
staðsteningu kjarnorkuvopna á
íslandi. Kemur fram. að nefndin
telur umfjöllun sinni um málið
ekki iokið, þar sem hún hafi ekki
fengið öll umbeðin gögn i hend-
ur.
Birt er yfirlit yfir þau gögn og
tilvísanir, sem nefndin hefur safn-
að og hafa að geyma staðhæfingar
um að kjarnorkuvopn séu á ís-
landi. Slíkar staðhæfingar hafa
aðeins komið fram hjá tveimur
stofnunum og/eða einstaklingum,
sem þar hafa starfað: Center for
Defense Information í Washing-
ton og Stockholm International
Peace Research Institute (SIPRI).
Hefur forstöðumaður SIPRI,
Frank Barnaby, staðfest, að upp-
lýsingar stofnunar sinnar komi
frá Center for Defense Inform-
ation og er frumheimildin grein
eftir Barry Schneider í ritinu The
Defense Monitor febrúar 1975.
Þegar Gene La Rocque forstöðu-
maður Center for Defense Inform-
ation (CDI) var spurður um það í
júní sl. af starfsmanni Öryggis-
málanefndar, hvar heimildirnar
fyrir greininni frá 1975 væri að
finna, sagði hann, að stofnunin
„hefði með 156 ríki í heiminum að
gera og hefði ekki tíma til að fara
ofan í mál, sem væri orðið fimm
ára gamalt." í greinargerðinni
kemur fram, að Barry Schneider
hafi sagt við William Arkin
starfsmann CDI, „að hann væri
tiltölulega viss um (reasonably
confident), að um réttar upplýs-
ingar væri að ræða“ í grein sinni,
en hins vegar hafi David Johnson,
rannsóknastjóri CDI, talið, að
heimildir Barry Schneiders væru
ekki nægilega áreiðanlegar og
hefði hann viljað kanna málið
nánar, en forstöðumaður stofnun-
arinnar hins vegar tekið ákvörðun
um útgáfu greinarinnar. Gene La
Rocque, fyrrverandi flotaforingi,
forstöðumaður CDI og aðstoðar-
forstöðumaður stofnunarinnar,
Bertram K. Gorwitz fyrrum hers-
höfðingi sátu fyrir svörum hjá
starfsmanni nefndarinnar. I frá-
sögn af því viðtali kemur fram, að
forstöðumaðurinn hafi tekið „mun
ákveðnari afstöðu í viðtalinu held-
ur en gert er í yfirlýsingu stofnun-
arinnar (þ.e. yfirlýsing um Island
frá 30. maí 1980, sem birtist hér í
blaðinu daginn eftir, þar er sagt
að líkur geti bent til kjarnorku-
vopna hér á landi innsk. Mbl.) og
hélt því raunar beinlínis fram, að
á íslandi væru staðsett kjarnorku-
vopn. Var meginröksemdin sú, að
það væri föst regla hjá bandaríska
flotanum að staðsetja vopnin þar
sem áætlað væri að nota þau.“
Hafi aðstoðarforstjóri stofnunar-
innar samsinnt þessu. Og síðan
segir í greinargerðinni: „Að vísu
sagðist La Rocque ekki vera alveg
100% öruggur vegna þess að
flotinn gæti auðveldlega flutt
vopnin burtu á mjög skömmum
Gjaldskrárnefnd:
Mælir með 25%
hækkun afnota-
gjalda útvarps
— og 30 og 40% hækkun auglýsingaverðs
RÍKISSTJÓRNIN fjallaði á fundi
í gærmorgun um hækkanir til
handa Hitaveitu Reykjavikur og
Ríkisútvarpsins, en hvorugt mál-
ið var afgreitt endanlega og
verða bæði á dagskrá næsta
fundar rfkisstjórnarinnar á
fimmtudaginn.
Hörður Vilhjálmsson fjármála-
stjóri útvarpsins sagði að beiðni
ríkisútvarpsins um hækkun af-
notagjalda síðari hluta ársins
væri upp á 37,9% og 30% hækkun
á auglýsingum í útvarpi og 40%
hækkun á auglýsingum í sjón-
varpi. Birgir Thorlacius ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðu-
neytinu sagði, að gjaldskrárnefnd
hefði lagt tií um 25% hækkun
Tveir togarar
seldu erlendis
HEGRANESIÐ landaði 156 tonn-
um af ísfiski í Huil í gær og í
fyrradag og fengust 72,3 milljónir
króna fyrir aflann, meðalverð 463
krónur. Þá seldi Snorri Sturluson
150 lestir í Cuxhaven í gær fyrir
77,9 milljónir króna, meðalverð
518 krónur. í dag landar Hólma-
tindur SU í Fleetwood og heldur
síðan til Frakklands, en þangað
fer skipið í skiptum fyrir nýrri
togara, sem kemur til Eskifjarðar
í næsta mánuði.
afnotagjalda, en hins vegar mun
nefndin hafa látið beiðnina um
hækkun auglýsinga óbreytta.
Hörður sagði, að ríkisútvarpið
hefði sótt um hækkun afnota-
gjalds útvarps og litasjónvarps í
einu lagi, í 45.500 krónur og að
afsláttur af því, ef um svart/hvítt
sjónvarpstæki væri að ræða, yrði
10.000 krónur. Gjaldskrárnefnd
lagði hins vegar til að afnotagjald
fyrir útvarp, sem nú er 8.600
krónur, yrði hækkað í 10.700
krónur, eða um 23,26%, afnota-
gjald af svart/hvítu sjónvarpi yrði
hækkað úr 17.700 krónum í 22.100
krónur, sem er 24,86% hækkun, og
að afnotagjald af litasjónvarpi
yrði hækkað úr 24.400 krónum í
30.500 krónur, sem er 25% hækk-
un. Ef tillögur gjaldskrárnefndar
eru teknar saman eins og í hækk-
unarbeiðni útvarpsins, er saman-
lögð hækkun afnotagjalda útvarps
og litasjónvarps úr 33.000 í 41.200
krónur, sem er 24,85% hækkun, en
samanlögð afnotagjöld af útvarpi
og svart/hvítu sjónvarpi 32.800
krónur, sem er 24,71% hækkun.
í beiðni ríkisútvarpsins er mið-
að við að 30% hækkun útvarps-
auglýsinga komi til framkvæmda
um miðjan ágúst og hækkar orðið
þá úr 400—1420 krónum í 520—
1840 krónur, en gjaldflokkarnir
eru fjórir. Hækkun sjónvarpsaug-
lýsinga er miðuð við 1. október og
hækkaði þá mínútan úr 250.000
krónum í 350.000 krónur.
tíma og kynni hann að hafa gert
það þegar. Aðspurður hvernig
þekkja mætti kjarnorkuvopn,
sagði La Rocque að í útliti væru
þau ekki frábrugðin öðrum vopn-
um. Hinsvegar væru oddar þeirra
rauðmálaðir en í sjálfu sér væri
allt eins hægt að mála þá í öðrum
lit ef ætlunin væri, að þau þekkt-
ust ekki.“
I greinargerðinni er vitnað í
Milton Leitenberg, núv. starfs-
mann SIPRI, en hann hefur fram-
kvæmt rannsókn á stefnu Banda-
ríkjamanna með tilliti til kjarn-
orkuvopna í Evrópu. Sagði hann,
að þótt hér væru tæki, sem flutt
gætu kjarnorkuvopn, þýddi það
ekki að slík vopn væru hér.
Fræðimenn á sviði öryggismála
hjá Brookings Institute og Con-
gressional Research Service (þ.e.
rannsóknaskrifstofu Bandaríkja-
þings) í Washington voru spurðir
álits á því atriði, hvort tilvist
handbókar fyrir landgönguliða um
öryggisgæslu kjarnorkuvopna á
Keflavíkurflugvelli sannaði, að
hér væru staðsett kjarnorkuvopn
eða að þau verði flutt hingað á
hættu- og ófriðartímum. Voru
þessir aðilar „á einu máli um, að
sennilega væri gert ráð fyrir
flutningi kjarnorkuvopna til ís-'
lands á hættu- eða ófriðartímum
en töldu ólíklegt, að hér væru
staðsett slík vopn.“
I greinargerð Öryggismála-
nefndar er leitast við að athuga,
hvernig kjarnorkuvopn koma inn
á herstjórnarsvæði yfirmanns
Atlantshafsflota Bandaríkjanna,
CINCLANT, sem ísland tilheyrir.
Kemur fram, að árangur hafi
verið takmarkaður af athugun-
inni, enda ekki unnist tími til að
afla gagna sem skyldi. Fram
kemur, að áætlanagerð bendi til
þess, að fremur sé gert ráð fyrir,
að kjarnorkuvopn séu flutt á
átakasvæði á hættu- eða ófriðar-
tímum, en staðsetja þau þar á
friðartímum.
I lokakafla greinargerðarinnar
segir, að Frank Barnaby og Milton
Leitenberg hjá SIPRI hafi báðir
lagt áherslu á það í samtölum, að
auðvelt sé að komast að raun um
hvort kjarnorkuvopn séu staðsett
á Islandi með því að kanna
hvernig öryggisgæslu vopna er
háttað hér á landi. Haft er eftir
Leitenberg að venjulega séu tvö-
faldar girðingar, svæði upplýst
allan sólarhringinn og vopnaðir
verðir við gæslu. Og eftir Barnaby
er haft, að varðturnar væru oftast
til staðar og rafeindabúnaður
tengdur viðvörunarkerfi væri á
milli girðinganna. Þá eru raktar
upplýsingar um gerð kjarnorku-
vopnageymslna og öryggisgæslu
umhverfis þær úr greinargerðum,
sem kynntar hafa verið Banda-
ríkjaþingi. Kemur þar fram, að á
árinu 1980 eigi að ljúka endurbót-
um á kjarnorkuvopnageymslum
utan Bandaríkjanna, sem miða að
því að efla varnir gegn skærulið-
um við þær. Sagt er, að öryggis-
verðir séu við hliðin inn á svæði,
þar sem kjarnorkuvopn séu
geymd. Gert sé ráð fyrir að um 15
vopnaðir hermenn geti komið á
staðinn innan fimm mínútna ef
þess er talin þörf. Þá er auk þess
gert ráð fyrir minnst 30 manna
varaliði.
Greinargerð Öryggismálanefnd-
ar er rúmar 6 blaðsíður og henni
fylgja mörg fylgiskjöl. í Örygg-
ismálanefnd sitja átta menn, tveir
frá hverjum þingflokki. Björgvin
Vilmundarson, bankastjóri, er
formaður nefndarinnar og Gunn-
ar Gunnarsson starfsmaður.