Morgunblaðið - 13.08.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980
23
Minning:
Steinunn Þórar-
insdóttir frá Jórvík
Fædd 14. mars 1905.
Dáin 2. ágúst 1980.
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrat af rótum kærleikans,
af katrlelka sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðaemd hrein og hógvœrt geð
og hjartaprýði stilling með.
(Helgi HAlfdánarson.)
Þegar ég frétti lát vinkonu
minnar, Steinunnar, laugardaginn
2. ágúst, setti mig hljóða og
minningarnar tóku að streyma
fram í huga minn. Þá tók ég mér
sálmabók í hönd og fletti henni af
handahófi og kom niður á þetta
sálmavers. Fannst það segja svo
vel þá kosti sem ég hafði kynnst
ríkustum í dagfari Steinunnar, því
mörgum góðum manneskjum hef
ég kynnst um æfi mína, en engri
betri en henni. Ég varð oft vitni að
því þegar rætt var um menn og
málefni og á einhvern var hallað,
þá átti hún ævinlega eitthvað gott
og bætandi til málanna að leggja.
Það eru tæp 30 ár síðan ég
kynntist Steinunni og hennar góða
manni, Aðalsteini Halldórssyni.
Hef oft verið gestur á heimili
þeirra. Þar ríkti innan dyra sönn
íslensk gestrisni. Þessi kyrrláta
rausn og hugulsemi, svo gestir
fundu sig velkomna. Heimilið bar
allt svip hinnar fíngerðu húsmóð-
ur, bæði húsmunir og ekki síst
hennar frábæra handavinna, sem
allsstaðar prýddi. Ég kom til
hennar fyrir stuttu síðan, þar sem
hún lá á sjúkrahúsi, helsjúk. Innti
hana eftir líðan hennar, hún hafði
fá orð um heilsufar sitt, sagðist
bara vera svo þreytt, en allir væru
svo góðir við sig, bæði hjúkrun-
arkonur, læknar og svo allir sem
væru að heimsækja sig þangað á
sjúkrahúsiðl Svo var hún með
allan hugann við að ég fengi gott
sæti við rúm hennar, því hún vissi
að ég hafði ekki gengið heil til
skógar tvö síðustu ár. Þá várð mér
hugsað, alltaf er Steinunn mín
sjálfri sér lík, ekkert nema þakk-
látsemin og umhyggjan fyrir öðr-
um.
Steinunn var austfirsk að ætt,
fædd 14. mars 1905 í Jórvík í
Hjaltastaðaþinghá. Kom ung til
suðurlands, fór á Hvítárbakka-
skóla. Giftist 11. maí 1929 eftirlif-
andi manni sínum, Aðalsteini
Halldórssyni frá Litlu Skógum.
Þau hjón eignuðust þrjár dætur,
Erlu, sem gift er Snorra Bjarna-
syni, Áslaugu, gift Steinari Frið-
jónssyni, Brynhildi, gift Ólafi Sig-
urjónssyni. Þá ólu þau upp sem
sitt barn dótturson sinn, Aðal-
stein Rúnar Emilsson, hann er
kvæntur Edith Vivian Hansen. Ég
óska að allir góðir kostir og
eiginleikar Steinunnar vinkonu
minnar, megi koma fram hjá
niðjum hennar, þá mun þeim vel
vegna.
Við sem erum komin langleiðina
og megum sjá á eftir æ fleiri
vinum og vandamönnum hverfa
frá þessu lífi, spyrjum okkur oft,
hvar eru hinir horfnu vinir, er öllu
lokið þegar þeir hverfa sjónum
okkar? Ég vil vona að sama
lögmál gildi um þá og blómin mín
úti í garðinum, sem virðast fölna
og deyja á haustin, en eiga þann
frumkraft í rótum sínum að koma
aftur upp, græn og fögur, með
næsta vori þegar sól vermir aftur
gróðurmoldina.
Við hjónin vottum öllum vanda-
mönnum Steinunnar okkar dýpstu
samúð, og óskum þeim allrar
blessunar.
Guðrún Emilsdóttir.
Mig langar til að skrifa fáein
kveðjuorð til ástkærrar ömmu
minnar Steinunnar Þórarinsdótt-
ur. Það að hafa átt slíka ömmu er
dýrmætara öllu öðru og þann
fjársjóð minninga sem ég á um
hana, mun ég geyma um alla ævi.
Samband okkar var náið. Hún var
meira en amma, hún var vinur
okkar. Ávallt reiðubúin að hlusta
og leiðbeina, eða gefa góð ráð.
Umhyggjan fyrir öðrum var henni
efst í huga. Hún sýndi öllu því sem
aðrir tóku sér fyrir hendur mikinn
áhuga. Amma var miðpunktur
stórrar fjölskyldu, laðaði að sér
með glaðværð og gestrisni. Börn
voru hennar yndi og margar voru
þær ferðir hennar í bæinn í leit að
gjöf, til að gleðja eitthvert lítið
barnið.
Elsku afi, missir þinn er mikill
og sorgin stór. Megi minningin um
einstaka konu styrkja okkur og
verða okkur að leiðarljósi um
ókomna tíð.
Hrafnhildur.
„Aldrei deyr. þótt allt um þrotni.
endurminning þeos er var“
Er, ég, sem þessar fáu línur rita,
fann hvöt hjá mér til að minnast
mágkonu minnar, Steinunnar frá
Jórvík andaðrar, var sem ósjálf-
rátt kæmi mér í huga kvæði eftir
Grím Thomsen hvar framan ritað
stendur. Vil ég í eftirfarandi, færa
rök að því, að hér er ekki um
tilefnislausa tilvitnun að ræða,
slík voru meir en fimm áratuga
kynni mín af henni og eftirlifandi
manni hennar, svo og dætrum
þeirra og vandafólki yfirleitt.
Steinunn var fædd að Jórvík í
Hjaltastaðarhreppi í N-Múla-
sýslu. Foreldrar hennar búendur
þar, Þórarinn Jónsson sýslunefnd-
armaður, þingeyskrar ættar og
kona hans Guðrún Magnúsdóttir
ættuð af Fljótsdalshéraði. Eignuð-
ust þau Jórvíkurhjón sex börn.
Misstu þau tvær dætur, aðra
fjögurra ára, en hina kornabarn.
Hin fjögur eru eftir aldursröð:
Magnús, kennari og skólastjóri,
síðast búsettur í R.vík. Dáinn fyrir
allmörgum árum. Giftur Önnu
kennara Sigurpálsdóttur, sem er
látin fyrir nokkrum árum. Syni
áttu þau tvo, annar búsettur í
Ólafsfjarðarkaupstað, hinn í
R.vík.
Guðný Ragnhildur, húsfreyja að
Efrimýrum í A-Hún. í fimmtíu og
eitt ár. Dáin fyrir fjórum árum, þá
búsett í Keflavík. Gift Bjarna Ó.
Frímannssyni frá Hvammi í
Langadal. Áttu þau eina dóttur
barna búsetta í Keflavík. Auk þess
ólu þau hjón upp fjögur börn frá
ungbarns aldri.
Jón, búfræðingur frá Hvann-
eyri. Fyrst bóndi og aðstoðarmað-
ur foreldra sinna aldraðra að
Jórvík. Síðar mörg ár bóndi að
Smáragrund á Jökuldal. Nú bú-
settur í þorpinu Hlaðir gengt
Egilsstöðum við Lagarfljót. Giftur
Sigríði Björnsdóttur frá Hnefils-
dal. Eiga þau sex börn, fjóra syni
og tvær dætur. Nær öll farin að
heiman, til náms og starfa.
Guðrún Steinunn, sem hér um
ræðir aðallega. Sjá síðar.
Eitt stúlkubarn tveggja ára
tóku þau Jórvíkurhjón til fósturs
og ólu upp til fullorðins ára, Ester
að nafni. Var hún dóttir vinar og
nágranna þeirra hjóna, Sveins
bónda að Kóreksstöðum, bróður
Halls hreppsstjóra samastaðar.
Var Ester sextán ára er fóstra
hennar Guðrún lést og mun því
um árabil hafa stutt fósturbróður
sinn, Jón, við að aðstoða og annast
Þórarin fóstra hennar þau ár, sem
hann lifði konu sína. Heyrt hefi
ég, að er Sveinn faðir Esterar lá
banaleguna, hafi vinur hans Þór-
arinn í Jórvík vakað yfir honum
m.a. nóttina, sem hann andaðist
og þá verið gerður án orða, né
umræðu milli hlutaðeigenda, en
staðið var við hann með sóma.
Fósturdóttirin virðist vera sem
ein af fjölskyldunni. Ester er
einhleyp, búsett í Reykjavík.
Steinunn Þórarinsdóttir giftist
11. maí 1929 Aðalsteini Halldórs-
syni frá Litlu-Skógum í Borgar-
firði, vestra. Höfðu þau dvalið við
nám í Hvítárbakkaskóla veturna
1925—27, í heima héraði Aðal-
steins. Má gjöra ráð fyrir að þar
hafi fyrstu þræðir verið spunnir
að þeim sterka þætti, sem dugði
þeim með giftu og prýði um
fimmtíu og eins árs hjúskapar-
tíma.
Næsta vetur eftir Hvítárbakka-
dvölina stundaði Aðalsteinn nám
við Samvinnuskólann og lauk
burtfararprófi vorið 1928. Réðist
tollvörður þá um vorið. Vann svo
sitt aðal lífsstarf hjá þeirri stofn-
un meðan aldur leyfði, hært nær
fimmtíu ár, síðari hlutann sem
yfirtollvörður. Fylgdi þeim störf-
um, einkum framan af árum, æði
mikil ferðalög vítt um landið.
Húsbóndinn því all oft að heiman
og það fjarri heimilinu. Líka
bundinn aðalstarfinu hvern
vinnudag, bæði á skrifstofu og
eftirlit við skipakomur, í frítímum
var svo unnið að margvíslegum
félagsmálastörfum auk sérstakra
hugðarefna s.s. ættfræði og mikl-
um ritstörfum sögu- og ættfræði-
legs efnis. En þau mun hann hafa
stundað mest heima þegar tóm
gafst til. En húsmóðirin, Stein-
unn, helgaði heimilinu krafta sína
og það án þvingunar, henni var
það eiginlegt. Vann ekki úti sem
svo er kallað og mikið eftirsótt nú
til dags, sem flestra meinabót í
samfélaginu. Rækti hún húsmóður
hlutverkið með hinni mestu prýði
með náinni samvinnu og samráði
við húsbóndann. Bjuggu þau sér
glæsileg húsakynni með húsgögn-
um er hæfðu, er bera smekkvísi
hennar og hæfni og eiginmannsins
órækt vitni. Hlýlegt og vinsamlegt
viðmót réði þar ríkjum. Til viðbót-
ar húsmóðurstörfunum bættist, að
fádæma gestagangur laðaðist að
heimilinu. Um það getur undirrit-
aður borið vitni, sem einskonar
heimagangur þar. Dvaldi nær
undantekningarlaust þar, búskap-
artíð þeirra, er ég átti erindi, að
norðan, til höfuðborgarinnar, sem
alloft var og stundum svo vikum
skifti, þegar erindi mín voru það
tímafrek.
Þrátt fyrir að húsmóðirin skil-
aði sínu hlutverki svo sem áður
getur, með myndarskap, smekk-
vísi, hógværð og hlýleika, virtist
henni skapast tækifæri til að
stunda fatasaum og aðra handiðn,
fyrst og fremst fyrir fjölskylduna
og húshaldið og líka nokkuð fyrir
vandalausa sem einskonar við-
skiptaaðila. Mun Steinunn hafa
dvalið á Seyðisfirði er hún stund-
aði nám í þessum greinum og þá
verið til heimilis að Firði við
Seyðisfjörð hvar Jón Jónsson frá
Gagnstöð bjó, enda þótt hans aðal
lífsstarf væri í bænum. Jón var
stjúpbróðir Guðrúnar í Jórvík og
ólust þau að miklu leiti upp
saman. Var mikil vinátta milli
Jórvíkurfólks og Fjarðar, líkt því
sem Fjörður væri annað heimili
þeirra í Jórvík, þegar erindi þurfti
að reka á Seyðisfirði, sem oft var á
þeim árum, meðan verslun Hér-
aðsbúa var sótt þangað. Jón í Firði
hafði fjölmögrum trúnaðarstörf-
um að gegna í bænum, bæði vegna
bæjarstjórnar o.fl., svo og einka-
aðila s.s. verslun Stefáns Th.
Jónssonar og annarra umsvifa
hans. Heitin var Steinunn eftir
móður Jóns, Steinunni Stefáns-
dóttur í Gagnstöð, stjúpu Guðrún-
ar í Jórvík.
Þeim hjónum Steinunni og Að-
alsteini fæddust þrjár dætur:
Gunnþóra Erla, gift húsasmiða-
meistara Snorra Bjarnasyni.
Reistu nýbýlið Stutluhól úr Efri-
mýralandi fyrir tuttugu árum og
hafa verið búsett þar síðan. Eiga
þau fimm börn, þrjá syni og tvær
dætur.
Áslaug, gift Steinari Friðjóns-
syni (iðnrekanda) bifreiðasm. Bú-
sett í Reykjavík. Eiga þau þrjú
börn, tvo syni og eina dóttur.
Áslaug eignaðist son áður en hún
giftist. Heitir Aðalsteinn Emils-
son, giftur og býr í R.vík. Ólst
hann alveg upp hjá foreldrum
Áslaugar.
Brynhildur, gift Ólafi Sigur-
jónssyni tollverði. Búsett í R.vík.
Eiga þau þrjú börn, tvo syni og
eina dóttur.
Jafnframt og ég votta Aðal-
steini, dætrum hans, uppeldissyni,
tengdasonum, börnum og öðrum
vandamönnum samúð mína, dótt-
ur minnar og tengdasonar míns,
þakka ég og við öll, þeim prýðileg
kynni og vináttu um liðin ár og
óskum honum og þeim öllum
heilla í framtíðinni.
í guðs friði,
Bjarni ó. Frimannsson,
frá Efrimýrum.
Landsþing demókrata
Kennedy dregur
framboð sitt til baka
Frá fréttaritara Morgunblaósins. önnu
Bjarnadóttur, i New York i gær.
JOHN C. White, formaður
Demókrataflokksins, setti
landsþing flokksins i New
York á mánudag, nokkrum
timum seinna en ætlað var i
upphafi vegna ósamkomulags
i flokknum um reglur lands-
þingsins.
Stuðningsmenn Edwards
Kennedy fengu setningu
þingsins frestað svo að þeim
ynnist frekari tími til að
reyna að vinna fulltrúa á
þinginu á sitt band á móti
tillogu reglunefndar sem
skyldaði fulltrúana til að
styðja þann frambjóðanda,
sem þeir voru kjörnir á þing-
ið fyrir, við fyrstu atkvæða-
greiðslu um forsetaefni
flokksins.
Barátta Kennedys og stuðn-
ingsmanna hans gegn reglunni
var síðasta von þeirra um að
koma í veg fyrir forsetaútn-
efningu Jimmy Carters á mið-
vikudagskvöld.
Carter vann 1985 fulltrúa af
3331 á landsþingið í forkosn-
ingum og á flokksþingum í
vetur og vor en Kennedy 1243,
hann þurfti 1666 atkvæði á
mánudagskvöld til að tryggja
stuðning allra fulltrúa sinna
við forsetaútnefninguna. •
Kennedy tapar
baráttu um
reglubreytingu
Atkvæðagreiðslan um reglur
þingsins fór á þá leið, að 1936
greiddu atkvæði á móti reglu-
breytingunni en 1930 með
henni.
Þar með urðu vonir Kenne-
dys um útnefningu þingsins að
Edward Kennedy
engu og rúmum klukkutíma
eftir að úrslit voru kunn dró
hann framboð sitt til baka.
í stuttri yfirlýsingu bað
hann demókrata að styðja
stefnu sína í efnahagsmálum
sem hann mun tala um á
landsþinginu á þriðjudags-
kvöld.
Hann sagðist hafa hringt í
Carter og óskað honum til
hamingju með sigurinn, en gaf
ekki til kynna hvort hann
muni styðja forsetann í kosn-
ingabaráttunni.
Stuðningsmenn Kennedys
tóku fréttunum illa, en stuðn-
ingsmenn Carters hrópuðu upp
yfir sig af gleði.
Walter Mondale varaforseti
sagði að ákvörðun Kennedys
kæmi sér ekki á óvart. Kenne-
dy væri nógu skynsamur til að
sjá að úti væri um vonir hans.
Hann sagði að flokkurinn
þyrfti nú að sameinast og
skoðanamunur fylgismanna
Carters og Kennedys væri ekki
svo mikill að hann væri ekki
yfirstíganlegur.
Morris Udall, fulltrúadeild-
arþingmaður frá Arkansas,
tók í sama streng í setningar-
ræðu þingsins, sem hann flutti
á mánudagskvöld. Hann flutti
þinginu fréttir af ákvörðun
Kennedys. Udall var meðal
þeirra sem lögðu hart að
Kennedy síðastliðið haust að
bjóða sig fram til forseta.
Hann sagði í ræðu sinni að það
þyrfti verulega mannkosti til
að ganga í gegnum kosninga-
baráttu eins og Kennedy gerði
án þess að gefast upp fyrr en í
fulla hnefana.
Margir hafa velt fyrir sér
undanfarna daga hvers vegna
Kennedy þráaðist við og hélt
vonlausri baráttu svo lengi
áfram. Sumir segja að hann
hafi verið að sanna þraut-
seigju sína fyrir sjálfum sér og
öðrum, jafnvel verið að ganga í
gegnum hreinsunareld eftir
slysið við Chappaquiddic fyrir
10 árum . Aðrir segja að hann
hafi verið farinn *að hafa
gaman af baráttunni og einnig
trúað að hann einn flytti
boðskap demókrata sem hann
sagði Carter hafa svikið. Og til
eru þeir sem segja að hann
hafi verið að undirbúa veginn
fyrir baráttu sína í forseta-
kosningunum 1984.