Morgunblaðið - 29.08.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.08.1980, Qupperneq 1
194. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Arangur í baráttu við hvítblæði Boston. 28. ájcúst. AP. MEÐ nýjum aðferðum er læknum nú kleift að senja íyrir um það með vissu hvort sjúkiinKÍ. sem verið hefur til lækninga vejfna hvítblæði. muni elna sóttin að nýju. Með þeim er unnt að finna krabba- meinsfrumur í beinmerg áður en þeim hefur fjölgað og borist með blóðinu um allan likama. Dr. Potu Rao, líffræðingur við M.D.Anderson-sjúkrahúsið og æxlastofnunina í Houston í Texas, er höfundur þessarar aðferðar, sem hann nefnir PCC-aðferðina. „Hún gefur lækninum til kynna hvort sjúklingnum muni hraka innan þriggja eða fjögurra mánaða og þannig fæst ráðrúm til að grípa til viðeigandi lækninga,“ sagði Dr. Rao. Það tekur tvo daga að beita þessari aðferð við hvern sjúkl- ing og þykir hún of flókin til að almennir læknar geti notað hana en nú er verið að auðvelda hana þannig að finna megi krabbameinsfrumurnar með litarefnum. Hvítblæði er krabbamein í vefjum sem framleiða blóð- korn. Aðeins um fimmtungur þeirra, sem taka veikina, lifir lengur en í fimm ár frá þeim tíma. Tillögur Carters: Einstakl- ingsskatt- ar lækki WashinKton. 28. áKÚst. Irá Önnu Bjarna- dóttur. blaóamanni Mbl. CARTER Randarikjaforseti greindi frá efnahagsaðgerðum. sem hann mun leggja fyrir þingið í hyrjun næsta árs. Aðgerðirnar eiga að auðvelda endurnýjun efnahagslífs- ins — minnka atvinnuleysi, auka fjárfestingu. flýta fyrir efnahags- legum bata og auka hagvöxt — án þess að verðbólga vaxi í landinu. Carter mun strax fara fram á við þingið. að það samþvkki greiðslur atvinnuleysisstyrkja 13 vikum leng- ur en nú tiðkast i rikjum. þar sem atvinnulcysi er mikið. Carter vill hvetja til aukinnar fjárfestingar einkaaðila, svo að framleiðsla aukist og atvinnuleysi minnki. Hann leggur til breytingar á skattalögum, sem myndu auðvelda nýjum fyrirtækjum að fóta sig og gömlum að endurnýja framleiðslu- tæki. Hann vill auka fjárfestingu ríkisins á sviði samgöngu- og orku- mála og í vísindarannsóknum og útflutningi. Carter vill stuðla að samvinnu milli einkageirans og stjórnvalda við lausn vandræða, sem hljótast af flutningi framleiðslufyrirtækja og við menntun og þjálfun starfsmanna. Hann leggur til, að ríkið styrki fyrirtæki, þar sem atvinnuleysi er mikið, og skattar verði notaðir sem hvati fyrir önnur fyrirtæki að setjast þar að. í fjórða lagi vill Carter, að skattar einstaklinga lækki hægt og bítandi, svo þeir geti með aukinni eftirspurn flýtt fyrir bata efnahags- lífsins. Aðalfulltrúi stjórnarinnar í við- ræðunum, Jagielski, sagði í út- varpsávarpi í dag að gengið hefði verið að flestum kröfunum og þær sem óleystar væru nú myndu verða leystar. Talsmaður stjórnarinnar sagði í kvöld að ástandið í landinu væri óþolandi og ásakaði hann „and- sósíalisk öfl“ um að gera öfgafullar kröfur. Þetta gæti verkamönnum ekki haldist uppi öllu lengur. Hann taldi að 300 þús. verkamenn væru nú í verkfalli á Gdansksvæðinu einu saman og þúsundir í öðrum bæjum landsins. í Varsjá harðneitaði PAP-frétta- stofan hvað eftir annað þeirri frétt að Edvard Gierek, flokksleiðtogi, hefði fallizt á að víkja og við ætti að taka Stefan Olszowki, sendiherra í AÞýzkalandi. Hann hefur marg- sinnis gagnrýnt efnahagsstefnu stjórnarinnar, og var látinn fara úr stjórnmálaráðinu í febrúar sl. en kallaður heim nú um helgina og hefur fengið sæti sitt þar á ný. Það var ABC-fréttastofan sem fyrst birti þessa fregn. Lech Walesa hélt í dag ræðu þar sem hann hvatti til að ekki yrði efnt til frekari verkfalla að sinni meðan reynt yrði til þrautar að ná sam- komulagi. Óstaðfestar heimildir herma að verkföllin hafi enn breiðzt út, og með öllu sé óvíst að verkfallsmenn láti sig orð Walesa nokkru skipta, enda virðist ljóst að ágreiningur innan raða verkfalls- manna sjálfra hefur magnazt: þeir skiptast í fylkingar þeirra sem vilja hvergi hvika og annarra sem telja eðlilegt að verkamenn sýni sveigj- anleika. Walesa sagði í ávarpi sínu, að tækist ekki að finna lausn á málunum á næstu þremur til fjór- um dögum, væri ráð að verkamenn gripu til sinna ráða. TASS-fréttastofan sagði í kvöld að með því einu að sýna „ábyrgðar- tilfinningu, skynsemd og ró myndi takast að leysa deilurnar". Vakin er athygli á að frétt TASS var nánast orðrétt eftir pólsku fréttastofunni, og ekki gerðar við hana neinar athugasemdir í viðlíka tón og kvöldið áður þegar talað var um „andsósíalísk öfl sem væru að streða við að breyta pólitísku skipu- lagi“. Aftur á móti var flokksmálgagnið í Póllandi Trybuna Ludu hvassyrt í morgun og sagði fráleitt að leyft yrði að stofna frjáls verkalýðsfélög, þar sem þær kröfur stefndu aðeins að því að rjúfa einingu verka- manna. Sjá ennfremur „Pólland í skugga sovézka bjarnarins" og „Frjáls verkalýðsfélög — það getum við ekki leyft" og „Pólland — sósíalismann þarf að vernda" bls. 14—15. Dr. Amerashinghe um undirritun hafréttarsáttmála: Góðar horfur á und- irritun í Caracas „ÉG ER ákaflega ánægður með þróun mála á Hafréttarráð- stefnunni hér í Genf. — árang- ur ráðstefnunnar hefur verið verulegur. Góðar horfur eru á því, að hafréttarsáttmáli verði undirritaður á 10. fundi ráð- stefnunnar í Caracas í Venezu- ela i marz eða april á næsta ári. Raunar fer það eftir ákvorðun Allsherjarþings Sameinuðu þj<)ðanna. hvort norður-suður viðræðurnar svokolluðu fara fram næsta vor. I»á yrði ekki aðstaða fyrir Hafréttarráð- stefnuna. þannig að 10. fundur Hafréttarráðstefnunnar fer. ef að líkum lætur. fram i Cara- cas," sagði dr. Shirley Amera- shinghe. forseti Hafréttarráð- stefnunnar, í samtali við blaða- mann Mbl. í gærkvoldi. „Enn á að vísu eftir að semja endanlega um ýmis mál. Þar má nefna aðild Efnahagsbandalags Evrópu og PLO að sáttmálanum. Þá á eftir að ganga frá skipan ráðs Alþjóðahafsbotnsstofnun- arinnar, sem sett yrði á laggirn- ar þegar sáttmálinn hefur öðlast gildi. Þá er enn ákaflega viðkvæmt og erfitt mál óútkljáð, en það er hvernig skipta skuli landgrunn- Dr. Shirley Amerashinghe inu milli ríkja. Hvort skipta beri eftir staðháttum hverju sinni eða hvort nota skuli miðlínuregl- una.“ Hver eru stærstu málin, sem samstaða hefur náðst um? „Öll helztu deilumál í fyrstu nefnd hafa verið til lykta leidd. Þá á ég við hvernig standa skuli að rannsóknum og nýtingu á alþjóðlegum hafsbotnssvæðum, fjármögnun, hvernig standa beri straum af kostnaði víð eftirlit, miðlun tækniþekkingar og síðast en ekki sízt, hvernig standa beri að atkvæðagreiðslu í ráðinu," sagði dr. Amerashinghe. Myndin var tekin í fyrradag þegar Lech Walesa forvígismaður verkamanna (fremst á myndinni) og aðstoðarforsætisráðherrann Jagielelski ganga til samningafundar. Kaþólskur prestur til vinstri á myndinni hlýðir á skriftamál pólsks verkamanns Lcnín- skipasmiðastöðvarinnar. Þar fara fram reglu- legar guðsþjónustur og verkamenn ganga til skrifta. Lítið miðaði um kröfuna um frjáls verkalýðsfélög Walesa letur til frekari verkfalla að sinni Gdansk. Varsjá. 28. ág. — AP. LEIÐTOGAR verkfallsmanna og fulltrúar ríkisstjórnarinnar lógðu öll mál önnur en kröfuna um frjáls verkalýðsfélög til hliðar á fundi sínum. sem stóð fram á kvöld. Að honum loknum sagði Lech Walesa. forvígis- maður verkamanna við 700 fulltrúa verk-- fallsnefndarinnar: „Við hefjum vinnu á laugardaginn ef ríkisstjórnin fellst á mál máianna — frjáls verkalýðsfélög." BBC sagði í kvöld að sýnilegt væri að lítið sem ekkert heíði miðað í samkomulagsátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.