Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 7

Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 7 Spádómar á uppleið Lárus Jónsson, alþing- ismaður, segir í leióara íslands i dögunum: „Hinn 29. apríl sl. sagói forsætisráóherra í sjón- varpi að ríkisstjórnin hyggöist beita enn haró- ari aögeróum gegn veró- bólgu og „standist áform okkar, gæti verðbólgan orðió um 40% frá ársbyrj- un til ársloka" svo orórétt séu eftir honum höfó um- mæli við þaó tækifæri. Fjárlög voru þá nýaf- greidd og forsendur þeirra voru aö „niðurtaln- ingin“ myndi hafa í för meó sér aó veröbólgan yrói einungis 31% frá ársbyrjun til ársloka. Nú á sex mánaða afmæli ríkis- stjórnar sinnar vióur- kennir forsætisráðherra aó verðbólgan geti orðiö nálægt 50% enda hefur Þjóóhagsstofnun áætlað aó hún verði milli 50 til 55% á árinu að óbreyttu kerfi um veröbætur og verðhækkanir en án grunnkaupshækkana. Forsætisráðherra hefur því hækkað sig í spá- dómum um verðbólguna fyrst úr rúmlega 30%, síóan í 40% og nú í 50% á árinu og þetta hefur ein- ungis tekió hann 4 mán- uði. j leióinni hefur hann étið ofan í sig ummæli um aó upplýsingar sem fram komu í umræðum á Alþingi strax í apríl í vetur um að verðbólgan yrði yfir 50% á árinu væru rangar, en þau orð lét hann falla bæði á Alþingi og í sjónvarpi. Hvers vegna? Hver er ástæðan fyrir því að for- sætisráðherra hrekst frá einum spádómi til annars um verðbólguna og hækkar sig í sífellu? Ástæðan er einfaldlega sú aö barátta ríkisstjórn- arinnar viö veröbólgu með „niðurtalningu" í fyrirrúmi er dæmd til að mistakast. „Niöurtalning" eins og hún er sett fram í stjórnarsáttmálanum, þar sem ekki á að leyfa hærri verðhækkanir en ákveön- ar lækkandi prósentur á þriggja mánaða fresti eru hörðustu og vitlausustu verðlagshöft sem reynd hafa verið hér á landi og er þá langt til jafnaö. Ef kostnaöur hefur sannan- lega hækkað við fram- leiðslu á vöru eða þjón- ustu um 15% á þremur mánuðum hljóta venju- legir menn að skilja að söluverð þeirrar vöru eöa þjónustu verður ekki hækkuð minna með ein- faldri stjórnvaldsákvörð- un nema taprekstur verði á framleiðslunni. Hér er byrjaö á öfugum enda. Rjúfa þarf vixlgengi kaupgjalds og verðlags og draga úr kostnaöar- hækkunum. Jafnvel ráð- herrar í núverandi ríkis- stjórn hljóta að skilja að ekki er til lengdar hægt aö selja vöru eða þjón- ustu sem kostar t.d. 300 kr. á 250 kr., en þetta bjargráð virðist vera nán- ast trúaratriði hjá þeim í viðureigninni við verö- bólguna. Meöan svo er þá er ekki við öðru að búast en að forsætisráöherra verði að hækka spádóma sína um verðbólguna á hverju mánaðarafmæli ríkisstjórnarinnar.“ Hvar er vísitölukjötiö? Þar næst víkur alþing- ismaðurinn að þeirri „stjórnarkúnst" aö láta launafólk greiða sunnu- dagssteikina að hálfu í kjötbúðinni og að hálfu hjá Gjaldheimtunni, en skattheimta hefur verið stóraukin m.a. til þess að greiða niður vísitöluvör- ur, þ.e. til þess að halda niöri verðbótum á laun. Sá hluti kjötverðsins, sem launamaðurinn greiöir hjá Gjaldheimt- unni, kemur sem sé ekki inn í vísitöludæmið. Sumum þykir hinsvegar verra aö vísitölukjötið verður ógjarnan á vegi launamannsins, slík er „stjórnarkúnstin" nú til dags. Um þetta segir Lár- us: „Ríkisstjórnin ákvað á dögunum aö fikta einu sinni enn við vísitöluna með því að greiða niöur verð á landbúnaðarvör- um svo næmi 2 vísitölu- stigum. Þetta er gamal- kunnugt ráð en þjóöin hefur orðið vitni að grát- broslegum skrípaleik að þessu sinni vegna þess- arar ákvörðunar. Þrátt fyrir þá staöreynd að miklar kjötbirgðir eru í landinu er vísitölukjötið svonefnda nú vart fáan- legt í neinni verzlunl Svo langt hefur þessi skripa- leikur nú gengið að eig- endafélag verkalýös- hreyfingarinnar í Alþýðu- bandalaginu hefur ókyrrst og vill fá vitn- eskju um hvar þetta vísi- tölukjöt er niður komið áður en kaupgjaldsvísi- tala fyrir næstu 3 mánuði veröur ákveðin. Sann- leikurinn er einfaldlega sá að búist er við hækkun búvara um næstu mán- aöamót og þá er fullvíst aö nóg verður um kjöt í verzlunum! Hér er gott dæmi um það hvernig fitlað hefur verið við vísi- töluna, einkum þegar Al- þýðubandalagsmenn og framsókn eru í stjórn án þess að nokkuð hafi verið talið við það að athuga. Gott er til þess að vita að þessi hráskinnaleikur er nú farinn að keyra svo um þverbak aö jafnvel allaballarnir í verkalýös- hreyfingunni eru farnir aö ókyrrast. Bezt væri þó að þessi sviösetning öll yrði til þess aö augu almenn- ings opnuðust fyrir því að allt þetta vísitölu- og verðlagskerfí sem við búum við þarfnast gagn- gerrar endurskoöunar.“ UTSALA ÚTSALA ÚTSALA Flótti Tapast hafa 4 hestar úr Þingvallasveit. 1 rauðblesóttur 1 brúnn 2 leirljósir Vinsamlegast, þeir sem hafa orðið varir við feröir þeirra hafi samband viö Hótel Valhöll, Þingvöllum. Hjartans þakkir færi ég ykkur öllum sem glödduö mig á margan hátt á sjötiu ára afmœlisdegi mínum, þann 21*. ágúst og geröu mér daginn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur öll. Jónína Ásbjörnsdóttir, HoltagerÖi 6, K&pavogi. Allt til skólans Skólavörur og ritföng í miklu úrvali. Opiö til kl. 10 í kvöld. OPIÐTIL KL.10 í KVÖLD HACKAUP SKEIFUNN115 Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Hellusundi 7 Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn verður í dag föstudaginn 29. ágúst kl. 16—19 í Hellusundi 7, einnig mánudaginn 1. og þriðjudaginn 2. septemþer á sama tíma. Nemendur sem sóttu um framhaldsskólavist á síðastliðnu vori eru sérstaklega áminntir um að staöfesta umsóknir sínar með greiðslu námsgjalda þar sem skólinn er fullsetinn nú þegar. Upplýsingar um stundarskrárgerð og fl. verða veittar við innritunina. Skólastjóri Ódýru og fallegu Hafa baöskáparnir úr furu eru komnir aftur, fást í 3 litum. \!P VALD. POULSENf Suðurlandsbraut 10, sími86499.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.