Morgunblaðið - 29.08.1980, Side 8

Morgunblaðið - 29.08.1980, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 8 Helga Finnsdóttir, dýralæknir: r Sigríður Asgeirsdótt- ir og „sannleikurinn” SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir, for- maður Dýraverndarfélags Reykja- víkur ritar í Morgunblaðið, föstu- daginn 15. ágúst öfgafulla grein, sem hún nefnir „Dýraspítalinn og „kerfið““. Sigríður veitist að mér í þessari grein með dylgjum og rangfærslum, þannig að ég get ekki þegjandi undir setið. í greininni segir Sigríður Ás- geirsdóttir, að ég hafi fundið mig „knúða til að fara á Dýraspítalann og hella þar úr skálum reiði" minnar yfir hinn danska dýra- lækni og segir síðan: „Já, þar hefur kerfinu sannarlega bættst „góður liðsauki“.“ Er ég hafði lesið grein Sigríðar, hafði ég þegar samband við Gar- bus dýralækni og spurði hann, hvort hann hefði þannig frá við- ræðum okkar skýrt, sem Sigríður tíundar í greininni, en samtal mitt við Garbus á Dýraspítalanum fór fram án þess að nokkur vitni væru af. Hann kvaðst hafa skýrt Sigríði frá samtalinu, en kvað sér ekki ljóst, hvað hún hefði skrifað. Þýddi ég þá þennan kafla greinar Sigríðar fyrir danska dýralækn- inn og er hann hafði heyrt hann, sór hann og sárt við lagði, að þetta hefði hann aldrei sagt og grein þessi kæmi sér ekki við. Svo virðist sem Sigríður sé ekki jafn- góður liðsmaður sannleikans og hún álítur mig góðan liðsmann kerfisins. Sigríður segir í grein sinni, að ég sé menntuð frá Danmörku. Rétt er það, en síðar segir hún, að „með ódrengilegri og óskiljanlegri baráttu við hinn danska starfs- bróður minn, sem nú starfar á Dýraspítalanum, launar þetta fólk menntunina sem það hlaut í Dan- mörku og velviljann, sem það hefir orðið aðnjótandi, er það fékk leyfi til að starfa þar sem dýra- læknar". Sigríður verður að gera sér ljóst að íslenzkir dansk- menntaðir dýralæknar hafa tekið próf í danskri réttarlæknisfræði, sem er námsgrein, sem fjallar um lög og reglur er varða dýralækn- ingar og dýralækna í Danmörku. Enginn dýralæknir menntaður utan Danmerkur fær starfsleyfi þar í landi, nema hann hafi staðizt próf í danskri réttarlæknisfræði. Hinn danski dýralæknir starfar hér án starfsleyfis, sem vitanlega fær ekki staðizt lögum samkvæmt og ætti lögfræðingnum Sigríði Ásgeirsdóttur að vera það full- kunnugt. Enginn dýralæknir, þótt íslendingur sé, fær nú starfsleyfi hér, fyrr en hann hefur kynnt sr lög og reglugerðir, er varða störf þeirra á Islandi. Það hefur hinn danski dýralæknir ekki gert, enda varla á hans færi, þar sem hann hvorki les né skilur íslenzku. Starfar hann þó enn hérlendis, þrátt fyrir synjun starfsleyfis. Af þessum ástæðum er þessi saman- burður Sigríðar Ásgeirsdóttur ekkert annað en rugl, sem varla ætti að vera samboðið menntuðum lögfræðingi. Þá að lokum vil ég geta þess, að Sigríður segir mig vera að leysa af aðstoðarlækni héraðsdýralæknis í Kjósarsýslu. Þetta er rangt, svo sem margt annað í grein Sigríðar, sem ég hirði ekki að tíunda hér. Hið rétta er, að ég er að leysa af héraðsdýralækninn í Kjósarsýslu, Brynjólf Sandholt. Reykjavík, 26. ágúst 1980. Helga Finnsdóttir, dýralæknir. Aðalfundur Norrænu félaganna í Húnaþingi Aðalfundur Norræna félags Austur-Húnvetninga verður á Blönduósi kl. 17.00. Formaður Norræna félagsins á íslandi, Hjálmar Ólafsson mætir á fundinum og talar um vinabæj- arsamskipti og sýnir litskyggnur frá Grænlandi. Þá verður opnuð sýning á teikningum 10 og 11 ára barna á Blönduósi í tengslum við fundinn þar. Teikningarnar eru gerðar af börnum í Svíþjóð, Hor- sens í Danmörku, Vikia í Finn- landi og Moss í Noregi. Hefur þessi sýning þegar verið haldin í hinum vinabæjunum við mikla aðsókn. Um tuttugu og fimm þúsund manns sóttu sýninguna í Moss í Noregi. Sýningin verður opin yfir helgina á Blönduósi. (Fréttatilkynning). Nauðungaruppboö Annað og síðara sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979, á Hjallabrekku 2 — vestur hluta neðri hæöar —, þinglýstri eign Gróu Sigurjóns- dóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 5. september 1980 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. LAUGARDAGINN 30. ágúst halda Norrænu félögin í Húna- þingi aðalfundi sína. Fundur Norræna félags Vestur-Húnvetn- inga hefst kl. 14.00 í Félagsheim- ilinu á Hvammstanga. Seljaprestakall Skrifstofa stuðningsmanna sr. Valgeirs Ástráðssonar er að Seljabraut 52—54, (fyrir ofan Kjöt og Fisk). Opið kl. 5—10 e.h. Símar 74311 og 77353. Upplýsingar um kjörskrá og fleira. Stuðningsmenn hafið sam- band við skrifst. KOSID VERÐUR SUNNU- DAGINN 31. ÁGÚST. Stuðningsmenn. Hinn 12. ágúst sl. rættist lang- þráður draumur þeirra sem látið hafa sig framfaramál í Rangár- vallasýslu einhverju varða. Þann dag varð óvæntur og verulegur árangur af heitavatnsborun Orkustofnunar á Laugalandi i Holtum. Á 750 metra dýpi komu upp allt að 20 sek. litrar af 90 stiga heitu vatni og við þessar framkvæmdir siðan hafa vaknað vonir um meira heitavatnsmagn. Atvinnumál í öskustónni Á undangengnum árum hafa fjölmargir aðilar, stofnanir og stofnað í kauptúnum og sveitum Rangárvallasýslu. Fjöldi ungs fólks hefur lagt aleigu sína í húsbyggingar á Hellu og Hvols- velli og stofnað til þeirra miklu skuldbindinga sem því er samfara. Hér er um tugi fjölskyldna að ræða, dugmikið og áræðið fólk, flest úr héraðinu en nokkuð að- flutt sem á þessum stöðum vill eiga heimili sitt, ala upp börn sín og stunda frá þeim á eðlilegan hátt atvinnu sína. Fyrir þessu fólki hefur ekki blasað við til þessa nein örugg lausn atvinnu mála að Hrauneyjafoss-virkjun lokinni, fyrst og fremst vegna þess að eðlileg atvinnuuppbygging í Sigurður óskarsson, Hellu: Nýjar vonir og nýir mögu- leikar til atvinnuuppbygg- ingar í Rangárvallasýslu einstaklingar bent á þá ískyggi- legu þróun sem átt hefur sér stað í atvinnuuppbyggingu og atvinnu- málum í Rangárþingi. Þrátt fyrir mikla atvinnu við virkjanafram- kvæmdir á árunum 1973 til 1975 við Sigöldu og nú á árunum 1979 og yfirstandandi ári við Hraun- eyjafoss hefur ætíð verið um verulegt atvinnuleysi að ræða yfir vetrarmánuðina j)egar virkjana- framkvæmdir liggja að mestu niðri. Á árunum 1976 til 1979 milli starfa við þessar tvær fram- kvæmdir var atvinnuleysi geig- vænlegt og ekkert líklegra en sú saga endurtæki sig að virkjun Hrauneyjafoss lokinni, og þá al- varlegri en nokkru sinni. Hér um ræðir m.a. að fjölmargir, sem á hálendinu hafa unnið um árabil, eru fjölskyldufólk og fyrirvinnur heimila, sem þetta fólk hefur héraðinu sjálfu hefur ekki átt sér stað undangengna áratugi. Fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Sjöfaldur kostnaður við hús- kyndingu. Okurverð á rafmagni. Okurverð á símgjöldum. Skatt- okur Þrátt fyrir endurteknar álykt- anií' Atvinnumálanefndar Rang- árvallasýslu, sýslunefndar Rang- árvallasýslu, Verkalýðsfélagsins Rangæings og fjölmargra annarfa stofnana í héraði ásamt tilheyr- andi píslargöngu á fundi ráða- manna hefur nær ekkert áunnist til þess að þoka atvinnumálum Rangæinga á rétta braut. Þó eru þar undanskildar graskögglaverk- smiðjurnar í Gunnarsholti og á Hvolsvelli sem hafa þrátt fyrir erfið skilyrði og orkuokur og mest fyrir frábæra stjórnun fram- kvæmdastjóra og úrvals starfsfólk tekist að byggja upp trausta atvinnu og verulegan vinnumark- að yfir sumarmánuðina. Á þessari raunaleið milli Heró- desar og Pílatusar sem áhuga- menn um atvinnuuppbyggingu í Rangárvallasýslu hafa gengið milli „skilningsríkra ráðherra", sem auðvitað fullvissa viðkomandi um að allt vilji þeir gera sem í þeirra valdi stendur, og milli annarra valdaaðila í kerfinu hefur veganestið fyrst og fremst ekki verið að biðja um ölmusu eða gjafalán heldur réttlæti til at- hafna á eigin vegum. Réttlæti sem Ásgerður Jónsdóttir: Búf járrækt og búfjárflutningur Þann 26. júlí síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu viðtal við Harald Árnason skólastjóra að Hólum í Hjaltadal, þar sem hann ræðir um að hækka hag Hólaskóla, meðal annars með því að efla hrossakyn- bótabúið þar og kennslu í tamn- ingu. Með öðrum orðum, stefna að hestarækt sem nýrri búgrein. Þessari áætlun verður eflaust vel fagnað. í sumar heyrði ég í útvarpi viðtal við Þorkel Bjarnason ráðu- naut, í tilefni af landsmóti hesta- manna, þar sem hann sagði á þá leið, að því aðeins sé von um raunverulegan árangur í hesta- rækt, að menn sjái sér áþreifan- legan hag í þeirri ástundun. Enn fremur hef ég lesið fréttir og ekki síst séð í sjónvarpinu myndir og fréttir frá hestamótum erlendis, þar sem sýningardjásnin eru ís- lenskir úrvalshestar í höndum og eigu erlendra manna. Þessa alls vegna verð ég að spyrja: Eru ekki þeir íslenskir hrossaræktarmenn og ráðunautar, sem undanfarin ár hafa lagt sig fram um að færa útlendingum íslenska úrvalsstóð- hesta og hryssur og kenna þeim að rækta þá, eru þeir ekki hreint og beint búnir að draga það happ úr hendi íslendinga sjálfra að stunda hrossarækt sem arðvænlega bú- grein? Það væri fróðlegt að sjá og heyra þá, sem staðið hafa að þessum ólánsverkum frá upphafi, gera grein fyrir markmiði þeirra og einnig því, hvort þá hafi aldrei órað fyrir óheppilegum afleiðing- Ásgerður Jónsdóttir um þeirra fyrir hrossarækt á íslandi. Hrossaræktarsambönd og Bún- aðarfélag Islands verða að vinda að því bráðan bug að stöðva útflutning stóðhesta. Enn fremur að fá haldgóða vitneskju um, hvernig háttað er ræktun íslenska hestsins meðal þeirra erlendra þjóða, er hafa sýnilega mikinn áhuga og eru þegar komnar á sporið, áður eða jafnframt því sem verið er að hvetja landsmenn til að læra og ástunda hestarækt sem arðbæra búgrein. Það er augljóst, að þeir eiga þess engan kost í samkeppni við auðugar stórþjóðir ef þær eiga jafnan eða betri aðgang að úrvalsstóðhestum. Og þær munu ekkert láta til sparað að gera sér yfrinn arð af þessum auði smáþjóðar, sem skammsýnir forráðamenn hennar fá þeim í hendur, því enginn er annars bróðir í leik. 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.