Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 11
AlGIASIMi.V
SÍMLNN ER:
22480
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
Anna Bohlin
farið í gegnum meir af nútíma-
tónlist en nokkurntíma fyrr. Sex
tímar á dag í nútímatónlist er
álíka mikið og fer í hana á heilu
misseri við skólann sem ég stunda
nám við í New York. Þetta fyllir
að miklu leyti upp í skörð sem
annars væru ófyllt. Á námskeið
sem þetta færi ég hiklaust aftur ef
ég ætti þess kost.
Zukofsky kröfu-
harður kennari
Anna Bohlin er 21 árs fagott-
leikari frá Gautaborg, sagðist
hafa heyrt um þessi Zukofsky-
námskeið hjá vinkonu sinni sl. vor
en ekki komið til hugar að hún
ætti eftir að fara á slikt námskeið.
„Ég hafði heyrt Zukofsky getið
lítilsháttar og að hann væri mjög
kröfuharður kennari og mig hefur
alltaf langað að gera mitt besta og
einbeita mér reglulega að tónlist-
arnáminu. Ég hef verið í tvö ár og
á eftir önnur tvö við nám í
Tónlistarháskólanum í Gauta-
borg, sem greiddi kostnað við ferð
mína hingað.
Um framtíðarstarf get ég lítið
sagt, en ég býst við að það verði
mest kennsla, en mig dreymir um
að komast í sinfóníuhljómsveit, en
það er mjög erfitt því margir eru
um hituna."
Lít tónlistina
öðrum augum
„Ég held að ég líti tónlist
svolítið öðrum augum eftir að
hafa þvælst í nútímatónlist nær
allan sólarhringinn í nokkra daga
sagði Svanhildur Óskarsdóttir,
en hún stundar nám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík og mennta-
skóla í Reykjavík. „Ég ætla að
ljúka námi við menntaskólann
áður en ég geri upp hug minn og sé
til hversu tónlistin hefur þá sterk
ítök í mér, áður en ég fer að velja
mér framtíðarstarf."
„Við erum sjö frá Akureyri á
þessu námskeiði nú,“ sagði Magn-
ús Kristinsson fiðluleikari og
menntaskólakennari frá Akureyri.
„Ég hef haft mjög mikið gagn af
þessu námskeiði og þetta er tæki-
færi til að glíma við erfiðari
verkefni en kostur er á fyrir
norðan. Zukofsky fer mjög vel í
æfingarnar og skipuleggur þær
mjög vel og veit sýnilega hvað
hann er að gera. Það er gaman
fyrir okkur að fá að takast á við
erfiðari verkefni, kynnast öðru
fólki og blanda geði við aðra
tónlistarmenn og finna að maður
er ekki aleinn að vasast í þessu.
Við Akureyringarnir, sem vorum
hér á síðastliðnu ári komum hér
öll aftur og ég efast ekki um að
áhugi er hjá Akureyringunum,
sem nú eru hér að koma hingað
aftur."
Námskeiðinu lýkur með tvenn-
um tónleikum, öðrum sem haldnir
voru í gærkvöldi í sal Menntaskól-
ans við Hamrahlíð og á morgun,
laugardag, þar sem flutt verða
þrjú stór hljómsveitarverk. Meðal
verka verður Petruska eftir Stra-
vinski og stjórnar Zukofsky um
hundrað manna hljómsveit nem-
enda af námskeiðinu.
Aðalfundur Náttúruvernd-
arsamtaka Austurlands
Náttúruverndarsamtök Austur-
lands — NAUST — héldu aðalfund
sinn að Hofi í öræfum dagana 16.
og 17. ágúst og sóttu hann 40
manns viða úr kjördæminu. t
tengslum við fundinn var farið á
Ingólfshöfða og gengið um þjóð-
garðinn 1 Skaftafeili. Þeir Sigurður
og Hálfdán Björnssynir. Kviskerj-
um; Ragnar Stefánsson. Skaftafelli:
og Eyþór Einarsson og Árni Reyn-
isson frá Náttúruverndarráði
fræddu þátttakendur um sögu og
náttúrufar staðanna. Á kvöldvöku
flutti Sveinn Jakobsson. jarðfræð-
ingur. erindi um rannsóknir sinar
á islenzkum eldstöðvaþyrpingum
og Ragnar Stefánsson. bóndi i
Skaftafelli. flutti frásöguþátt um
svaðilför á hestum yfir Skeiðará.
Loks var sýnd kvikmynd ósvalds
Knudsens „Sveitin milli sanda“.
Á aðalfundinum flutti Eyþór Ein-
arsson formaður Náttúruverndar-
ráðs ávarp og heillaóskir til samtak-
anna sem eru 10 ára á þessu ári. í
skýrslu stjórnar kom m.á. fram að
aðalverkefni stjórnarinnar á starfs-
árinu var athugun á steinatöku á
Austurlandi í samvinnu við Náttúru-
gripasafnið á Neskaupstað. Allmikl-
ar umræður urðu um náttúruvernd-
armál og nokkrar ályktanir voru
samþykktar.
Á fundinum fór fram stjórnarkjör
og var Einar Þórarinsson, Neskaup-
stað, endurkosinn formaður. I stjórn
voru kjörnir: Magnús Hjálmarsson,
Egilsstöðum,; Anna Kjartansdóttir,
Höfn; Óli Björgvinsson, Djúpavogi;
Jón Einarsson, Neskaupstað. Vara-
menn: Guðrún Jónsdóttir, Hlöðum;
Hermann Guðmundsson, Vopnafirði;
Friðjón Guðröðarson, Höfn. Endur-
skoðendur: Edda Björnsdóttir, Mið-
húsum; Völundur Jóhannesson, Eg-
ilsstöðum. Tii vara: Björn Björnsson,
Neskaupstað og Hálfdán Haralds-
son, Norðfirði.
Ályktanir aðalfundar NAUST 1980.
1. Aðalfundur NAUST 1980 beinir
þeim tilmælum til sveitarstjórna á
Austurlandi að þær láti fara fram
athugun á efnistökustöðum, hver á
sínu svæði. Allvíða setja smekkleys-
islega valdar og illa frá gengnar
efnisnámur Ijótan svip á umhverfið
og í sumum tilvikum spilla þær útliti
heilla sveita. Skipuleggja þarf val á
efnistökustöðum með tilliti til um-
hverfis og ganga þannig um að sem
minnst röskun hljótist af.
2. Fundurinn ítrekar fyrri sam-
þykktir um að sorpeyðingu hjá
sveitarfélögum verði komið í það
horf að viðunandi sé. Einnig ítrekar
fundurinn að sláturhús og fisk-
vinnslustöðvar gangi betur frá úr-
gangi sem frá þeim fellur. Minnir
fundurinn á að víðast hvar eru þessi
mál enn í megnasta ólestri svo af
hlýst veruleg mengun storra svæða á
landi og sjó.
3. Fundurinn beinir þeim tilmæl-
um til stjórnvalda og yfirstjórnar
vegamála að skipulagningu og upp-
byggingu á fjallvegum verði hraðað
eins og kostur er. Benda má á að
aukin umferð um hálendi landsins
síðustu ár hefur leitt til óþarfa og
gáleysilegs aksturs um viðkvæm
svæði, sumpart vegna slæmra
merkinga og ófullnægjandi leiðbein-
inga, en einnig og ekki síður, vegna
lélegs ástands fjallveganna.
4. Fundurinn beinir þeim tilmæl-
um til Náttúruverndarráðs að það
hlutist til um að gistiskálum og
hliðstæðum byggingum, sem reistar
eru í óbyggðum, verði þannig valinn
staður að þær spilli ekki gróðurvinj-
um eða fögru umhverfi.
(Fréttatilkynning).
20
50°/(
Sláiö til og geriö kjara-
kaup á glæsilegum
afsláttur
r\aup a yiocoucyui i
n teppum, bútum og
mottum
lÉPPfíLfíND
Grensásvegi 13, símar 83577 og 83430.