Morgunblaðið - 29.08.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
15
Pólland í skugga
sovéska bjarnarins
Moskvu. 28. ágúst. AP.
SPURNINGIN sem menn velta fyrir sér þessa dagana er: Munu
Sovétmenn skerast í leikinn í Pólíandi? Það er ljóst að enginn vill
að slíkt gerist. En möKuleikinn á hernaðarleKri íhlutun
Sovétmanna í Póllandi er fyrir hendi á meðan verkföllin þar halda
áfram. Pólsk stjórnvöld hafa óbeint varað verkfallsmenn við því
að það sem gerðist í Unjíverjalandi árið 1956 or í Tékkóslóvakíu
1968 kynni að endurtaka sij?.
Síðastliðinn sunnudag sagði
Edward Gierek, leiðtogi komm-
únistaflokksins, að Pólland gæti
aðeins orðið frjálst land gegnum
sósíalismann. „Við getum ekki
farið út fyrir viss takmörk."
Málgagn pólska kommúnista-
flokksins, Trybuna Ludu, minnti
lesendur sína á það sl. miðviku-
dag að „Pólland liggur í beinni
línu frá þeim sem gæta öryggis
sósialismans, Sovétmönnum".
Stefan Wyszynski kardináli
sagði löndum sínum sl. þriðju-
dag að þeir hefðu of miklu að
tapa. „Leið okkar til frelsis var í
gegnum rústir," sagði hann.
Áíramhaldandi verk-
föll eða innrás?
Sovéskir fjölmiðlar hafa tak-
markað frásagnir sínar af verk-
föllum í Póllandi við yfirlýs-
ingar pólskra stjórnvalda. Þeir
hafa einkum undirstrikað það
að „friðhelgi" Póllands byggist á
því að það verði áfram sósíalískt
ríki.
Eftir innrásina í Tékkósló-
vakíu árið 1968 sögðu Sovét-
Frá innrásinni í Tékkóslóvakíu árið 1968. Sovéskur skriðdreki á
götu i Prag.
menn að sósíalísku stjórnkerfi
hefði verið ógnað. Ekki er hægt
að segja að það hafi enn gerst í
Póllandi. Þó má segja að krafa
þeirra um frjáls verkalýðsfélög
grafi undan meginreglu þess
sósíalisma sem framfylgt er í
Sovétríkjunum.
Þrátt fyrir ógnandi yfirlýs-
ingu frá Kreml eru fréttaskýr-
endur ekki í vafa um að Sovét-
menn eru mjög tregir til að fara
með her inn í Pólland. Sú hætta
er fyrir hendi að verkamennirn-
ir berjist á móti þeim og úr yrði
blóðbað. Fyrir utan það myndi
hernaðarleg íhlutun í Póllandi
setja ljótan blett á Sovétmenn
sem segjast vera boðberar friðar
og framfara. Þeir biðu mikinn
álitshnekki við innrásina í Af-
ganistan og það yrði þeim dýr-
keypt, bæði á sviði stjórnmála
og efnahagsmála, færu þeir út í
ný ævintýri nú.
Spurningin er nú hvort Sovét-
menn álíta að áframhaldandi
verkföll í Póllandi verði þeim
þyngri í skauti en innrás i
landið. Ef verkföllin breiðast
meira út, t.d. til fleiri landa í
Austur- Evrópu, að ekki sé talað
um Sovétríkin, má búast við því
að valdamenn í Kreml sendi her
sinn af stað.
Yakunin í 5
ára fangelsi
Mo.skva. 28. ágúst. AP.
RÚSSNESKI andófsmað-
urinn og presturinn Gleb
Yakunin var í dag fundinn
Isknattleik-
ararnir flúðu
Prag. 28. ág. AP.
TÉKKNESKIR embættismenn
viðurkenndu i dag opinberlega
að þær fréttir væru sannar. að
tveir af snjöllustu ísknatt-
leiksmönnum Tékkóslóvakíu
hefðu strokið yfir til Vestur-
landa.
Fyrri frásögnum um að bræð-
urnir Peter og Anton Stastny
hefðu beðið um pólitískt hæli í
Kanada er þeir voru staddir á
alþjóðlegri ísknattleikskeppni í
Austurríki hafði verið neitað.
sekur um and-sovézka iðju
og dæmdur í fimm ára
þrælkunarbúðavist og
fimm ára útlegð að afplán-
un lokinni, að því er eig-
inkona hans greindi frá.
TASS fréttastofan var óvenju-
lega snör í snúningum að segja frá
réttarhöldunum og sagði, að þar
hefði fengist ótvíræð staðfesting á
undirróðursiðju Yakunins.
í lokaræðu sinni hafði Yakunin
lýst því yfir, að hann hefði ekki
annað gert en það sem starf hans
sem prestur fól í sér. Kona hans
sagði, að Yakunin hefði verið
rólegur og þegar dómsorð var lesið
hefðu ekki sézt á honum svip-
brigði.
Þegar Yakunin var fluttur á
brottu, eltu nokkrir stuðnings-
manna hans lögreglubílinn, hentu
yfir hann hvítum blómum og
hrópuðu hvatningarorð.
Þetta gerðist 28. ágúst
1974 — Bandaríkin og Austur-
Þýzkaland ákveða að taka upp
stjórnmálasamband.
1973 — Egyptaland og Líbýa til-
kynna stofnun sambandsríkis.
1%5 — Gordon Cooper og Charles
Conrad lenda á Atlantshafi eftir
átta daga geimferð.
1960 — Forsætisráðherra Jórdaníu,
Hazza El-Majali, ráðinn af dögum.
1943 — Dönskum herskipum sökkt í
Kaupmannahöfn í uppreisn gegn
Þjóðverjum — Þjóðverjar taka öll
völd í Danmörku.
1935 — Astrid Belgíudrottning ferst
í bílslysi í Sviss.
1929 — Loftskipið „Graf Zeppelin"
kemur úr hnattferð.
1842 — Ópíumstríði Breta og Kín-
verja lýkur með Nanking-sáttmála.
1835 — Borgin Melbourne í Ástralíu
stofnsett.
1833 — Vinnutími brezkra barna
styttur í 48—69 stundir.
1782 — Um 1.100 farast þegar enska
herskipið „Royal George" sekkur út
af Spithead.
1756 — Sjö ára stríðið hefst með
innrás Friðriks mikla í Saxland.
1533 — Síðasti konungur Inka í
Perú, Atahualpa, kyrktur að skipun
Pizarro.
1499 — Tyrkir taka Lepanto í
Grikklandi.
Ca. 28 e. Kr. — Höggvinn Jóhannes
skírari.
Afmæli. John Locke, enskur heim-
spekingur (1632—1704) — Jean
Baptiste Colbert, franskur stjórn-
málaleiðtogi (1619—1683) — Jean
A.D. Ingres, franskur listmálari
(1780-1867) - Oliver Wendell
Holmes, bandarískur rithöfundur
(1809—1894) — Maurice Maeter-
linck, belgískur rithöfundur (1862—
1949).
Andíát. 1645 d. Hugo Grotius,
stjórnmálaleiðtogi — 1877 d. Brig-
ham Young, mormónaleiðtogi —
1895 d. Thomas Huxley, vísindamað-
ur — 1975 d. Eamon de Valera,
stjórnmálaleiðtogi.
Innlent. 1220 Bardaginn á Helga-
stöðum (ósigur bpsmanna) — 1649
Hollustueiðar unnir Friðrik III á
Alþingi — 1688 d. Stefán Ólafsson í
Vallanesi — 1862 Akureyri fær
kaupstaðarréttindi — 1862 Konung-
ur fellst á tillögu Alþingis um
læknaskóla — 1905 Þjóðræðisflokk-
ur stofnaður — 1934 „Rauðka"
stofnuð (skipulagsnefnd atvinnu-
vega) — 1946 Öryggisráðið mælir
með upptöku íslands í SÞ — 1973
Fyrsta banaslysið í þorskastríðinu.
Orð dagsins. Þegar hluturinn er á
sínum stað er bezt að hafa hann þar
— Winston Churchill (1874—1965).
Sófasett „Colorado“ áklæði: Antik unnið leður.
Verð kr. 1.980.000.-
Eigum nú úrval af glæsilegum
ítölskum sófasettum í háum
gæðaflokki.
Áklæöi: Leöur og mohair — pluss.
Verö frá kr. 1.250.000.-
Höfum opið laugardag og sunnudag frá kl. 2—6.
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
m tm
ARMULI 4 SIMI82275