Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 19

Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 19 Pjétur Sigurður Ágústsson: Minning Kveðja frá starfsfólki Útvegsbanka íslands í dag fer fram í Fossvogskirkju útför Péturs Sigurðar Ágústsson- ar fyrrverandi húsvarðar Útvegs- banka íslands. Hann andaðist í Borgarspítal- anum í Reykjavík aðfaranótt föstudagsins 22. ágúst síðastlið- inn. Pétur Sigurður átti síðustu tvo mánuði ævi sinnar við þung- bæran og ólæknandi sjúkdóm að stríða, unz yfir lauk. Pétur Sigurður var Húnvetning- ur í báðar ættir fram. Hann fæddist að Sellandi í Bólstaða- hreppi i Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Sigurlaugar Bjarnadóttur og Ágústs Sigfús- sonar, er voru búendur þar. Hann var einn sjö systkina og átti fjóra bræður og tvær systur. Á lífi eru þrír bræður Péturs og tvær systur. Hann ólst upp að mestu hjá fósturforeldrum sinum, Guð- mundi Þorsteinssyni og konu hans Björgu Magnúsdóttur í Holti í Svínadal í Austur-Húnavatns- sýslu. Ungur að árum vandist Pétur Sigurður allri algengri sveita- vinnu og full þörf var á þeirri iðju á fjölmennum sveitaheimilum við aðstæður í upphafi þessarar aldar. Skólagöngu var ekki að finna á æskuárum Péturs Sigurðar. Hann átti þó kost á takmarkaðri og tímabundinni farkennslu hjá frábærum farkennara og var fög- ur og skýr rithönd hans órækur vitnisburður þess ásamt með- fæddri eðlisgreind. Úr sveitinni, að norðan, lá leið Péturs Sigurðar til Suðurlands. Þangað leitaði hann útsýnis og frekara náms en fáanlegt var í heimabyggð. Hann var í hópi fyrstu nemenda í Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Mosfells- veit, er þaðan luku fullnaðarprófi 1941. Sama ár réðist hann tii af- greiðslustarfa hjá Grænmetis- verzlun ríkisins og starfaði þar til haustmánaðar 1953. Á þeim árum og löngum síðar starfaði hann einnig að garðyrkju og blómarækt í hjáverkum og ætíð þegar leyfi gafst til. Iðjuleysi var Pétri Sigurði andstætt. Enda þótt ekki ætti fyrir Pétri Sigurði að liggja að verða bóndi í heimasveit sinni, sem hugur hans beindist oft að, var hann ávallt bundinn traustum átthagabönd- um sveitinni góðu, sem ól hann í æsku og uppvexti. Pétur Sigurður unni og vildi græða sár fósturmoldarinnar og fegra hana blómaskrúði. Hann var í hópi hinna fyrstu frumherja og hvatamanna að ræktun og fegrun Þórdísarlundar í Austur-Húnavatnssýslu, er ber nafn landnámskonu þar í sveit. Þórdísarlundur er einn fegursti og sérkennilegasti gróðrarlundur norðanlands. Árum saman, á hverju vori, fór Pétur Sigurður ásamt fjölda sveit- unga sinna og sýslunga úr Húna- vatnssýslu, sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu, norður í Þórdísarlund til gróðursetningar, eftirlits, umhirðu og snyrtingar á staðnum. Allt starfið var lagt fram í sjálfboðavinnu. Það þekki ég vel að á herðar Péturs Sigurðar kom að axla mestan þunga fjárhagsútgjalda, sem ávallt fylgja ferðalögum slík- um milli landshluta og í þeim efnum var örlæti og fórn Péturs engin takmörk sett. Hinn fagri og sögufrægi trjá- gróður í Þórdísarlundi mun um áraraðir og alla framtíð bera vitni um framlag, fórnfýsi, sterk átt- hagabönd og ást Péturs Sigurðar til fæðingarsveitarinnar. Pétur Sigurður hefir starfað áratugum saman að fegrun og skipulagi fjölda heimilisskrúð- garða á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík. Hann var ávallt eftir- sóttur til slíkra starfa og var vinna hans og frágangur sannur vitnisburður um snyrtimennsku og fegurðarkennd. Margrét Agústs- dóttir - Minning Fædd 5. nóvember 1922 Dáin 20. ágúst 1980 I dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Margrétar Ágústsdótt- ur, en hún andaðist í Landspítal- anum 20. ágúst síðastliðinn. Margrét Ágústsdóttir var fædd og uppalin í Rafstöðinni við Ell- iðaár. Foreldrar hennar voru Ág- úst Guðmundsson, yfirvélstjóri, dáinn 27. desember 1953, og Sig- ríður-Pálsdóttir, sem lifir dóttur sína. Þetta var óvenju samheldin fjölskylda, þar sem allir voru tilbúnir til þess að aðstoða hver annan, það sýndu systkini hennar og börn oftar en einu sinni. Fljótlega lá leið Margrétar, eða Möggu eins og flestir kölluðu hana, í Húsmæðraskólann að Staðarfelli í Dölum. Hún minntist skólaveru sinnar þar ætíð með gleði og hafði mikla ánægju af endurfundum gamalla skólasystk- ina sinna. Er hún var að Staðarfelli kynnt- ist hún manni sínum, Guðjóni Kristni Ólafssyni. Þau giftust 1941 og eignuðust alls níu börn en hann lézt 19. september 1961. Sem elzti tengdasonur Margrét- ar á ég margs að minnast, en lengst ætla ég, að minningin um hinn létta hlátur hennar og rólega yfirbragð, sem einkenndi hana svo mjög, muni lifa. Söknuður eftirlifenda er ætíð mikill, einkum móður, barna og barnabarns, sem öll nutu góðs á/ gæzku hennar, virtu hana og aaou. En við, sem eftir lifum, getum huggað okkur við það, að henni líður örugglega ekki síður vel nú undir nánari handleiðslu Himna- föðurins, en henni leið er hún var meðal okkar. Við vitum að vegir Guðs eru órannsakanlegir og við eigum oft erfitt með að sætta okkur við það, sem gerist í kring- um okkur, en við megum aldrei gleyma því, að undir handleiðslu hans líður okkur vel og að hann veldur því, sem öllum er fyrir beztu. Viðar Ottesen. Þann 15. september 1953 réðist Pétur Sigurður í þjónustu Útvegs- banka Islands og starfaði þar til 1. janúar 1975, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. í Útvegsbanka íslands fóru leið- ir okkar um sama farveg í nærri 22 ár sem starfsfélagar. Eftir að hann hætti störfum í bankanum bar áfram fundum okkar næstum daglega, þar til hann var sjúkur fluttur í Borgarspítalann. Pétur Sigurður kom daglega til þess tíma, til hádegisverðar í mötu- neyti Útvegsbankans og eignaðist í röðum yngra starfsfólks bankans góða vini og öllum í bankanum þótti vænt um Pétur Sigurð. Hann var sannur vinur, stund- um seintekinn en einlægur, með hlýtt hjartalag, gleðilund og góð- an hug til samferðamanna, sem hann kynntist á langri lífsleið, þekkti af afspurn og í raun, en sá hópur var fjölmennur. Pétur Sigurður hafði mikinn og óskiptan áhuga á félagsmálum bankamanna og samtökum þeirra. Hann aðstoðaði okkur oft og drengilega við skipulagningu og störf að ræktunarmálum í Lækar- botnum. Honum þótti vænt um Útvegs- banka íslands og sá ekki feigð í framtíð hans. Pétur Sigurður var meðalmaður vexti, fagurlimaður, fríður sýnum, dökkur yfirlits, íturvaxinn, glað- vær, kíminn í frásögn og skemmtinn á góðra vina fundum. Kona Péturs Sigurðar var Steinvör Jóhannesdóttir, einnig Húnvetningur að ætt. Hún er látin fyrir allmörgum árum. Hjónaband þeirra var innilegt og heimilið að Laugarnesvegi 83, þar sem síðustu samverustundir þeirra voru, var aðlaðandi, snyrtilegt og fallegt. Þar voru síðustu heimkynni Pét- urs Sigurðar, unz síðasta förin hófst í Borgarspítalanum fyrir tæplega þremur mánuðum. Steinvör og Pétur Sigurður eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur, sem öll eru á lífi. Fyrir hönd starfsfólks Útvegs- banka Islands færi ég látnum vini mínum, Pétri Sigurði Ágústssyni, innilegar þakkir okkar allra fyrir trausta og órofa vináttu í sam- starfi og tómstundaiðju. Börnum hans, systkinum, tengdadóttur og öðrum ástvinum votta ég í nafni félaga minna einlæga samúð. Adolf Björnsson. Minning — Leiðrétting Vegna þess að niðurlagsorð í kveðjuorðum um Rannveigu Kjar- an, hér í blaðinu í gær, eftir R.S. brengluðust, birtir blaðið þessa málsgrein aftur til leiðréttingar og biður alla hlutaðeigandi afsökunar á mistökunum. Svona hljóðar síð- asta málsgrein kveðjuorðanna: „Árið 1955 missti Rannveig eig- inmann sinn, Ingvar Kjaran, og er þá aðeins yngsta barnið, Snorri Páll, eftir heima. 1962 er Kristín Björnsdóttir, systir hennar, missti eiginmann sinn, Gunnar Hall- dórsson, fluttust þær systurnar saman og reyndist Kristín Rann- veigu einstaklega vel og vil ég sérstaklega, fyrir hönd fjölsk. minnar, þakka Kristínu (töntu) hjartanlega fyrir allt.“ TÆKIFÆRISKAUP Blaupunkt — Bonn • FM, MV, LW bylgjur • Bílútvarp m/ stereo segulbandi • BLAUPUNKT er rómaö ffyrir hljómgæöi • BLAUPUNKT er þýsk gæöavara. utinai Sfy^úióóon h.f Suöurlandsbraut 16, R — S. 35200. Veröiö ætti aö vera r: 223.000.- Okkar tilboö er kr. 161.000.- á meðan birgðir endast Hagnýt kennslubók fyrlr skóla og einstaklinga N Y KENNSLUBÓK í VÉLRITUN 1. 2. 3. og -4. stig ÞÓRUNN H. FELIXDÓTTIR vélritunarkennari við Verslunarskóla íslands Otgefandi: VÍKINGSPRENT - LITRÚN HF. Veghúsastíg 7 - Sími 12864 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.