Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 31

Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 31 Ráðast úrslit í kvöld? VALUR og ÍA eigast við á Akranesi i kvöld klukkan 18.00 eins og kemur fram á öðrum stað hér á siðunni. Með sigri myndu Valsmenn gripa um íslandsmeist- arabikarinn með annarri hend- inni. En si>{ri í A, á liðið enn góða möguleika á að hreppa titilinn. Staðan er nú þannig, að Vals- menn eru efstir með 22 stig, Fram hefur 21 stig og ÍA 18 stig. ÍA og Valur hafa leikið 15 leiki en Fram 16 leiki. Sigri Valur í kvöld, munar 3 stigum á Val og Fram og aðeins tvær umferðir eftir. Skagamenn væru þar með úr leik í baráttunni um efsta sætið. Annað sætið væri þó möguleiki. Einnig væri annað sætið möguleiki ef ÍA og Valur skilja jöfn. Jafntefli myndi einnig veita Fram svigrúm til að sækja að Val lokakaflann. En sigri Skagamenn, verður allt í graut, Valur með 22 stig, Fram með 21 stig og ÍA með 20 stig. Það besta, sem gæti gerst fyrir mótið sjálft, væri því að ÍÁ myndi sigra. Valsmenn verða þó ekki samm" því... Keppa í golfi í Belgíu FJÖGUR íslensk ungmenni keppa þessa dagana í golfmóti á vegum golfsambands Belgiu. Það eru Steinunn Sæmundsdóttir, Ás- gerður Sverrisdóttir. Gylfi Krist- insson og Stefán Unnarsson. í undankeppni lék Steinunn á 89 og 86 höggum. Ásgerður á 96 og 99 höggum. Gylfi á 86 og 81 höggum og Stefán á 87 og 88 höggum. Steinunn varð i 23. sæti og komst í holukeppni. þar sem hún tapaði. 1—2. fyrir ítalskri stúlku. Þær Steinunn og Ásgerð- ur kepptu síðan í upphafshögga- keppni og varð Steinunn í fimmta sæti. sló 195 metra. í svokölluðum B-riðli kepptu íslendingarnir í gær. Steinunn lék þá á 87 höggum. Ásgerður á 88 höggum. Gylfi á 78 höggum og Stefán á 100 höggum. Fararstjóri er Gísli Árnason. óli Þór Magnússon (nr. 6) fagnar marki sínu í gærkvöldi. Ljósm. Kristján. IBK enn í logandi fallhættu ÍBK er enn i iðandi fallhættu eftir jafntefli gegn botnliði Þrótt- á Laugardalsvellinum i gær- ar Blikastúlkur standa sig vel í Danmörku ÍSLANDSMEISTARAR kvenna í knattspyrnu. Breiðablik, héldu fyrir skömmu til Danmerkur i keppnisferð og heimsókn til Fem- inu. sem er eitthvert sterkasta lið Dana í kvennaknattspyrnu. Sem kunnugt er. urðu Danir heims- meistarar í kvennaknattspyrnu fyrir nokkrum árum og því greinielga engir aukvisar á ferð- inni þar. Fyrsti leikur Breiðabliks var gegn unglingaliði Feminu og lauk honum með sigri Breiða- bliks sem skoraði tvö mörk gegn engu. Næst lék Breiðablik gegn liði sem nefnist Viren og er nokkuð sterkt. Þann leik vann Breiða- blik.5-1. Þessi árangur var betri en búist hafði verið við fyrirfram og var því ákveðið að Breiðablik mætti aðalliði Feminu, sem eins og áður sagði er eitt sterkasta lið Danmerkur. Leikurinn, sem var mjög jafn og spennandi, endaði með jafntefli. hvort liðið skoraði eitt mark. Síðasti leikur stúlknanna í förinni verður í Sviþjóð. en þær koma síðan heim 1. september. kvöldi. Baöi liðin skoruðu eitt mark og eiga Þróttarar enn vonartýru um að bjarga sér frá falli. Sú von er ekki mikil. en gegn ÍBK í gærkvöldi sýndi liðið baráttu sem skort hefur tilfinn- anlega í leikjum liðsins lengst af í sumar.Ef Þrótti tekst að vinna síðustu tvo leiki sína, er aldrei að vita hvað gerist. Fyrri hálfleikur var með ólík- indum tíðindalítill og fólki var bara kalt að standa og glápa á leikmenn kýla knöttinn fram og til baka. Undirritaður tók þrjá punkta í fyrri hálfleik og var mark IBK þar innifalið. Það var hrein gjöf frá Jóni markverði Þor- björnssyni á 17. mínútu leiksins. Oskar Færseth sendi háa fyrirgjöf inn að markteig Þróttar. Jón stökk upp og hafði hendur á knettinum, en missti hann klaufa- lega frá sér og fyrir tærnar á Steinari Jóhannssyni. Steinar renndi knettinum leiftursnöggt til Óla Þórs Magnússonar, sem skor- aði örugglega í tómt markið. Liðin Þróttur: ÍBK áttu sitt hvort skotið fyrir leikhlé, Ragnar fyrir ÍBK með skalla á 32. minútu og Páll Ólafsson fyrir Þrótt á 43. mínútu. IBK var heldur sterkari aðilinn framan af síðari hálfleik og skall hurð tvívegis nærri hælum við mark Þróttar. Steinar átti skot úr þröngu færi sem Jón sló í stöng, og Óli Þór lék hálfa vörn Þróttar sundur og saman, en renndi út í teig í stað þess að skjóta sjálfur. Fyrir vikið varð ekkert úr. Þróttur jafnaði svo á 71. mínútu. Halldór Arason sendi fyrir markið frá hægri, Þorsteinn Bjarnason mark- vörður fór í skógarferð og Páll spyrnti viðstöðulaust í tómt mark- ið. Eftir markið var Þróttur betra liðið, en tókst ekki að knýja fram sigur. Kári Gunnlaugsson.Ómar Ing\- arsson og Óli Þór komu best frá leiknum hjá ÍBK, Óli Þór er bráðefnilegur. Þorsteinn var traustur í markinu ef frá er talið er Þróttur skoraði. Hjá Þrótti báru Páll og Sverrir af, Jóhann var einnig traustur, svo og Ágúst. LIÐ ÞRÓTTAR: Jón Þorbjörnsson 5. Rúnar Sverrisson 5, Daði Ilarðarson 5, Ottó Hreinsson 5, Sverrir Einarsson 6. Jóhann Georgsson 6. Nikulás Jónsson 4. Páll ólafsson 7. Halldór Arason 5. Ágúst Hauksson 6. Baldur Ilannesson 4. LIÐ ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 6, óskar Færseth 5. Guðjón Guðjónsson 5. Kári Gunnlaugsson 7. Gísli Eyjólfsson 5. óli Þór Magnússon 7, ómar Ingvarsson 6, Steinar Jóhannsson 5, Ragnar Margeirsson 6. ólafur Júliusson 5, Björn Ingólfsson 5. DÓMARI: Guðmundur Sigurbjörnsson 6. Krakkar-þegar þið sjáið þessa kumpána þá skulið þið passa ykkur. Þetta er nefnilega Högni hrekkvísi og kattabandið hans og svo aumingja fisksalinn. Hann Högni heldur sig nefnilega alltaf í námunda við hann og notar hvert tækifæri til að gera honum einhverja skráveifu, sjálfum sér til framdráttar auðvitað. En Högni og félagar eru ekki bara hrekkjusvín, því jafnvel verstu hrekkjusvín fá stundum leið á að hrekkja. Það sem þeim finnst næst skemmtilegast er að spila á hljóðfæri og það kunna þeir svo sannarlega. Þessvegna höfum við fengið vesalings fisksalann til að vera með þeim á Heimilissýningunni í Höllinni. Þá geta þeir bæði gert at í honum og spilað og sungið fyrir ykkur. KRAKKAR. í ALVÖRUTALAÐ. ÞEIRERUÆÐI. Stundvísir, lagvísir, hrekkvísir og síðast en ekki síst, fundvísir á veikustu hliðar vesalings fisksalans og hinna sem hætta sér of nálægt þeim. PASSIÐ YKKUR. HÖGNI og kattabandið á hverjum degi í HÖLLINNI. Alla virka daga kl. 3 og 6. Laugard. og sunnud. kl. 3, 6 og 9. - á hverjum föstudegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.