Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 32

Morgunblaðið - 29.08.1980, Page 32
C.^-'^SÍminn á afgreióslunni er 83033 JKtreunblflbib Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JM*r0unbbibib FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 Verðið á olíunni frá BNOC leyndarmál _VER1)ID á olíunni frá BNOC hefur ekki verirt Kofið upp ok það stendur ekki til að jjera það.“ satfði þórhailur Astfeirsson ráðuneytis- stjóri viðskiptaráðuneytisins við Mhl. í gær. „Það er ekki venjan að skýra frá innihaldi slíkra samninga og við höfum síður en svo grætt á opinberri umfjöllun um olíuverð að undan- förnu," bætti Þórhallur við. Eins og áður hefur komið fram í blaðinu hefur verið samið um fast verð á gasolíunni frá BNOC á þessu ári. Alls hefur verið gengið frá kaupum á 80 þúsund lestum af gasolíu á þessu ári. Fyrsti farmurinn er væntanlegur í septemberlok en að jafnaði munu koma 20 þúsund lestir í hverjum mánuði fram til áramóta. Samið er um fast verð, svokallað mainstreamverð, sem um þessar mundir er talsvert hærra en mark- aðsverðið í Rotterdam en var mun lægra þegar verðha’kkanirnar voru sem mestar í Rotterdam. Olíukaupin frá Sovétríkjunum eru sem kunnugt er nuðuð við markaðsverð Rotter- dam á hverjum tíma. Bensín og svarto ia verður áfram keypt frá Sovétrikjunum. Skýrast mál af hálfu VSÍ í dag? EFTIR mikil fundahold undan- farna tvo daga hefur lítið birt yfir samningaviðra-ðum ASÍ og VSÍ. Lítið gerðist á fundi þess- ara aðila í gar. en að honum loknum hittist framkvæmda- stjórn VSÍ á fundi og er al- mennt búist við að niðurstöður þess fundar skýri málin á sáttafundi deiluaðila. sem hald- inn verður kl. 13.30 í dag. Ekki er talið líklegt að ríkis- sáttasemjari komi fram með sáttatillögu, en eftir langt samn- ingaþóf er talið allt eins trúlegt að sérsamböndin reyni að semja hvert fyrir sig. AÐSÓKN er mikil og stöðug á Heimilissýninguna í Laugardalnum og margir hafa brugðið sér í leiktækin í Tívolíinu á staðnum, en þarna sjást nokkrir sýningargestir í loftfimleikum. Ljfcm.Mbi.RAx. 15 flugliðar fá ársstarf í Senegal Reynt að fá fleiri íslenska flugmenn til Air Bahama FLUGLEiIÐIR undirrituðu i gær samning um leigu á einni DC-8 þotu sinni. TF-FLB. til nýs flugfélags í Senegal í eitt ár. Verður þotan leigð þangað þegar pílagrímaflugi i Nigeríu lýkur í nóvemher. Aður hafði verið samið um pilagrímaflugið sem standa á yfir frá 23. septemher til 20. nóvember með tiu daga hléi um miðjan október og starfa að þvi um 150 manns. JttorjjunliTafcifc Askriftar-, lausasölu- og auglýsingaverð Morgunblaðs- ins hækkar frá og með 1. september n.k. Mánaðaráskrift verður þá kr. 5.500.-. Lausasóluverð kr. 280.- eintakið. Grunnverð auglýsinga kr. 3.300.- pr. ein- dálksentimetra. Að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa munu 3—4 áhafnir verða með vélina, sem leigð verður til Senegal, þ.e. flugmenn og flugvélstjórar, en ekki flugfreyjur. Er þotunni aðallega ætlað að fljúga á leiðum milli Senegal og Evrópu, svo og til Brazilíu. Magn- ús Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarflugs annaðist samninga- gerðina og Björn Theódórsson framkvæmdastjóri hjá Flugleið- um undirritaði fyrir hönd félags- ins. Erling Aspelund framkvæmda- stjóri sagði að nú væri unnið að öflun nýrra verkefna fyrir flugliða félagsins og standa nú yfir samn- ingar um að fleiri íslenskir flug- menn komist að hjá Air Bahama til að annast fragtflug fyrir Air India, en þar er um langtímaverk- efni að ræða. Hefur Félag Loft- leiðaflugmanna lagt áherslu á að fá verkefni hjá Air Bahama og kvað Erling nú stefnt að því að færa þetta leiguflugsverkefni í hendur íslenskra flugmanna. Um önnur verkefni sagði Erling óráð- ið, en reyna ætti að fá verkefni fyrir sem flesta flugliða félagsins meðan samdráttur stæði yfir á flugleiðinni yfir Norður Atlants- haf. Þá sagði Erling óráðið með fækkun starfsfólks á skrifstofum Flugleið.a erlendis. Á næstunni Flugleiða verði þá notuð á Amer- íkuleiðinni meðan DC-8 þotur fljúga í Nígeríu. Boeing þotan verður að millilenda á leiðinni til New York þar sem hún er ekki eins langfleyg og DC-8 þotur og kvað Erling Aspelund það lengja flugtímann um 45 mínútur. 21% samdráttur í gasolíusölu fyrri helming þessa árs Nemur 7,5 milljörðum FYRRI helming þessa árs dróst gasolíusala í landinu saman um 2o.84%, samkva'int þeim upplýs- ingum, sem Morgunhlaðið fékk í gær hjá Ólafi Johnson. við- skiptafraðingi Skeljungs. Á sama tíma dróst bensínsala saman um \,W7r ef miðað er við sömu mánuði í fyrra. Fyrstu 6 mánuði ársins var miðað við útsöluverð gasolíusalan tæpir 146 milljón lítrar á móti rúmlega 184 milljón lítrum sömu mánuði í fyrra. Bensínsalan var um 56,5 milljón lítrar á móti um 57,2 milljón lítrar í fyrra. Samdráttur á bensínsölu í júnímánuði einum var 6%. Helstu ástæður minnkandi gasolíusölu eru taldar vera hag- stætt tíðarfar og ýmsar sparnað- arráðstafanir í olíumálum, svo sem breyting fiskiskipa yfir í svartolíubrennslu. Samdrátturinn nemur eins og að framan greinir um 38 milljón lítrum af gasolíu en það sam- svarar um 7,5 milljörðum króna miðað við núverandi gasolíuverð hér innanlands, sem er 196,4o krónur. Sölufyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum: Agústmánuður betri en sami mánuður í f yrra SALA á frystum sjávarafurðum í Bandaríkjunum hefur gengið vel að undanförnu hjá Iceland Sea- food, sölufyrirtæki Sambandsins. og er ágústmánuður nokkru betri en sami mánuður í fyrra. Fyrstu sjö mánuði ársins seldi fyrirtækið sama magn og sömu mánuði 1979. en verðma'taaukn- ingin nam 5% í dollurum. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, sagði í gær, að hann hefði ekki tölur um sölur í ágústmánuði. Hins vegar væri ljóst, að mánuðurinn kæmi vel út. Hann væri örugglega talsvert betri en ágúst í fyrra og væri góður miðað við aðra mánuði þessa árs. Hann var spurður hvort þetta þýddi, að bjartara væri framundan í sölumálum íslenzku fisksölufyrirtækjanna í Banda- ríkjunum. Sagði hann að vara- samt væri að draga slíkar álykt- anir af aðeins einum mánuði hjá einu fyrirtæki. Um birgðastöðu frystihúsa inn- an Sambandsins sagði Sigurður, að hún færi batnandi, þó svo að hún yrði vafalaust erfið eitthvað áfram. Hann sagði, að síðustu vikur hefði heldur lifnað yfir markaðnum í Bretlandi og búið væri að selja verulegan hluta þeirrar grálúðu til Vestur-Þýzka- lands, sem Sambandsfrystihúsin hafa verkað. Sagði hann, að meiri- hluta þeirrar grálúðu, sem safnast hefði saman hjá húsunum, yrði afskipað þessa mánuði, september og október. Búið er að afskipa upp í þá viðbótarsamninga á 5 þúsund tonnum, sem Sambandið og SH gerðu við Sovétmenn í sumar. Frystihús Sambandsins munu nú öll hafa byrjað vinnslu, en nokkur þeirra lokuðu um nokkurra vikna skeið í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.