Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 Sjö ný íslenzk leikrit f lutt í útvarpi í vetur EKKI hefur cndanleKa verið Kengið frá vetrardaKskrá út- varpsins enn þá, en hins veKar er líkleKt að hryddað verði upp á ýmsum nýjunKum í daKskránni i vetur ok breytinKar Kerðar. Ef tónlistarmálin eru fyrst skoðuð. 423 HVALIR voru komnir á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði í g*r- morgun. Er það 28 hvölum meira, en á sama tíma í fyrra. Þá veiddust alls 440 hvalir, en vertíð- in byrjaði nokkru síðar en í ár. þá kemur í ljós að ýmsir þa'ttir munu hverfa úr daKskránni um tíma a.m.k. ok má í þvi samhandi nefna þa'ttina Ljósaskipti, Popp- horn, Hloðuhall, Misræmur ok huKsanlcKa ÁfanKa. í staðinn koma hins vegar nýir Skipting á tegundir í ár er þannig, að 228 langreyðar hafa veiðst, 94 búrhvalir og 100 sandreyðar. Búið er að veiða leyfilegt magn af sandreyði og aðeins má veiða 6 búrhvali til viðbótar. poppþættir og einn þeirra verður eingöngu með íslenzku efni. Þor- geir Ástvaldsson mun gera 10 þætti um sögu Bítlanna. Bergljót Jónsdóttir og Karólína Eiríksdótt- ir verða með „tónföndur" fyrir börn í þættinum Hljóð og tónar. Jón Örn Marinósson verður með þætti sína áfram og Atli Heimir Sveinsson sömuleiðis fram að jól- um. Helga Jóhannsdóttir verður með þjóðlagaþætti og Björn Em- ilsson verður með viðtalsþætti með tónskáld. í tilefni af 50 ára afmæli útvarpsins er fyrirhugað að 7 ný íslenzk leikverk verði flutt í út- varpinu í vetur, en barnaleikrit og framhaldsleikrit verða einnig á dagskránni. Jólaleikrit Útvarpsins í ár verður Tópas. Sýningu Árna lýkur í dag UNDANFARIÐ hefur Árni Finn- bogason eða Árni úr Eyjum sýnt 60 teikningar að Hallveigar- stöðum. Sýningin var framlengd og er síðasti sýningardagur í dag. Opið er frá klukkan 14 til 22. Allgóð aðsókn hefur verið að sýningu Árna. Góð síldveiði á Reyðarfirði Rskifirði. 5. september. TÍU reknetabátar lönduðu afla sinum hér á Eskifirði í morgun. Aflinn var mjög misjafn eða frá einni og upp í 200 tunnur á bát. Mestan afla hafði Gissur hvíti SF 55. Síldin fékkst á Reyðarfirði ok eru bátarnir 5—10 mínútur að sigla frá nctunum i land. Síldin er söltuð hjá söltunarstöðvunum SæberKÍ ok AuðbjörKU. Minni bátarnir hafa fenKÍð dáKÓðan afla í la^net undanfarið. Hólmanesið kom inn með 160 í morKun. mest karfa. en skipið var á skrapveiðum. Þeir á Hólma- nesinu hafa fiskað mjöK vel það sem af er árinu ok mun meira en á sama tíma í fyrra. —Ævar. Ronald Reagan af írsku bergi en ekki islenzku í GREIN Gísla Jónssonar menntaskólakennara á Akureyri í Morgunblaðinu fyrir skömmu, þar sem hann ritaði um forseta- framboð í Bandaríkjunum, var ymprað á því að Ronald Reagan væri af íslenzku bergi brotinn. Morgunblaðið aflaði sér upplýsinga um málið og kannaði Anna Bjarnadóttir fréttaritari Mbl. í Washington málið. Hún fékk þær uppiýsingar hjá Fred Flott starfsmanni á fréttastofu Ronalds Reagan, að frambjóðandi Republikanaflokksins væri af írsku bergi brotinn. Ronald Wilson Reagan væri fæddur 6. febrúar 1911 í Tapico, Illinois, sonur hjónanna John og Nellie Reagan. John fæddist í Iowa, en foreldrar hans voru bæði írsk og Nellie fæddist í Illinois, en foreldrar hennar voru ensk. Flott hafði aldrei heyrt um ættmenni Reagens á Islandi, en það mun ekki óalgengt að Bandaríkjamenn rugli saman þessum tveimur eylöndum, Islandi og írlandi, og vill slíkt magnast eftir því sem vestar dregur í Bandaríkjunum. 423 hvalir hafa veiðst Ungir menn i lýðræðisflokkunum þremur: Hafa stofnað íslensku mannréttindahreyfinguna STOFNUÐ hefur verið í Reykja- vík íslenska mannréttinda- hreyíingin, en að stofnun henn- ar standa ungir menn í lýðræðis- flokkunum þremur, Alþýðu- flokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Um tildrögin að stofnun hreyfingarinnar segir svo, í yfirlýsingu sem samþykkt var er Mannréttindahreyfingin var stofnuð: „Frelsi og mannréttindi eru lífsgæði, sem allt of lítill hluti mannkyns býr nú við. í öllum heimsálfum eru mannréttindi meira og minna fótum troðin, og í flestum ríkjum veraldar er frelsi þegnanna til þess að lifa lífinu að eigin geðþótta virt að vettugi. Morð og hryðjuverk, pyntingar og handtökur fólks vegna skoðana þess eru daglegt brauð. Einræðis- og alræðis- stjórnum fer fjölgandi og þau ríki, sem búa við lýðræðislega stjórnarhætti eiga í vök að verjast. — Til þess að reyna að sporna við þessari öfugþróun, til þess að upplýsa fólk um þessi mál og til þess að hafa áhrif á íslensk stjórnvöld, svo þau láti mannréttindamál meira til sín taka á alþjóðavettvangi, er ís- lenska mannréttindahreyfingin stofnuð. Islenska mannréttindahreyf- ingin telur að almenn mannrétt- indi séu helgustu réttindi hvers einstaklings, hvar sem hann býr á jörðinni, hverrar þjóðar sem Anders Hansen formaður Isl. mannréttindahreyfingarinnar. hann er — án tillits til litarhátt- ar, kynferðis eða trúarbragða. íslenska mannréttindahreyfing- in hyggst vekja athygli á mann- réttindabrotum hvarvetna í heiminum. Má til dæmis nefna flóttafólk frá Suðaustur-Asíu, blökkumenn í Suður-Afríku, andófsmenn í Austur-Evrópu, indíána í Norður-Ameríku, síg- auna í Mið- og Suður-Evrópu, hinar ýmsu þjóðir Suður-Amer- íku og svo mætti lengi telja. Enn má nefna að íslenska mannrétt- indahreyfingin hyggst láta inn- lend málefni til sín taka og mun til dæmis berjast fyrir úrbótum á því hróplega ranglæti sem felst í úreltri og ranglátri kjördæma- skipan. Það er skoðun íslensku mannréttindahreyfingarinnar, að ekkert nema vakandi áhugi og þrýstingur fólks í lýðfrjálsum ríkjum Vesturlanda, geti megn- að að breyta ástandi mannrétt- indamála í heiminum til hins betra. Væntir hreyfingin þess að íslenskur almenningur og hér- lend stjórnvöld muni taka mál- flutningi hennar vel og einnig óskar íslenska mannréttinda- hreyfingin eftir nánu og góðu sambandi við íslandsdeild Am- nesty International og íslensku andófsnefndina og önnur þau samtök er láta mannréttindamál til sín taka.“ Islenska mannréttindahreyf- ingin mun innan skamms hefja starfsemi sína og verður jafnóð- um greint frá henni í fjölmiðlum að því er segir í frétt frá hreyfingunni. Kjörin hefur verið stjórn Mannréttindahreyfingar- innar og skipa hana eftirtaldir: Anders Hansen blaðamaður. formaður. Jónas M. Guð- mundsson verslunarmaður, rit- ari. Árni Sigfússon kennara- nemi. féhirðir. Halldór Ilalldórsson framkvæmdastjóri, meðstjórnandi. Sveinn Guð- jónsson blaðamaður, meðstjórn- andi. Helga RE-49 eftir breytingarnar í Bátalóni. (Ljósm. Ói.K.M»k.) Helgu RE gjör- brey tt í Bátalóni BÁTALÓN h.f. í Hafnarfirði afhenti 3. sept. m/s Helgu RE-49, eftir umfangsmikla breytingu, aukinn og endurbættan tækjabúnað. Var smíðuð ný yfirbygging á skipið, svo og nýr togbúnaður, sem ekki var áður, ásamt ýmsum breytingum og endurbótum m.a. á raflögn og tækjum. Hefur skipið nú allt annað svipmót.og verður nánast í útliti öllu sem nýtt skip. Helga RE-49 er á þriðja hundrað burðartonn, útbúin á netasveiðar, togveiðar og síldveiðar. Eigandi er Ingimundur h.f. í Reykjavík. Framkvæmdastjórar eru Ármann Friðriksson og Agnar Ármannsson. Skipstjóri verður Viðar Benediktsson og fer skipið á veiðar næstu daga. Þá er Bátalón h.f. einnig að ljúka við skipti á aðalvél og smíði framstafns á m/s Þorkötlu GK-197. Er hún um 200 burðartonn og er eigandi Hraðfrystihús Þorkötlustaða h.f., Grindavík. Blaðamaður Helgarpóstsins handtekinn í fyrrinótt: Hindraði störf löreglunnar — segir yfirlögregluþjónn MEÐAL þeirra sem handteknir voru í ólátunum í miðborg Reykjavíkur i fyrrinótt, var einn blaðamanna Helgarpóstsins, Guðlaugur Bergmundsson. Að sögn Guðmundar Hermannssonar yfirlögregluþjóns var ásta'ðan fyrir handtökunni sú, að Guðlaugur hafi hindrað lögreglumenn við störf þeirra. „Hann var einn þeirra sem hindruðu störf lögreglunnar," sagði Guðmundur, „og reyndist hann vera blaðamaður Helgar- póstsir.s, sem lögreglumenn vissu raunar ekki er hann var handtek- inn. Hér er fyrirliggjandi skýrsla á hann, og þar kemur m.a. fram að hann var að hvetja unglinga til þess að láta lögregluna ekki taka sig, og ansa ekki þessum „fíflalát- um“ lögreglunnar. Hann reyndi sem sagt með orðum að hafa áhrif á fólk í þá átt að það hunsaði lögregluna. — Klukkutíma eftir að hann er fyrst staðinn að þessari ar. Lögreglunni var ókunnugt um að hann væri blaðamaður. Hann var handtekinn klukkan 2, eða rétt fyrir 2, og honum var haldið á lögreglustöðinni til klukkan 5.25, þá er honum leyft að fara, enda þá allt búið í miðborg- inni," sagði Guðmundur, og vildi ekki tjá sig um málið frekar, enda væri ekki búið að taka skýrslu af þeim lögreglumanni er handtók Guðlaug. — Morgunblaðið reyndi í gær ítrekað en árangurslaust að ná tali af Guðlaugi Bergmunds- syni. iðju sirini, er hann svo enn staðinn að verki, og þá er hann handtek- inn. Ekki er því unnt að segja að rokið hafi verið á hann, því hann fékk nægan tíma til að átta sig á hvað hann var að gera. í augum lögreglunnar var hann aðeins einn af fjölda annarra sem þarna var, neitaði að fara af vettvangi og reyndi að hindra störf lögreglunn- JNNLENT Skýrslan um f járhag Flugleiða kemur ekki fyrr en eftir helgina ..ÞAD er misskilningur. að ríkisstjórnin sé búin að fá skýrslu um stöðu ok fjárhaK Flugleiða. en hins vegar hefur fyrirtækið skilað skýrslu um viðræðurnar í LuxemburK. eins og fram kemur af samtali Mbl. við Sigurð Helgason,44 sagði Baldur óskarsson, eftirlitsmaður fjármálaráðherra með fjármálaleKum ákvörðunum Flugleiða. er hann hafði samband við Mbl. i k»t vegna fréttar á bls. 2 í lauKardagsblaðinu. „Við eftirlitsmenn með fjár- málalegum ákvörðunum Flugleiða höfum í þessari viku unnið ásamt aðstoðarmanni okkar og starfs- mönnum Endurskoðunar hf. að því að gera úttekt á fjárhagslegri stöðu Flugleiða; eigin fjárstöðu fyrirtækisins, og einnig höfum við aflað upplýsinga um rekstursáætl- un, greiðsluáætlun, skuldir, veð og ábyrgðir," sagði Baldur. „Þær upplýsingar, sem við báðum um, áttu að liggja fyrir í síðasta lagi á hádegi í gær, föstudag, en þá tilkynnti Sigurður Helgason okkur, að því miður gætu Flugleið- ir ekki gefið endanlegar upplýs- ingar fyrr en á mánudaginn. Við höfðum ætlað okkur að ljúka bráðabirgðaúttekt fyrir helgina, en hún dregst nú af framangreindum ástæðum." Eftirlitsmaður samgönguráð- herra með fjármálalegum ákvörð- unum Flugleiða er Birgir Guð- jónsson, deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, og aðstoðarmaður eftirlitsmannanna er Rúnar Jó- hannsson, löggiltur endurskoðandi og rekstrarhagfræðingur, starfs- maður ríkisendurskoðunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.