Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 Á næsta leiti í Tónabíó Likt og undanfarin ár, mun éjí leitast við að kynna væntanlejcar mynd- ir í kvikmyndahúsum borKarinnar, jafnóðum ojí forráðamenn þeirra hafa Kert samninKa við þá dreifiaðila sem þeir hafa umboð fyrir. Á borði framkvæmda- stjóra Tónabíós liggur nú einmitt einn slíkur uppá röskar tuttugu bandarískar myndir frá United Artists. Hér verða kynntar átta þeirra og afgangurinn á næstu síðu. Nýjasta mynd Alan J. Pakula ÍAIl the Presidents Men) er „vestri", „Comes a Horseman", sem á að gerast uppúr síðari heimsstyrjöld í Montana-fylki. Fjallar um baráttu á milli smábænda og stórbænda og útistöður þeirra við olíuveldi og iðn- væðingu. Með aðalhlut- verkin fara ágætisleikarinn Jane Fonda, James Caan og Jason Robards. I myndinni Cuba reynir hinn kunni, breski leik- stjóri, Richard Lester, að draga upp mynd af því margslungna ástandi sem ríkti í Havana á Kúbu, síðasta hálfa mánuð stjórn- ar Batista einræðisherra. Forvitnilegt myndefni, sem ekki hefur verið gerð skil áður af vestrænum kvik- myndagerðarmönnum. (Gleymum Che!) Hér koma við sögu ágæt- isleikararnir Sean Connery, Brooke Adams, sem fljót- lega ber fyrir augu okkar í ágætismyndinni Days of Heaven, í Háskólabíói, Jack Weston, Denholm Elliott og Martin Balsam. Peter Fonda kemur tals- vert við sögu myndarinnar Wanda Nevada, þar sem hann fer bæði með aðal- hlutverkið og leikstýrir myndinni. Hér er á ferðinni nútíma vestri, með gömlum og góðum vestraleikurum í aukahlutverkum. Nægir að Þau Diane Keaton og Woody Allen, leiða enn einu sinni saman hesta sína í myndinni MANIIATTAN. Donald Sutherland og Sean Connery, í mynd Crichtons, THE GREAT TRAIN ROBBERY. Efri hluti plakats myndarinnar COMES A HORSEMAN, án texta. Norman Jewison og Sylvester Stallone við gerð myndar- innar FIST. nefna Luke Askew, Severn Darden, Paul Fix og Henry Fonda, til að glæða áhuga vestraunnenda fyrir mynd- inni. Og ekki spillir ung- stirnið Brooke Shields (Pretty Baby, Taxi Driver) fyrir. Myndin Last Embrace, er í anda Hitchcocks heitins, og gerð af ungum, upprenn- andi, bandarískum leik- stjóra, Jonathan Demme, en nýjasta mynd hans, Melvin and Howard, verður opnunarmynd New York Film Festival, seinna í þessum mánuði. Með aðalhlutverkin fara Roy Schneider, sem er tals- vert í sviðsljósinu þessa dagana, eftir leiksigur í mynd Bob Fosse, All That Jazz, og Janet Margolin. Flestir kannast við bandaríska reyfarahöfund- inn vinsæla Harold Robbins og margar myndir sem gerðar hafa verið eftir sög- um hans. Ein er á leiðinni inní Tónabíó á næstu mán- uðum, en hún nefnist The Betsy. Þar fer gamli meist- arinn sir Laurence Olivier á slíkum kostum að hann einn er næg ástæða til að sjá myndina. Myndin gerist í bílaborginni Detroit og fjallar um valdataflið að baki þessa risaiðnaðar. Með önnur stór hlutverk fara Robert Duvall, Kath- arine Ross, Jane Alexander og Tommy Lee Jones. Leik- stjóri er Daniel Petrie. Michael Crichton er ung- ur að árum, en hefur samt sem áður lagt mikið af mörkum til kvikmyndanna. Fyrst varð hann kunnur sem höfundur metsölubók- anna „The Andromeda Strain" og „The Termjnal Man“, sem báðar voru kvik- myndaðar. Því næst kom Futureworld og Westworld, sem hann og leikstýrði, en nýjasta mynd hans er The Great Train Robbery, ráns- mynd frá dögum Viktoríu drottningar. Með aðalhlut- verk fara ágætisleikararnir Sean Connery, Donald Sutherland og Lesley-Ann Down. Joseph Andrews nefnist nýjasta mynd Bretans Tony Richardson, sem gerði garð- inn frægan með Tom Jones, og í fljótu bragði virðist þetta nýjasta afkvæmi leik- stjórans sverja sig talsvert í ætt við hinn fræga for- vera. Enda höfundur beggja bókanna sá hinn sami, Henry Fielding. Með aðal- hlutverk fara Peter Firth og hin svellandi Ann- Margaret. Síðast en ekki síst í þessari upptalningu er hin heimsfræga mynd Allens, Manhattan, en nálægð þessarar umtöluðu og óspart lofuðu myndar er sjálfsagt öllum kvikmynda- áhugamönnum sannkallað gleðiefni. Hér hefur hann valið sér sömu samstarfs- menn og í Annie Hall, eða handritahöfundinn Mars- hall Brickman, kvikmynda- tökumanninn Gordon Will- is, sömu hönnuði og fram- leiðendur, að ógleymdri að- alleikkonu, Diane Keaton. Aðrir leikendur eru Michael Murphy, Mariel Heming- way, Meryl Streep og Anne Byrne. Hnefaskák Tónabíó: Hnefinn („F.I.S.T.") Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, David Huffman, Peter Boyle, Rod Steiger, Melinda Dillon, Tony Lo Bianco. Kvikmyndataka: Laszlo Kovacks. Handrit: Joe Eszterhas og Stallone. Leikstjóri: Norman Jewi- son. Hnefinn fjallar fyrst og fremst um vald, misbeit- ingu þess og þeirrar spill- ingar sem oft fylgir í kjöl- far þess. Ungur verkamað- ur. Johnny Kovak (Sylvest- er Stallone), hefur ýmislegt það til að bera að hann verður atkvæða- og áhrifa- mikill á sínum vinnustað, í baráttu fyrir betra kaupi og kjörum. Við fylgjumst síð- an með uppgangi Kovaks í verkalýðsbaráttunni, þar sem hann notar flest hjálp- armeðöl til að styrkja stoð- ir sinna samtaka. í upphafi eru samtökin (F.I.S.T.), lítill hópur harð- snúinna vörubílstjóra í Cleveland, en með harðfylgi Kovaks vaxa þau í öflug- ustu verkalýðssamtökin í Bandaríkjunum. Höfundur handritsins, Eszterhas (Stallone er sagður hafa komið lítillega við slípingu samtala og þar með komist inn á creditlist- ann sem annar höfundur þess), hefur bersýnilega haft kempuna Jimmy Hoffa að leiðarljósi er hann skóp Kovak. Hoffa hóf sína lífs- og kjarabaráttu í svipuðu umhverfi, við svipuð kjör og á sama tíma og Kovak, meira að segja í næsta nágrenni, eða Detroit. Báðir leituðu þeir á náðir mafí- unnar við að knýja fram bætt kjör hjá harðsnúnum húsbændum, í baráttu þar sem sá sterkari sigraði. Hvorugur stóðst yfirheyrsl- ur Rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings, (en fyrir- mynd þingmannsins sem Rod Steiger leikur er tví- mælalaust John L. McClell- an, sá hinn sami og þjarm- aði að Hoffa á sínum tíma. Báðir þurftu þeir Hoffa að gjalda „aðstoð" mafíunn- ar með lífi sínu. Efni F.I.S.T. er nokkuð nýstárlegt, þar sem verka- lýðsbaráttan hefur tæpast átt uppá pallborðið í henni Hollywood. Það eru aðeins myndirnar On the Water- front, Blue Collar og hin glænýja Norma Rae, sem koma upp í hugann er maður reynir að rifja upp myndir um þessi þjóðfé- lagsmál. Hversu góð skil þeim eru gerð þrátt fyrir tveggja og hálfstíma langa sýningu, orkar tvímælis. Burðarásinn, Kovak, er gerður alltof sjálfbirgings- legur og atburðarásin ein- föld, svo Hnefinn geti talist alvarleg mynd sem veki áhorfandann til umhugsun- ar að nokkru marki. Hins vegar er hún dágóð skemmtun, þrátt fyrir óhóflega langan sýningar- tíma, sem oft geislar af góðum leik, þroskaðri kvik- myndatöku og fagmannlegu yfirbragði. Það eru leikararnir í aukahlutverkunum sem láta til sín taka, einkum Rod Steiger sem hinn ísmogni Madison þingmað- ur, Tony Lo Bianco sem mafiosinn, Melinda Dillon í hlutverki eiginkonu Kovaks og Petur Boyle. Valið á leikurum í minnstu hlut- verkin er og vel heppnað, t.d. Peter Donat sem lög- maðurinn Arthur St. Clair, og þá kann hún til verka leikkonan, sem fer með hlutverk tengdamóður Kov- aks (nafnið mér ókunnugt). En Stallone fatast flugið. Sem burðarás myndarinnar stendur hún og fellur að miklu leyti með túlkun hans. Og það verður að segjast eins og er að hún er ekki ýkja beisin. Stallone virðist ekki státa af miklum hæfileikum sem skapgerð- arleikari, svipbrigðin af skornum skammti og gjarn- an vildi ég sleppa við þá lífsreynslu að sjá „ítalska stóðhestinn“ gráta oftar á hvíta tjaldinu. Einu sinni er nóg. Stallone hefur aftur- ámóti þá líkamlegu burði sem henta hlutverkinu, en það dugar skammt. Hnefinn er afþreying- armynd, sem inniheldur af- bragðskafla sem betur eiga heima í alvarlegri mynd. í stuttu máli Stjörnubíó: HotStuff I kjörfar félaga sinna, Brooks, Feldman og Wilders, fékk Dom DeLoise sitt tækifæri bak við kvikmyndavélina, og árangurinn má nú berja augum í Stjörnubíó. Líkt og kumpánarnir, tekst DeLoise á við farsaformið og er afkvæmi hans síst lakara en þeirra Feldmans og Wilders. Og þó DeLoise eigi margt ólært af meistara sínum, þá er HOT STUFF löngum hressileg og sækir á undir lokin, sem er jú, ákjósanlegasta uppbygging gamanmynda. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.