Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 31 Laugardagsnótt í miðbænum: 13-15 ára ungling- ar mest áberandi .„ÉG held að það verði að viður- kennast að þetta vandamál í mið- bænum er að vaxa okkur yfir höfuð," sagði einn þeirra fjölmörgu lögreglumanna, sem voru á vakt í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Lögreglan stóð í ströngu þessa nótt, vín var tekið af unglingum og þeir keyrðir burtu í lögreglubílum svo tugum skipti. Öllum eru í fersku minni atburðir síðustu helgar þegar fólk safnaðist saman svo þúsundum skipti í mið- bænum og gróðurskemmdir unnar á Austurvelli og í Grjótaþorpi. Af þessum sökum var löggæzla stór- aukin og þess sérstaklega gætt að fólk hópaðist ekki saman í Grjóta- þorpinu. Rólegt var í miðbænum fram að miðnætti. Fátt var af unglingum fram að því en þeim fjölgaði mjög um miðnættið og um eittleytið hafa líklega verið 2—3 þúsund manns í miðbænum, langmest unglingar. Einstaka fullorðinn mátti sjá og virtust þeir helst komnir fyrir forvitnissakir. Unglingarnir héldu sig á Hallærisplaninu, í Austur- stræti, á Austurvellli og í kringum Miðbæjarmarkaðinn. Mikil ölvun var meðal unglinganna og þeir ófeimnir að veifa áfengisflöskun- um. Lögreglumenn gengu inn á milli og tóku vín af mörgum unglingum. Þeir sem voru áberandi ölvaðir og aðrir sem voru með uppsteit við lögregluna voru um- svifalaust teknir og settir inn í lögreglubila og þeim síðan ekið upp á lögreglustöð eða heim til sín. Hávaði var mikill, hróp og köll og talsvert um að unglingar væru að tuskast á. Lítið var um alvarleg slagsmál. Unglingarnir virtust flestir vera á aldrinum 14—16 ára. Sjá mátti yngri krakka og sá yngsti sem blaðamenn sáu á rölti sínu um miðbæinn þessa nótt var 12 ára gamall. Var það pönkari svokallað- ur eða öllu heldur röffari, eins og það mun nú kallað. Ölvun var áberandi eins og fyrr segir og nokkrir unglinganna virtust útúr- drukknir. Fjórir starfsmenn voru þarna frá útideild borgarinnar en þeir gátu aðeins haft afskipti af brotabroti af þessum mikla mannfjölda. Þegar klukkan fór að nálgast tvö fækkaði talsvert í miðbænum. Vafalaust hafa ýmsir farið í partí því þau virtust mikið rædd meðal unglinganna og mikið spurt um það hvar helstu partíin væru. Lögreglu- menn voru sammála um að færri væru í miðbænum en um síðustu helgi en engu að síður væri ölvun síst minni. Klukkan rúmlega tvö fóru unglingarnir að safnast saman í Aðalstræti fyrir framan Miðbæj- armarkaðinn og þar urðu mestu læti næturinnar næsta hálftímann. Stöðugt fjölgaði unglingunum þar og var þá kallað til aukalið lögreglu á staðinn og sex lögreglubílar látnir loka götunni. Þegar mest var munu um 40 lögregluþjónar hafa verið í miðbænum. Skipun var gefin um það að dreifa unglingunum og við það virtust unglingarnir espast mjög og upphófust talsverð ólæti. Lögreglan handtók þá unglinga sem mest höfðu sig frammi og voru hróp og köll gerð að lögreglunni og hún sökuð um fantaskap. Þá létu ýmsir þau orð falla að nær væri að byggja skemmtistaði fyrir unglingana í stað þess að siga lögreglunni á þá. Þegar klukkan var farin að ganga fjögur um nóttina fækkaði mjög í miðbænum og smám saman færðist yfir hann ró. Skemmdir á Austur- velli voru nú minni en um síðustu helgi enda færra fólk á ferli. Þá munu rúðubrot og önnur skemmd- arverk hafa verið með alminnsta móti og þakkaði lögreglan það aukinni gæzlu. Götur miðbæjarins voru ófagrar yfir að líta, rusl og glerbrot út um allt. Nokkrir fullorðnir menn gengu um bæinn og hirtu flöskur og hafa þeir vafalaust komið í veg fyrir að enn fleiri flöskur væru brotnar. I þessum hópi var Stefán frá Möðrudal, sem sagðist hafa safnað svo mörgum flöskum að hann yrði að fá lögregl- una til að geyma þær fyrir sig. - SS. Svokallaðir pönkarar voru með ýmis konar uppátæki í borginni. Áfengi hellt niður. Ástin blómstraði á tröppum Landsbankans. Mannfjöldi við Miðbæjarmarkaðinn. íhúum í Grjótaþorpi varð ekki svefnsamt. Hér má sjá Manuelu Wiesler flautuleikara taka við hjóli, sem stolið var frá manni hennar og lögregl- an fann. Stefán frá Möðrudal með fullan poka af flöskum. Ungir menn ieiddir á brott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.