Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 Dagana 21. til 31. átfúst var haldið námskeið fyrir organista. kórstjóra ok kórfólk úr kirkjum lands- ins í Skálholti. Er þetta í sjötta sinn sem núverandi söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar. Ifaukur Guðlaugs- son, Kenjíst fyrir slíku námskeiði. Auk Ilauks leiðbeindu þau Guðrún Tómasdóttir, sem sá um raddþjálfun, Glúmur Gylfason, sem sá um kór- stjórn ásamt Hauki. A or^el leiðbeindu þau Fríða Lárusdóttir, Revnir Jón- asson og Ulrik Olason, en sr. Gunnar Björnsson sá um kennslu í samleik á orgel ok selló, sem er nýr þáttur í þessum námskeið- um. Fjölsótt organista- námskeið í Skálholti í stuttu samtali við Mbl. sagði Haukur meðal annars: „Á fyrsta námskeiðinu sem ég hélt fyrir fimm árum voru þátt- takendur um 30, en síðan hefur þátttaka aukist ár frá ári og nú voru um 60 organistar sem sóttu námskeiðið. Þar að auki komu á námskeiðiö um 220 kórfélagar víðs vegar að af landinu og er þetta lang fjölmennasta námskeiðið sem ég hef staðið fyrir fram að þessu. Við höfum alltaf verið í Skál- holti með þessi námskeið, að undanskildu einu, sem haldið var í Reykjavík. Þá leiðbeindi ég einnig á námskeiði sem haldið var á Hólum í Hjaltadal, að frumkvæði prestafélags Hólastiftis. Ástæðan fyrir því að námskeiðin eru haldin í Skálholti er fyrst og fremst sú, að áhugi kirkjunnar manna er að hyggja staðinn upp og að.koma á fót starfsemi þar, á vegum kirkj- unnar. Aðstaða til námskeiða- halds sem þessa er einnig mjög góð þar sem er húsnæði Skál- holtsskóla. Þá var fyrsti söngskóli á íslandi stofnaður í Skálholti í tíð Isleifs biskups, árið 1056, ef ég man rétt. Það verður þó að segjast eins og er að þessi fjöldi, um 280 manns, hafi sprengt gistirými Skálholts- staðar utan af sér, því hluti þátttakenda varð að gista í sumar- búðum þjóðkirkjunnar á staðnum og í Aratungu. Á fyrsta hluta námskeiðsins voru eingöngu þeir organistar sem ekki höfðu komið á þau fyrr. Annar hluti þess hófst þann 24. ágúst, þegar þeir organistar komu sem höfðu sótt þessi námskeið áður og þriðji hluti þess hófst með komu kórfólksins þann 28. ágúst. Forspilið fyrir messuna tók heila klukkustund í lok námskeiðsins hélt Kirkju- kór Akraness tónleika fyrir þátt- takendur í Aratungu. Voru þar meðal annars sungin tvö veraldleg lög, þar sem kórfólkið söng með „Sofðu unga ástin mín“ eftir Björgvin Guðmundsson og örstutt spor eftir Jón Nordal. Á eftir voru síðan flutt lög eftir organista af námskeiðinu, þá Friðrik Jónsson frá Húsavík, sem er organisti í sex kirkjum í nágrenni Húsavíkur og Siguróla Geirsson frá Keflavík. Námskeiðinu lauk síðan á sunnudag og hófst dagskráin með morgunbæn sem sr. Guðmundur Óli Ólafsson annaðist. Síðan sungu þátttakendur úr þeim verk- um sem þeir hafa verið að æfa og þætti úr Mattheusarpassíunni eft- ir Johannes Sebastian Bach, sem ætlunin er að kirkjukórar og organistar sameinist um að flytja á næsta ári í tilefni 1000 ára afmælis kristniboðs hér á landi. Ég vænti þess að unnið verði að undirbúningi þess hjá kórunum í vetur þannig að af þessu geti orðið. Frá því um klukkan eitt og fram að messu, sem hófst klukkan tvö, sáu organistar og kórfólk um leik og söng í Skálholtskirkju og má segja að forspilið fyrir messuna hafi því tekið um eina klukku- stund en alls léku þarna og stjórnuðu um 17 organistar. í messunni skiptust organist- arnir af námskeiðinu á að spila og að stjórna kórnum og komu nær allir við sögu í messunni. Biskup íslands herra Sigurbjörn Einars- son predikaði og þjónaði fyrir altari ásamt sr. Gunnari Björns- syni. Þá var í messunni skírt barn eins organleikarans. Að lokinni predikun biskups var altaris- ganga, einhver sú fjölmennasta sem menn vita um hér á landi, því nær allir kirkjugestir, yfir 300 manns, fóru. Námskeiðinu var síðan slitið klukkan fimm og þá söng kórfólkið af námskeiðinu þjóðsönginn sameiginlega. Er bjartsýnn á árangurinn Ég er vongóður um að þessi námskeið verði til þess að hægt verði að bæta kórsöng hér á landi og einnig að frumvarp það til laga, sem lagt var fyrir síðasta Alþingi verði samþykkt, en það fjallar um hvernig störfum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar skuli háttað og um lögfestingu Tónskóla þjóðkirkj- unnar, skipulags hans og starfs- hætti. Þá má líka geta þess að við fengum oft góðar heimsóknir á námskeiðið. Sr. Heimir Steinsson kynnti Skálholtsstað fyrir gestum, kynnt var hin nýstofnaða Isleifs- regla og gregorískur kirkjusöngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.