Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 27 svipaðan hátt og húsbyggingar gerðust á Grænlandi og Islandi. Nægar sannanir staðfesta að elda- mennska og járnsuða var unnin á álíka hátt og hjá Norðmönnum, en ekki eins og hjá eskimóum eða indíánum, eða hjá hvítum íbúum síðari tíma. Það er ekki mikið um muni gerða af manna höndum, aðeins snældusnúður og brons- næla, enginn verulegur eldhús- haugur, sem bendir til þess að ábúð hafi ekki verið ýkja lengi og að hús hafi fljótlega lagst í niðurníðslu. Nú heyrir staðurinn undir ríkisstjórn Kanada, og hann er vel varðveittur komandi kyn- slóðum til handa. Þessi uppgötvun er sannarlega stórkostlegur áfangi í 150 ára rannsóknarstarfi á norrænum mannvistarleifum í Ameríku. Helge Ingstad nálgaðist þessar leifar smám saman með rann- sóknum sínum á norðurhjara- svæðum, bæði í Kanada og á Grænlandi. Hann var sannfærður um að sögurnar vísuðu til land- svæðis er lægi mun norðar en hefðbundnar kenningar sögðu, þar sem Nýja England átti að vera Vínland. Hann var ekki fyrstur til að varpa þessari kenningu fram, en hann var sá fyrsti sem hafði raunverulegan árangur sem erfiði í rannsóknum sínum. En eins og vant er líta ný vandamál dagsins ljós, þegar önnur eru leyst. Ef satt er, að hér sé um svonefndar Leifsbúðir sagnanna að ræða, þá er margra skýringa ábótavant. Þarna er engin góö höfn til staðar, sem víkingaskip gætu hafa notað; þegar ísland var numið. Þá er það einnig staðreynd að í skandinav- ískum staðarheitum er orðið nær ávallt í enda orðs, en ekki í fyrsta hluta þess, til dæmis að taka: Bergen, áður Björgvin, „fjalla- engi“. Ekkert er skráð um hugsan- lega merkingu þessara bæjar- nafna, og hafi Norðmenn á annað borð leitt hugann að því, hafa þeir áreiðanlega ályktað að það þýddi einfaldlega „býli“. Það hefði verið gaman að finna betri bújarðir en til væru á Islandi eða Grænlandi, en menn hefðu samt varla upp- tendrast svo mjög af þeim ástæð- um. Þá er ótalið að allt frá tímum Adams frá Bremen til íslend- inganna Ara og Snorra var nafnið einkum tengt vínviði og víni. I einni sagnanna eru jafnvel tvær vísur eftir Þórhall nokkurn, sem möglaði af því hann fékk ekki vín það sem honum hafði verið heitið. Að lokum hefur íslenska stafsetn- ingin, að því er ég veit best, ætíð verið vín-, en ekki vin-. Þessi umræða gæti orðið afar fræðileg, og ég mun ekki þreyta ykkur með henni. Ég laét mér nægja að benda á, að sögurnar segja greinilega frá fleiri en ein- um stað sem norrænir menn komu á: einn þeirra var Straumsfjörður, þar var kalt og óvistlegt; annar var Hóp, þar var hlýtt og frjó- samt. Við skulum ganga að því vísu ásamt með Ingstad-hjónun- um að víkingarnir hafi komið til L’Anse aux Meadows og haft þar miðstöð og farið þaðan sem leið lá niður með ströndinni, áreiðanlega allt niður að Nýja Englandi. Þegar legrar hugsunar, verður okkur ljós tilgangur höfundanna: Þeir eru að skrifa um andstæðu kristninnar og heiðninnar ekkert síður en fund Ameríku. Við minnumst þess, að einn af kátlegri atburðum sögunn- ar segir frá ósamlyndi Eiríks rauða og konu hans þegar hún neitar honum um samfarir fyrr en hann hefur tekið kristni. Eins og búast mátti við, eiga konur minnstan þátt í landafund- inum sjálfum, en í lífi frumbyggj- anna eru þær örlagavaldar. Sú staðreynd að þær koma fyrir í báðum sögunum sannar að þær eru hluti hinnar upprunalegu sögu. Aftur á móti er fjallað um þær á mjög mismunandi hátt í sögunum, og það virðist mér benda til þess að við getum ekki litið svo á að önnur sagan sé byggð á hinni. Jón heitinn Jóhannesson prófessor fullyrti að Grænlend- inga saga, sem lagði áherslu á hlut Eiríks rauða og fjölskyldu hans, sé frumsagan og að Eiríks saga, sem leggur þrátt fyrir nafn- ið áherslu á hlut Þorfinns Karls- efnis, sé seinni tíma endurritun. Ég get ekki fallist á þessa skoðun, og meðferðin á konunum tveimur er ein af mörgum ástæðum þess að ég dreg þessa staðhæfingu í efa. I báðum sögunum hefur Guðríð- ur það hlutverk að tengja tvær fjölskyldur. Hún er gift syni Eiríks, Þorsteini, og þegar hann deyr, tekur hún bónorði íslenska sæfarans Þorfinns Karlsefnis. Að þessu leyti ber sögunum saman, en varla að neinu öðru leyti. í Græn- lendinga sögu á hún sér fyrri skóna, en þegar bóndi hennar kemur inn, fellur hún aftur með látum og það kostar hann átök að koma henni út úr húsi, því hún var „ákafliga mikil og sterk sem karlar“. En í Eiríks sögu hjálpar Guðríður hinni deyjandi konu á náðhúsið utandyra, og þar fær hun vitrun um hverjir munu deyja. Guðríður hjálpar henni aftur inn, en hún er eirðarlaus og reynir að komast í rekkju Þor- steins Eiríkssonar þangað til eig- inmaður hennar leggur til hennar með exi. A sama hátt greinir sögurnar á um dauða Þorsteins Eiríkssonar. Guðríður er óhuggandi i Græn- lendinga sögu, þar til húsbóndinn, Þorsteinn svartur leggur hana í fang sér og talar til hennar huggUnarorðum. Það má undrast, hvernig i ósköpunum hún gat látið sér líða þægilega í annars manns fangi fyrir framan lík eiginmanns síns. Hinn dauði kallar síðan til hennar þrisvar sinnum, en Þor- steinn ráðleggur henni að svara engu. í Eiríks sögu vakir Þor- steinn einsamall yfir líki nafna síns, þegar hinn látni rís upp og vill tala til Guðríðar. Hún hefur legið sofandi og ákveður að svara eftir að hafa beðist guðsblessunar. I Grænlendinga sögu segir hinn látni það sem eftir er sögunnar fyrir, og segir henni að hún muni giftast Islendingi og njóta þre- faldrar blessunar í niðjum sínum, sem síðar kemur á daginn að verða biskupar. Hún muni fara til Rómar en snúa aftur til íslands og eyða ævikvöldinu sem nunna. En í grípur síðan sjálf til exinnar og drepur konur þeirra beggja. Þegar Leifi bróður hennar á Grænlandi eru færð tíðindin, hefur hann ekki hjarta í sér til að refsa henni, en mælir svo um að bölvun hvíli á niðjum hennar. Eins og áður hefur verið vikið að, er hér á ferðinni andstæða við þá blessun sem lögð er á niðja Guðríðar. í Eiríks sögu á Freydís ekki frumkvæði að neinum leiðangri, en fylgir Karls- efni í leiðangri hans. Þegar skræl- ingjar, að öllum likindum indíán- ar, ráðast á þau, flýja karlmenn- irnir, en Freydís hæðir þá, tekur sér sverð í hönd og rekur indíán- ana á flótta með því að fletta frá öðru brjósti sínu og slá á það með sverði sínu. Það er ljóst að þetta er galdur, og þó hann verði hinum norrænu mönnum til bjargar, ber hann meiri keim af heiðni en kristni. Vegna þessara og margra ann- arra auðsýnilegra frávika inn- byrðis í sögunum tveimur, er ég sannfærður um að þær séu hvor um sig sjálfstæð úrvinnsla á munnmælasögnum í mismunandi landshlutum á íslandi. Eftir að ég kom hingað til íslands hef ég frétt að dr. Ólafur Halldórsson hjá Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík sé í þann veginn að láta frá sér fara grein, sem styður þetta sjónarmið að öllu leyti. Sænski fræðimaðurinn Sven B. F. Jansson komst að þeirri niður- stöðu fyrir mörgum árum að Eiríks saga væri rituð á Snæfells- nesi í því héraði sem Guðríður og fjölskylda hennar fluttu úr, ef til Á strönd Nýja Englands. Kannski var Vínland hér. En kannski var þaö annarsstaðar, eða eins og Einar Haugen segir hér: „Lofum hverju og einu okkar að staðsetja það, þar sem hugurinn girnist.“ Rómantísk teikning af þeim Þorfinni Karlsefni og Guðríöi við komune til Straumfjarðar, sem enginn veit nú hvar var, en sumir álíta að hafi veriö á strönd Nýja Englands. engin á er nærri sem stærri bátar en árabátar gætu hafa farið um; og hvergi er að finna vatn ofan árinnar þar sem hægt hefur verið að brýna báti. Sumur eru stutt, vetur langir og kaldir, og þetta er ekki land alsnægta mjólkur og hunangs eða hveiti og víns. Helge Ingstad hefur þegar fært fram í fyrri bókum sínum og greinum margskonar skýringar á ástæðum fyrir þessu ósamræmi. En nú bíðum við eftir útkomu meginrits hans, seinna bindinu sem mun fylgja verki konu hans og standa ásamt því sem minnisvarði um hið merka afreksverk þeirra hjóna. Ég get ekki sagt fyrir um með vissu hvað hann mun segja í þessari bók, sem hann hefur ekki áður sagt. Ég geri ráð fyrir að hann muni halda við þá kenningu að fyrsta atkvæði i orðinu Vínland sé ekki vín heldur hið fyrnda orð vin, sem er ekki þekkt í neinum gömlum norrænum ritum né í neinu norrænu nútímatungumáli. Því bregður fyrir í gotnesku sem winja og í háþýsku fornri sem vinne, og það er algengt í staðar- nöfnum sums staðar í Noregi og Svíþjóð. í gotneskunni og háþýsk- unni fornu þýðir orðið „engi, frjósamur staður", sem gæti átt við hin svonefndu vin-nöfn í Skandinavíu. En sú staðreynd, að þau koma hvorki fyrir á íslandi né Grænlandi, þrátt fyrir grösug engi beggja landa, benda til þess að mati fræðimanna að orðið hefur fallið úr notkun þegar árið 874 þeir voru komnir aftur til Græn- lands eða ef til vill íslands, hefur ekki verið auðvelt að gera greinar- mun á stöðunum Öllum. Þegar ég var að lesa sögurnar að nýju til undirbúnings þessu spjalli mínu, varð mér hugsað til þess skáldlega réttlætis sem felst í þeirri staðreynd að kona skuli bera ábyrgð á þessum uppgreftri og að árangur hennar skuli hafa fengið svo glæsilega viðurkenn- ingu. Fornleifafundurinn, snældu- snúður og bronsnæla, sýnir ljós- lega, að konur tóku þátt í lífinu á Vínlandi. Og við kynnumst því í sögunum, að þær áttu stóran þátt í sögu tilraunarinnar til landnáms Norður-Ameríku. Á tímum kvenréttinda er það reyndar þess virði að staldra við ögn og leiða hugann að þeim tveim konum sem léku aðalhlutverkin í Vínlandssögunni, Guðríði og Frey- dísi. Þær sjá að mestu um spenn- ing sagnanna, einkum þó Freydís, og það er ljóst að hefði Guðríðar ekki notið við, hefðu sögurnar ef til vill aldrei verið skráðar. Þær eru settar upp andspænis hver annarri sem ljós og myrkur, gæska kristninnar og vonska heiðninnar, eins og nöfn þeirra benda alfarið á: Guðríður er nefnd eftir hinum k. istna Guði og okkur er tjáð að hún sé kristin, meðan Freydís heitir eftir Frey og atferli hennar er enda á heiðna vísu. Nú, þegar við erum ekki bundin við sannleiksgildi sagnanna, en getum litið á þær sem afrakstur skáld- mann, Þóri Austmann, og Leifur Eiríksson bjargar þeim af rifi við Grænlandsströnd. I Eiríks sögu kemur hún til Grænlands með Þorbirni föður sínum, þá ógefin stúlka. í Grænlendinga sögu tekur Þorsteinn hana með sér í mis- heppnaðri tilraun sinni að ná til Vínlands, og þau hr°kur til vestur- byggðar á Grænlandi. En í Eiríks sögu flytja þau á bæ hans í vesturbyggð, og þar er ekki minnst á neinn sjóferðaleiðangur. Ásamt með þeim er maður, Þor- steinn svartur að nafni, en kona hans er nefnd Grímhildur í Græn- lendinga sögu, en Sigríður í Eiríks sögu. Áður en árið er liðið hefur pest herjað á byggðina, og meðal fórn- arlamba hennar eru Þorsteinn, maður Guðríðar og kona Þorsteins svarts. Sögunum ber ekki saman að einu eða neinu leyti í frásögn- um sínum af þessum dauðsföllum, nema hvað Guðríður þarf að hlusta á langa einræðu eigin- manns síns, sem hann flytur henni eftir dauða sinn. Atvikið er í báðum sögum svo helþrungið að okkur er það erfitt að taka það alvarlega. Engu að síður verðum við að taka það trúanlegt að höfundarnir hafi ætlað frásögnum þessum að halda á lofti sæmd Guðríðar, sem þarna varð eftir- sóknarverð ekkja, bíðandi eftir þyrnirósarprinsinum frá íslandi. í Grænlendinga sögu reynir kona Þorsteins svarts að komast fram- úr banabeði sínu og færa sig í Eiríkssögu fræðir Þorsteinn dauð- ur konu sína að mestu leyti um hina sönnu trú og hinn óheppilega grænlenska sið að jarða fólk í óvígðri mold. Hann tæpir lítillega á framtíð hennar og ræður henni frá því að giftast fleiri Grænlend- ingum. En það er engin þörf fyrir langa spádóma þarna, því rithöf- undurinn hefur komið þeim fyrir í öðrum atburði fyrr í sögunni, en sá atburður á sér enga hliðstæðu í Grænlendinga sögu. Guðríður er enn ógefin í Austurbyggð, þegar þess er farið á leit við hana að hún hjálpi völvu að þylja galdur. Sem kristin kona reynir hún að koma sér undan því, en hræðileg þörf Grænlendinga, sem stöðugt bjuggu við sult og seyru, sann- færði hana um að gæsku hennar væri þörf. Völvan sér síðan fyrir að af henni muni mikil fjölskylda koma: „ættbogi bæði mikill ok góðr ok yfir þínum ættkvíslum mun skína bjartr geisli“. Eina orðið sem sameiginlegt er atvikum beggja safna er orðið bjartr, sem notað er um afkomendur hennar; ég tel það ekki renna nægum stoðum undir þá kenningu að um rittengsl sé að ræða. Hið sama er að segja um Freydísi í báðum sögum. I Græn- lendinga sögu gengst hún upp á eigin spýtur fyrir leiðangri til Vínlands, og fær til fylgdar með sér tvo íslendinga, Helga og Finn- boga. Hún gengur á bak orða sinna gagnvart þeim, fær eigin- mann sinn til að myrða þá og vill að Helgafelli. Allt frá dögum Guðbrandar Vigfússonar og Matt- híasar Þórðarsonar hefur Græn- lendinga saga verið tengd Norður- landi, en þar byggðu Þorfinnur og Guðrún sér ból eftir að þau sneru aftur, og afkomendur þeirra, hinir frægu biskupar, sátu lengi að Hólum. Og hvaða áhrif skyldi nú þessi umræða öll hafa á staðsetningu Vínlands? Aðeins þau, að þessar sögur eru kunnáttusamlega ritað- ar sögulegar skáldsögur, byggðar á sameiginlegum arfsögnum sem þróuðust á ýmsum stöðum á ís- landi. Sérhver tilraun til að stað- setja Vínland á grundvelli þessara frásagna er dæmd til að mistak- ast. Höfundar þeirra voru of fjarri þeim atburðum sem sagt er frá jafnt í tíma sem rúmi til að fylgja ýtrustu nákvæmniskröfum. og þeir bjuggu til atburði, samtöl og jafnvel persónur, þegar þess gerð- ist þörf. Ég viðurkenni glaður norðurodda Nýfundnalands sem hið fyrstav Vínland, og óska Ingstad-hjónunum til hamingju með uþpgötvun sína. En Ný- fundnaland getur ekki verið hið hinsta Vínland. Og vilji einhver koma og heimsækja okkur í Massachusetts, skal ég með mestu ánægju sýna að vínberin vaxa og að Vínland er enn við lýði í því fylkinu! Vínland er ekki landskiki, heldur hérað, ef til vill aðeins draumur. Lofum hverju og einu okkar að staðsetja það, þar sem hugurinn girnist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.