Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 Dýralæknafélag Islands: íslenskur dýralæknir verði ráðinn að Dýraspítalanum DÝRALÆKNAFÉLAG Is- lands hélt aðalfund sinn á Egilsstöðum 22. og 23. ágúst sl. Fyrri dagurinn var helgaður flutningi fræðsluerinda en síðari daginn voru félagsmál stéttarinnar til umræðu. Á fundinum var kynnt könn- un, sem Hagvangur hf. hefur gert á störfum dýra- lækna og kom þar m.a. fram að verulegur hluti af vinnutíma dýralækna er utan venjulegs vinnutíma og að mikill tími fer í akstur. Fram kom einnig að núvrandi skipting hér- aða væri mjög óraunhæf hvað vinnuálag snerti. Fundurinn samþykkti að ítreka fyrri áskoranir til yfirdýralæknis og landbún- aðarráðherra um að fjölgað yrði um einn héraðsdýra- lækni í Reykjavík- og Kjósarumdæmi og enn- fremur var skorað á sömu aðila að hlutast til um að á næsta Alþingi verði lögum um dýralækna breytt á þann veg að þremur eða fjórum stærstu dýralækn- ishéruðum verði skipt. Þá lýsti fundurinn áhyggjum sínum yfir vaxandi út- breiðslu riðuveiki í sauðfé. Á fundinum var fjallað um mál danska dýralækn- isins E.R. Garbus, sem starfaði í sumar án starfs- leyfis og atvinnuleyfis við Dýraspítala Watsons í Reykjavík. Lýsti fundurinn stuðningi við aðgerðir stjórnar félagsins í því máli og harmaði aðgerðar- leysi landbúnaðarráðuneyt- isins í þessu máli, þar sem það hefði ekki, þrátt fyrir synjun þess á umsókn Gar- busar um að fá að starfa sjálfstætt að dýralækning- um á íslandi, gert viðhlít- andi ráðstafanir til að framfylgja sinni eigin ákvörðun. Fundarmenn lýstu yfir velvilja sínum í garð Dýraspítalans og áhuga á að ráðning íslensks dýralæknis að spítalanum mætti takast eins og segir í frétt frá félaginu. Samþykkt var tillaga, þar sem skorað er á land- búnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að svo megi verða. Stjórn Dýra- læknafélagsins var öll endurkjörin en hana skipa Jón Guðbrandsson, Sel- fossi, formaður, Sigurður Örn Hansson, Reykjavík, gjaldkeri og Halldór Run- ólfsson, Kirkjubæjar- klaustri, ritari. f KAUPMENN - VERSLUNARSTJÓRAR IKUNHAR Appelsínur, sítrónur, greipaldin, epli græn, bananar, vínber græn, perur, ferskjur, nectarínur, plóm- ur rauöar, melónur gular. EGGERT KRISTJAIMSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300 E4 Fjölskylduveisla á Esjubergi I dag frá klukkan 17 bjóöum viö fjölbreytta úrvalsrétti á hlaöborði. Ljúffengir kaldir réttir: Kjötréttir, hangikjöt, lambalæri, kjúklingar og blandaöir sjávarréttir. Síldarréttir. Margar tegundir af brauöi, Ijúffengar áleggspylsur. Muniö okkar rómaða salat-bar. í hádeginu í dag er glóöarsteikt lambalæri meö rjómasoönu brokkólí og bökuðum kartöflum á matseölinum. Muniö að á Esjubergi er frítt fyrir börn 10 ára og yngri. Tríó Jónasar Þóris leikur létt lög frá kl. 18—21 r> Dale . Lameeie námskeiðið Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 8. september kl. 20.30 aö Síðumúla 35 uppi. Námskeiðið getur hjálpaö þér aö: ★ Öðlast meira hugrekki og sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfær- ingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustaö. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíöa. Verið velkomin aö kynnast því sem Dale Carnegie getur gert fyrir þig. Einkaleyfi á íslandi STJÓRNMÁLASKÓLINN Konráö Adolphsson. DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIN EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (ÍLYSINÍÍA SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.