Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 23
23 einnig. Dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjósarhreppi, flutti mjög áhugavert erindi og Hjálmar Þorsteinsson, listmálari frá Akra- nesi, var einnig með þátt fyrir þátttakendur námskeiðsins. Eg vildi taka það fram í lokin að framkvæmd námskeiðsins hefði alls ekki tekist eins vel og raun varð á, ef ekki hefði komið til góðir og áhugasamir kennarar og mikill áhugi hjá þátttakendum sjálfum. Lærist mikið á námskeiðinu „Skálholtskirkja hefur mjög mikið menningarlegt gildi. Auk þess sem hljómburður í kirkjunni er góður, þá er hún mjög hentug fyrir námskeið sem þetta," sagði Höskuldur Stefánsson, organisti frá Neskaupstað. „Hingað er ánægjulegt að koma og vera, auk þess sem mér finnst það vera uppbyggjandi á allan hátt. Manni lærist mikið á að koma á nám- skeið sem þetta og ég tel að þeir sem einu sinni hafa verið hér, hafi áreiðanlega áhuga fyrir því að koma hingað aftur. Það hefur jákvæð áhrif á alla hve andinn meðal þátttakenda er góður, og ég er viss um að allir þeir sem hér hafa dvalið eru reiðubúnir að hjálpa þeim sem heima sitja. Að endingu vil ég geta þess að bæði kennarar og aðrir sem hér hafa verið hafa reynst alveg frábær- lega, að mér finnst." Er strax farin að hlakka til næsta námskeiðs „Það er alveg dásamlegt að vera hér, bæði til þess að læra og ég held að maður hafi afskaplega mikið gott af þessu og staðurinn er nokkur afskiptur, sem er að mínu mati nauðsynlegt fyrir nám- skeið sem þetta,“ sagði Ólafía Jónsdóttir frá Hólmavík. „Eg held að það sé mikið gagn í því að tala við og sjá aðra organista víðs vegar að af landinu, og kynnast þeirra afstöðu og vandamálum sem einnig eru til hjá okkur hinum. Ég er nú þegar farin að hlakka til þess að koma hingað aftur næsta sumar á nám- skeiðið þá, og ég held að allir þeir sem hér eru, vilji koma aftur. Þetta hefur verið sannkölluð sælu- vika.“ Skipulagning nám- skeiðsins mjög góð „Á þetta námskeið er ég komin bæði til þess að auka við þekkingu mína og að kynnast öðrum í organistastarfinu," sagði Guðný M. Magnúsdóttir, Reykjavík. Ég hef haft mjög mikið gagn af veru minni hér og öðlast meira sjálfs- traust gagnvart því starfi sem ég hef sem organisti. Ég er á þessu námskeiði í fyrsta skipti og vona að þetta verði fastur liður á hverju sumri hjá mér framvegis. Kostnaði finnst mér vera stillt mjög í hóf og skipulagning öll, mjög góð. Auk þess að læra höfum við skemmt okkur og haft reglulega gaman af Guðný Margrét Magnúsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 veru okkar hér og það er mjög mikilsvert að kynnast fólki sem kemur af allt öðrum stöðum á landinu. Einnig er samheldni með- al nemenda mjög góð og við hjálpumst að við allt sem við tökumst á við.“ Okkur líkar mjög vel að vera hér „Ég læri bæði orgelleik og kórstjórn og verð í Tónskóla þjóðkirkjunnar í vetur," sagði Sigurður Sigurjónsson, en hann er í kirkjukórnum í Svarfaðardal. „Við lærum kórstjórn hjá Glúmi Gylfasyni og raddþjálfun hjá Guð- rúnu Tómasdóttur. Þá lærum við einnig orgelleik og samleik á orgel og selló og ýmislegt fleira sem náminu tilheyrir. Okkur líkar mjög vel að vera hér og þetta námskeið gerir okkur organistana hæfari til þess að leiðbeina kórun- um, sem ætti að geta leitt til þess að kirkjusöngur hér á landi yrði betri en nú er. Aðspurður um hvort hann teldi sig hafa mikið gagn af dvöl sinni hér, kvað hann svo vera; alltaf mætti bæta við sig þekkingu og reynslu. Auk þess sem hér gæfist tækifæri til að stjórna stærri kór en venjulega gerðist. Um framtíð- arstarf sagði hann að allt væri óráðið og laun organista væru misjöfn því úti á landi, að minnsta kosti, væru laun þeirra ákveðin af sóknarnefnd og þær væru mis- jafnlega í stakk búnar til þess að greiða viðunandi laun. Alls sóttu um 280 manns námskeiðið að þessu sinni. Hér er meginhluti nemenda á sameiginiegri æfingu í Skálholtskirkju. Bindandi að vera í kirkjukór „Mér finnst alveg sérstakt að vera hér, andinn meðal fólks er alveg einstakur og það er ekki oft sem maður hefur tækifæri á að dveljast með þetta stórum hóp manna með sama áhugamál," sagði Maggý Kristjánsdóttir frá Patreksfirði. Ég hef að minnsta kosti haft mikið gagn af veru minni hér í Skálholti og ég held að það hljóti að efla áhuga meðal þeirra sem starfa í þessu að finna að það eru fleiri sem starfa að þessu og að maður er ekki einn að vasast í þessu. Það er að vísu nokkuð bindandi að vera í kirkjukór og ég held að það sé ekki mögulegt nema áhugi fyrir því sé mikill. Finnst námskeiðið vera stórkostlegt „Auk þess að hafa lært heilmik- ið hér finnst mér stemmningin hér vera hreint frábær og ég hef aldrei lært eins mikið á eins skömmum tíma,“ sagði Sólveig Thorarensen, en hún leikur á orgel Vatnsfjarðarkirkju í N-ísafjarð- arsýslu. „Annars datt ég inn í þetta starf þegar ég fluttist vest- ur. Það vantaði organista og ég hafði lært á píanó sem barn, hjá Guðmundi Gilssyni. Þar af leið- andi þótti sjálfsagt að ég tæki þetta að mér. Ég var í fyrstu eilítið taugaóstyrk en síðan lagað- ist það smátt og smátt. Ég vonast til þess að geta gert betur þegar heim kemur, eftir að hafa fengið þetta góða kennslu hér í Skál- holti." Haukur Guðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.