Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 JRtorj^wí>W»itíi> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakið. Umræðurnar um efna- hags- og atvinnumálin eru vissulega orðnar þreyt- andi. Menn sjá ekki fram úr erfiðleikunum og af hálfu stjórnvalda eru engin viðbrögð sýnileg í hinum þýðingarmestu málum. Það gefur þeim orðrómi vængi, að innan ríkisstjórnarinnar sé engin samstaða um úr- ræði í aðsteðjandi vanda. Þeir, sem næstir ráðherr- unum standa, gefa sjálfir þennan tón og brigzlyrðin hafa gengið milli ráðu- neyta. Svo ótrúverðugt ástand á hæstu stöðum eykur enn á erfiðleikana, menn halda að sér höndum og vilja sjá, hverju fram vindur. Stöðnunareinkenn- in eru sannarlega af mörg- um rótum runnin. Og óumdeilanlegt að menn telja ekki lengur fýsilegt að reiða fram fé í ný atvinnu- fyrirtæki, ofþjakaðir af þungum skattaálögum. Ahættuminna og áþata- samara er að hætta engu, en tryggja fjármuni sína heldur með öðrum hætti en til beinnar atvinnuupp- byggingar. Þeir, sem nú hafa undir- tökin í stjórn landsins, eru kunnir að fjandsamlegri afstöðu til atvinnurekstrar, einkanlega ef hann er rek- inn af einkaaðilum. Meðan Svavar Gestsson var enn ritstjóri Þjóðviljans, rak hver áróðursgreinin aðra, þar sem reynt var að læða því inn, að það væri háska- samlegt, ef atvinnurekstur- inn skilaði hagnaði. Og af svipuðum viðhorfum hefur afstaða Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, í skatta- málum fyrirtækja mótast. Hin háskalegu og til- viljanakenndu afskipti skammsýnna stjórnmála- manna af peninga-, gjald- eyris- og verðlagsmálum, hafa þegar valdið óheyri- legu tjóni og tafið fyrir eðlilegri uppbyggingu og endurnýjun í atvinnulífinu. Þessi neikvæða þróun endurspeglast m.a. í halla- rekstri útflutningsatvinnu- veganna og samdrætti í samkeppnisiðnaðinum, sem hefur leitt til uppsagna fjölda manns og lokunar fyrirtækja. Áreiðanlega er hægt að færa fyrir því sannfærandi rök, að það gangi kraftaverki næst, að yfirleitt nokkur atvinnu- rekstur skuli tóra í landinu eins og kostnaðarhækkan- irnar hafa verið örar, rekstrarfjárvandinn mikill og samkeppnisaðstaðan örðug miðað við helztu við- skiptalönd okkar. Enginn vafi er á því, að það þarf dirfsku og sam- stöðu til þess að brjótast út úr vítahringnum, sem at- vinnu- og efnahagsmálin eru nú í vegna dugleysis pólitískra ráðamanna. Það þarf m.a. að marka stefnu í iðnaðar- og orkumálum, en það er ekki hægt vegna þess að ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um næsta virkjunarstað né um það, hvort ráðizt skuli yfir höfuð í stóriðju eða ekki, eða hvar slík stóriðja yrði staðsett, ef til kæmi. Mikið er talað um iðnþróun og umræðan skreytt lærðum orðum, sem eru innihalds- laus af því að stefnan hefur ekki verið mörkuð í verð- lags- og skattamálum, gjaldeyris- eða peningam- álum. Hægri höndin veit heldur ekki, hvað sú vinstri gerir, eins og iðnþróunará- ætlunin fyrir Norðurland er glöggt dæmi um, og þannig mætti lengi telja, en enginn getur fest hendur á neinu. í sjávarútveginum er ástandið engu betra. Tog- araflotinn liggur bundinn við bryggju eða er sendur í skrapfiskirí mikinn hluta af árinu. Samt sem áður er stöðugt verið að fjölga tog- urum í landinu, ýmist með því að kaupa þá notaða erlendis frá eða smíða nýja. Hér er um mikla um- framfjárfestingu að ræða, sem hlýtur að hefna sín í verri lífskjörum þjóðarinn- ar allrar, af því að afla- magnið er ákveðið fyrir- fram. Offjölgun togara get- ur ekki leitt til annars en sóunar verðmæta, sem bitnar á öllum þeim, sem útgerð stunda, með því að minni afli kemur í hlut hvers og eins. Og eins og fiskverðið hefur verið ákveðið og miðað við þá stefnu, sem stjórnvöld hafa haft í málefnum sjávarút- vegsins, er einnig fyrir- sjáanlegt, að ný skip geta ekki borið sig. Þannig gengur þetta til, að afrakstur þjóðarbúsins heldur áfram að minnka. Og sú þróun getur ekki snúizt við, nema aðrir menn taki við stjórnvöln- um, — og bjartsýni komi í stað bölsýni, úrræði í stað úrræðaleysis. Kraftaverk að nokkurt fyrirtæki skuli tóra j Reykjavíkurbréf *»♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦Laugardagur 6. september ♦♦♦♦♦♦< Kvikuhlaup og leirgos Alþýðubandalajíið er lokaðri stjórnmálaflokkur en önnur ís- lenzk stjórnmálasamtök. Þetta er ekki undarlegt ef hliðsjón er höfð af uppruna þess og pólitískri arfleifð frá Sameiningarflokki al- þýðu, Sósíalistaflokknum og Kommúnistaflokki íslands, sem var hið upphaflega nafn samtak- anna. Þannig mun Alþýðubanda- lagið eini íslenzki stjórnmála- flokkurinn, sem með öllu hefur hunzað almannaáhrif á framboð til sveitarstjórna og Alþingis um opin prófkjör. Þar skulu kjósendur lúta miðstýringu fámennisstjórn- ar (flokksklíkunnar). Og þá er skammt til fyrirmynda í „alþýðu- lýðveldum", sem óþarfi er að ræða um frekar. Af þessum sökum fær almenn- ingur minna að vita af hræringum í flokkskjarna Alþýðubandalags- ins en gengur og gerist um opnari stjórnmálaflokka. En þrátt fyrir launung í flokksstarfi síast sitt hvað út til óverðugra, ekki sízt þegar mikil kvikuhlaup eru í undirgöngum flokksins með til- heyrandi leirgosum upp á yfirborð almennings. Máltækið segir „þjóð veit þá þrír vita“. Og loks er fáum gefin málgleði í ríkara mæli en marxistum, þ.e.a.s. þegar hinar fjölbreytilegu „sértrúarsellur" eru að lýsa hver annarri af hinni sönnu og innlifuðu kúnst. Vitað er að Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, mun láta af formennsku á lands- fundi síðar á árinu, enda var kjör hans aldrei annað en „biðleikur" eftir ráðstjórn Ragnars Arnalds. Þó hljótt sé á yfirborði um átök í Alþýðubandalagi, varðandi for- mannsval, er undirgangur þeim mun meiri. Fráfarandi formaður mun hafa á því hug, að arftaki hans í Austfjarðakjördæmi, Hjörleifur Guttormsson, orkuráð- herra, erfi einnig formennskuna í flokknum eftir hann. Þetta sjón- armið á eitthvert fylgi í flokksfé- lögum úti á landsbyggðinni, sem halda vilja í þá „hefð“, að flokks- formaður sé úr strjálbýli. Reykjavíkurdeild Alþýðubanda- lagsins hefur hinsvegar fyrir löngu valið sinn kandídat, Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, og heldur uppi harðvítugum áróðri fyrir kjöri hans. Þykir flokks- kjarnanum í Reykjavík sem form- aðurinn hafi nógu lengi tengzt strjálbýlinu. Mál sé til komið að „þéttbýlið" fái forystuna í sínar hendur. Þá er þriðja sjónarmiðið, sem að vísu á fæsta formælendur. Þeir, sem þar eiga hlut að máli, telja ekki umtalsverðan mun á Hjör- ieifi og Svavari. Báðir séu af sömu strangtrúargerðinni. Báðir hafi sótt „menningartengsl" sín til Austur-Þýzkalands. Og það sem sé mergurinn málsins: hvorugur sé í tengslum við verkalýðshreyfing- una. Nú er tækifærið, segir þessi hópur, til að „tengja flokkinn" verkalýðshreyfingunni, en þar sé „vík milli vina“. Sú „vík“ sé að hluta gerð úr því „gjaldi" sem flokkurinn hafi greitt fyrir ítrek- aða stjórnaraðild. En jafnframt úr þeim gjömingi, að svokallaður „menntamannaarmur“ (þ.e. hvít- flibbakommar) hafi ýtt mönnum úr verkalýðshreyfingu út í yztu flokksmyrkur. Þeir, sem svo mæla, vilja sækja formann til „verka- lýðsforystunnar". Gegn þessu sjónarmiði snúast bæði Hjör- leifsmenn og Svavarssinnar, sem telja að „gvendar" og skósmiðir flokksins eigi að halda sér við leistinn sinn — en láta hinum „hæfari" eftir hugstörfin. Fullvíst er talið, að Svavar Gestsson sé arftaki hinnar rauðu krúnu á vinstri væng íslenzkra stjórnmála. En hver sem hnossið hreppir, er eins víst að á það verði „sætzt" í flokkskjarnanum, í fá- menni miðstýringarinnar, því hvaða erindi á slíkt „skittirí" sem formannskjör upp á dekk hjá óbreyttum hásetum?! Höggvid í sama knérunn Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. for- maður Alþýðuflokksins, er einn af merkari stjornmálamönnum, ís- lenzkum, í síðari tíma sögu. Skipt- ar skoðanir eru að vísu um sitt hvað á pólitískri vegferð hans, eins og annarra stjórnmála- manna. Og fyrir frjálslynt borg- aralegt fólk var á stundum auðvelt að vera á annarri skoðun. En eftir á að hyggja og þegar litið er yfir þingferil hans, er ekki síður auð- velt að láta hann njóta sannmælis. Ellefu ára samstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks, Við- reisnin svokallaða (1959—71), byggðist ekki sízt á gagnkvæmu trausti og heilindum þáverandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.