Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1980 19 stað þess að aka í lokuðum bíl með lífverði allt um kring ók hann um götur Prag í opnum Mercedes Benz með bílstjór- ann einan sér til halds og trausts. A hverjum morgni ók hann frá kastala sínum, sem var rétt fyir utan Prag, til höfuð- stöðva hersins í miðri borg- inni. Á einum stað á leiðinni þurfti bíllinn að taka u-beygju og draga mikið úr hraðanum. Hér var tækifæri til að skjóta Heydrich, að mati þeira Kubis og Gabcik. Byssan bregst Að morgni 27. maí 1942 höfðu þeir komið sér fyrir nálægt beygjunni og biðu eftir því að bíll Heydrichs nálgað- ist. Mínúturnar liðu, en ekki sást til bílsins. Hann var seinna á ferð en venjulega. Loks birtist hann þó. Gabcik tók sér stöðu með vélbyssu og miðaði á Heydrich. Hann beið nokkra stund þar til bíllinn kom í beygjuna og tók þá í gikkinn. En ekkert gerðist. Á örlagastundinni hafði byssan brugðist. Bíllinn hafði nú stöðvast og Heydrich horfði inn í byssuhlaupið. Þá tók Kubis handsprengju sem hann hafði meðferðis og henti inn í bílinn. Sprengjan brást ekki. En út úr flakinu stökk Heydrich ómeiddur að því er virtist. Hann kallaði eitthvað til bílstjóra síns, dró svo upp byssuna og tók til fótanna á eftir þeim Kubis og Gabcik. Grimmileg hefnd í Berlín fór fram viðhafn- armikil útför en í Tékkóslóv- akíu tóku Þjóðverjar sig til og hefndu Heydrichs grimmilega. Tíu þúsund manns voru handteknir og 100 líflátnir á dag. Þeir gættu sín þó á því að lífláta ekki það fólk sem vann að hergagnaframleiðslu. Er þrettán dagar voru liðnir og 1300 manns höfðu verið líflátnir barst Þjóðverjum sú vitneskja að morðingjar Heydrichs hefðu komið er- lendis frá og lent í fallhlífum í bænum Lidice skammt frá Prag. Nóttina 8. júní héldu menn úr öryggissveitum Heydrichs inn í Lidice. Ibú- arnir þar voru námuverka- menn og er þeir komu úr námum sínum um morguninn var þeim skipað inn í bæinn til kvenna og barna. Lítil börn voru rifin úr höndum mæðra sinna og þeim drekkt. Nóttina eftir voru allir karlmennirnir teknir frá fjölskyldum sínum, konurnar læstar inni í skólan- um og börnin í félagsheimili bæjarins. I dögun voru menn- irnir leiddir fram 10 og 10 í einu og þeir skotnir. Fjöl- skyldur þeirra stóðu og horfðu á. Er 189 höfðu verið líflátnir fannst yfirmanni þessara að- gerða aftökurnar ganga allt of seint. Safnaði hann því saman öllum karlmönnunum og börn- unum sem eftir voru í hlöðu eina. Svo var kveikt í. Allar konurnar, nema þær sem voru vanfærar. voru send- Utlægir Tékkóslóvakar í Englandi skipuleggja för þeirra Kubis og Gabcik til Tékkóslóvakíu. Kubis var fljótur að átta sig og náði í reiðhjól sem stóð þar rétt hjá og hvarf á braut. En Gabcik stóð eftir og horfði á byssuna í hendi sér. Það var eins og hann tryði því ekki að hún hefði brugðist. En svo tók hann við sér og hljóp í skjól og skaut að Heydrich. Allt í einu sá Gabcik að Heydrich kastaði frá sér byss- unni, greip um hægri mjöðm- ina og riðaði til falls. Er Heydrich hafði verið fluttur á sjúkrahús í Prag kom í ljós að handsprengja ÍCubis hafði unnið sitt verk. Hún hafði tætt í sundur sætið sem Heydrich sat í og gormar og fleira þrengt sér inn í maga hans og milli rifbeinanna. Nokkur hrosshár úr sætinu höfðu meira að segja farið inn í miltað. Þykir það alveg óskiljanlegt hvernig Heydrich gat hlaupið eftir Kubis og Gabcik svo helsærður sem hann var. í níu daga börðust læknar við að bjarga lífi hans en án árangurs. Heydrich lést 4. júní 1942. ar í gasklefana í Ravensbrúck. Hinar vanfæru voru sendar á sjúkrahúsið þar sem Heydrich lést. Þar var öllum fóstrunum eytt og konurnar sendar til Berlinar þar sem framkvæmd- ar voru á þeim „kynbótatil- raunir". Loks var þorpið Licide brennt til grunna. Þeir Kubis og Gabcik höfðu leitað skjóls í grafhvelfingu Orþodoxkirkju ásamt fleiri mönnum úr andspyrnuhreyf- ingunni. Þeir höfðu gert áætl- un um flótta út úr Tékkó- slóvakíu, en hún komst aldrei til framkvæmda. SS-sveitirn- ar fundu þá og tóku þá af lífi. Þrátt fyrir tilmæli frá yfir- stöðvunum um að styggja ekki meðlimi Orþodoxkirkjunnar, rifu þeir kirkjuna, skutu alla sem þar voru inni og brenndu líkin. Þar með höfðu Þjóðverjar líflátið hundruð Tékkóslóv- neskra borgara í hefndarskyni fyrir morðið á einum mesta morðingja Þriðja ríkisins, Reinhard Heydrich. Heimildir: „History oí the SS“ ok „A Man Called Interpid*4. Pan Am hættir að fljúga til Rómar Rómarborg 6. sept. — AP. STARFSFÓLK bandaríska flug- félagsins Pan American á ítaliu hafa ákveðið verkfall á mánudag til að mótmæla væntanlegum uppsögnum starfsfólks sem koma í kjölfar þess að Pan Am hættir að fljúga milli New York og Rómaborgar frá og með 26. október. Pan Am sem hefur flogið þessa leið með endastöð í Istanbul í þrjátíu og þrjú ár sagði að þetta væri óhjákvæmilegt vegna hækk- andi eldsneytis, minnkandi um- ferðar og vegna bágs fjárhags- ástands fyrirtækisins almennt. Yfirmaður Pan Am á Ítalíu sagði að þessi ákvörðun stjórnar félags- ins yrði endurskoðuð síðar þegar ástandið batnaði og Pan Am myndi ekki afsala sér réttindum til að fljúga á þessari leið. Eftir þessa breytingu verður TWA eina bandaríska flugfélagið sem flýgur á Rómaborg. MYNDAMÓT HF. AÐALSTRXTI • - SlMAR: 17152-17355 Austurbær Lindargata Ármúli Samtún. Vesturbær Skerjafjöröur fyrir sunnan flugvöll. Hringið í síma 35408 pt«nmnM«ihi& ♦einkaumboöá (SLANDlfyrirdönsku gólfteppin f rá ege GRENSÁSVEG111 ^ 83500&83539

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.