Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 1
72 SIÐUR 207. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Allt að 10 myrtir daglega Islamahad. 13. spptemher. AP. HARÐIR bardaxar seisa enn í Ilerat «k Kandahar, tveimur af þremur stærstu borgum Af«an- istan. Þá neisa harðir hardagar i Panjshir-dal. norður af Kabúl. Frelsissveitum Afnana tókst að stöðva framrás sovézka hersins í dalnum. Þá hafa harðir hardagar Keisað í Surohi, 65 kilómetra austur af Kabúl. Að sojjn sjónar- votta, hafa sovézkir skriðdrekar komið þaðan — mar^ir hverjir laskaðir eftir harda^a. Þá senja sjónarvottar. að stórskotaliðs- sveitum hafi verið stefnt til Surobi. Sovézkar hersveitir hafa tekið upp öryggisvörzlu við þrjú a-evr- ópsk sendiráð í Kabúl. Vörður er við sendiráð Ungverja, Tékka og Búlgara. Þyrlur sveima yfir sendi- ráðunum. Þessar ráðstafanir koma í kjölfar dreifibréfa frelsis- sveita um árásir á Sovétmenn og bandamenn þeirra í borginni. Að sögn heimilda freista frelsismenn stöðugt að taka stuðningsmenn stjórnar Babraks Karmals af lífi. Árásum á stuðningsmenn stjórn- arinnar hefur fjölgað undanfarið. Prófessor við Kabúl-háskólann sagði í viðtali við fréttamann AP, að samstarf hefði tekizt með hinum ýmsu ættflokkum í borg- inni. Hann sagði að allt að tíu stuðningsmenn Karmals væru myrtir dag hvern. Stjórnin hefur hafið herferð til þess að fá liðs- menn í herinn. Kennarar og stjórnarstarfsmenn hafa verið kallaðir í herinn. Þetta hefur leitt til aukins flótta þessara starfs- stétta yfir landamærin við Pakist- an. Gierek sagð- ur á batavegi Varsjá. 13. sept. AP. EDWARD Gierek, fyrrv. formað- ur pólska kommúnistaflokksins. er nú sagður vera á batavegi eftir hjartaáfallið. sem varð til þess, að hann var sviptur völdum. La'knar segja að heilsa hans sé nú „miklu skárri". Sameinaði bændaflokkurinn pólski, sem eru samtök sjálfseign- arbænda, hefur krafist þess, að hann fái meiri aðild að ákvörðun- um, sem snerta hagsmuni umbjóð- enda sinna. Bændaflokkurinn hef- ur til þessa lotið algjöru forræði 33 fórust í flugslysi Freeport, Bahamaeyjum, 13. september. AP. DC-3-FLUGVÉL í eigu Florida Commuter-flugfélagsins hrapaði í nótt til jarðar skömmu fyrir lendingu á Bahamaeyjum. Með vélinni voru 33 manns og fórust allir. Orsakir flugslyssins eru ókunnar en mikil rigning var þegar flugvélin hrapaði. Líflegt á síldinni TTllflf Það var líflegt í kringum síldarbátana við Vestmannaeyjar á dögunum, en dágóður afli fékkst þá i lagnet í 2—3 daga. Það er Árni í Görðum. sem þarna öslar að næstu trossu. en nú eru Eyjabátar komnir á reknet. Sjá nánar bls. 24. Ljúsm. SiuurKeir. Allt með kyrr- um kjörum Ankara. 13. soptember. AP. ÞRÍR stjórnmálaleiðtogar. sem teknir voru höndum í valdaráni hersins í Tyrklandi. voru í dag fluttir frá Ankara til staða i vesturhluta landsins. Umfangsmik- il leit fer nú fram að Alpaslan Turkesh. lciðtoga ha-grisinnaðs öfgaflokks. Líf var i dag með eðlilegum ha'tti i Ankara. Istanbúl og oðrum helztu horgum landsins. Samgongur til landsins voru með eðlilegum ha'tti. alþjóðaflugvcllir voru opnaðir. hanka á að opna á mánudag og auglýst dagskrá var í útvarpi og sjónvarpi. Þeir Suleyman Demirel og Búlent Ecevit, leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins, voru fluttir til herbúða i vesturhluta landsins. Kenan Evren, forsprakki byltingarmanna, sagði að þeim yrði sleppt fljótlega. Dagblaðið Gunaydin skýrði frá því, að 100 þingmenn hefðu verið hnepptir í varðhald en herinn hefur ekki staðfest þessa fregn blaðsins. Evren hefur heitið því að uppræta ofbeldi í landinu en fyrir byltinguna voru um 25 menn myrtir þar daglega. Lést af kol- sýringseitrun í jarðgöngum Napoli. 13. soptember — AP. IIAFT var eftir yfirvöldum í Napólí i dag, að tveggja ára gamall drengur, sem var sof- andi í aftursæti bifreiðar. hefði beðið bana af völdum kolsýringseitrunar. þar sem bíllinn var fastur vegna um- ferðarteppu í jarðgöngum og komst hvorki aftur á bak né áfram í heilan klukkutíma. Bíllinn, tvennra dyra Fiat 127, var fastur i San Nazzaro- jarðgöngunum, sem eru hvorttveggja ljóslítil og illa loftræst. Þó að bílalestin hreyfðist ekki langtímum sam- an drápu ökumennirnir ekki á vélunum og er ástæðan sögð sú, að þeir hafi viljað sjá fram fyrir sig. Engin loftræsting var í Fiat-bílnum. Iran: Útlagar áforma myndun stjórnar Atlanta. 13. september. AP. ÍRANSKIR útlaiíar hafa á prjónunum áform um myndun útlaRastjórnar undir iforsæti Reza Cyrus Pahlavi prins, sonar Reza Pahlavi, fyrrum íranskeis- ara. Það er handaríska hlaðið Atlanta Journal. sem skýrði frá þessu í dag. Blaðið hefur heimildir sínar frá Washington. París or Lundúnum. Atlanta Journal heldur því fram. að stöðuR fundahöld hafi verið undanfarið í París milli hinna ýmsu andsta'ðinga klerkastjórnarinnar í íran með það fyrir augum að bylta núverandi valdhöfum. Edward Gierek kommúnistaflokksins og er litið á þessar kröfur sem enn eitt merkið um þær hræringar, sem nú eiga sér stað í pólsku þjóðlífi. Enn eru víða verkföll í Póllandi og er meginkrafa verkfallsmanna sú sama og höfð var uppi í Eystrasaltsborgunum, stofnun sjálfstæðra verkalýðsfélaga. Þó að stjórnvöld hafi gefið fyrirheit um að samningurinn við verkfalls- menn í Gdansk gilti fyrir allt landið, þykir mörgum tryggara að festa það sérstaklega á blað. Blaðið segir, að stofnað hafi verið ráð og í því séu helztu útlagaleiðtogar úr ír- anska hernum, stjórnmála- menn og meðlimir keisara- ættarinnar. Meðal meðlima í þessu ráði eru sagðir Shap- our Bakthiar, fyrrum for- sætisráðherra landsins, Ali Amini, einnig fyrrverandi forsætisráðherra, Golal Ali Oveissi hershöfðingi, Hassan Nazih, fyrrverandi olíumála- ráðherra og Ahmad Bani- Ahmad, fyrrum þingmaður. Shapour Bakthiar til- kynnti í ágúst síðastliðnum myndun andspyrnuhreyf- ingar til að berjast gegn stjórn Khomeinis í íran. Það, sem þykir athyglisverðast við þessar fréttir er, að tekið hafi saman höndum öll öfl útlaga — og þá einkum að Bakthiar og Oveissi hers- höfðingi hafa fallizt á að jafna ágreining sín á milli. Fréttir segja að Amini hafi komið á fundum þeirra tveggja til þess að freista þess að sameina andspyrnu- öfl gegn klerkastjórninni í íran.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.