Morgunblaðið - 14.09.1980, Page 15

Morgunblaðið - 14.09.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 15 Þeir halda að aðeins þrenns konar konur gangi í sjóherinn — hórur, dækjur og stúlkur sem eiga að þóknast þeim í einu og öllu (Sjá: Sjómennskan er ekkert grín) TÚRISTAR Eins og síld í tunnu — og álíka sælir Hafir þú einhvern tíma haft löngun til þess aö dveljast í Suður-Frakklandi í sumarleyfinu þínu, skaltu slá þeirri flugu úr kollin- um á þér hið bráðasta, nema þú hafir óslökkvandi löngun til þess að troðast undir í mannf jölda, láta taka þig í gíslingu, anda að þér meng- uðu lofti og hafa það á tilfinningunni, að þú hírist í flóttamannabúðum. Mergurinn málsins er sá, að Frakkar ráða ekki við þann ferða- mannastraum sem leitar suður á bóginn árlega, og geta ekki án hans verið. Afleiðingin er sú, að sælutilfinning ferðamannsins hverfur fyrir öryggisleysi og ótta. Geigvænleg umferð og sorphaugar á víð og dreif eiga lítið skylt við tálmyndir ferðamannabæklinga af suðurfranskri sælu. Þegar brezkir ferðamenn koma heim að afloknu sumarleyfi í Suður-Frakklandi, eftir að hafa lent í ótal hættum í umferðinni, þurft að búa á yfirfullum tjald- stæðum, borga geypiverð fyrir hvað sem er og lent í útistöðum við Frakka, geta þeir huggað sig við dálitla sólbrúnku og fullviss- una um það, að Frökkum er yfirleitt heldur betur við þá en Hollendinga og Vestur-Þjóðverja, sem eru hataðir eins og pestin. Provence-hérað _ í Suður- Frakklandi hefur löngum verið rómað fyrir friðsæld, en svo er ekki lengur. Yfir ferðamannatím- ann eru þar 30 sinnum fleiri ferðamenn en ibúatalan nemur, og láta mun nærri, að 12.000 manns flatmagi á hverjum ferkílómetra á baðströndunum. í Argeles sur Mer, sem kalla má tjaldbúðahöf- uðborg heims, eru um 200.000 tjaldbúar, en aðeins rými fyrir 35.000 tjöld. Allt er á sömu bókina lært. Sums staðar er matur allt að ferfalt dýrari en í Bretlandi, og enda þótt maður leigi sér herbergi á góðu hóteli niðri við ströndina, 12,000 manns á hverj- um ferkílómetra berhátti og liggi í eigin svita í mánuð. getur maður alls ekki gengið að því vísu að geta legið í sólbaði þar fyrir framan. Fyrir mánuði var frá því skýrt af opinberri hálfu, að strendur Suður-Frakklands væru nú yfir- fullar af ferðamönnum, og á þessu ári myndi tala þeirra nema 19 milljónum. Þar af væru um 6 milljónir útlendingar. Ágústmánuður er aðalsumar- leyfistiminn í Frakklandi.. í þeim mánuði á þessu ári var 20% meiri bílaumferð um Suður-Frakkland en á síðasta ári, en alls hefur orðið 50% ferðaaukning á undanförnum 5 árum. Flestir þessara ferða- manna láta sér nægja að finna sér smápláss fyrir tjald. Lögreglan í St. Tropez hefur skýrt frá því, að margir af þessum ferðamönnum leggi einfaldlega teppi á jörðina, 1,4 milljónir manna starfa að ferðamálum í Frakklandi og 8% þjóðartekna koma frá ferða- mannaiðnaðinum. Stjórnvöld í Frakklandi gera hins vegar lítið annað en að fórna höndum í skelfingu og láta 8 milljónir manna um að berjast um 1,7 milljónir tjaldstæða. Þegar ferðamannabæklingarnir koma á ný í póstkassana næsta ár, mun lítið sjást af þeirri hryggð- armynd, sem hér hefur verið lýst, heldur mun Suður-Frakkland vera lýst, sem friðsælli, gróinni para- dís, sem Bretar telja innst í hugskoti sínu að sé sannleikanum samkvæmt. Það eru allt að 10 mánuðir, þar til ósköpin geta endurtekið sig, en að síðustu mætti viðhafa þau varnaðarorð, að á sumarleyfistímanum er yfir- leitt leiðinda veður í Suður- Frakklandi. - PAUL WEBSTER Hins vegar getur áleggið stundum stuðlað að offitu, ef það er ekki rétt valið. Prófessor Henri Lestradet, sem einnig er sérfræðingur í nær- ingarefnafræði og vinnur við her- ferð heilbrigðisráðuneytisins, hef- ur einkum áhyggjur af því, að börn og ungt fólk borði ekki nægilega mikið af brauði. Hann segir að börn undir 5 ára aldri borði aðeins brauð sem svari einum þriðja af daglegum þörfum þeirra. Mjög snemma er brýnt fyrir börnum, að brauð sé fitandi, — segir hann. Þetta hefur sýnilega haft mikil áhrif á ungt fóík, sem borðar aðeins hálfa bagéttu (brauðlengju) á dag í stað heillar, sem það hefur fulla þörf fyrir. Skoðanakönnun hefur leitt í ljós, að mörg böm telja að brauð sé meira fitandi en sælgæti. Flestir Frakkar, sem komnir eru til ára sinna, telja nauðsynlegt Úr 600 grömmum í 180 að borða a.m.k. hálfa bagéttu með hverri máltíð. Eigi að síður sýna tölfræðilegar rannsóknir, að neyzla á brauði fer hríðminnk- andi. Fyrir einni öld neytti hver Frakki 600 gramma af brauði að meðaltali á dag, 40 árum síðar var neyzlan komin niður í 325 grömm og nú er dagleg brauðneyzla Frakka að meðaltali aðeins um 180 grömm. Weill telur, að ýmsar ástæður séu fyrir þessum breyttu matar- venjum. Fleiri stundi nú kyrrsetu- vinnu en áður, og batnandi lífs- kjör geri það að verkum, að fólk sé ginnkeyptara fyrir fínum og dýr- um matvörum en hversdagslegri fæðu eins og brauði. PAUL WEBSTER. Það er stutt síðan við opnuðum, en nú fyrst er verslunin orðin full af glæsilegum gjafavörum. Þar á meðal vasar, strákörfur, útskomar styttur, trévörur, skartgripaskrín, kínverskir jakkar og stöðugt bætist í úrvalið. Komið og skoðið. Ef þig vantar eitthvað sérstætt og skemmtilegt,færðu það hjá okkur. verslunin Manila Suðurlandsbraut 6, sími 30780. NÁMSKEIÐ ,bynun omu- wrirhugað aO namskeiö um i iönaöarri _ [ þ.e.a.s-«- - 1 ' . .Llr-xTCk atgeyma. raigeVrna fyrir lynara. raíknumtarartæ neyöarlýs'n9ar’ i tjarstynngan l taislöövar, I simakeri' og íS’'lSf««tónanUPP'^“'9a Námsefniö er rafaeymafraeöm I og óska eft'r n I áfaUaiausum 1 tækifseri trr n Leiðbeinand^ Htudor H vinsamiega Skipboit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.