Morgunblaðið - 14.09.1980, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980
Ingrid giftist órið 1958 sænska leikritahöfundinum Lars Schmidt og
hjónaband þeirra stóó fram til órsins 1978.
Ingrid ósamt fyrsta eiginmanni
sínum, tannlækninum Peter
Lindström, óriö 1937.
fólkið skilur nákvæmlega hverju
hún vill koma á framfæri í leik
sínum," sagði Selznic á þessum
tíma.
Eiginmaðurinn, Petter Lind-
ström, var fljótlega mjög af-
brýðissamur út í mótleikara
Ingrid. Ingrid segir í minningum
sínum að hún hafi aldrei brugð-
izt manni sínum, „en hvaða kona
gat komizt hjá því, að verða
pínulítið skotin í mönnum eins
og Cary Grant, Gary Cooper og
Spencer Tracy. Þetta voru glæsi-
menni þessa tíma,“ heldur
Ingrid áfram.
Eiginmaður hennar hélt stöð-
ugt uppi naggi og athugasemd-
um við hitt og annað í fari
Robert Capa, nóttúruljósmynd-
arinn sem Ingrid varö óstfangin
af meöan ó hjónabandi hennar
og Lindströms stóö.
Ást við fyrstu sýn
Þau hittust í París árið 1949
og það varð ást við fyrstu sín.
Rosselini linnti ekki látum fyrr
en Ingrid lét undan og skildi við
hinn sænska eiginmann sinn,
Petter Lindström, sem hún hafði
að vísu ekkert haft saman við að
sælda í mörg ár, og giftist
Rosselini árið 1950. Þau eignuð-
ust fljótlega son, sem nefndur
var eftir föður sínum, Roberto.
Aðeins tveimur árum síðar eign-
uðust hjónin tvíbura, ísabellu og
Isotta-Ingrid, sem lézt á unga
aldri.
Flestir áttu von á mikilli og
góðri samvinnu þeirra hjóna í
kvikmyndum, en það varð ekki.
Rosselini vildi ekki framleiða
myndir með konuna sína sem
leikkonu. Aftur á móti kom hann
Ingrid í samvinnu við kollega
sína eins og Fellini, Visconti og
de Sica.
Allt gekk að óskum fyrstu
þrjú árin, segir Ingrid í bók
sinni, en eftir það fór þetta að
verða óbærilegt. Árið 1957 varð
ekki lengur umflúið, að þau
skildu að skiptum. — „Roberto
trúði því aldri, að ég myndi
yfirgefa hann og þegar ég loks
mannaði mig upp í að segja
honum, að ég væri að fara, hló
hann bara hrossahlátri," segir
Ingrid í bókinni.
Annar Óskar
Seinna þetta sama ár fékk
Ingrid svo sinn annan óskar,
fyrir leik í myndinni „Anast-
asia“. Á þessum tíma hafði hún
þegar komizt í kynni við tilvon-
andi þriðja eiginmann sinn,
sænska leikritahöfundinn Lars
Schmidt.
Þriðji eiginmaðurinn
í móttöku í París færði
Schmidt Ingrid kampavínsglas,
sem var upphafið. Hann var eins
og þjónn hennar allt kvöldið.
Stuttu síðar sagði Pia, 18 ára
gömul dóttir Ingrid af fyrsta
hjónabandi, við hana: „Mamma,
Ingrid og Roaselini óriö 1952
meö börnum sfnum. bau skildu
1957.
svo við Lars Schmidt eftir um 20
ára hjónaband.
29. ágúst 1979, á afmælisdegi
Ingrid, var verðlaunamyndin
„Casablanca" endursýnd henni
til heiðurs, og haft var við hana
viðtal. Allir, sem í myndinni
léku voru fallnir í valinn nema
motleikari hennar, Paul Hen-
reid, sem einnig var boðið í
sjónvarpssal. Urðu þar miklir
fagnaðarfundir.
I lok bókar sinnar segir
Ingrid: „Maður á aldrei að gefast
upp, en nú er ég komin á
leiðarenda, ég hef fengið það út
úr lífinu sem nokkur manneskja
getur farið fram á. Ég er því
tilbúin að deyja." —sb.
INGRID BERGMAN
Min astkæru börn, her
kemur sannleikurinn“
„Mín ástkæru hörn, Pia, Roberto, Isahella og
Ingrid, hér kemur sannleikurinn,“ skrifar Ingrid
Rergman, leikkonan fræ>;a, í upphafi minninga sinna
sem birtust fyrir nokkrum dögum í Englandi, en
leikkonan hélt upp á 65 ára afmæli sitt fyrir
skömmu.
Ingrid fa'ddist 29. ágúst 1915 í Stokkhólmi. Móðir
hennar var af þýzku berjíi brotin, eða dóttir
kaupmannshjóna frá Ilamborg. Ilún féll frá aðeins
tveimur árum eftir fæðinKU In>;rid. Faðir Ingrid var
hins ve>;ar samskur í húð og hár, þekktur listmálari.
Ilann lézt þei;ar Ingrid var níu ára gömul.
Fyrsta hjónabandið
Ingrid var alin upp meðal
vandamanna fjölskyldunnar og
það vakti enga kátínu meðal
þeirra þegar hún fór að heiman
árið 1937 til að leika í sinni
fyrstu kvikmynd og giftist
skömmu síðar sænska tannlækn-
inum Petter Lindström.
Hún sló í gegn aðeins ári síðar,
þegar hún lék í þýzkri kvikmynd
sem tekin var í Berlín og byrjuðu
tilboðin þá þegar að streyma frá
Hollywood. Keisari kvikmynd-
anna á þessum tíma, David
Selznic, gerði sér mjög vel grein
fyrir hæfileikum þessarar ungu
sænsku leikkonu, og hafði þegar
samband við hana. Hann lagði á
það mikla áherzlu að „karakter"
hennar yrði ekki breytt. Hún
yrði áfram þessi blátt áfram
sænska unga stúlka, þannig
myndi hún nýtast bezt.
Casablanca
Frami hennar í Hollywood
varð mikill og skjótur. — „Þetta
var hreint með ólíkindum," segir
Ingrid í minningum sínum eftir
frumsýningu einnar frægustu
myndar hennar — „Casablanca“.
— „Það bezta við hana er, að
hennar og sem dæmi réðst hann
á Ingrid í samkvæmi einu og
sagði hana hafa drukkið 14
martini-glös, þótt allir viðstadd-
ir gerðu sér grein fyrir því, að
Ingrid var með öllu ódrukkin.
Það var svo árið 1945, að
Ingrid varð ástfangin af
náttúruljósmyndaranum Robert
Capa, en samband þeirra flosn-
aði upp tæpum þremur árum
síðar og á þessum árum bjó
Ingrid að meira eða minna leyti í
Frakklandi.
Óskarsverðlaunin
Árið 1948 fékk Ingrid Berg-
man svo sín fyrstu Óskarsverð-
laun, fyrir aðalhlutverkið í
myndinni „Hús frú Alquist".
Ingrid var komin í hóp stóru
stjarnanna.
Leikstjórinn frægi, Roberto
Rosselini, var mjög hrifinn af
leikhæfileikum Ingrid og var
haft eftir honum á þessum tíma:
„Ef ég hef í höndunum skandi-
navíska leikkonu sem talar mjög
góða ensku, þokkalega þýzku og
frönsku og getur sagt á ítölsku
„ti amo“, ég elska þig, þá er ég
tilbúinn að búa til góða kvik-
rnynd."
ef þú drífur þig ekki og giftist
þessum glæsilega manni, geri ég
það.“ — í lok ársins 1958 varð
Ingrid Bergman frú Schmidt.
Krabbameinið
Árið 1974 komst Ingrid að
þeirri hræðilegu staðreynd, að
hún var með krabbamein í
brjóstum. Aðgerð var þegar und-
irbúin af frægum lækni í Banda-
ríkjunum. Þegar til átti að taka,
vildi Ingrid láta fresta henni því
hún þyrfti að skreppa til Frakkl-
ands, til að taka þátt í afmælis-
veizlu eiginmanns síns sem átti
afmæli 11. júní. — Hvort er þér
mikilvægara, lífið eða afmælis-
veizla manns yðar? spurði hinn
bandaríski læknir argur. — Án
umhugsunar svaraði Ingrid:
„Maðurinn minn er mér allt og
því fer ég hvað sem tautar og
raular."
Ingrid flaug til Parísar og var
komin aftur eftir fjóra daga
tilbúin að ganga undir hina
miklu aðgerð. — „Ef ég væri
yngri hefði ég sjálfsagt látið
aðgerðina ganga fyrir, en það
var mér mjög mikilvægt að fá að
vera í faðmi fjölskyldunnar
nokkra stund, áður en ég gengi
undir þessa aðgerð.
Þriðji Óskarinn
Ingrid gekk fljótlega undir
aðra krabbameinsaðgerð, en hún
var ekki af baki dottin. Árið 1975
fékk hún sín þriðju Óskarsverð-
laun, fyrir aukahlutverk í mynd-
inni: „Morðið í Austurlanda-
hraðlestinni". Árið 1977 sá hún
Roberto Rosselini í síðasta sinn.
Hann lézt í júní það ár 71 árs að
aldri. Árið 1978 gekk hún undir
þriðju aðgerðina vegna krabba-
meins og sama árið skildi hún