Morgunblaðið - 14.09.1980, Side 28

Morgunblaðið - 14.09.1980, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980 Rætt við Guðbjörgu Sigurðardóttur sem varð nr. 6 í fegurðar- samkeppninni Ungfrú Alheimur „Til að byrja með og það var alltaf verið að kvarta yfir því að ég brosti ekki nógu mikið og satt að segja er ég ekkert sérlega brosmild, því mér er gjarnt að velta málunum fyrir mér og þá er maður ekki síbrosandi eins og ætlast er til í þessum fegurðarsamkeppnum,“ sagði Guðbjörg Sigurðardóttir sem varð nr. 6 í keppninni Ungfrú Alheimur í sumar, en hún fór fram í Seoul í Kóreu. Guðbjörg keppti þar ásamt fulltrúum 80 landa og komst í úrslit 12 stúlkna. 24 daga veizlutörn „Annars fékk ég ágæta þjálfun í þessari ferð, varð- andi brosið," hélt Guðbjörg áfram og brosti,“ maður varð að brosa, því ef maður ætlaði sér eitthvað í þessu varð brosið að fylgja og maður varð að gefa sig alla í þetta. Þetta kom til vegna þess að ég varð nr. 2 í keppninni Ungfrú ísland haustið 1979. Ég átti ekki að fara í aðal- elsins, nema örfáar skoðunar- ferðir. Madur sá þá í svitabaði Annars var sérkennilegt ástand þarna, hermenn víða á götum og við leikhúsið sem við æfðum í og aðalkeppnin fór fram var ávallt urmull af hermönnum og ef fólk var þar fyrir til þess að fylgjast með var því hrint af hörku og það virtist vant slíkum yfirgangi. Hermennirnir voru búnir Guðbjörg LjóHinynd Mbl. RAX. fylgdarkona var með hverjum tveimur okkar og þessar konur frá Kóreu voru svo hjálpsamar að maður vissi eiginiega ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þær vildu klæða okkur, þvo og leiða á gönguferðum um svæðið. I fyrstu var maður hálf vand- ræðalegur að labba um og leiða konu eins og barn, maður var ekki vanur þessu hlýja viðmóti, en sinn er siður í landi hverju. Gærunni troðið snarlega í kassa Ys og þys vegna þessarar keppni var ekki af skornum skammti, því þarna voru um 70 erlendir blaðaljósmyndarar á ferð og sjónvarpið var sífellt á ferðinni. Aðalkeppninni var sjónvarpað beint til margra landa og var sagt að um 600 milljónir manna hefðu séð útsendinguna. Aðalkeppnin hófst kl. 6 að morgni í Seoul til þess að vera í beinni útsend- ingu að kvöldi dags í Banda- ríkjunum. Við urðum að vera komnar í leikhúsið kl. 4, en síðustu tvær vikurnar fyrir keppnina höfðu verið daglegar æfingar þar sem við urðum m.a. að syngja og taka nokkur dansspor. Þetta var allt skipu- lagt og m.a. var það skipulagt að við áttum að koma með gjöf frá landi okkar. Mín gjöf frá íslandi til kóreönsku þjóðar- innar var íslenzkt gæruskinn, skrautritað. A einu þeirra eyðublaða sem við áttum að fylla út áttum við að rita hver gjöfin væri, hvað hún hefði kostað og hvað það hefði tekið langan tíma að búa hana til. „f>eir héldu víst að mað- ur væri einhver dúkka“ keppnina, Ungfrú Alheimur, því það á að vera hlutskipti stúlku nr. 1 og ég veit ekki af hverju ég var send í stað Kristínar Bernharðs, en hún fór hins vegar í Ungfrú Evr- ópukeppnina og Ungfrú Skandinavía nú í haust. Það kann að hafa ráðið einhverju að hún er ljóshærð en ég dökkhærð og í keppninni Ungfrú Alheimur hafa dökk- hærðar stúlkur sigrað 26 sinn- um en ljóshærðar aðeins þrisvar. I Skandinavíu og í Japan t.d. eiga ljóshærðar stúlkur meiri sigurmöguleika. Jú, víst var þetta spennandi, ég hef aldrei ferðast svona langt fyrr. Ég fór seinni hluta dags til New York og síðan með Jumbóþotu til Seoul, 22 tíma flug. Við vorum nær 30 saman sem áttum að taka þátt í keppninni og bjuggumst við að komast á hótel strax eftir Iendingu, enda vorum við þreyttar og slæptar, en það var ekki sturta og hvíld sem beið, öðru nær, því það var mikil móttaka og brosað í allar áttir. Á öðrum degi ferðarinnar fengum við dagskrá þar sem næstu tutt- ugu og fjórir dagar voru skipulagðir daglega frá kl. 7.30 til miðnættis og skeikaði ekki um korter. Þetta voru boð og aftur boð til ýmissa fyrirtækja og allt var haldið innan hót- byssum með byssustingi og vomuðu þeir yfir hvarvetna í húsinu auk ýmissa manna sem virtust vera eins konar leyni- lögreglugæjar. Það var líka auðséð að heimamenn reyndu að sýna okkur aðeins það fallega í borginni, því þar sem fátæktin biasti við og hreysin var ekið framhjá á fullri ferð. Víða sá maður slíkar þyrp- ingar kumbalda þar sem gard- ína var ef til vill í hurðarstað og einn kamar var á miðju torgi fyrir 100 hús, en það sem var einkennandi var mistrið og hið grugguga loft sem lá yfir borginni.. Strax þegar komið var út fyrir borgina var mjög fallegt, skipulagður gróður og hreinna loft. í einni slíkri ferð komum við í banda- rísku herstöðina á landamær- unum og skoðuðum hana. Greyin höfðu ekki séð stelpur í hálft ár og maður sá þá í svitabaði að fá þessa útvöldu hjörð á hlaðið. Margir her- mannanna höfðu keypt sér frí með vikuvinnu til þess að geta spjallað við stelpurnar í sam- komusalnum í 1—2 tíma með- an við stöldruðum við, en þess má geta að fyrirtækið Miss Universe sem stendur fyrir keppninni er bandarískt. í stórum dráttum var þetta skipulagt þannig að við vorum tvær saman í herbergi og lenti ég með Ungfrú Kanada. Ein Þetta þótti mér svívirðilegt, því sjálf hafði ég ekki peninga til þess að gefa neina dýra gjöf. Frá sumum Afríkuríkj- um voru gjafir upp í 800 dollara og svo var ég með mína 25 dollara gjöf sem ég leyfði mér þó að hækka upp í 100 dollara á pappírunum. Gjafirnar voru afhentar þegar við vorum kynntar í þjóðbún- ingum landa okkar og ég var búin að hugsa mér að taka gæruna sundur á sviðinu og kynna svolítið blessaða sauð- kindina, en gæran var svo gott sem þrifin af mér og henni troðið ofan í kassa. Þetta var allt hálf spaugilegt. í glimmergylltu bikini sem þjóðbúningi Þjóðbúningarnir voru mjög misjafnir og þar kom sýndar- mennskan einnig við sögu. Sumar stúlkurnar voru í alls- konar glimmerbúningum og Ungfrú Ástralía var í glimm- ergylltu bikini og engu öðru sem þjóðbúningi. Ungfrú Bandaríkin var í sundbol og kjóljakka og svo kom ég eins og Gilitrutt í íslenzka þjóð- búningnum. Ég fékk lánaðan í úrslitakeppninni í Seoul

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.