Morgunblaðið - 14.09.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1980
29
ur stúlkunum og persónuleika
þeirra, því sumar stelpurnar
voru með óheyrilega frekju
hér og þar þótt þær væru
ljúfar eins og lömb fyrir dóm-
urunum. Sumar stelpurnar
sem í fyrstu virtust mjög
fallegar og hafa eitthvað til
brunns að bera hröpuðu í áliti
þegar maður fór að kynnast
þeim og í ljós kom frekja
þeirra og leiðinleg framkoma.
Valhoppadi
niður alla stiga
Keppnin var mjög spenn-
andi á lokasprettinum og þeg-
ar verið var að velja 12 stúlkur
í úrslitin rétti ég tíu putta upp
til Guðs. Það var komið upp í
8, 10 og ekkert hafði skeð og
eftir var fullt af stúlkum sem
ég var búin að bóka í efstu
sætin. Svo kom 11 og síðan var
beðið í nokkra stund og þá
kom mitt nafn. Ég gat ekki
stillt mig og valhoppaði niður
alla stiga yfir mig ánægð. Ég
hafði aldrei lent í því að vera
svona heppin á síðustu stundu.
Við 12 sem vorum valdar í
úrslit vorum kallaðar fram og
þá skeði leiðinlegt atvik. Við
stóðum fremst á sviðinu, en
tjaldið var látið falla á milli
okkar og þeirra 68 sem ekki
voru eins heppnar og þar með
voru þær algjörlega úr leik og
fengu ekki einu sinni að fylgj-
ast með lokakeppninni nema í
gegn um sjónvarp í búnings-
Þessar tólf stúlkur komust
í úrslit af 80 keppendum í
fegurðarsamkeppninni
Ungfrú Alheimur 1980, en
Guöbjörg, sem er ó miðri
mynd, varð númer 6 í
keppninni.
klefum í kjallaranum. Meðal
þessara stúlkna voru mjög
fagrar stúlkur, sem höfðu lagt
sig mjög fram og í búnings-
klefunum sauð upp úr meðal
nokkurra þeirra meðan loka-
keppnin fór fram. Úrslitin
urðu síðan þau að Ungfrú
Bandaríkin varð nr. 1 og hún
var vel að því komin, er
feikilega fallega vaxin og geð-
ug í alla staði. Nr. 2 varð
fulltrúi Skotlands, þá Nýja
Sjálands, Filippseyja, Svíþjóð-
ar, Islands og Kanada en
annað var ekki gefið upp.
Með lappirnar
hangandi
upp í loft
Allt í sambandi við þessa
keppni var háð ströngum regl-
um. Okkur var bannað að
reykja og drekka áfengi, en
hins vegar sátu sumar stelp-
urnar lengst af inni á klósetti
til þess að bjarga málinu. I
þessu landi þykir það gróft og
karlmannlegt að reykja. Nokk-
uð hópuðu stelpurnar sig sam-
an, þær spænskumælandi
héldu hópinn og ég var mikið
með stúlkunum frá Bermuda,
Bahama, írlandi og Englandi.
Við vorum ekkert að trekkja
okkur yfir þessu, en sumar
stúlkurnar sváfu með lappirn-
ar hangandi upp í loft til þess
að viðhalda fegurðinni. í heild
var virkilega gaman að þessu
stússi, það voru svo misjafnar
manngerðir í þessum stóra
hópi.
Teknar með
aukabobbinga
Þá voru einnig reglur um að
ekki mætti vera með gervi-
brjóst, gervimjaðmir, ekki
hárkoílu eða magabelti. Ég
skammaðist mín fyrir að þeir
skyldu jafnvel trúa slíku upp á
mann, en það kom á daginn að
varnaglinn var eðlilegur, því
fyrir úrslitakvöldið voru tvær
teknar með aukabobbinga í
brjóstahöldurum. Sumar not-
uðu hártoppa og gerfineglur
voru allsráðandi, tveggja
sentimetra langar, takk. Með
þessu móti er þetta ekki feg-
urðarsamkeppni, heldur mis-
heppnuð sýning. Ég hefði ekki
þekkt sumar stelpurnar ómál-
aðar.
Samkeppnin er vissulega
hörð og auðvitað er það sorg-
legt að komast ekki í úrslit.
Sumar stúlkurnar eiga hags-
muna að gæta. Afríkustelp-
urnar t.d., eiga annaðhvort
von á mikilli hyllingu eða
tómatakasti þegar heim kem-
ur, allt eftir því hvernig fer.
týri og kom margt til. Einn
daginn var okkur boðið að
heimsækja forseta landsins,
en það var nú ekki meiri reisn
yfir því en svo að það var
leitað á okkur að myndavélum
í forsetaboðinu. í þessari mót-
töku var sendiráðsfólk frá
ýmsum löndum og okkur
stúlkunum var stillt upp áður
en gamall maður gekk í salinn,
uppdubbaður með konu sér við
hlið sem var hálfsofandi. Þeim
var stillt upp á pall og síðan
fengum við þann heiður að
heilsa forsetanum áður en
hann gekk út. Hugsaðu þér,
bjóða okkur og leita síðan á
okkur.
Það kom heimamönnum
mikið á óvart að maður skyldi
hafa hugmynd um stjórnmál
landsins. Þeir héldu víst að
maður væri einhver dúkka.
Þjóðfélagsástandið þarna
virðist vera mikill grautar-
pottur, ruddalegt af hálfu hins
opinbera og gengið á almúgan-
um eins og hann sé eitthvað.
rusl. Heimamenn reyndu þó að
setja annan blæ á þetta fyrir
heimspressuna og gera mikið
fyrir okkur.
Mikid um að
fólk samgleðjist
Gleði fólks var þó áberandi
þegar svo bar undir og það
samgiaddist okkur sem
hrepptum þessa ferð. Hér
skautbúning tveimur dögum
fyrir brottförina héðan að
heiman og það gekk upp vegna
þess að Guðni Þórðarson í
Sunnu frétti af vandræðum
mínum og bjargaði málinu.
Það var áberandi að stúlkur
frá Norðurlöndunum voru í
gömlum þjóðbúningum, en
margir hinna búninganna
voru alls kyns fígúrubúningar.
Einnig komum við fram í
sundbolum og síðan kjólum.
Tveimur dögum fyrir keppn-
ina áttu dómarar keppninnar
5 mínútna viðtal við okkur
hver, en áður höfðum við
komið 10 í einu fyrir 10
dómara. í þessum viðtölum
var gengið á milli borða eins
og maður væri í spilavist eða
hringdans, en þetta var mjög
þægilegt fólk að tala við. Ég
held þó að eðlilegra hefði verið
að dómarar hefðu kynnst bet-
Guðbjörg ásamt fulltrúa
Bandaríkjanna, sem var
kjörinn Ungfrú Alheimur.
Hér heima tekur enginn eftir
þessu.
Flestar stelpurnar eru gerð-
ar út frá sínum löndum í þessa
keppni og það er miðað við að
hún veki heimsathygli, en ég
varð að sjá um allt mitt sjálf.
Ég hefði getað verið í galla-
buxum allan tímann og þó er
maður fulltrúi íslands þar sem
600 milljónir manna fylgjast
með beinni útsendingu. Það er
heppilegt að maður hefur það í
sér að vilja vera landi og þjóð
til sóma, en sum fötin sem ég
var með fékk ég lánuð.
Leitað á okkur
í forsetaboðinu
Þessi ferð var mikið ævin-
fyrirtæki í heimi fyrir sýn-
ingarstúlkur, var ein af dóm-
urum keppninnar. Þegar ég
mætti hjá henni í 5 minútna
viðtalinu sagði hún strax:
Skrifaðu heimilisfangið og þú
getur byrjað strax í ágúst. —
Ég sagði ekkert og þá sagði
hún um hæl: Hvað, viltu ekki
verða módel?
Reyndar fengum við tvær
tilboð frá Eileen Ford, en hin
var Ungfrú Kanada sem bjó
með mér í herbergi og varð
númer 7 í keppninni. Við
fylgdumst þannig að má segja.
Það getur verið að ég fari út til
New York um næstu mánaða-
mót til starfa hjá Eileen og þá
verð ég eins og sjómaður hér' á
heimilinu. En okkur finnst allt
í lagi að ég fari og reyni þetta,
það er ekkert víst að dæmið
gangi upp hjá henni með mig,
en hún kvaðst fegin að ég hefði
ekkert verið í sýningarstörf-
um, kvaðst ætla að skóla mig
til eftir sínu höfði áður en ég
hæfi starf. Tískusýningarstarf
hjá Eileen Ford er mjög eftir-
sótt, og gefur mikið í aðra
hönd. En ég geri mér fyllilega
ljóst, að starfið er erfitt og
samkeppnin mikil. Samt lang-
ar mig til þess að spreyta mig.
En hvað sem má nú um allt
þetta segja þá er ég reynslunni
ríkari og eftirminnilegust eru
ánægjuleg kynni af fjölmörg-
um þátttakendum í keppninni.
heima keppast allir við að
rægja þann niður sem er
áberandi og það er svo lítið um
að fólk samgleðjist, en slíkt
var í svo ríkum mæli hjá þessu
fátæka fólki. Ég varð við
beiðni fólks og gaf fleiri
hundruð eiginhandaráritanir
á götum úti þegar fólk flykkt-
ist að eins og maður skipti
einhverju máli. En þarna úti
var mjög vinalegt fólk og hlýtt
í viðmóti.
Þá verd ég
eins og sjómadur
á heimilinu
Hvað kom út úr þessu?
Atvinnulega séð má segja að
það hafi verið tilboð um tísku-
sýningastarf. Eileen Ford, sem
rekur þekktasta og stærsta